Morgunblaðið - 20.02.2004, Qupperneq 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 35
✝ Eva Karlsdóttirfæddist á Efri-
Þverá í Vestur-Húna-
vatnssýslu 31. októ-
ber 1913. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni á Blönduósi 8.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Sigurð-
ardóttir húsmóðir, f.
14. apríl 1893, d. 17.
febrúar 1973, og Sig-
urður Karl Friðriks-
son brúarsmiður, f. 1.
apríl 1891, d. 28.
mars 1970. Systkini
Evu eru Sigurður, f. 1915, d. 1994,
Ingunn, f. 1916, d. 2003, Friðrik, f.
1918, d. 1989, Kristín, f. 1920,
Baldur, f. 1923, og Ólafur, f. 1927.
Eva átti tvo hálfbræður, Sigurð
Svein og Jón Vídalín.
Eva giftist 6. janúar 1945 Þóri
Ó. Magnússyni, f. í Brekku í
Sveinsstaðahreppi 1923. Foreldr-
ar hans voru Sigrún Sigurðardótt-
ir húsmóðir, f. 1895, d. 1981, og
Magnús B. Jónsson bóndi í
Brekku, f. 1887, d. 1962. Eva á
þrjár dætur, þær eru: 1) Guðrún
Sigurjónsdóttir, f. 1937, gift Grími
Oddmundssyni, f. 1930, d. 2002.
Börn þeirra eru Axel, f. 1959,
Sveinn, f. 1962, og Elín Eva, f.
1964. Dætur Evu og Þóris eru: 2)
Sigrún, f. 1945, gift Gunnlaugi
Björnssyni, f. 1937. Börn þeirra
eru: a) Eva, f. 1969, gift Sverri
Berg, f. 1969, börn þeirra eru
Gunnlaugur, f. 1995,
og Heiðrún, f. 1999,
b) Sigurður Björn, f.
1976, sambýliskona
Hrefna Samúelsdótt-
ir, f. 1976, sonur
þeirra er Ingvar Óli,
f. 2002, og c) Þórir
Óli, f. 1980. 3) Þór-
katla, f. 1952, giftist
Gylfa Pálmasyni, f.
1946, þau skildu.
Dætur þeirra eru a)
Ingibjörg, f. 1971,
gift Hannesi Þór
Jónssyni, f. 1966,
dóttir þeirra er Sól-
ey Þóra, f. 2002, og b) Þórey Ólöf,
f. 1976. Þórkatla var í sambúð með
Gauta Kristmannssyni, f. 1960,
þau slitu samvistum.
Eva var í barnaskóla á Hvamms-
tanga. Veturinn 1933–34 stundaði
hún nám við Kvennaskólann á
Blönduósi. Eva réð sig í kaupa-
vinnu og vistir í upphafi starfsævi
sinnar, einnig vann hún á vefstofu
í Reykjavík. Þau hjónin hófu bú-
skap stuttu eftir að þau giftu sig á
hluta jarðarinnar Brekku en
stofnuðu nýbýlið Syðri-Brekku
um 1960. Ævistarf hennar var í
sveit þar sem hún var húsmóðir og
vann jöfnum höndum að heimilis-
haldi og bústörfum. Eva tók virk-
an þátt í starfi Kvenfélags Sveins-
staðahrepps um áratuga skeið.
Útför Evu verður gerð frá Þing-
eyrakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku amma mín. Það er margs að
minnast og þakka þér fyrir. Frá því
að ég man eftir mér hefur verið hluti
af tilveru minni að koma í Syðri-
Brekku og heimsækja ykkur afa.
Margir hafa notið gestrisni ykkar afa
og ekki síst við í fjölskyldunni. Þú
lagðir upp úr því að bjóða okkur upp á
það sem þú vissir að okkur þætti gott
eins og brúnköku með piparmyntu-
kremi og hin seinni ár áttir þú gjarn-
an jarðarber handa börnunum mín-
um.
Þér var ýmislegt til lista lagt og þú
hafðir gaman af mörgu. Það lék allt í
höndunum á þér. Það kom vel í ljós
þegar þú fórst að gefa þér meiri tíma
til að vinna við ýmiss konar handa-
vinnu hin síðari ár. Allar fallegu
myndirnar, dúkarnir og fleira sem þú
gerðir og gafst mér og fleirum í fjöl-
skyldunni prýða nú heimili okkar og
gefa þeim svip.
Þú hafðir gaman af steinum og áttir
fallegt steinasafn. Gunnlaugur hafði
gaman af því að skoða steinana með
þér og fannst mikið til þeirra koma.
Einnig hafðir þú gaman af því að
ferðast og sjá þig um. Það var gaman
að fara í þessar ferðir með þér því þú
vissir margt um landið og sögu þess.
Ég minnist þín sem góðrar, mik-
ilhæfrar, kjarkmikillar, duglegrar og
glaðlegrar konu. Það var gott að tala
við þig. Þú sagðir hvað þér bjó í
brjósti umbúðalaust, fórst beint að
kjarnanum og náðir því samt að gera
það svo hlýlega og fallega. Eins og
þegar við Sverrir komum saman til
þín í Syðri-Brekku í fyrsta sinn þá
sagðir þú við hann: „Þú verður góður
við hana Evu mína.“ Mér fannst mikið
til þess koma. Ég vissi að ég gæti
treyst á þig. Þú værir til staðar til að
gefa mér heilræði og standa með mér.
Ég mun lengi minnast skoðana þinna.
Ég, Sverrir, Heiðrún og Gunnlaug-
ur munum aldrei gleyma þér og góð-
mennsku þinni. Þú hefur í gegnum ár-
in haft áhrif á okkur og látið okkur
finna að þú vildir veg okkar sem mest-
an. Slíkt er ómetanlegt. Þú sýndir
áhuga því sem við vorum að gera,
vildir að okkur liði vel og vegnaði vel í
lífinu. Það kom fram á margvíslegan
hátt bæði í orðum og þínum góðu gjöf-
um.
Við söknum þín og sendum okkar
bestu kveðjur til þín þar sem þú ert
núna. Ég þakka þér fyrir að hafa ver-
ið mér góð amma og börnunum mín-
um góð langamma.
Guð geymi þig.
Þín
Eva.
Elsku amma mín. Nú ertu farin til
Guðs þar sem margir hafa verið til að
taka á móti þér. Ég trúi því nú samt
að þú hafir enn vakandi auga með
okkur hinum eins og ávallt áður.
Þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi
mínu og hjá ykkur afa átti ég mitt
annað heimili. Þú kenndir mér svo
margt og hjá þér fann ég til öryggis.
Þú sýndir mér ætíð ástúð og þolin-
mæði sem gaf mér styrk. Ég mun
ávallt minnast þín þegar ég sit með
Sóleyju Þóru í fanginu og rugga henni
og syng fyrir hana eins og þú gerðir
svo oft þegar ég var lítil. Það voru
yndislegar stundir.
Elsku amma mín, ég þakka þér af
öllu hjarta fyrir allt sem þú varst mér
og gerðir fyrir mig. Ég mun ætíð
elska þig og varðveita minningu þína.
Þín,
Ingibjörg.
Þá er hún amma dáin. Enginn er ei-
lífur og við eigum víst öll fyrir hönd-
um að fara þessa sömu leið. Sú stað-
reynd breytir þó í engu þeim
tilfinningum sem nú bærast í brjósti.
Fyrst og fremst er ég þó ósegjanlega
þakklát fyrir að hafa fengið að njóta
samvista við hana ömmu eins lengi og
raunin varð. Ég er svo lánsöm að eiga
margar minningar um hana ömmu
mína. Ég var ekki há í loftinu þegar
ég fór að dvelja í lengri eða skemmri
tíma hjá þeim ömmu og afa í Syðri-
Brekku. Það voru því ófá kvöldin sem
amma söng og sagði þessu stelpu-
skotti sögur fyrir svefninn. Ekki voru
þau síður mörg skiptin sem ég kallaði
á hana ömmu í kaffi þegar ég var búin
að malla dýrindis kökur, skreyttar
með fíflum og öðrum fínum blómum.
Kaffiboðin gátu orðið mörg á dag og
ég sjaldnast tilbúin að taka því að hún
gæti ekki þegið kaffisopann þá stund-
ina.
Ég held að það sé óhætt að segja að
amma hafi verið mikið náttúrubarn.
Hún hafði mjög gaman af að ferðast
um landið og skoða íslenska náttúru.
Sumt af henni tók hún með sér heim
en amma safnaði steinum og mundi
hún ótrúlega vel hvaðan hver steinn
var og hver hefði fært henni hann ef
hún hafði ekki teygt sig eftir honum
sjálf. Blómin vöktu ekki síður óskipta
athygli ömmu og var engu líkara en
það vekti hjá henni gleði ef hún kom
auga á lítið blóm sem hafði tekist að
brjótast upp á milli steina á melnum.
Amma vildi mér og öllum sínum
alltaf það besta. Hún var blíð og eft-
irlátssöm en þó föst fyrir án þess að
vera skömmótt. Amma stóð vörð um
velferð sinna og beitti sér hart í þeim
efnum ef því var að skipta enda kraft-
mikil kona. Hún taldi hvorki eftir sér
vökustundir eða handtök svo öðrum
liði vel.
Það var ekki ömmu háttur að deyja
ráðalaus og kom ég aldrei að tómum
kofunum hjá henni í þeim efnum
hvort sem úrræði hennar voru mér
ljós þá stundina eða ekki. Það var
mikil sorg einn réttardaginn þegar ég
var lasin og þurfti að sitja heima. Til
að létta lund mína gróf amma upp
gamla dúkku með svörtum leirhaus
og endurnýjaði búkinn sem var orð-
inn ansi lúinn. Næstu daga saumuð-
um við föt og önnur fínheit fyrir
Kollu-Brúnu sem í dag situr virðuleg í
sínu sæti.
Hin síðari ár nýttum við amma okk-
ur óspart símatæknina og spjölluðum
við þá um heima og geima. Amma
hafði skýrar skoðanir og fylgdist vel
með því sem var að gerast hvort held-
ur sem það var í þjóðfélaginu eða inn-
an fjölskyldunnar. Amma hafði gam-
an af mannlífinu í sínum víðasta
skilningi og átti hún auðvelt með að
skilja margbreytileika þess og lét sig
líf fólks varða. Ég undraðist oft hvað
hún var vel með á öllu mínu umhverfi.
Það var sama hvort það var skólinn,
vinnan, vinirnir eða hvað annað sem
ég var að fást við, hún var með þetta
allt á hreinu. Það verður skrýtið að
geta ekki slegið á þráðinn til heyra
hljóðið í ömmu og spjalla um daginn
og veginn. Ég er þess hins vegar full-
viss að hún mun halda áfram að fylgj-
ast vel með sínum eins og hún hefur
alltaf gert.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Þórey.
Mig langar að minnast ömmu
minnar með nokkrum orðum. Hún
var góð húsmóðir og sinnti sínu heim-
ili mjög vel. Hún hafði mikinn áhuga á
búskap, vann við hann fram eftir öll-
um aldri og eftir að hún hætti að geta
unnið úti þá fylgdist hún vel með því
sem var verið að starfa.
Amma mín hafði ýmis áhugamál.
Henni fannst mjög gaman að ferðast
og skoða náttúru landsins og stund-
um var farið í fjölskylduferðalög. Hún
safnaði steinum og mundi ótrúlega
mikið hvaðan steinarnir hennar voru.
Hún hafði mjög gaman af blómum,
þekkti mörg blóm úti í náttúrunni og
hafði blóm í kringum sig bæði í garð-
inum og inni. Handavinna var henni
mjög hugleikin og liggja ófá handverk
eftir hana. Hún vildi hafa bjart í
kringum sig og fannst skipta máli að
lýsa upp svartasta skammdegið.
Amma fylgdist vel með og vissi hvað
um var að vera í þjóðfélaginu og um-
heiminum og hafði líka gaman af að
horfa á alls konar sjónvarpsefni allt
frá spennumyndum til náttúrulífs-
mynda.
Ég minnist ömmu sem mjög góðrar
konu sem gaf svo mikið af sér á allan
hátt. Hún bar umhyggju fyrir því að
ég væri hlýlega klæddur og þær voru
ófáar fallegu peysurnar sem hún gaf
mér og leistarnir en hún kallaði ull-
arsokkana alltaf leista.
Ég man alltaf hvað var gaman að
koma í Syðri-Brekku þegar ég var
yngri og fá brúnköku sem amma
gerði á sinn einstaka hátt.
Elsku amma mín. Þegar Ingvar Óli
fæddist varst þú iðin við að spyrja um
hvernig honum liði og hvernig hann
braggaðist og þótti mér mjög vænt
um það. Þegar þú hélst upp á níræð-
isafmælið þitt síðastliðið haust komu
þið afi ásamt fleirum í Nípukot og var
þá glatt á hjalla og ég man að þú tal-
aðir um hvað væri gaman.
Minningin þín mun ætíð ylja mér
um hjartarætur.
Sigurður Björn.
Amma mín. Það er margs að minn-
ast þegar ég hugsa um þig. Ég man
eftir því þegar ég var lítill, þá varst þú
stundum að passa mig. Stundum spil-
aðir þú við mig og það þótti mér mjög
gaman og oft baðst þú mig að spila á
hljóðfæri fyrir þig. Þú sagðir mér líka
sögur af því þegar þú varst að alast
upp á Hvammstanga.
Þú hafðir alltaf áhuga á því sem ég
var að hafa fyrir stafni alveg frá því að
ég var lítill. Þó að ég væri orðinn full-
orðinn hafðir þú áfram áhuga á því
sem ég var að vinna og einnig áhuga-
málum mínum. Það var gaman að
koma í heimsókn til þín. Þú varst allt-
af svo hress og jákvæð og talaðir mik-
ið við mig.
Þú vannst mikið í höndunum og það
er gaman að eiga fallega hluti eftir
þig. Þér fannst skemmtilegt að
ferðast, bæði fara í lengri ferðir og
einnig að fara í sunnudagsbílferðir
um sýsluna. Oft tókst þú skemmtileg-
ar myndir á ferðalögunum. Þú hafðir
mikið af myndum í kringum þig og
áttir mörg albúm full af ljósmyndum,
bæði landslagsmyndum og myndum
af fjölskyldunni. Þú hafðir gaman af
að lesa og horfa á sjónvarp Þú fylgdist
vel með þjóðmálunum og hafðir þínar
skoðanir á þeim. Þú hafðir mikinn
áhuga á landbúnaðarmálunum og
vildir að byggð héldist í sveitunum.
Þú varst ákveðin og settir þitt álit hik-
laust fram.
Umhyggjusemi þín birtist á marg-
an hátt. Þú áminntir mig um að búa
mig vel þegar ég var úti að vinna og
þegar ég var hjá ykkur afa þá var allt-
af góður matur og hlaðborð í kaffinu.
Það var gaman þegar þú varðst níutíu
ára 31. október síðastliðið haust, þú
varst svo hress og talaðir heilmikið
við fólkið. Þann dag fórst þú til
Hvammstanga og skoðaðir æsku-
stöðvarnar þínar sem þér þótti alltaf
vænt um.
Ég ætla að enda þessar línur á
tveimur erindum úr sálmi þar sem
verið er að tala um vonina.
Mitt á hryggðar dimmum degi
dýrðlegt oss hún kveikir ljós,
mitt í neyð á vorum vegi
vaxa lætur gleðirós.
Þá er jarðnesk bresta böndin,
blítt við hjörtu sorgum þjáð
vonin segir: Heilög höndin
hnýtir aftur slitinn þráð.
(Helgi Hálfdánarson.)
Elsku amma mín. Ég þakka fyrir
allar góðu minningarnar og er viss um
að þú ert að fylgjast með okkur núna.
Þórir Óli.
Elsku langamma. Á hverju ári hef
ég komið nokkrum sinnum í Syðri-
Brekku og hitt ykkur langafa. Þið
gáfuð okkur alltaf eitthvað gott að
borða. Þú vissir hvað mér þykja jarð-
arber góð og gafst mér oft jarðarber
þegar ég kom í heimsókn. Mamma
bað mig að hætta þegar ég var búin
með smá en þú leyfðir mér að klára öll
jarðaberin.
Ég hafði gaman af því að skoða
steinana þína með þér. Þú áttir mikið
úrval af steinum. Þú gafst mér nokkra
sem þú áttir. Þú fékkst í fyrra bók
með myndum af steinum í, við skoð-
uðum hana saman og það voru margir
flottir steinar í henni.
Ég minnist þín og alls sem þú gerð-
ir með mér. Það hefur alltaf verið
gaman að koma í Syðri-Brekku.
Þinn
Gunnlaugur.
Kæra Eva.
Það hefur verið gaman að koma í
heimsókn á Syðri-Brekku. Alltaf var
eitthvað til að gefa okkur þegar við
komum; kaffi og kökur og fleira gott
og við fundum hlýjuna í hvert skipti
sem við komum til ykkar Þóris. Þú
varst alltaf mjög ánægð að sjá okkur
og varst svo málhress og minnug mið-
að við háan aldur. Á milli þess sem við
komum til þín töluðum við stundum
saman í síma. Þá spurðir þú okkur
hvort það væri ekki allt gott að frétta
hjá okkur og ég veit að þér var um-
hugað um að okkur liði sem best og
gerðir þitt besta til að okkur vanhag-
aði ekki um neitt.
Þú varst alltaf svo góð og blíð og al-
veg óþreytandi að gefa ömmubörnun-
um þínum og langömmubörnunum
gafir og þegar ég kom í fjölskylduna
naut ég góðs af því líka. Þú gafst mér
alveg ótrúlega margt á þessum örfáu
árum sem ég þekkti þig, en ekki
varstu mikið fyrir að eyða í sjálfa þig.
Þú hafðir hjartað á réttum stað og
ég er virkilega þakklát fyrir þessi ár
sem ég þekkti þig.
Nú er ævin þín öll, elsku Eva mín og
þín verður sárt saknað, en ég veit að
nú líður þér vel og nú horfir þú niður til
okkar og fylgist með okkur öllum.
Ég sendi öllum nánustu aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Hrefna Samúelsdóttir.
Frænka mín, hún Eva í Syðri-
Brekku, er látin 90 ára að aldri. Þegar
ég hitti hana síðast við útför systur
hennar, Ingu, sagði ég einmitt við
hana hvað hún væri ótrúlega hress
miðað við aldur og fyrri störf. Hún
brosti sínu blíðasta og sagði lítið, en
ég sá það á henni að hún var orðin
þreytt. Ég var svo heppinn sem lítill
drengur, 10 ára gamall, að fá að fara í
sveitina í Brekku til Evu og Þóris með
ömmu minni Guðrúnu. Það þótti þá
sjálfsagt að senda börn í sveit og og fá
að kynnast vinnunni í sveitinni. Ég fór
svo einn í nokkur ár. Sá tími með Evu
og Þóri verður mér alltaf ógleyman-
legur og lærdómsríkur.
Ég man þegar ég kom í fyrsta
skipti einn í sveitina árið 1957 frá
Reykjavík með Reno-rútunni frá
Norðurleiðum. Eva tók á móti mér
með sínu blíða fasi, en strax um kvöld-
ið saknaði ég mömmu og pabba. Eftir
kvöldmatinn gekk ég út á hlað og stóð
við snúrustaurana og gat ekki haldið
niðri í mér grátinum. Þá kom Eva og
tók utan um mig og huggaði litla
strákinn, sem fann fyrir hlýju og um-
hyggju hjá þessari góðu konu. Eftir
þetta fann ég að ég var í öruggum
höndum í Brekku.
Magnús tengdafaðir Evu var bónd-
inn í Brekku og leyfði hann Þóri syni
sínum að hefja búskap þar með Evu.
Fljótlega ákváðu Eva og Þórir að
byggja upp sitt eigið býli. Það var
ógleymanlegur og skemmtilegur tími
og Eva sá um að elda ofan í alla þá
sem komu nálægt þeirri byggingu,
það var sko ekki slegið af þar sem að
Eva kom nálægt. Dætur hennar
hjálpuðu henni mikið og reyndu að
létta henni verkin.
Eva var sérstaklega dugleg og
ósérhlífin. Hún vann myrkranna á
milli og hafði mikið dálæti á kúnum
sínum. Þegar hún og Þórir fluttu að
Syðri-Brekku gátu þau ekki tekið
fjósið með sér og því þurfti Eva að
labba á milli bæjanna í hvaða veðri
sem var. Á veturna í verstu veðrunum
strengdi hún band á milli til að verða
ekki úti.
Það væri hægt að segja svo margt
um þessa góðu konu, að ég gæti skrif-
að heila bók um dvöl mína með henni
og samferðafólki hennar í Brekku og
Syðri-Brekku.
Ég vil þakka Evu fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig og hennar fjölskyldu
innilega fyrir ástúð og umhyggju í
minn garð, guð veri með ykkur öllum
á þessum erfiðu tímamótum.
Magnús Ólafsson.
Að kvöldi hins 8. febrúar sl. lést á
Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
Eva Karlsdóttir húsfreyja í Syðri-
Brekku. Ævidagur hennar var orðinn
langur, hún var fædd 1913, og það var
starfsferillinn einnig, því að ekki lét
hún deigan síga allt fram á síðustu
vikur lífs síns.
Þau hjónin, Þórir Magnússon frá
Brekku og Eva, stofnuðu nýbýlið
Syðri-Brekku árið 1958 en höfðu áður
búið á hluta af Brekku um þrettán ára
skeið. Ekki var setið auðum höndum.
Fyrir utan heimilisstörf og búsum-
stang sem hún tók mjög virkan þátt í
fann hún tíma til að sinna hugðarefn-
um sínum er lutu að handavinnu. Á
sínum yngri árum stundaði hún vefn-
að sem hlaut einróma lof fyrir vönduð
og smekkleg vinnubrögð. Á efri árum
snéri hún sér meira að málun mynda
og pennasaumi, sem bera listhneigð
hennar og vandvirkni fagurt vitni.
Hún sóttist ekki eftir umbun eða
vegtyllum fyrir sig hún Eva en um-
hyggja hennar fyrir afkomendunum
og þeirra velfarnaði var óblandin.
Þeir sem nutu hennar umsjár á ein-
hvern hátt, skyldir sem vandalausir,
fundu glöggt að þar var aldrei hönd-
um til kastað að þeim mætti líða sem
best eftir því sem í hennar valdi stóð.
Ekki má heldur gleyma dýrunum,
sem jafnt voru vinir hennar sem hún
var vinur þeirra.
Við hjónin viljum að endingu þakka
henni langt og gott nágrenni og sér-
staklega hve hún var krökkunum
okkar jafnan hlý og góð. Aðstandend-
um vottum við samúð okkar.
Haukur Magnússon.
EVA
KARLSDÓTTIR