Morgunblaðið - 20.02.2004, Page 25

Morgunblaðið - 20.02.2004, Page 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 25 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Hör - Hör - Hör úlpur - buxur - pils Hún Steinunn Geirsdóttirvar ekki há í loftinuþegar hún ákvað aðhennar æðsti draumur væri að fá að lækna dýr þegar hún yrði stór. Sú ákvörðun hennar er skjalfest í póesíbók, sem hún eign- aðist sjö ára gömul og þurfti hún því alls ekki að hugsa sig mikið um hvað tæki við að afloknu stúdents- prófinu frá Menntaskólanum á Ak- ureyri þar sem hún er borin og barnfædd. Hún skellti sér til Osló- ar, þar sem hún var við nám í dýralækningum og útskrifaðist vor- ið 2000. Steinunn hefur alla tíð ver- ið mikið fyrir dýr og hefur átt bæði hunda og hesta. „Nú á ég bara mann og tvær dætur, sextán mán- aða og fimm ára. Það er aldeilis nóg í bili þó hestamennskan togi alltaf reglulega í mig.“ Eftir að Steinunn útskrifaðist sem útlærður dýralæknir, starfaði hún hjá Dýra- læknaþjónustu Eyjafjarðar, en flutti svo suður á mölina og opnaði eigin dýralæknastofu við Bæj- arhraun 2 í Hafnarfirði um miðjan nóvember síðastliðinn. „Skjólstæð- ingar mínir eru helst hundar, kisur, kanínur, hamstrar, naggrísir, páfa- gaukar og gárar, sem eru fuglar ei- lítið minni en páfagaukar, en svo fer ég líka stöku sinnum í hest- húsavitjanir. Ég er svona almennt að sinna almennri heilsufarsskoðun gæludýra og í því felast meðal ann- ars bólusetningar, ormahreinsanir, sárasaumur, eyrnabólgur, ófrjó- semisaðgerðir og síðast en ekki síst tannhreinsanir, en ef dýrin eru ekki höfð á þurrfóðri þarf auðvitað að hreinsa tennur dýra reglulega, líkt og tennurnar í mannfólkinu. Hundar og kettir eru til að mynda mjög gjarnir á að fá tannstein eftir því sem árin færast yfir og fá þá gjarnan sýkingu í tannholdið í kjöl- farið,“ segir dýralæknirinn og bæt- ir við: „Þurrfóður er betra fyrir tennurnar og almennt heilbrigði hunda og katta en blautfóður. Þeir eiga ekki að þurfa neitt annað en þurrfóður og vatn til þess að lifa góðu lífi. Ef þeim er gefinn blaut- matur úr dós hreinsast tennurnar mun verr. Erfitt að aflífa Steinunn segir það vera mjög góða reglu að koma með hunda, ketti og kanínur einu sinni á ári í heilbrigðisskoðun. Stundum sjái dýralæknar eitt og annað við dýrin sem eigendur þeirra sjái alls ekki auk þess sem það sé nú orðið bundið í lög að láta ormahreinsa hunda einu sinni á ári. Að sama skapi mælir hún eindregið með því að dýraeigendur hugi að ófrjósem- isaðgerð fyrir dýrin sín, vilji þeir ekki að þau fjölgi sér. „Það er allt- af voðalega erfitt að þurfa að aflífa dýr. Ófrjósemisaðgerðir eru til- tölulega litlar aðgerðir og dýrin ná sér yfirleitt nokkuð fljótt að þeim loknum. Vilji dýraeigendur sneiða hjá slíkri aðgerð, má sprauta tíkur á fimm mánaða fresti, en spraut- unum getur fylgt aukin hætta á legbólgum og júguræxlum síðar meir.“ Hvolpar eru yfirleitt bólusettir átta, tólf og sextán vikna gamlir og kettlingar þriggja og fjögurra mán- aða. Yfirleitt eru þeir þá orma- hreinsaðir í leiðinni. Að aflokinni þessari grunnbólusetningu er yf- irleitt nóg að bólusetja hunda og ketti einu sinni á ári, en þeir eru ormahreinsaðir einu sinni til tvisv- ar í millitíðinni, að sögn Stein- unnar. Flúði út um gluggann Þegar hún er að lokum spurð hvort hún hafi fengið óalgeng dýr í heimsókn, svarar hún því til að stöku sinnum hafi verið komið með skógarþresti til sín sem fólk hafi fundið illa til reika á víðavangi. „Ég skoða þá eins og öll hin dýrin, sem koma til mín. Stundum næ ég að bjarga þegar í óefni er komið, en stundum þarf því miður að aflífa. Ég man sérstaklega eftir einum skógarþresti, sem var svo sprækur að skoðun lokinni, að hann tók flugið og flaug beinustu leið út um glugga dýralæknisins, frelsinu feg- inn.  DÝRALÆKNINGAR| Gæludýrin árlega í heilbrigðisskoðun Morgunblaðið/Jim Smart Tannburstun: Þegar árin færast yfir fá hundar og kettir tannstein og ef dýrin eru ekki höfð á þurrfóðri þarf að hreinsa tennur þeirra reglulega. Árlega: Steinunn segir það mjög góða reglu að koma með hunda, ketti og kanínur einu sinni á ári í heilbrigðisskoðun. Ákvað sjö ára að verða dýralæknir Hundar, kettir, kanínur, hamstrar, naggrísir og fuglar koma reglulega í heimsókn til dýralækn- isins Steinunnar Geirs- dóttur í Hafnarfirði. Jóhanna Ingvarsdóttir brá sér líka í heimsókn. join@mbl.is könnun fullyrtu 56% þeirra, sem hafði verið misboðið í hjónabandi, að óhóflegur áhugi maka sinna á klámefni hefði orðið til þess að eyðileggja hjónabandið. Ekki eru það alltaf karlmennirnir, sem eiga sök, því lögfræðingarnir segja að til séu dæmi um tilfinningalega særða karlmenn, sem fundið hafi klámefni í fórum eiginkvenna sinna. Tímaþjófarnir í tölvulandi eru mun fleiri ef menn festast við tölv- una og fara sér of geyst. Nefna má óþrjótandi möguleika viðvíkj- andi tölvuleikjum og tölvutónlist og því má segja að tölvuna megi misnota eins og hverja aðra tækni, sem fram kemur á sjónarsviðið. Tölvan getur, líkt og sjónvarpið og bíllinn, bæði verið til blessunar og bölvunar. Aðalatriðið er að sleppa frá tölvunni og gá hvort einhver er þá ennþá heima, segir skilnaðarlögfræðingurinn Richard Barry, sem jafnframt er forseti Félags hjónabandslögfræðinga í Bandaríkjunum. Bandarískir lögfræðingarhafa varað við því aðheimilistölvan sé orðinein hættulegasta ógn við hjónabandið sem upp hefur komið undanfarin þrjátíu ár. Félag bandarískra hjónabandslögfræð- inga, sem í eru 1.600 meðlimir, er að undirbúa útgáfu bókar, sem hefur að geyma holl ráð til hjóna, en í bókinni er sérstaklega varað við þeim hjónabandsskelfi, sem bandarísku lögfræðingarnir halda fram að heimilistölvan sé. Mikill meirihluti lögfræðinganna er sammála um að heimilistölvan hafi leikið lykilhlutverk í skiln- aðartíðninni, sem í Bandaríkjunum er um 50%. Þeir benda á að á meðan fjárhagserfiðleikar og ónóg tjáskipti hafi löngum verið algeng- ar ástæður fyrir hjónaerjum sé heimilistölvan nú oftar en ekki bölvaldurinn þar sem hún geri mönnum og konum mun auðveld- ara en áður að finna sér nýja fé- laga. Nýleg bandarísk könnun leiddi í ljós að 68% af þeim, sem gerst höfðu sekir um framhjáhald, höfðu fundið elskendurna á Net- inu. Sandra Morris, skilnaðarlög- fræðingur í San Diego, segir að um 10% af hennar skjólstæðingum séu karlmenn, sem labbi út af heimilinu frá eiginkonu og börn- um eftir að hafa stofnað til ann- arra sambanda. „Þetta eru feimnir menn, sem líklega hefðu aldrei þorað að stofna til nýrra sam- banda fyrir tíma spjallrása Nets- ins. Eflaust hafa þessir menn ekki verið fullkomlega ánægðir í sínum samböndum, en þeir hefðu þó áður látið sig hafa það að vera áfram í hjónabandinu og reynt að vinna sig út úr vandamálunum. Það er enginn efi í mínum huga um að tölvan er ein helsta ógn við hjóna- bandið sem ég hef séð á 34 ára ferli mínum sem lögfræðingur. Blessun og bölvun Klám er svo aftur annar hluti af sama meiði, en í áðurnefndri Morgunblaðið/Kristinn Framhjáhald: Bandarísk könnun leiddi í ljós að 68% af þeim, sem höfðu haldið framhjá, höfðu fundið elskendurna á Netinu. Ógnar mörgum hjónaböndum  HEIMILISTÖLVAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.