Morgunblaðið - 20.02.2004, Page 26
LISTIR
26 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vesturport frumsýnir í kvöldí gamla vélasalnum í Vest-mannaeyjum leikritiðBrim eftir Jón Atla Jón-
asson. Þetta er annað verk Jóns Atla
sem frumsýnt er í vikunni, en á mið-
vikudag var fyrsta leikrit hans,
Draugalest, frumsýnt í Borgarleik-
húsinu.
Brim gerist um borð í línuskipi,
sem velkist um á landgrunni Íslands
og er komið til fyrirheitna landsins á
Bankanum í lok verks. Verkið segir
frá fimm manna áhöfn skipsins og
samfélagi þeirra um borð. Þegar
stelpa kemur til liðs við áhöfnina
breytist ýmislegt; – valdajafnvægi
riðlast og sýn sjómannanna hvers á
annan. Gleði, depurð og draumar
áhafnarinnar renna saman við brælu
hafsins og rótleysi tilverunnar í ljúf-
sárum, mannlegum gleðileik. Þetta
er íslenskt raunsæisverk, að sögn
höfundarins Jóns Atla Jónassonar.
„Atburðirnir sem eiga sér stað í
verkinu byggjast allir á sannsögu-
legum atburðum héðan og þaðan, –
bæði af minni upplifun og annarra.
Þetta eru allt atburðir sem hafa
gerst í einni eða annarri mynd; –
ekkert endilega á sama bátnum eða á
sama tíma. Þetta er atlaga að sjó-
mannakúlturnum, – ég er að reyna
að gera honum skil. Mér finnst það
hafa tekist misvel gegnum tíðina í ís-
lensku leikhúsi. Mér fannst ég mæta
svolitlum fordómum þegar ég stakk
upp á þessari hugmynd, – sumum
fannst hún alveg fráleit.“
Ólafur Egill Egilsson leikur einn
skipverja, Kidda. „Afi minn var lengi
til sjós og kallaður sjófuglinn. Þegar
ég sagði honum að við værum að
setja upp leikrit um sjómenn rumdi
hann pent og sagði: „Jæja, og hvern-
ig ætlið þið að gera það?“ … það lá í
orðunum að við hefðum kannski ekki
mikið vit á sjómennskunni, hafandi
aldrei migið í saltan sjó.“
En leikhús er leikhús, – og leikari
þarf ekki að hafa drepið mann til að
geta leikið morðingja, – og heldur
ekki að hafa verið sjómaður til að
leika sjómann. „Við höfum í það
minnsta haft mjög gaman af því að
vinna þetta,“ segir Ólafur Egill,
„… og ekki sakar að hafa haft höf-
undinn svona innan seilingar.“
Leikmyndin er nánast persóna út
af fyrir sig, að sögn Ólafs Egils, og
víst er hún flott; alvöru káeta með
eldhúskróki og kojum, og – alvöru
veltingi. „Vélin er að gefa sig, – það
er að fara stimpill, – dynkir, bank og
suð.“ Umgjörð verksins og leikmynd
er unnin út frá grunnhugmyndinni
um þá yfirþyrmandi nálægð sem
persónur verksins búa við, hver við
aðra, þau andlegu og efnislegu
þrengsli sem ríkja um borð í hinu
ónefnda línuskipi sem veltur um lífs-
ins ólgusjó. Vettvangur leiksins er
þröngt stálbúr, messi og káeta neð-
anþilja. Gólfið hangir í vírum, ótengt
jörðinni og riðar því til og frá við
minnstu hreyfingu skipverja, allt er á
ferð og flugi.
Allir sitja við sama borð
Jón Atli segir að hugmyndin að
samvinnunni um uppsetninguna hafi
orðið til eftir skemmtileg skoð-
anaskipti. „Við sátum nokkur ansi
lengi við borð, og töluðum saman.
Við kölluðum ýmsa til liðs við okkur,
leikhópinn, leikstjóra og aðra, og við
vorum dálítið leitandi og ræddum
málin á hástemmdum nótum um til-
ganginn með vinnunni og listinni, út
á hvað það gengi. Upp úr þeim sam-
ræðum ákváðum við að kýla á þetta
leikrit í sameiningu. Í vinnunni hérna
finnst mér allir sitja við sama borð.
Það er ánægjulegt við þessa vinnu.
Hér leggja allir sitt af mörkum.“
Brim verður sýnt á þremur stöð-
um á landsbyggðinni, nú í Vest-
mannaeyjum, en svo bæði í Stykk-
ishólmi og á Ísafirði. Ólafur Egill
segir að þegar hugmyndin kom upp
að sýna verkið úti á landi hafi þeim
þótt hún ríma fullkomlega við inni-
hald verksins, og stemmninguna í
hópnum. „Svo er líka skemmtilegt að
fara út á land. Þar eru allir af vilja
gerðir að hjálpa okkur að koma
þessu upp.“ „Við skynjum líka svolít-
ið stress í þessari viku, vegna þess að
í Vestmannaeyjum mætum við fólki
sem gjörþekkir þetta líf,“ bætir Jón
Atli við. „Þannig að nú þarf viðfangs-
efnið að einhverju leyti að horfa á sig
sjálft, sem er alltaf svolítið spenn-
andi. Við rennum blint í sjóinn, en
þetta verður gaman.“
Jón Atli Jónasson hefur áður skrif-
að tvö verk sem frumflutt verða á yf-
irstandandi leikári. Rambó 7 fyrir
leiksmiðju Þjóðleikhússins og
Draugalest fyrir nýja svið Borg-
arleikhússins. Rambó 7 var nýlega
valið eitt af tíu nýjum evrópskum
leikverkum sem flutt verða í öllum
helstu höfuðborgum Evrópu á þessu
ári. Auk þessa hefur Jón Atli und-
anfarið misseri unnið að leikverki
fyrir Royal Court-leikhúsið í London
sem getið hefur sér orð sem helsti
suðupottur nýsköpunnar leiklistar í
Evrópu. Jón Atli hefur einnig sent
frá sér smásagnasafnið Brotinn takt.
Vesturport – Leikhús var stofnað
árið 2001 og er félagsskapur fagfólks
úr öllum listgreinum sem vinnur
saman að ögrandi leiklist af öllu tagi.
Uppsetningar Vesturports eru orðn-
ar fimm talsins: Diskópakk, Titus,
Herra maður, Lykill um hálsinn og
fimleikhúsverkið Rómeó og Júlía
sem vann til tvennra Grímuverð-
launa og tekið var til sýningar í hinu
virta Young Vic-leikhúsi í London við
mikla hylli gagnrýnenda og áhorf-
enda.
Brim verður sem fyrr segir frum-
sýnt í gamla vélasalnum í Vest-
mannaeyjum í kvöld, en um næstu
helgi verður það sýnt í félagsheim-
ilinu Hnífsdal. Miðasölusími er 685
4755.
Þetta er atlaga
að sjómanna-
kúltúrnum
Atburðirnir sem eiga sér stað í verkinu byggjast allir á sannsögulegum atburðum, héðan og þaðan.
Vélstjórinn um borð spilar á nikku: Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu.
eftir Jón Atla Jónasson
Leikstjóri: Hafliði Arngrímsson
Aðstoðarleikstjóri:
Ólafur Darri Ólafsson
Framkvæmdastjóri:
Rakel Garðarsdóttir
Hljóð, ljós og leikmynd:
Björn Kristjánsson, Börkur
Jónsson, Hlynur Kristjánsson
og Sigurjón Brink.
Leikendur:
Jónas: Björn Hlynur Haraldsson
Benni kokkur:
Gísli Örn Garðarsson
Vélstjórinn:
Ingvar E. Sigurðsson
Stelpan:
Nína Dögg Filippusdóttir
Kiddi: Ólafur Egill Egilsson
Jóngeir: Víkingur Kristjánsson
Brim
Þ
etta eru myndir sem ég tók á
götum Lundúnaborgar, þar sem
ég bý. Ég saknaði náttúrunnar
frá Íslandi, fór að leita að henni
í Lundúnum – og fann hana,“
segir Hrafnkell Sigurðsson listamaður sem
í kvöld, föstudag, opnar sýningu á nýjum
verkum sínum í Safni, Laugavegi 37.
Á sýningunni sýnir Hrafnkell nýjar ljós-
myndir úr seríu sem hvergi hefur verið
sýnd opinberlega. Hann hefur áður unnið
seríur með bráðnandi snjósköflum, mis-
litum tjöldum á snævilagðri sléttu og hús-
um í byggingu. Allt eru það verk sem eiga
rætur að rekja í íslenskan veruleika en að
þessu sinni kveður við nýjan tón og efnivið-
urinn er sóttur í götur stórborgarinnar. Um
er að ræða stórar myndir sem sýna hvers-
dagslega hluti – sem þó eru Íslendingum
framandi – á litríkan og áhrifaríkan hátt.
Að auki mun Hrafnkell sýna tvö eldri verk,
skúlptúr og myndband – en myndbandinu
verður varpað á nærliggjandi hús í tilefni
Vetrarhátíðar.
Möguleikarnir í umhverfinu
Skemmst er að minnast þess að Hrafn-
kell flutti gjörning, „Málarann“, við góðar
undirtektir í gluggum Safns rétt fyrir síð-
ustu jól.
En Lundúnaborg og náttúra – eru ein-
hver tengsl þarna á milli?
„Ég náði tengslum við eitthvað nýtt,“
segir Hrafnkell. „Það opnaðist gátt inn í
heim sem er heillandi og í beinu og rök-
réttu framhaldi af því sem ég var að gera
hér heima. Kannski fór ég sjálfur að opna
meira fyrir möguleikana í umhverfinu mitt í
London vegna þess að mér fannst dálítið
skrýtið að búa þar en vera alltaf með Ísland
– hér – á heilanum. Samt er það í sjálfu sér
ekkert skrýtið. Ég er dálítið að fjalla um
þennan dúalisma á sýningunni. Upphaflega
var það vegna þess hvað það er mikil klisja,
þetta með Íslendinginn með heimþrána í út-
löndum.
Hrafnkell hefur búið í Lundúnum í ellefu
ár og þegar hann er spurður hvar hann
kallar „heim“, segir hann:
„Núna finnst mér ég eiga heima í Lund-
únum, þótt ég kalli Ísland „heim“. En ég
kalla Lundúnir líka „heim“. Eru nokkuð til
reglur um það hversu margir staðir geta
verið „heim“? Það er dálítið spennandi að
velta því fyrir sér hvað við meinum með því
að „fara heim“. Er það hús? Er það land?
Er það ást? Er það andlegur þroski? Er
það staður sem maður fer á?“
Það er of hörð birta hér
„Um leið og ég hef verið að vinna með ís-
lenskt umhverfi – og kalla það það heim, á
ég samt heima annars staðar. Þá er þráð-
urinn einhvers konar leið, eða flótti frá blá-
köldum veruleikanum. Ísland er of raun-
verulegt. Þessi kalda, harða birta. Það er
kannski hún sem ég er að flýja. Það er of
hörð birta hér. En kannski er ég einmitt að
leita að henni í verkunum.
Ég veit að þetta er mótsagnakennt – en
verkin fjalla alltaf um þá þörf að komast
nær einhverjum sannleika, einhverju raun-
verulegu. Maður er að flýja en leitar aftur
til baka – kannski til þess að skilja þennan
veruleika, til þess að læra og þroskast. Er
það ekki tilgangur lífsins?“
Sýning Hrafnkels verður opnuð klukkan
20 en á morgun, laugardag, opnar hann síð-
an aðra sýningu í Nýlistasafninu ásamt
fleiri listamönnum og verður forvitnilegt að
skoða þessar tvær sýningar í samhengi til
þess að öðlast frekari innsýn í verk lista-
mannsins.
Ísland er of raunverulegt
Listamaðurinn Hrafnkell
Sigurðsson opnar sýningu á
nýrri ljósmyndaseríu í Safni
í kvöld. Súsanna Svavars-
dóttir ræddi við hann um
viðfangsefni sýningarinnar
flóttann, heimþrána og leit-
ina að sannleiksgildinu
.
Morgunblaðið/Golli
Myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson opnar sýningu í Safni, Laugavegi 37, í kvöld.