Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 41 DEILUR þær sem orðið hafa um hátíð heimastjórnarafmælis sýna glöggt vanþekkingu alls þorra Ís- lendinga um málefni þjóðarinnar. Hollt er heimamönnum að kynna sér hvað það var, sem Hannes Hafstein samdi um við Dani í för sinni til Kaup- mannahafnar og fram kemur í ræðu Friðriks konungs áttunda, er hann flytur í sam- kvæmi, sem honum er haldið í suðurálmu Mið- bæjarskólans, skála sem er tjaldaður dúk- um. Þar sitja 250 prúð- búnir gestir og hlýða á ræður og ávörp. Friðrik konungur talar. Krist- ján Albertsson birtir ræðu hans í riti sínu um Hannes Hafstein: „... konungur segist hafa beðið þessarar farar með mikilli eftirvæntingu; minnist þess hve oft faðir sinn hafi sagt sér frá frábærum og innilegum viðtökum, sem hann hafi hlotið á Íslandi. „Það er kon- unglegur vilji minn, að Íslendingar hafi allt það frelsi, sem staðist geti með einingu ríkisins til að glæða það, sem þjóðinni er sérkennilegt og hag- nýta auðsuppsprettur landsins. Ég hef erft ríkið sem einingu, og þá ein- ingu skal varðveita frá kyni til kyns; en þann arf hef ég einnig hlotið frá föður mínum að Íslendingar skuli vera frjáls þjóð, er setji sér með kon- ungi sínum þau lög, sem þeir eiga við að búa, og ofan á þá arfleifð er vilji minn að byggja frekara. Fyrir því hefi ég í dag skipað nefnd nokkurra góðra manna ríkisins, til þess að þeir geti rætt um stjórnskipulega stöðu Íslands í ríkinu, og fundið það fyr- irkomulag, sem frelsi Íslands megi við hlíta og viðhaldast, en eining rík- isins jafnframt í traustum skorðum standa.““ Á þessum orðum konungs sést glöggt að hann hyggst reyra Ísland við danska konungsríkið, enda var svar andstæðinga ríkisráðsákvæðis: „Upp með fánann ótíðindi!“ Ekki verður skilist svo við afstöðu Hannesar Hafstein að eigi sé getið gamankvæðis er hann kvað í háðung- arskyni við Þingvallasöng Steingríms skálds Thorsteinssonar. Hannes skopstælir ljóð Stein- gríms og syngja stúd- entar það á Þingvalla- fundi. Þótt Hannes Haf- stein sé margs góðs maklegur er minningu hans enginn greiði gerður með því að hefja hann ofar á stall en hæfilegt er. Minna má á skopstælingu þá er hann kvað til háðungar Steingrími Thorsteins- syni er hann breytti Þingvallasöngnum Öx- ar við ána og enn- fremur annað ljóð í sama anda. Þorsteinn Thorarensen hefir birt ljóðin í bók sinni „Í fótspor feðranna“. Hann hefir góðfúslega veitt leyfi um tilvitnun. „Þetta var einmitt sá Þingvalla- fundur, þar sem frelsiskröfum þjóð- arinnar var á ný lyft með hvað mestri djörfung undir forustu Benedikts Sveinssonar og bragur Steingríms „Öxar við ána“ hleypti mönnum kapp í kinn. En Hannes var ekki hrifinn. Hann orti kvæðið „Morgunn á Þing- völlum“, sem er fullt af táknum, er eiga að túlka innihaldsleysi þessa fundar og þeirra þjóðfrelsiskrafna, sem þar voru samþykktar: Og fara hér á eftir brot úr kvæðinu: Hundar hvíla hausa á löppum, hljóta roð og bein hjá köppum. Náð er úr með tönnum töppum. Fulltrúar með eld í æðum úr sér kreista feikn af ræðum, rifja upp orð úr ættlandskvæðum. Sól er löngu hætt að hækka, hraða fer sér brátt að lækka. Ennþá meinin ekki smækka. Enginn finnur forsprakkana fundarboðsins árdagshana. Herinn enn er höfuðvana. Voru að þukla á þjóðarkaunum, þungbúnir í hugarraunum lentu út í hrjóstur-hraunum. Aldrei rata aftur hingað, aldrei verður framar þingað hér á þessum helga þingstað. Hoppa um völlu heftir jálkar. Hundum bætast roð og dálkar. Yfir blakta frelsis-fálkar. Og enn hnykkti Hannes betur á, er hann stældi og afbakaði í háðung- arskyni Þingvallasöng Íslendinga, sem Steingrímur hafði ort og var nú sunginn í fyrsta skipti á þessum Þing- vallafundi. Skrumskæling Hannesar á kvæðinu var ófagur skáldskapur. „Öxar við ána árdags í ljóma, upprís hann Pétur og þjóðliðið allt, fylfull er Grána, falskt lúðrar hljóma, fullur er Gauti og öllum er kalt. Fram, fram, aldrei að víkja, fram, fram, bæði menn og fljóð. Ríðum yfir ána, rekum niður fána, ríðum stríðum vorri þjóð.“ „Gauti“ er Jón Sigurðsson, bóndi á Gautlöndum í Mývatnssveit, einn af frumherjunum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, „Þjóðliðið“ var herská frelsishreyfing sem hann og Þing- eyingar stofnuðu, en Pétur er sonur hans, sem löngu síðar átti eftir að verða styrkur bandamaður Hannesar gegnum vináttu við Tryggva Gunn- arsson. (Pétur var afi Gunnars Nor- land, menntaskólakennara, sem var mágur Matthíasar Johannessens, skálds og ritstjóra). Þorsteinn Thorarensen leggur mikla áherslu á glæsileik Hannesar Hafsteins, leiftrandi gáfur og gam- ansemi, þekkingu á bókmenntum og fagurfræði. Axel Thorsteinsson, sonur Stein- gríms skálds, segir frá því í bók sinni um Vísi, að Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, sem var eigandi Vísis á námsárum sínum hafi hrifist mjög af Hannesi er hann gaf honum leyfi til þess að birta „Þerriblaðsvísur“ og fjölda annarra kvæða. Var það að frumkvæði Hannesar, sem með því styrkti ungan sér ókunnan mann, með svo drengilegum hætti. Það er við hæfi að vitna í ummæli Benjamíns Eiríkssonar er hann lætur falla í viðtali við Hannes Hólmstein Gissurarson. „En Hannes lærði, hann harðnaði. Ef til vill hefir hinn mikli ósigur hans 1908 undir niðri glatt hann. Þegar hann kom fram sem skáld skildi hann þjóðina betur en þegar hann kom fram sem stjórnmálamaður. Hann hvatti hana, brýndi, vakti: „Þú skalt, þú skalt samt fram.“ Var ósigurinn ekki sigur þess Hannesar Hafsteins, sem gefið hafði út kvæðabókina? Stjórnmálamanninum Hannesi hafði skjátlast. En var það slæmt? Hafði honum skjátlast í öðru en því, að þjóðin var betur vöknuð en hann hafði hafði haldið? Skáldið Hannes Hafstein túlkaði tilfinningar þjóð- arinnar á unaðslegan og stórkostleg- an hátt. Hann átti innlifunarhæfileik- ann í ríkum mæli.“ Heiður þeim sem heiður ber. Hannes Hafstein var um skeið bankastjóri Íslandsbanka. Sá banki auglýsir daglega í Ríkissjónvarpi. Sæmra væri að syngja eitthvert ljóða Hannesar eða vitna í kvæði hans. Enskur söngur á ekki við í auglýs- ingu banka sem geymir Ísland í heiti sínu. Hyllum Hannes Hafstein með því að lesa, læra og syngja ljóð hans. Um Hannes Haf- stein og þátt hans í þjóðfrelsi Pétur Pétursson fjallar um Hannes og þjóðfrelsið ’Hyllum Hannes Haf-stein með því að lesa, læra og syngja ljóð hans.‘ Pétur Pétursson Höfundur er þulur. Konungurinn fyrir framan Miðbæjarbarnaskólann ásamt gestum í konungsveislunni áður en sest var að borðum. HINN 29. desember skrifaði að- stoðarmaður landbúnaðarráðherra, Eysteinn Jónsson, grein um gjafa- kvótann. Því ber að fagna því það gerist ekki á hverjum degi sem stuðnings- menn þess kerfis draga athyglina að því. Von- andi verður framhald á. Vegna greinarinnar þarf þó eftirfarandi að koma fram:  Gjafakvótinn hefur ekki stuðlað að hag- kvæmni í útgerð. Ár- in 1995 til 1999 greiddi allur sjávar- útvegur að meðaltali 354 milljónir á ári í tekjuskatt en árið 2001 greiddi álverið í Straumsvík 900 milljónir. Þannig virðist eitt fyrirtæki vera arðbærra en allur sjávarútvegur á Íslandi.  Hlutfall háskólamenntaðra í út- gerð er aðeins einn þriðji af með- altali annarra atvinnugreina. Einnig berast fréttir að þeim fækki stöðugt sem leggja fyrir sig nám í Stýrimannaskólanum og sjávarútvegsfræðum. Þetta er grafalvarlegt því samkvæmt rann- sóknum hins virta Harvard- prófessors Michael Porter er lækkandi menntunarstig eitt skýrasta einkenni hnignandi at- vinnugreina.  Brottkast á afla er einkenni gjafa- kvótans, ekki kvóta- kerfa og er vegna hás verðs á kvóta. Bæði hagfræðingar og forstjórar sjávar- útvegsfyrirtækja hafa sýnt fram á að það verð mun stór- lækka við upptöku fyrningarleiðar. T.d. sýndi forstjóri Þor- móðs ramma fram á að markaðsverð yrði aldrei hærra en 30 kr/kg.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fann ekki upp fyrningarleið. Hún var sett fram af auðlindanefnd Jóhannesar Nordal, fyrrum seðlabankastjóra. Innihald leiðarinnar styðja svo 105 háskólaprófessorar, nób- elsverðlaunahafarnir í hagfræði Gary Becker, Milton Friedman og Joseph Stiglitz (efnahagsráðgjafi Bill Clinton), tæplega helmingur sjávarútvegsnefndar Sjálfstæð- isflokks, tæplega helmingur sjáv- arútvegsnefndar Framsókn- arflokks, OECD, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, Samtök iðn- aðarins, Starfsgreinasambandið og fjölmargir þekktir íslenskir hagfræðingar. Reyndar veit und- irritaður ekki um einn einasta hagfræðing sem telur núverandi kerfi betra en fyrningarleið.  Víðtæk kaup sjávarútvegsfyr- irtækja á gjafakvóta merkir að miklir fjármunir hafa farið úr greininni til þeirra sem fengu kvótann gefins. Hagkvæmt hefur verið fyrir þá að fara með pen- ingana til útlanda til að komast hjá skattgreiðslum eins og löglegt var. Morgunblaðið lýsti á sínum tíma þeim ferli mjög vel (Jón Ólafsson hefur líklegast lesið það.)  Gjafakvótinn hefur ekki orðið til þess að bæta hag í sjávarbyggð- um. Milli 1993 og 2000 hækkuðu tekjur á höfuðborgarsvæðinu um 3% en lækkuðu um 15% á Vest- fjörðum.  Einn helsti galli við gjafakvótann er hversu valtur hann er í sessi. Sú óvissa hindrar langtíma- fjárfestingu í greininni sem væri hagkvæm í varanlegra kerfi. Þetta hefur forstjóri Samherja ítrekað bent á. Það vandamál er hægt að leysa á tvo vegu. Annars vegar að afnema jafnræðisákvæði stjórn- arskrárinnar og gefa gjafakvót- ann endanlega, eða með því að bjóða kvótann upp eins og fyrn- ingarleið gengur út á. Stuðnings- menn gjafakvótans skortir hins vegar enn kjark til að ráðast að jafnræðisákvæði stjórnarskrár- innar og þess vegna býr sjávar- útvegur við meiri óvissu en ella. Það er því erfitt að skilja af hverju jafnréttsýn og praktísk þjóð og Ís- lendingar hafa ekki enn tekið upp fyrningarleið. Skýringanna er kannski að leita hjá Machiavelli. Hann hélt því fram að breytingum væri erfitt að ná í gegn. Allir sem hagnist á núverandi kerfi séu öflugir andstæðingar breytinga en stuðn- ingsmenn séu mjög varkárir í sínum stuðningi. Varkárnin sé vegna ótta við andstæðingana sem hafa lögin með sér og vegna eðlis mannsins sem trúir ekki á breytingar fyrr en að hafa reynt þær. Það er því hollt að minnast þess að aðeins 33 af 63 þingmönnum Alþing- is studdu samninginn um evrópska efnahagssvæðið en nú er hann óum- deilt framfaraspor. Einnig er stutt síðan önnur vígi forréttinda féllu og er t.d. ekki langt síðan ráðherra út- hlutaði leyfum til að reka apótek. Það var jafnframt úthlutun á topp- sæti í skattskránni. Það er aðeins spurning um tíma hvenær þetta vígi forréttinda fellur. Gjafakvóti: Vöxtur og velferð? Guðmundur Örn Jónsson skrifar um kvótamál ’Einn helsti galli viðgjafakvótann er hversu valtur hann er í sessi.‘ Guðmundur Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur MBA. www.thjodmenning.is Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn Ljós Gjafavara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.