Morgunblaðið - 20.02.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 20.02.2004, Síða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 19 Vorið 2004 PURE DELIGHT Nýtt Pure Color fyrir augu og varir, kinnar og neglur Vorlitirnir heilla. Mildur valmúaroði, fjörlegur blámi og geislandi bleikt skapa einstaklega kvenlegt útlit og jafnvel dálítið ýkt, með nýjum og óvenjulegum Pure Color litum til að undirstrika varir, augu og neglur. Þá er ótalið lausa púðrið, Illuminating Face Powder, með sínum skemmtilega daðurbjarma og léttum áherslum. Prófaðu líka FantaSticks, listræna augnblýantinn, sem aðeins var framleiddur í takmörkuðu upplagi og hægt að nota líka sem hárskraut! Kringlunni, sími 568 9033 Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í Clöru í dag kl. 13-18 og á morgun kl. 12-16 FÁIR höfðu eins mikil áhrif á þróun utanríkis- og hernaðarstefnu Banda- ríkjanna á tuttugustu öldinni og George F. Kennan. Langt er um liðið síðan Kennan setti fram kenningar sínar, sem kallaðar hafa verið inni- lokunarstefna (e. containment), en Kennan er enn í fullu fjöri og hélt upp á 100 ára afmæli sitt á mánudag. Átta forsetar Bandaríkjanna byggðu stefnu sína í kalda stríðinu á þeim hugmyndum sem Kennan setti fram. „Kennan er afar merkur mað- ur, það hefur enginn haft sambæri- leg áhrif,“ segir Steven David, stjórnmálafræðingur við Johns Hopkins-háskólann í Bandaríkj- unum. „Þetta sýnir hversu mikil áhrif hugmyndir geta haft. Hann var réttur maður á réttum stað á réttum tíma með rétta hugmynd.“ Framlag Kennans til stefnumót- unar Bandaríkjamanna má rekja aft- ur til febrúarmánaðar 1946 en hann var þá um það bil að yfirgefa Moskvu, höfuðborg Rússlands, og halda aftur heim eftir nokkurra ára störf í sendiráði Bandaríkjanna. Beiðni barst um það frá Washington að einhver í sendiráðinu skrifaði greinargerð um þá ógn sem stafaði af Sovétríkjunum og féll það í skaut Kennans að setja nokkrar hugsanir á blað. Fimm þúsund orða greinargerð Kennans varð seinna kunn sem „langa skeytið“ en þar kynnti Kenn- an hugmyndir sem hann síðan út- færði betur í tímaritinu Foreign Affairs ári síðar undir nafninu „X“, en hann gat sem starfsmaður utan- ríkisþjónustu Bandaríkjanna ekki komið fram undir nafni. Kennan dró enga dul á að hann teldi kommúnista í Sovétríkjunum beita harkalegum aðferðum við stjórn mála þar og að þeir vildu auka áhrif sín hvarvetna í heiminum, út- breiða kommúnismann. Hann setti hins vegar fram þá skoðun að Banda- ríkin væru „endingarbetri“ en Sov- étríkin og að hægt yrði að sigra Sov- étríkin í hinu kalda stríði án þess að ráðast í hernaðaraðgerðir, sem hugs- anlega hefðu haft hörmulegar afleið- ingar fyrir allt mannkyn. Trúði hann því að hugmyndir þær sem Banda- ríkin byggðust á, sá styrkur sem Bandaríkin bjuggu yfir og sú nána samvinna sem Bandaríkjastjórn átti við nokkur ríki á Vesturlöndum og víðar, myndi á endanum leiða til þess að Sovétríkin liðu undir lok. Má segja að kenningar Kennans hafi að fullu sannast 1991 þegar Sov- étríkin voru lögð niður. En skiptar skoðanir eru um það hvort kenningar Kennans hafi gildi enn þann dag í dag, hvort innilok- unarstefnan eigi jafnvel við nú á tím- um alþjóðlegra hryðjuverka, þegar helsta ógnin kemur frá íslömskum öfgatrúarsamtökum en ekki ein- hverju einu þjóðríki. Eftir hryðju- verkaárásina á Bandaríkin 11. sept- ember 2001 kynnti George W. Bush Bandaríkjaforseti til sögunnar kenn- inguna um „fyrirbyggjandi stríð“ sem er í beinni andstöðu við innilok- unarstefnuna (sem felst í því að hamla gegn því að óvinveitt ríki færi út hernaðarlegt eða stjórnmálalegt yfirráðasvæði sitt, eins og segir í Ensk-íslenskri orðabók). Kennan sjálfur lýsti miklum efa- semdum um hugsanlega hernaðar- árás á Írak í viðtali sem tekið var við hann 2002. Og andstæðingar núver- andi stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa haldið því fram að sú staðreynd, að engin gereyðingarvopn hafa fund- ist í Írak, sýni einmitt að innilok- unarstefna gagnvart Írak hafi virk- að. „Ég tel að innilokunarstefnan eigi alveg jafn vel við í dag um hvern þann andstæðing hugsanlegan sem hægt er að staðsetja nákvæmlega; Írak, Íran, Norður-Kóreu,“ segir Bruce Cummings, sagnfræðiprófess- or við háskólann í Chicago. „Við höf- um haldið Norður-Kóreu í skefjum með innilokunarstefnunni í hálfa öld.“ Cummings er hins vegar sammála Steven David um það að kenningar Kennans eigi síður við um ógnina sem stafar af samtökum eins og al- Qaeda. „Hvað varðar hryðjuverka- samtök sem gætu látið til skarar skríða hvenær sem er þá tel ég að innilokunarstefnan dugi ekki til,“ sagði David. Kenningasmiðurinn George F. Kennan 100 ára Skiptar skoðanir um það hvort innilokunarstefn- an eigi jafnvel við í dag og á tímum kalda stríðsins The Baltimore Sun. Frá v. Harry Truman Bandaríkjaforseti , Robert Lowett aðstoðarutanríkisráðherra , George Kennan, höfundur „langa skeytisins“ svonefnda og loks Charles Bohlen, helsti sovétsérfræðingur bandaríska utanríkisráðuneytisins. ’ Hann var rétturmaður á réttum stað á réttum tíma með rétta hugmynd, ‘ KRÖFUR um, að hafin verði sérstök rannsókn á stuðningi Ástralíustjórnar við innrásina í Írak hafa gerst háværari eftir að einn æðsti maður áströlsku leyniþjónustunnar viðurkenndi, að bandarískar leyniþjónustu- upplýsingar hefðu ekki dugað til að réttlæta hana. Frank Lewincamp, yfirmaður leyniþjónustu ástralska hersins, staðfesti á fundi þingnefndar í fyrradag, að hann væri sá ónefndi embættismaður, sem dagblaðið Age í Melbourne hefði vitnað í og haft eftir, að hann hefði varað við áreiðanleika bandarísku upplýsinganna. Lewincamp kvaðst hafa sagt þetta á fundi í ástralska ríkishá- skólanum og þar hefðu blaða- menn verið viðstaddir. Hann dró þó úr frétt blaðsins og sagð- ist aldrei hafa sagt, að Banda- ríkjastjórn hefði ýkt upplýsing- arnar eða að áströlsku ríkis- stjórninni hefði verið sagt, að engin yfirvofandi hætta stafaði af íröskum gereyðingarvopnum. Geta Íraka „óvirk“ Lewincamp bar hins vegar ekki á móti því, sem sagði í frétt- inni og haft var eftir honum, að gereyðingarvopnageta Íraka væri „óvirk“ og réttlætti því ekki innrás. Mark Latham, leiðtogi stjórn- arandstöðu Verkamannaflokks- ins, kvaðst furða sig á, að þessar upplýsingar skyldu koma fram með þessum hætti en sagði þær kalla enn frekar en áður á rann- sókn á þeim upplýsingum, sem Ástralíustjórn notaði til að rétt- læta stuðninginn við Íraksinn- rásina. Íraksinn- rás ekki réttlæt- anleg Haft eftir yfirmanni leyniþjónustu ástralska hersins Sydney. AFP. BREITT hefur verið yfir lík nokk- urra fórnarlamba lestarslyssins við Behesht-e-Fazi-grafreitinn, skammt frá Neyshabur í Íran á mið- vikudag. Um 50 lestarvagnar, hlaðnir bensíni, brennisteini, áburði og bómull, runnu þá af stað, sennilega vegna vægs jarðskjálfta eða vindhviðu og ultu af sporinu. Eldur kom upp og er verið var að slökkva sprungu vagnarnir skyndi- lega með fyrrgreindum afleið- ingum. Myndaðist gígur sem sagð- ur er vera 20 metra djúpur og um 150 metrar að þvermáli. Embættismenn sögðu í gær að búið væri að finna 295 lík og talið væri að allt að 15 að auki hefðu far- ist. Mohammad Khatami Írans- forseti hefur gefið skipun um rann- sókn á slysinu en margir hafa gagnrýnt að sprengifim efni af þessu tagi skyldu vera flutt með sömu lest. Reuters Segja 320 hafa farist í Íran

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.