Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ob – ob, það er alveg bannað að gera svona mörg mörk, fyrr má nú rota en dauðrota,
strákar.
Þjóðahátíð og ráðstefna Alþjóðahúss
Að sýna fólki
aðra menningu
Alþjóðahúsið efnir ífyrsta sinn tilþjóðahátíðar í
Reykjavík og stendur hún
yfir alla helgina næstkom-
andi. Hátíðin er haldin í
Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur í tengslum
við Vetrarhátíð Reykja-
víkurborgar. Á morgun,
föstudag, er nokkurs kon-
ar undanfari hátíðarinnar
er gengist verður fyrir
ráðstefnu í Iðnó undir yf-
irskriftinni Mannauður
innflytjenda. Málþingið er
öllum opið og stendur frá
8 til 10 að morgninum. Í
fréttatilkynningu frá Al-
þjóðahúsi kemur fram, að
þjóðahátíðir af þessu tagi
hafi verið haldnar nokkr-
um sinnum á Vestfjörðum
og Austfjörðum á undan-
förnum árum. Markmið þeirra sé
að kynna það fjölmenningarlega
samfélag sem við búum í á Ís-
landi í dag og hvaða áhrif fólk af
erlendum uppruna hefur á sam-
félagið, hvernig það auðgar
menningu okkar og stuðlar að
fjölbreyttara mannlífi. Þá sé með
þessu jafnframt verið að auka
skilning milli fólks af ólíkum
uppruna og leggja því starfi lið
sem miðar að fjölmenningarlegu
samfélagi á Íslandi. Morgunblað-
ið ræddi við Amal Tamini, fé-
lagsfræðinema við HÍ, um þessar
uppákomur.
– Segðu okkur eitthvað frá
þessum atburðum, Amal…
„Á föstudaginn er ráðstefna
um morguninn sem heitir Mann-
auður innflytjenda. Ráðstefnan
verður í Iðnó. Á laugardag og
sunnudag verður síðan þessi
þjóðahátíð sem Alþjóðahúsið
gengst fyrir. Í stuttu máli snýst
þetta um að sýna fólki aðra
menningu. Það er staðreynd að á
Íslandi býr fólk af fjölda þjóð-
erna og frá mörgum menningar-
heimum. Þetta fólk þarf allt að
aðlagast því að þetta er komið til
að vera. Það þarf að kenna Ís-
lendingum um útlendinga og
kenna útlendingum um Íslend-
inga.“
Áður en lengra er haldið er
rétt að greina aðeins frá dagskrá
ráðstefnunnar. Árni Magnússon
félagsmálaráðherra setur þingið,
en fyrirlesarar eru Unnur Dís
Skaptadóttir mannfræðingur,
Sigurður Guðmundsson skipu-
lagsfræðingur, Toshiki Toma
innflytjendaprestur, Halldór
Grönvold, aðstoðarframkvæmda-
stjóri ASÍ, og Gústaf Adolf
Skúlason, forstöðumaður Stefnu-
mótunar- og samskiptasviðs hjá
Samtökum atvinnulífsins. Pall-
borðsumræður verða að loknum
framsöguerindum með þátttöku
frummælenda ásamt fulltrúum
innflytjenda.
– Segðu okkur frá þætti þínum
í þessu öllu saman…
„Það er ekki bara ég sem er að
gera eitthvað, ég er þarna ásamt
Samtökum kvenna af
erlendum uppruna.
Þessi ráðstefna og
þjóðahátíð er á vegum
Alþjóðahússins, en
samtökin okkar starfa
í nánum tengslum við
það. Okkur er boðið að
vera með og það höf-
um við þegið með
þökkum. Við tökum
þátt í ráðstefnunni og verðum
með kynningarborð á hátíðinni
um helgina þar sem við kynnum
starfsemi okkar.“
– Eruð þið margar í þessum
samtökum?
„Þetta er félag með um það bil
70 konum. Þetta eru konur af
ýmsum uppruna, frá Arabalönd-
um, Filippseyjum, Víetnam, Taí-
landi, Rússlandi, Þýskalandi og
víðar. Það er erfitt að koma til
nýs lands, kunna ekki tungumál-
ið og vita ekkert hvert á að snúa
sér með þjónustu, upplýsingar og
margt fleira. Þetta félag er stofn-
að til að hjálpa, að hjálpa konum
að vita um rétt sinn og mögu-
leika. Við erum að reyna að
halda úti öflugu starfi, í næsta
mánuði ætlum við til dæmis að
standa fyrir ráðstefnu sem fjallar
um það hvers vegna það sé svona
erfitt að læra íslensku.“
– Hafið þið komið að þjóðahá-
tíðunum fyrir vestan og austan?
„Ég hef sjálf farið einu sinni til
Ísafjarðar, en það var til að
halda arabískt kvöld með mat og
skemmtiatriðum. Það er engin
spurning um að það er mikil þörf
fyrir kynningar á framandi
menningu hér í landi.“
Dagskrá þjóðahátíðarinnar
hefst á laugardaginn með fána-
og ljósagöngu barna og fullorð-
inna frá Alþjóðahúsi að Ráðhúsi
Reykjavíkur. Gangan hefst
klukkan 13.30. Klukkan 14 flytur
Þórólfur Árnason borgarstjóri
ávarp og setur hátíðina að for-
setahjónunum viðstöddum, en
Dorrit Mousaieff forsetafrú verð-
ur heiðursgestur hátíðarinnar.
Að ávarpi loknu verður sýning-
arsvæði í Tjarnarsal opnað og
meðal þeirra þjóða
sem þar kynna sig má
nefna Japani, Búlgara,
Taílendinga, Pólverja,
Níkaragvabúa, Filipps-
eyinga, Ástrala, Alb-
ana, Sri Lankabúa,
Namibíumenn, Ghana-
búa, Ungverja og Ítali.
Skemmtiatriði verða á
sviði á klukkustundar
fresti frá 14.30. Á sunnudaginn
halda skemmtiatriðin á sviði
áfram á sömu tímum og hópur
leikskólabarna lýkur síðan hátíð-
inni með samsöng á ýmsum
tungumálum.
Amal Tamini
Amal Tamini fæddist í Jerú-
salem árið 1960. Hún er Palest-
ínumaður, „arabi og múslimi“
eins og hún segir. Til Íslands
kom hún í janúar 1995 og vann
fyrst í fiski í Kópavogi en hóf
strax íslenskunám í kvöldskóla
og hjá Námsflokkunum. Stundar
nám í félagsfræði við Háskóla Ís-
lands og er á síðasta ári, útskrif-
ast þar í október næstkomandi.
Er ötul í starfi Samtaka kvenna
af erlendum uppruna. Amal á
fimm börn.
Það þarf að
kenna Íslend-
ingum um út-
lendinga og
kenna útlend-
ingum um Ís-
lendinga.
ÞEIR eru ábúðarfullir á svip þess-
ir ungu menn og engu líkara en
þeir geti ekki beðið eftir því að
verða fullorðnir. Ekki er óhugs-
andi af þessari mynd að dæma að
þeir leiti á ólíkar slóðir þegar þeir
vaxa úr grasi og velja sér ævi-
starfi, annar starfi þá í landbúnaði
en hinn verði liðtækur í viðskipta-
lífinu.
Morgunblaðið/Þorkell
Kannski vísbending
um framtíðarstörfin?
ÚTLIT er fyrir gott ár í sölu á
járnblendi í heiminum, einkum
vegna aukinnar eftirspurnar í
stáliðnaði í Kína, að því er Ole
Enger, forstjóri Elkem ASA í
Noregi, segir í samtali við Reu-
ters fréttastofuna. Elkem er
eigandi Járnblendiverksmiðj-
unnar á Grundartanga og for-
stjórinn þar, Johann Svenson,
segist í samtali við Morgunblað-
ið geta tekið undir með yfir-
manni sínum í Noregi. Von væri
á verðhækkunum, þó ekki eins
miklum á mörkuðum í Evrópu
og í Asíu.
Járnblendiverksmiðjan fram-
leiddi um 120 þúsund tonn á síð-
asta ári, þar af fóru 112 þúsund
tonn á markað. Johan Svenson
reiknar með svipaðri fram-
leiðslu á þessu ári en vonandi
betri afkomu, þó að Elkem geti
verið sátt við hagnað síðasta árs.
Bjartsýni með útkomuna
Ekki verður upplýst hve mik-
ill hagnaðurinn var í fyrra en
Svenson er bjartsýnn á útkomu
þessa árs miðað við spár um
verðþróun á mörkuðunum.
Svenson segir að erfitt sé að
spá lengra fram í tímann. Mark-
aðir með járnblendi hafi verið
sveiflukenndir og hátt verð ekki
varað um langan tíma.
„Eftirspurnin í Kína er mikil
og verðið óvenjuhátt um þessar
mundir, allt að þúsund dollarar
fyrir tonnið. Það er heldur
lægra í Evrópu en gæti átt eftir
að hækka þar eftir því sem líður
á árið. Við sjáum ákveðin merki
þess,“ segir Svenson en verk-
smiðjan á Grundartanga selur
aðallega á markaði í Evrópu,
næstmest til Bandaríkjanna en
einnig til Asíu.
Um 100 manns starfa í Járn-
blendiverksmiðjunni sjálfri og
nærri 50 að auki í tengdum fyr-
irtækjum á svæðinu, og búistvið
svipuðum fjölda áfram.
Gott ár
framundan
hjá Járn-
blendinu