Morgunblaðið - 20.02.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.02.2004, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 27 TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar gengst á morgun fyrir mál- þingi um stöðu og framtíð tónlistar- menntunar. Forgöngu að málþinginu hefur Tónskóli Sigur- sveins D. Kristinssonar í samvinnu við Reykjavíkurborg, menntamála- ráðuneyti, Félag íslenskra hljómlist- armanna, Félag tónlistarskólakenn- ara, Listaháskóla Íslands, Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, Samtök tónlistarskólastjóra, Tónmennta- kennarafélag Íslands og samtök tón- listarnemenda. Húsið verður opnað kl. 13.30 og kl. 14 leika nemendur skólans áður en skólastjóri Tónskólans, Sigursveinn K. Magnússon, setur þingið. Ávörp flytja Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráð- herra, Stefán Jón Hafstein, formað- ur fræðsluráðs Reykjavíkur, Anna Tryggvadóttir tónlistarnemi og Halldóra Aradóttir píanókennari. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, flytur erindi um gildi tónlistarmenntunar á 21. öld og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari gerir grein fyrir niður- stöðum af vinnu starfshóps á vegum fræðsluráðs Reykjavíkur um stöðu kennaramenntunar. Magnús Árni Skúlason rekstrarhagfræðingur fjallar um vinnureglur um fjárveit- ingar Reykjavíkurborgar til tónlist- arskóla og greinir frá verkefnum og störfum vinnuhóps á vegum fræðslu- ráðs Reykjavíkur og Jón Torfi Jón- asson prófessor og Silja Björk Bald- ursdóttir félagsfræðinemi leita svara við spurningunni hvernig tónlistar- skólar falli inn í skólakerfi 21. ald- arinnar. Eftir kaffihlé tala Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Inga Dóra Sigfús- dóttir félagsfræðingar um gildi tón- listarnáms fyrir íslenska unglinga og Haukur F. Hannesson, tónlistar- kennari og listrekstrarfræðingur, fjallar um reykvíska tónlistarmennt- un í alþjóðlegu samhengi – aðgengi tónlistarmenntunar, skipulag henn- ar og þjóðhagslega hagkvæmni. Erfitt að ráða í framtíðina Að sögn Sigursveins K. Magnús- sonar er málþingið haldið þegar miklar breytingar eru að verða í mál- efnum tónlistarmenntunar. „Í þessu sambandi nægir að minna á endur- skoðun laga um fjárhagslegan stuðn- ing við tónlistarskóla sem nú er að hefjast. Jafnframt fara fram viðræð- ur milli ríkis og sveitarfélaga um hver eigi að bera kostnað af tónlist- arnámi á framhaldsstigum, og það er mjög stórt mál. Í þriðja lagi veldur túlkun á ákvæðum samkeppnislaga tónlistarskólum í Reykjavík erfið- leikum og skapar óvissu um framtíð þeirra. Þessi þrjú mál gera það að verkum að tónlistarskólarnir í Reykjavík eru svolítið á floti í augna- blikinu. Það er erfitt að ráða í fram- tíðina, en við höldum málþingið til að upplýsa okkur sjálf, og þá sem koma að þessum málum. Að lokum má svo nefna þá þróun sem er að verða á al- þjóðlegum vettvangi á þessu mála- sviði. Þar er ýmislegt að gerast. Markmiðið er að þeir sem þingið sækja geti nýtt sér þær upplýsingar sem þar koma fram og þau erindi sem þar verða flutt liggja útprentuð í fundarlok, þannig að fundarmenn geta tekið þau með sér. Ég vona að fólk fari upplýstara út og geti nýtt eitthvað af því sem þarna kemur fram í umræðu næstu mánaða um málefni tónlistarskólanna,“ segir Sigursveinn K. Magnússon. Stjórnandi málþingsins verður Ævar Kjartansson og allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Skráning er í síma 568 5828 eða á tsdk@is- mennt.is í síðasta lagi í dag. Málþing um tónlistarmenntun Morgunblaðið/Golli Gildi tónlistarnáms fyrir unglinga, er meðal þess sem rætt verður á málþinginu á morgun. Föstudagur Iðnó kl. 8–10 Mannauður innflytjenda, morg- unverðarmálþing. Pallborðsumræður með þátttöku frummælenda og fulltrúa innflytj- enda. Íþróttamiðstöðin við Dalhús kl. 9–11 Leikskólabörn úr Grafarvogi hitta hvert ann- að og Línu Langsokk, búa til Vinaorminn og æfa dans. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 kl. 10 Grunnskólanemendur úr Árbænum syngja og Skólahljómsveit Árbæjar og Breið- holts leikur. Undirgöng borgarinnar kl. 11 Árbæj- arstífla, Bakkatún, Útvarpshúsið, Steinahlíð, tjaldstæði í Laugardal, Miklatún, Aust- urvöllur og á Ægisíðu hjá grásleppukof- unum. Leikskólabörn mætast á opnum svæðum til að biðja um betri og friðsælli heim. Borgarskjalasafn, Tryggvagötu kl. 11–12 Finndu skjölin þín! Námskeið Borg- arskjalasafns Reykjavíkur endurtekið. Borgarleikhúsið kl. 11.30–13 Íslenski dansflokkurinn. Opin æfing á dansverkinu Lúna – tvö verk um ástina og lífið. Listasafn Íslands kl. 12.10 Leiðsögn um sýninguna Löng og margþætt saga, Flúxus í Þýskalandi 1962–1994. Söngskólinn í Reykjavík, Snorrabraut 24 kl. 12.15 María Jónsdóttir flytur ljóða- flokkinn Wesendonk – Lieder eftir Wagner. Elín Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Menningarmiðstöðin Gerðuberg kl. 13.30 Jóhann Pálsson, fyrrverandi garð- yrkjustjóri Reykjavíkur, segir frá gömlu trján- um í Reykjavík í máli og myndum. Gerðu- bergskórinn tekur lagið og börn úr leikskólanum Hraunborg koma í heimsókn. Höfuðborgarstofa, Ingólfsnausti, kl. 16 Sýning á hellaljósmyndum Árna B. Stef- ánssonar hellakönnuðar. Einnig er til sýnis líkan af Þríhnúkagíg og kynning á hug- myndum um aðgengi. Kringlan (við Hagkaup á efri hæð) kl. 16 Ljósmyndasýning Ljósmyndafélagsins Fók- uss. Til 29. febrúar. Hitt húsið, Pósthússtræti 16–20 Útþrá 2004 og brú milli menningarheima. Kynning á möguleikum fyrir ungt fólk hérlendis og erlendis. Afrískar trommur hljóma. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir kl. 18–20 Barcelónsk menningarhelgi. Grafíksalurinn, Hafnarhúsinu kl. 18–20 Opið hús á sýninguna Fljúgandi teppi. Borgarbókasafn, Grófarhúsinu kl. 19.15–21.15 Ljósmyndaskyggnusýning. Iðnó kl. 20–21.30 Marion Herrera hörpuleik- ari leikur verkið Spices eftir Bernard Andrés. Café Culture, Alþjóðahúsi, Hverfisgötu 18 kl. 20.30 Salsanámskeið. Árbæjarkirkja kl. 20–21 Fimm kórar undir stjórn Krisztina Kallo Szklenár. Sundlaug Grafarvogs kl. 21–22 Sund-rokk. Hljómsveitirnar Zether og Royal Fluzh rokka. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 21–23 Sérstakir gestir Vetrarhátíðar: Hljómsveitin Voices for Peace. ÞESSI leiksýning stingur nokkuð í stúf við aðrar slíkar sem ætlaðar eru börnum. Hér er fengist við sammannlegt vandamál – kvíða og skort á sjálfstrausti – og fylgst með hvernig tvær stúlkur bregðast við þessum vanda og reyna að leysa hann með tilvísun í takmarkaða reynslu sína af lífinu og með vangaveltum um hvað beri til bragðs að taka þegar slíkar aðstæður koma upp. Í raun er lausnin mjög trúverðug; stúlk- urnar komast að þeirri niðurstöðu að það þýði ekki annað en að herða upp hugann, reyna að koma auga á jákvæðu hliðarnar og berjast ötular áfram við þau verkefni sem upp munu koma í lífinu og sem sigrast verð- ur á. Til að ná þessu markmiði verður bæði að læra að treysta á æðri máttarvöld og dauðlegar verur en umfram allt á sjálfan sig. Neikvæð viðhorf brjóta niður trú ein- staklingsins á eigin getu og valda þannig kvíða og vanlíðan. Hér eru engar einfaldar lausnir í boði heldur er bent á að það að breyta hugarástandi sínu sé erfitt enda næst árangur einungis með góðra vina hjálp. Þessi sýning er sögð ætluð börnum á aldr- inum sex til tólf ára. Það verður að telja lík- legt að börn sem eru á eldri aldursmörkum finnist þessi sýning fyrir neðan sína virð- ingu og ólíklegt að yngstu börnin í hópnum bregðist við öðru en skemmtilegustu brönd- urunum. Textinn hefði þurft meiri yfirlegu til að gera úr efninu heildstæða og kröftuga undirstöðu sýningar. Það þarf að tengja bet- ur atriðin með það í huga að umræðan í verkinu verði rökræn heild og hvað leiði af öðru í dramatískri framvindu. Leikstjórinn og leikararnir falla í þá gryfju að velja leik- máta sem jaðrar við að vera vanvirðing við ætlaðan áhorfendahóp. Ingibjörg Stefáns- dóttir hefur leikið í fjölmörgum sýningum auk starfa sinna sem tónlistarmaður, en hún er höfundur einfaldrar og grípandi tónlistar í sýningunni. Hún stendur sig með prýði ef frá er talinn leikstíllinn sem persónunum er valinn og áður er minnst á. Ásta Sighvats Ólafsdóttir hefur gert garðinn frægan er- lendis og m.a. leikið með Théatre de Complicité og í Breska þjóðleikhúsinu. Hún náði persónulegri tökum á hlutverki sínu hér en allajafna tekst í leiksýningu ætlaðri börnum hér á landi, m.a. vegna mjög sér- stakrar og stórrar raddar sem kemur á óvart úr svo litlum líkama. Hér hélst í hend- ur að persónan fær skýr karaktereinkenni og hve vel Ástu tekst að koma á framfæri vanmetakennd hennar og uppgjöf gagnvart aðstæðum. Túlkun hennar hjálpaði áhorf- endum að horfa framhjá annmörkum text- ans og fáránleika framsagnarmátans og á stundum látbragðsins líka. Lestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur var í beinni mótsögn við leikmátann – enda dytti vonandi engum í hug að túlka fullorðna persónu á eins hrap- allegan hátt og börn eru á stundum túlkuð á sviði. Það vantaði betri samhæfingu og um- fram allt meiri kraft í samleik Ingibjargar og Ástu og í raun er eins og þá sem að verk- inu standa skorti trú á sjálfa sig sem lista- menn til að skila betra verki. Það er aftur á móti ólíklegt að leikhúslistamönnum sem væru uppfullir af eigin ágæti hefði dottið í hug eins gott efni í barnaleiksýningu og hér um ræðir. Að öðlast trú á sjálfan sig LEIKLIST Furðuleikhúsið Höfundur: Ólöf Sverrisdóttir og leikhópurinn. Leik- stjóri: Ólafur Guðmundsson. Höfundur tónlistar: Ingi- björg Stefánsdóttir. Rödd af segulbandi: Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Leikarar: Ásta Sighvats Ólafs- dóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir. Föstudagur 13. febrúar. EINS OG FUGLAR HIMINSINS Sveinn Haraldsson SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis gaf Reykvíkingum í gær útilistaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur sem Þórólfur Árnason borgarstjóri afhjúpaði við upphaf Vetrarhátíðar í gær. Listaverkinu, sem ber heitið Ræt- ur, var fundinn staður neðarlega í Bankastræti. Guðmundur Hauks- son sparisjóðsstjóri afhenti Reyk- víkingum listaverkið fyrir hönd Spron. Með því hófst hin fjögurra daga Vetrarhátíð í Reykjavík- urborg. Gengið var í kjölfarið við undirleik Lúðrasveitarinnar Svans með logandi kyndla niður á Mið- bakka þar sem leysiljósasýning Vetrarhátíðar gladdi augu gesta með hjálp Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins. Á myndinni er höfundurinn, Steinunn Þórarinsdóttir, við verk- ið. Spron gaf Reykvíking- um „Rætur“ Morgunblaðið/Jim Smart RICHARD Wagner-félagið á Íslandi hefur á liðnum vikum staðið fyrir sýningum á óperunum fjórum úr Niflungahring Wagners af DVD mynddiskum í Norræna húsinu. Á sunnudag kl. 13 er röðin komin að þriðju Hringóperunni, Sigurði Fáfn- isbana eða Siegfried á frummálinu. Sýndar verða upptökur frá 1980 af hinni margrómuðu Bayreuth-upp- setningu franska leikstjórans Pat- rice Chéreau með hljómsveitarstjór- anum Pierre Boulez. Helstu söngvarar í Siegfried eru þau Man- fred Jung í titilhlutverkinu, Donald McIntyre sem Óðinn, Gwyneth Jon- es sem Brynhildur og Heinz Zednik fer með hlutverk Mímis. Sigurður Fáfnisbani tekur tæpa fjóra tíma í flutningi. Sýningunni verður varpað á veggtjald og er hún með enskum skjátexta. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Sigurður Fáfnisbani sýndur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.