Morgunblaðið - 20.02.2004, Page 1

Morgunblaðið - 20.02.2004, Page 1
Straumar og Stefán Kraftmikil og kjarngóð soul-tónlist af ýmsu tagi | Fólk í fréttum Dýralæknir heimsóttur Hundum og köttum er mjög hætt við að fá tannstein | Daglegt líf Fólkið í dag STOFNAÐ 1913 50. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Þetta er allt að koma  Lífið í Barcelona  Konudagurinn  List á uppboði  Sugababes  Útgáfan MAÐURINN sem fannst látinn í höfninni á Neskaupstað 11. febrúar hét Vaidas Jucevi- cius. Hann var á þrítugasta aldursári þegar hann lést, fæddur í smábænum Telsiai í vesturhluta Litháen í nóvember árið 1974. Ekki hefur fengist staðfest að nokkurt þeirra tæplega 60 lyfjahylkja sem mað- urinn bar innvortis hafi rofnað í melting- arfærum hans. Lögregla fékk stað- festingu á réttu nafni mannsins í gær, og bar móðir hins látna kennsl á hann af myndum frá lögreglunni í Þýskalandi, segir Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði. Maðurinn gekk undir öðrum nöfnum þ. á m. Vaidas Vilkas. Jucevicius var myndaður og tekin voru af honum fingraför í tengslum við afbrot í Þýskalandi. Respublika, annað stærsta blað Litháens, birti í gær stutta frétt þar sem sagt er frá líkfundinum á Neskaupstað. Mindaugas Pe- leckis, blaðamaður blaðsins, segir að borgin Kaunas sé þekkt fyrir stórfellda framleiðslu á eiturlyfjum, þar á meðal amfetamíni. Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík segist verða var við aukinn áhuga erlendra aðila á að koma fíkniefnum til Íslands með svokölluðum burðardýrum af ýmsum þjóðernum, og segir hann fjölda slíkra mála hafa aukist undanfarið. Ekki stað- fest að lyfja- hylki hafi sprungið Vaidas Jucevicius  Getur dregið til dauða/4 HANN var einbeittur á svip með kyndilinn snáðinn sem var við- staddur setningu vetrarhátíðar Reykjavíkur í Bankastræti í gær- kvöldi. Þó fékk hann smá aðstoð við að halda honum réttum enda var mikill mannfjöldi samankom- inn að fagna upphafi þessarar fjölskylduskemmtunar. Þórólfur Árnason borgarstjóri flutti ávarp og síðan var farið í kyndlagöngu ásamt lúðrasveit á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Þar höfðu fé- lagar í slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins undirbúið einstaka leysigeislasýningu í samvinnu við ljósahönnuði. Vetrarhátíð byrjaði því sem sannkölluð ljósahátíð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kyndlaganga í upphafi vetrarhátíðar KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, SÞ, sagði í gær að of snemmt yrði að halda kosningar í Írak áður en Bandaríkjamenn færa stjórn landsins í hendur heimamanna 30. júní. Er þetta niðurstaða sendinefndar SÞ sem í síðustu viku fór til Íraks til að meta hvort hægt væri að halda þar kosningar á næstu þremur mánuðum. Annan lagði þó áherslu á að stjórnarskiptin skyldu eftir sem áður fara fram 30. júní. Hann sagði að finna þyrfti leið til að skipa ríkisstjórn og síðan vinna að undirbúningi kosninga sem yrðu „einhvern tímann í framtíðinni.“ Yfirmenn bandaríska hersins og bandamanna þeirra í Írak fögnuðu ákvörðuninni. Sjítar tóku henni hins vegar illa enda hafa þeir krafist þess að kosningar verði haldnar sem fyrst. Bandaríkjamenn höfðu áður sagt að öryggi væri ekki nógu tryggt og undirbúningstími of skammur til að hægt væri að halda kosningar innan þriggja mánaða. Þá hafa sérfræðingar SÞ bent á að kosningar nú myndu koma íslömskum öfgasinnum vel en spenna eykst nú á milli harð- línusinna og hófsamra afla í samfélaginu. Sjítar óánægðir Sjítar, sem eru um 60% íbúa í Írak, hafa þrýst mjög á um að kosningar verði haldnar fyrir stjórnarskiptin. Einn valdamesti klerkur þeirra, Ayatollah Ali al-Husseini al-Sistani, seg- ir að ríkisstjórn sem mynduð verði án kosninga sé „ólögmæt“. Var hann áður búinn að hóta fjöldamótmælum ef kosningar yrðu ekki haldn- ar bráðlega. Hann sætti sig þó við ákvörðun SÞ í gær rétt eins og leiðtogar helstu stjórnmála- flokka sjíta. Talsmaður stærsta flokksins, Æðstaráðs íslömsku byltingarinnar, sagði ákvörðunina þó mikil vonbrigði. Telur of snemmt að halda kosningar í Írak Sameinuðu þjóðunum. AP. AFP. AP Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, ræðir hér við fréttamenn ásamt Lakhdar Brahimi, ráð- gjafa sínum í málefnum Íraks, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. BRESKA ríkisstjórnin íhug- ar nú að leggja sérstakan „fituskatt“ á óhollan mat til að bregðast við vaxandi of- fituvandamáli hjá þjóðinni. Einnig kemur til greina að láta fitu- og sykurinnihald koma fram á umbúðum allra unninna matvara til upplýs- ingar fyrir neytendur. Stjórnin vill með þessu reyna að bregðast við mikilli neyslu almennings á óhollum mat eins og hamborgurum, kartöfluflögum og gosdrykkj- um, að því er fram kemur í dagblaðinu Times. Fyrr í mánuðinum hvöttu bresk læknasamtök stjórn- völd til að bregðast skjótt við þeim „hræðilegu heilsufars- legu afleiðingum“ sem hlyt- ust af offituvandamáli þjóðar- innar. Hafa læknar varað við því að verði ekkert að gert muni þriðjungur fullorðinna Breta þjást af offitu árið 2020. Þá muni einnig þriðjungur stúlkubarna eiga við offitu- vandamál að stríða og fimmt- ungur drengja. Íhuga fituskatt Lundúnum. AFP. GARÐABÆR hefur ákveðið að kaupa raf- orku af Hitaveitu Suðurnesja (HS) til Sjá- landsskóla, sem byrjað verður að reisa á þessu ári á mörkum Sjálands og Grunda- hverfis í bænum. Byggingin verður beggja vegna Hraunholtslækjar, með tengibygg- ingu yfir lækinn, og lendir þar með á svæð- um sem tilheyra frá gamalli tíð HS sunnan megin og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) norðan megin. Garðbæingar leituðu upplýsinga hjá veit- unum um einingarverð rafmagns. Í svörum HS og OR kom fram umtalsverður munur á verðinu og var ákveðið að kaupa rafmagn af HS. Eiríkur Bjarnason bæjarverkfræðing- ur segir að með þessu spari sveitarfélagið sér um 400 þúsund kr. á ári, miðað við orku- notkun upp á 600 þúsund kílóvattstundir. Hraunholtslækur rennur undir Sjálands- skóla og tengibygging verður yfir lækinn. Á tveimur orkuveitu- svæðum ÞRÍTUGUR Norðmaður var orðinn svo leiður á að þurfa sífellt að vera bílstjóri fyrir kærustuna sína að hann greip til ör- þrifaráða. Hann sá lögreglubíl á undan sér, gaf hraustlega í og fór fram úr á 137 km hraða í von um að missa ökuleyfið. Leyfð- ur hámarkshraði á veginum var aðeins 80 kílómetrar. Aðgerð- in tókst því vel, hann var að sögn Þrændablaðsins stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Blaðið segir að maðurinn hafi játað sekt sína fyrir dómara í Þrándheimi í vikunni og gefið áðurnefnda skýringu á fram- ferðinu. Dómarinn hrósaði honum fyrir hreinskilnina en sagð- ist ekki skilja almennilega þankaganginn. Manninum varð að ósk sinni, missti prófið í ár og var dæmdur í 14 daga fangelsi. Ráp með kærustuna Ósló. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.