Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Ma
llorc
a
34.142kr.
Sama sólin - sama fríi›
-en á ver›i fyrir flig!
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman.
41.730 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa,
10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
lagði blómsveig að minnisvarða um
fórnarlömb hungursneyðarinnar í
Úkraínu á árunum 1932–33 í gær-
morgun, en þriggja daga opinberri
heimsókn hans til landsins lauk
um hádegisbil í gær. „Það var
mjög táknrænt að fá að leggja
blómsveig að þessu minnismerki.
Oft er það nú minnismerki um
hinn óþekkta hermann, eða þess
háttar, þarna voru margir óþekkt-
ir hermenn í þessu falli,“ segir
Davíð.
Aðspurður segir hann að sér
hafi þótt áhrifaríkt að koma að
þessu minnismerki og heyra frá-
sagnir af því hvað Úkraínumenn
hafi þurft að ganga í gegnum.
„Það létust um átta milljónir
manna í heimatilbú-
inni hungursneyð af
völdum kommúnism-
ans og Stalíns,“ segir
Davíð og bætir við að
þetta hafi í raun verið
nokkurs konar móðu-
harðindi af manna-
völdum, en tilgangur-
inn var að brjóta
niður íbúa Úkraínu og
þjóðernisvitund meðal
þeirra.
„Þetta var afar
stutt heimsókn og
mjög þétt dagskrá.
Maður er rétt að
melta þetta,“ segir
Davíð þegar hann er inntur eftir
því hvað honum sé efst í huga við
lok heimsóknarinnar.
„Maður átti kost á
viðræðum við helstu
aðila á skömmum
tíma og svo var þetta
athyglisverð skoðun-
arferð í [gær]morgun,
í gamlar kirkjur og
söfn. Þetta er eftir-
minnileg ferð fyrir
þær sakir að Úkraína
er á ákveðnum vega-
mótum um þessar
mundir. Það er fróð-
legt að fá að eiga við-
ræður við þessa
menn, koma sínum
sjónarmiðum á fram-
færi og hlusta á þá. Það er mjög
athyglisvert,“ segir Davíð.
Davíð Oddsson lagði blómsveig að minnisvarða um
fórnarlömb hungursneyðarinnar í Úkraínu 1932–33
Móðuharðindi af
mannavöldum
Davíð Oddsson
MEÐALVERÐ á mörgum grænmet-
istegundum hefur hækkað um 14–
51% frá febrúar 2003 til febrúar 2004,
samkvæmt nýrri samantekt Sam-
keppnisstofnunar á mánaðarlegum
verðkönnunum í verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu.
„Meðalverð á gulrótum hefur lækk-
að á tímabilinu og eins hefur meðal-
verð á sveppum og íslenskum tómöt-
um lækkað lítillega, en meðalverð á
hvítkáli hefur staðið í stað. Meðalverð
á ávöxtum hefur hækkað, um 4–13%,
ef undan eru skilin rauð epli, en með-
alverð þeirra hefur lækkað um 4%,“
segir Samkeppnisstofnun.
Stofnunin hefur gert verðkannanir
á ávöxtum og grænmeti mánaðarlega
frá því í febrúar 2002.
Lækkaði í fyrstu
„Ef fyrst eru skoðaðar verðbreyt-
ingar milli áranna 2002 og 2003 kem-
ur í ljós að meðalverð á flestum græn-
metistegundunum lækkaði verulega
eða um 16–61%, nema meðalverð á
sveppum sem var óbreytt, en meðal-
verðið á gulrótum hækkaði um 14%.
Á þessu sama tímabili lækkuðu allar
ávaxtategundirnar um 10–29%,“ seg-
ir Samkeppnisstofnun ennfremur.
Þrátt fyrir þetta er meðalverð á
þeim tegundum ávaxta og grænmetis
sem birtar eru í meðfylgjandi töflu
lægra nú en það var í fyrstu verð-
könnun stofnunarinnar í febrúar
2002. „Hins vegar vekur hækkunin á
milli áranna 2003 og 2004 athygli, sér-
staklega sú hækkun sem hefur orðið á
verði grænmetis. Eins og ítrekað hef-
ur verið getið um í fyrri könnunum
stofnunarinnar er verð á grænmeti og
ávöxtum sveiflukennt og ræðst meðal
annars af verði á erlendum mörkuð-
um, uppskeru og árstíma. Í saman-
burðinum hér að ofan er verið að bera
saman meðalverð á sama árstíma.
Samanburðurinn gefur vísbendingu
um að meðalverð á grænmeti og
ávöxtum hér á landi hafi verið að síga
upp á við á undanförnum mánuðum.
Til samanburðar má geta þess að vísi-
tala neysluverðs hefur hækkað um
2,3% á tímabilinu febrúar 2003 til
febrúar 2004. Þegar matvöruliðurinn
í vísitölu neysluverðs er skoðaður sér-
staklega má sjá að sá liður hefur
lækkað um 0,2% á umræddu tíma-
bili,“ segir í samantekt stofnunarinn-
ar.
Mikill munur er á hæsta og lægsta
verði í verðkönnunum Samkeppnis-
stofnunar og er mikilvægt að neyt-
endur geri sér grein fyrir þessum
verðmun og versli þar sem verð er
lágt, segir einnig.
„Með því móti veita neytendur
verslunum aðhald og stuðla þar með
að lægra vöruverði.“
Könnunin er birt í heild á heima-
síðu stofnunarinnar.
Breytingar voru gerðar á verð-
myndun á grænmeti til neytenda fyr-
ir tveimur árum. Þá lækkaði verð á
grænmeti á bilinu 15- 55% að með-
altali. Um var að ræða 29 tegundir
grænmetis.
Með breytingunum voru felldur
niður 30% verðtoll af útiræktuðu
grænmeti, sveppum og kartöflum og
koma á magntolli. Til að lækka verð
til neytenda voru felldir niður tolla af
innfluttum agúrkum, tómötum og
papriku en teknar voru upp bein-
greiðslur til framleiðenda út á þessar
afurðir. Þá var rafmagnsverð til lýs-
ingar lækkað og boðnir styrkir til
úreldingar gróðurhúsa.
! "
"
#
$ $ &
'$ ( ) # $ # $
*
+, +, +
-
Samkeppnisstofnun skoðar verð á
ávöxtum og grænmeti síðastliðin tvö ár
14–51% hækk-
un á meðalverði
grænmetis
SLÆÐUR dönsuðu um loftið, prik
flugu og teygjubönd voru strekkt
á leikdegi aldraðra sem Félag
áhugafólks um íþróttir aldraðra og
eldri ungmennafélagar stóðu fyrir
í íþróttahúsinu við Austurberg í
gær. Guðrún Níelsen, formaður
félagsins, segir að alls hafi um 700
manns tekið þátt í skemmtuninni,
en þetta er í 18. sinn sem íþrótta-
dagurinn er haldinn.
Tólf atriði voru sýnd og komu
þau frá félögum eldri borgara og
félagsmiðstöðvum víðsvegar um
suðvesturhorn landsins. „Þetta er
geysilega skemmtilegt og litskrúð-
ugt,“ segir Guðrún og bætir við að
meðal þess sem boðið hafi verið
upp á hafi verið dansatriði þar
sem innblástur var sóttur í útsölu-
menningu landans. Fólk hafi setið
í sætum sínum en stjórnandinn,
Kolfinna Sigurvinsdóttir, hafi leið-
beint um hvernig fólk ætti að
krafsa í útsölukassana, velja og
olnboga sig áfram. Í lokin var
seilst í vasana til að ná í peninga
og borga.
„Svo voru hefðardansar áðan.
Það var rétt eins og við værum
komin í frönsku hirðina. Það var
geysilega skemmtilegt og fallegt,“
segir Guðrún. Í lok hátíðarinnar
fara síðan allir út á gólf og dansa
og syngja saman. Aðspurð segist
Guðrún ekki í neinum vafa að dag-
ur á borð við þennan gefi fólki
geysilega mikið. „Það er bæði lík-
amlegt og andlegt. Félagsskap-
urinn spilar þarna 50% inn í, að
æfa svona saman. Þetta tengir
fólk og gleður – og reynir á
líkamann,“ segir Guðrún.
Á seinni árum hefur eldra fólk í
vaxandi mæli áttað sig á mikilvægi
hreyfingar til að halda góðri
heilsu.
Tengir fólk
og gleður –
og reynir á
líkamann
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Guðrún Níelsen segir viðburð á borð við leikdag aldraðra mjög gefandi.
„Það er bæði líkamlegt og andlegt. Félagsskapurinn spilar þarna 50% inn í,
að æfa svona saman. Þetta tengir fólk og gleður – og reynir á líkamann,“
segir Guðrún.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kínversk leikfimi var eitt af því sem sýnt var á íþróttadeginum í gær.
MAGNÚS Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri SkjásEins, segir að
sjónvarpsstöðin hafi ætíð boðið upp á
mikið af innlendri dagskrárgerð og
efni hafi verið keypt af framleiðend-
um utanhúss. Því sé það ekki rétt
sem stjórn Félags kvikmyndagerð-
armanna hafi haldið fram í ályktun
að RÚV sé eini raunhæfi innlendi
vettvangur kvikmyndagerðarmanna
til að fá verkefni sín birt og fjár-
mögnuð.
„Sannleikurinn er sá að við erum
að láta framleiða tvær þáttaraðir ut-
an hússins. Þeir tveir eru að fram-
leiða þáttaröð sem heitir „Landsins
snjallasti“ og við vorum að kaupa
þáttaröð sem heitir „Ljúfa Frakk-
land“ af Landmark kvikmyndagerð.
Að auki erum við í viðræðum við tvo
aðila í viðbót af þessum framleiðslu-
fyrirtækjum um gerð íslensks dag-
skrárefnis fyrir okkur. Þannig að við
erum á fullu í þessu,“ segir Magnús.
Í umræddri ályktun kvikmynda-
gerðarmanna var harmað að Ríkis-
sjónvarpið hafi ákveðið að kaupa
ekki meira af innlendu dagskrárefni
á þessu ári frá framleiðendum utan
stofnunarinnar. „Við erum hissa á
því í rauninni að menningarstöðin
RÚV geti ekki staðið betur að ís-
lenskri dagskrárgerð meðan þeir
hafa peninga til að keppa við okkur í
innkaupum á erlendu afþreyingar-
efni,“ segir Magnús.
Hann bendir á að hlutverk RÚV
sé mjög vel skilgreint í útvarpslög-
um.
SkjárEinn kaupir íslenskt dagskrárefni frá fyrirtækjum
RÚV á ekki að keppa í inn-
kaupum á erlendri afþreyingu