Morgunblaðið - 20.02.2004, Page 54

Morgunblaðið - 20.02.2004, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents FRUMSÝNING BILL MURRAY SCARLETT JOHANSSON Allir þurfa félagsskap ÓHT Rás2 „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com SV MBL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com Allir þurfa félagsskap Sýnd kl. 8 og 10.20. SV MBL 11 Tilnefningar til óskarsverðlauna kl. 5 og 9. Yfir 92.000 gestir Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. Fréttablaðið ÓHT Rás 2 SV Mbl. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslenskum texta ÓHT Rás2 Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 BILL MURRAY SCARLETT JOHANSSON Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense með hinni frábæru Halle Berry. Hún vaknar upp á hæli og man ekki eftir hræðilegum glæp sem hún á að hafa framið! Ekki er allt sem sýnist. Mynd sem fær hárin til að rísa. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! NOKKRIR félagar til margra ára hafa gaman af því að koma saman og spila tónlist og fá fólk til að hrista lið og legg. Guðmundur Andri Thorsson er söngvari þessarar hljómsveitar sem heitir Spaðar og ætti að vera flestum landsmönnum kunn, í ljósi þess að hún hefur lifað í tuttugu ár og glatt margan hal og sprund með sínum skemmtilegu dansiböllum þar sem gleðin hefur ævinlega ráðið ferðinni. „Við byrjuðum að spila árið 1983 og það var einhverskonar uppreisn hjá okkur gegn því fyrirbæri sem þá tíðkaðist að spila á fyrir dansi og heitir Skemmtari. Okkur finnst slík tónlist leiðinleg og vildum bæta úr þessu með því að setja saman Spaðana sem á sínum fyrstu árum var nokkurskonar gömludansasveit eða eiginlega frekar polka-pönk- hljómsveit. Síðan hefur tónlistin þróast hjá okkur og núna spilum við baskatónlist og allar góðar sveiflur. Við köllum stundum tónlistina sem við spilum „brokk“.“ Loksins almennilegur safndiskur Hljóðfærin í Spöðunum eru ein- mitt tilvalin í slíkt brokk og gleði, því þar er m.a. að finna mandólín, fiðlu, harmonikku, kontrabassa, klarínett og saxófón, sem hljóma mjög skemmtilega saman. Og nú er komin út ný tvöföld plata með Spöð- unum sem ber hið þjóðlega nafn Úr Segulbandasafninu 1983–2003. „Nafnið er tilvísun í þátt sem var til margra ára í útvarpinu á Rás 1. En efnið á þessum nýja diski er sam- safn af því sem við höfum verið að taka upp á þrjár kassettur á tuttugu ára ferli og ýmist gefið eða selt vin- um og kunningjum. Á nýju plötunni eru 43 lög og þarna eru bæði gamlar upptökur og nýjar.“ Guðmundur Andri segir Spaðana hafa starfað með löngum hléum og því hafi verið lítið um útgáfur en þó hafi komið út tvær plötur með þeim undanfarin ár, fyrir utan fyrr- nefndar kassettur. „Við erum átta í hljómsveitinni núna en liðsmenn hennar hafa kom- ið og farið, sumir flutt til útlanda tímabundið en gengið glaðir í sitt pláss í Spöðunum þegar þeir snúa aftur heim. Við höfum alltaf verið nokkrir Guðmundar í hljómsveitinni og köllum okkur því stundum Séra Guðmundar kynið,“ segir Guð- mundur Andri af þeirri glettni sem ævinlega hefur einkennt Spaðana. En þeir eru ekki síður rómaðir fyrir hógværð um eigið ágæti á tónlist- arsviðinu. „Það kemur nú kannski til af því að við erum ekkert sérstaklega góð- ir, við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum amatör-hljómsveit. Ég er til dæmis enginn söngvari en raula lög með þessum félögum mín- um af því þeir finna engan annan og ég hef gaman af því að vera í fé- lagsskap þeirra.“ Allir út að dansa í Iðnó í kvöld Spaðarnir æfa í skúrabyggð í Hafnarfjarðarhrauni og halda ár- lega ærlegt Spaðaball sem verður í kvöld í Iðnó og opnar húsið klukkan ellefu. Vinsældir þessara dansleikja hafa verið slíkar að þeir sem ekki vilja missa af fjörinu geta keypt miða í forsölu í versluninni 12 tón- um, Skólavörðustíg 15 eða miðasölu Iðnó. „Það sem er svo skemmtilegt við þessi Spaðaböll er að þar mætir fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Við stígum afar sjaldan á svið utan þessa árlega dansleiks, en okkur finnst gaman að halda ball á okkar eigin forsendum. Skemmtilegast af öllu finnst okkur að spila í Flatey í Breiðafirði sem við gerum af og til og vonandi tekst okkur að gera það í sumar. Við höfum spilað þar á Jóns- messu og þá spiluðum við alla nótt- ina.“ Ný plata og ball í kvöld með hinum ástsælu Spöðum Brokk og ról Hið árlega Spaðaball verður á Iðnó í kvöld. khk@mbl.is RAFTÓNLISTARMÓGÚLARNIR í 360° fagna nú 5 ára samstarfs- afmæli og halda upp á áfangann í kvöld með veglegri veislu á Kapital sem um leið er útgáfutónleikar því tveir af fremstu raftónlistarmönn- um þjóðarinnar, Ruxpin og Króm, voru að gefa út plötur á útgáfufyr- irtækjunum þýsku Elektrolux og Mikrolux. Þeir munu spila efni af plötunum tveimur ásamt glænýrri raftónlist. Í afmælinu er líka stefnt að því að sameina ólíka stíla raf- tónlistar í einn bræðing. Yagya eða Steini Plastik frá Force Inc mun hita upp fyrir Ruxpin og Króm og eftir tónleikana mun elsti og einn virtasti techno-plötusnúður fyrr og síðar á Íslandi leika fyrir dansi, sjálfur Dj Frímann. Umsjónarmenn 360° og virkustu techno-plötusnúðar Íslands, þeir Exox og Tómas THX, munu svo halda afmælinu gangandi langt fram eftir nóttu. „Þetta hefur þróast í ætt við það sem við vonuðumst eftir,“ segir Ex- os, Arnviður Snorrason, sem stofn- aði fyrirbrigðið 360° í febrúar 1999. Upphaflega markmiðið var að eyða þröngsýni fólks í garð raftónlistar, fá það til að „hlusta á allar 360 gráður tónlistarinnar og sjá sam- hengi hennar í heilan hring í stað- inn fyrir að sjá raftónlist sem ein- falda gráðu,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Markmiðið hefur hvergi breyst og enn eru 360° menn að breiða út boðskapinn og lofar Exos áfram- haldandi öflugu starfi, með frekara tónleikahaldi innlendra og erlendra raftónlistarmanna. Raftónlist í heilan hring Morgunblaðið/Jim Smart Addi Exos og Tommi THX, bakhjarlar 360°. 5 ára afmæli 360° er á Kapital og hefst kl. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.