Morgunblaðið - 20.02.2004, Side 8

Morgunblaðið - 20.02.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þakka þér fyrir, Alfreð minn, ég vissi alltaf að einhver myndi hringja og bjóða mér í afmæli. Barcelónskir dagar á Kjarvalsstöðum Lítil hugmynd verður stór Barselónsk helgiverður haldin áKjarvalsstöðum þessa helgi og raunar hefst hún þegar í dag. Guðrún H. Tulinius, sem nú á næstu dögum út- skrifast með masters- gráðu í þýðingarfræðum við Háskóla Íslands, er annar skipuleggjenda barcelónsku daganna, ásamt Grétu Hlöðvers- dóttur, blaðamanni og lögfræðingi,. Morgun- blaðið ræddi við hana á dögunum, spurði hana út í þessi mál. – Hver er nú kveikj- an að þessari katalónsku hátíð? „Þetta á rætur að rekja til þess að hluti af þýðing- arfræðanámi mínu fór fram í Barcelona og þar kynntist ég þessum listamönnum sem eru að koma hér fram og sýna mynd- verk og kynna ljóð. Lítil hug- mynd vaknaði sem nú er orðin býsna stór, en þegar hugmyndin var viðruð við forráðamenn Kjar- valsstaða leist þeim svo vel á að þeir buðu okkur endilega að setja sýninguna upp og jafnframt að hafa hana hluta af Vetrarhátíð Reykjavíkur.“ – Um hvaða listamenn ertu að tala? „Ég er að tala um listamann- inn Antonio Hervás Amezcua, sem opnar sýningu á verkum sín- um á Kjarvalsstöðum við þetta tækifæri, og Carles Duarte Montserrat ljóðskáld sem les upp úr ljóðabók sinni „Þögninni“ sem kemur út á sama tíma í Reykjavík. Jafnframt mun verða lesið upp úr ljóðabókinni á spænsku, frönsku og íslensku.“ – Eru þetta þekktir lista- menn í sínu heimalandi? „Já, það er óhætt að segja það. Montserrat er eitt af þeirra stærstu skáldum og þekktur stjórnmálamaður í ofanálag.“ – Þetta er sum sé menning- arhátíð? „Já, á öðrum þræðinum, enda er mikil og þekkt hámenning tengd Barcelona og Katalóníu. En á hinum þræðinum er hug- myndin að sýningin verði ferða- hvetjandi til Katalóníu. Við verð- um því ekki bara í skýjunum ef taka má þannig til orða, heldur verður rík áhersla á mat, hönnun og bara flest það sem Barcelona hefur upp á að bjóða.“ – Það er kannski kominn tími til að fá hjá þér nánari upp- lýsingar um kynninguna ... „Hátíðin hjá okkur hefst í dag með opnun sýningar Amezcua og upplestri Montserrat og frekari upplestri upp úr ljóðabók hans sem ég gat um áðan. Á morgun mun Hólmfríður Matthíasdóttir, rithöfundur í Barcelona, sem vinnur við bókaútgáfu, fjalla um menningarlífið og það sem er að gerast í bókmenntum í Katalón- íu, en Barcelona er eins og kunn- ugt er, höfuðborg Katalóníuhéraðs. Þá mun Eyjólfur Kjalar Emilsson, prófessor í heimspeki við Ósló- arháskóla, flytja fyrir- lestur um áhugaverð- ar heimspekikenning- ar Plótínosar, sem hafa haft afdrifarík áhrif á kristna trú. Fyrirlesturinn tengist nýútkom- inni ljóðabók Montserrats, Þögn- inni. Fyrirlestur Eyjólfs heitir „Um eitt og annað?“ Á sunnu- daginn kynnir Iðunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá IESE-há- skólanum í Barcelona áhugaverð námskeið á vegum skólans, en IESE-háskólinn er sem kunnugt er einn af bestu viðskiptaháskól- um í Evrópu. Þá er ýmislegt í gangi sem spannar bæði laugar- dag og sunnudag, t.d. verður ferðakynning, „Það besta í Barcelona“, spjall um Barcelona þar sem heimamenn í Barcelona segja frá því sem þeim finnst áhugaverðast í borginni og ná- grenni hennar og dreifa áhuga- verðu efni. Fjallað verður um söfn, stræti, borgarhluta, hótel, veitingahús, kaffihús, verslanir, bari og margt fleira. Þá verður kynning á hinum heimsþekkta listamanni Dali og sýnd mynd- bönd um hann og Antoni Gaudi, hinn þekkta arkitekt, en fallegar og sérstæðar byggingar hans prýða borgina og eru löngu orðn- ar heimsþekktar, en þar ber hæst dómkirkjan fræga La Sag- rada Familia. Ekki má gleyma því að spænsk vín og matargerð verða gerð góð skil meðan á há- tíðinni stendur og boðið verður upp á „tapas“ og spænsk vín á Kjarvalsstöðum.“ – Fyrir hverja er þessi hátíð hugsuð? „Auðvitað eru allir velkomnir, en hún er hugsuð fyrir fólk sem veltir fyrir sér hlutunum. Fólk sem veit eða vill vita að Spánn er annað og meira heldur en bara sólarströnd til að liggja á. Við er- um ekki hvað síst að vonast eftir því að fá til okkar fullt af ungu fólki, háskólanema og mennta- skólanema. Sjálf er ég að kenna við Menntaskólann í Hamrahlíð og lít svo á að þetta efni eigi er- indi til þeirra krakka sem ég er að kenna þar.“ – Þetta hlýtur að hafa verið eftirminni- leg törn? „Já, eins og ég gat um, þá er gaman að sjá hvernig lítil hug- mynd vefur utan um sig og verð- ur stór. Þetta byrjaði svo smátt, ég ætlaði bara að þýða þessi ljóð eftir þennan sérstæða mann, en svo leiddi eitt af öðru og útkoman er þessi.“ Guðrún Tulinius  Guðrún H. Tulinius er Aust- firðingur sem fæddist fyrir slysni í Reykjavík 7. apríl 1954. Lauk MH 1974 og námi í suður- amerískum fræðum og spænsku við Háskólann í Essex 1979. Er og kennaramenntuð og er nú að ljúka mastersmenntun í þýðing- arfræðum, fyrst hér á landi, frá Háskóla Íslands. Hefur víða kennt, síðustu árin við MH. Eig- inmaður er Ingvi Örn Kristins- son og eiga þau fjögur börn, Torfa, Atla, Hjalta Axel og Ás- laugu Ellen, á bilinu 13 til 23 ára. Segja frá því sem þeim finnst áhuga- verðast í borginni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.