Morgunblaðið - 20.02.2004, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR Bergsson skrifaði
borgarstjóra bréf hér í blaðið laug-
ardaginn 7. febrúar um gjalddaga
fasteignagjalda í Reykjavík, sem
kominn er víst tími til að svara. Það
var eitt af fyrstu verkum Reykjavík-
urlistans að tvöfalda fjölda gjalddaga
fasteignagjalda. Lengi vel hafði verið
aðeins einn gjalddagi en voru þrír
vorið 1994. Þá um haustið var ákveðið
að fjölga þeim í sex, og hefur sú tala
haldist síðan. Gjalddagarnir eru í
febrúar fram í júní, síðan er júlímán-
uði sleppt, trúlega til að létta fólki
sumarleyfismánuðinn, og síðasti
gjalddagi er í ágústbyrjun. Það er
annars árleg ákvörðun borgarstjórn-
ar að ákvarða gjalddagana, en trúlega
hefur verið ákveðið að hafa þá ekki
lengur fram eftir ári því síðsumars
gefur ríkið út sína álagningarskrá.
Þeir sem ekki hafa greitt keisaranum
þar sem keisarans er í gegnum stað-
greiðslukerfið, fara þá að borga op-
inberu gjöldin, sem skiptast á mán-
aðarlega gjalddaga fram undir
áramót.
Í seinni tíð hefur lítið borið á því að
beðið sé um fjölgun gjalddaga og er
hægt að geta sér þess til að notkun al-
mennings á greiðsludreifingarþjón-
ustu banka og sparisjóða eigi þar ein-
hvern þátt. Það er hinsvegar þjónusta
sem menn borga fyrir, enda kosta
peningar peninga. Það kemur nefni-
lega ekki í sama stað niður fyrir borg-
arsjóð hvort fasteignagjöldin koma
inn að mestum hluta á fyrri helmingi
ársins, eða þeim síðari. Því fyrr sem
þau eru greidd, því betra. Það er með-
al annars þess vegna sem sumir op-
inberir aðilar taka sérstakt gjald ef
viðskiptavinirnir vilja fjölga gjalddög-
um og má í því sambandi nefna Lána-
sjóð íslenskra námsmanna. Íbúða-
lánasjóður býður einnig upp á fjölgun
gjalddaga en þá bætast við seðilgjöld í
réttu hlutfalli við fjölgun gjalddag-
anna. Kostnaður borgarsjóðs af því að
fjölga gjalddögunum liggur ekki fyr-
ir, en sökum þess að ekki er mikið eft-
ir þessari þjónustu spurt af hálfu
Reykjavíkurborgar og hún er boðin í
bönkum og sparisjóðum eru ekki efni
til að gera þessa breytingu að sinni.
ÞÓRÓLFUR ÁRNASON,
borgarstjóri.
Gjalddagar
fasteignagjalda
Frá Þórólfi Árnasyni borgarstjóra
LEIKDEILD umf. Eflingar í S.-
Þingeyjarsýslu er nú með til sýn-
ingar leikritið Landsmótið. Leik-
ritið er söng- og gamanleikur og
lýsir stemmningu á Landsmóti
UMFÍ á sjöunda áratugnum.
Landsmótið byrjar með æfingu
hjá ungmennafélaginu Alvöru. Þar
leggur þjálfarinn lokahönd á und-
irbúning fyrir mótið og spennan
eykst hjá keppendum, en fréttir af
nýjustu afrekum sunnanmanna
skjóta norðanmönnum skelk í
bringu. Landsmótsnefnd fundar
einnig í síðasta sinn fyrir mótið og
miðillinn úr sveitinni særir fram
ungmennafélagsandann sem síðan
svífur yfir vötnum á Landsmótinu í
gervi landbúnaðarráðherra, Guðna
Ágústssonar. Sunnanmenn mæta á
svæðið með gel í hárinu, kók í hönd
og íþróttasmyrsl og í silkiblúnd-
ínum og glansjakkafötum á meðan
norðanmenn eru enn í gúmmískón-
um. Biggi Bigg, ávallt í beinni, lýs-
ir mótinu og keppni í beinni, meðal
annars í að dekka borð og blóma-
greiningu. Bigga Bigg gengur þó
erfiðlega að ræða við ungmenna-
félagsandann sem jafnan missir sig
í lýsingum á ættjörðinni, nátt-
úrunni, æsku landsins og landbún-
aðinum. Landsmótsnefndarformað-
ur setur landsmótið með stæl, með
hástemmdri ungmennafélagsræðu
þar sem meðal annars sýslumað-
urinn sofnar undir eldmóðnum en
vaknar þó fyrir rest og býður þá
forsetanum Tópas. (Sannsögulegt.)
Ungmennafélagsfrömuðurinn í
sveitinni og bindindisbaráttumað-
urinn lemur boðskapinn í æsku
sveitarinnar og er lítt hrifinn af
sunnanliðinu. Það er í nógu að snú-
ast hjá þjálfaranum, sem síðar
keppir sjálfur í glímu og fellur fyr-
ir kvenmótherja og kemur í fram-
haldinu út úr skápnum og tekur við
þjálfara sunnanmanna. Keppt er í
hverri greininni af annarri, há-
stökki, stangarstökki, 100 metra
hlaupi, knattspyrnu, blómagrein-
ingu og að leggja á borð og Biggi
Bigg, ávallt í beinni, lýsir öllu í
beinni, ekki síst víðavangshlaupinu,
en í því tekur meðal annars þátt
keppandi sem tók þátt í víðavangs-
hlaupi á Landsmóti 1940, en villtist
upp á Kárahnjúka, en ratar loks í
mark á þessu Landsmóti. Eftir
mikil átök í upphafi, milli lands-
hluta, takast þó ástir með kepp-
endum og allt saman endar þetta
vel og að sjálfsögðu með dúndrandi
ræðu Landsmótsnefndarfomanns
sem slítur mótinu.
Óhætt er að segja að verkið í
heild sinni sé afar skemmtilegt.
Handritið er listilega vel skrifað af
þeim Jóhannesi Sigurjónssyni og
Herði Benónýssyni. Þar er á gam-
ansaman hátt gert grín að ung-
mennafélagshugsjóninni, ung-
mennafélagsandanum, hástemmd-
um ungmennafélagsræðum, eld-
heitum ungmennafélagsfrömuðum
svo eitthvað sé nefnt. Skemmtilegt
handritið er síðan útfært á lifandi
og kraftmikinn hátt af leikstjór-
anum Arnóri Benónýssyni sem
kemur vel á framfæri öllum þeim
húmor sem er í handritinu og
sterkum einkennum ungmenna-
félaga, meðal annars þjóðernisbar-
áttunni og ættjarðarástinni, bind-
indisbaráttunni, allt undir
markmiðinu ræktun lýðs og lands
og með slagorðinu Íslandi allt.
Leikararnir, alls um sextíu talsins,
sem koma víða að úr sýslunni,
standa sig hver öðrum betur og
virðist sem nægan efnivið af úr-
valsleikurum sé að finna í sveitinni
og nágrenni.
Óhætt er að segja að leikritið sé
bráðskemmtilegt og vonandi að
sem flestir, bæði ungmennafélagar
og aðrir, eigi þess kost að sjá sýn-
inguna.
PÁLL GUÐMUNDSSON,
kynningarfulltrúi UMFÍ.
Mögnuð sýning
Frá Páli Guðmundssyni
Grettir
Grettir
Smáfólk
Risaeðlugrín
MIG DREYMIR STÓRA
DRAUMA GRETTIR
NÝJASTA UPPFINNINGIN MÍN
ER NÆSTUM ÞVÍ TILBÚIN!
© DARGAUD
OG ÉG STARI ÚT Í LOFTIÐ OG
REMBIST VIÐ AÐ HUGSA UM
EKKI NEITT ...
OG ALLIR MÍNIR DRAUMAR
HAFA RÆST. EN ÞÍNIR ...
ELLTU BOLTANN
GRETTIR!
HVAÐ GERÐI
ÉG ÞÉR?
HEIMSKI
KALLI ER
BÚINN AÐ FELA
SIG OF VEL.. VIÐ
FINNUM HANN
ALDREI
ÞÚ
ELSKAR
KALLA ER
ÞAÐ EKKI
HERRA?
HA ÉG?
ÉG ELSKA
EKKERT
HEIMSKA
KALLA!
HVERNIG GÆTI NOKKUR
MAÐUR ELSKAÐ LEIÐINLEGA,
ILLA LYKTANDI KALLA
GAMLA?
USS! MÉR
HEYRIST EINHVER
VERA AÐ GRÁTA
ROSALEGA ÁTTU GÓÐAN
HUND. ÉG VILDI AÐ ÉG ÆTTI
GÆLUDÝR
AF HVERJU
FÆRÐU ÞÉR EKKI
BARA GÆLUDÝR?
JA... ÉG BARA
KANN EKKERT AÐ
EIGA GÆLUDÝR
ÞAÐ ER EKKERT MÁL.
ÉG SKAL KENNA ÞÉR
HVERNIG Á AÐ GERA
ÞETTA!
MIKILVÆGASTI HLUTURINN ER AÐ GEFA HONUM AÐ
BORÐA DAGLEGA TIL ÞESS AÐ SKILJI AÐ ÞAÐ ERT ÞÚ SEM
GEFUR HONUM AÐ BORÐA
ATRIÐI NÚMER TVÖ ER AÐ
TALA VIÐ HANN OG SÝNA HONUM
AÐ ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á HONUM
GÓÐUR
STRÁKUR!
KRÚTTÍ KRÚTT!
ÞÚ VERÐUR LÍKA ALLTAF AÐ EIGA Í
NÁNU SAMBANDI VIÐ HANN.
LEIKA VIÐ HANN, FAÐMA HANN EÐA
KLAPPA HONUM HA HA!
HÆTTU ÞESSU!
ÞÚ KÍTLAR
MIG!
AUÐVITAÐ KEMUR ÞETTA TIL MEÐ AÐ TAKA DÁLÍTINN
TÍMA EN ÉG LOFA ÞÉR AÐ EF ÞÚ ERT ÞOLINMÓÐUR ÞÁ
KEMUR ÞETTA TIL MEÐ AÐ SKILA GÓÐUM ÁRANGRI
LÖNGU SÍÐAR...
ÞÚ OG ÞÍNAR
RÁÐLEGGINGAR!
GEKK
ÞETTA EKKI
BARA VEL?
JÚ ALVEG ROSALEGA
VEL! SÉRSTAKLEGA
SNERTINGIN!!
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is