Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 9
KARLAR í stjórnarráði Íslands eru
yfirleitt ánægðari með stöðu jafn-
réttismála en konur og telja að
markvissar sé unnið að því að jafna
stöðu kynjanna. Rétt tæp 60% karl-
anna eru ánægð með stöðu jafnrétt-
ismála en rétt rúmur fjórðungur
kvenna að því er kemur fram í nið-
urstöðum könnunar sem IMG Gall-
up vann í samvinnu við jafnréttis-
fulltrúa ráðuneytanna.
Mat á jafnrétti er jákvæðast þeg-
ar spurt er um viðhorf starfsmanna
til þess hvort gerðar séu sömu kröf-
ur til kynjanna, það er lakast þegar
kemur að jafnrétti í launum og
hlunnindum en 45% töldu að karlar
og konur fengju greidd sömu laun
fyrir sambærileg störf og vinnutíma
og 52% töldu að karlar og konur
fengju sömu hlunnindi fyrir sam-
bærileg störf og vinnutíma, að því
er kemur fram í frétt forsætisráðu-
neytsins.
57% töldu kynferði ekki skipta
máli varðandi launakjör
Um 77% töldu að þeirra eigin kyn-
ferði skipti ekki máli varðandi
starfsframa en 57% töldu að kyn-
ferði þeirra skipti ekki máli varð-
andi launakjör.
Um 79% starfsmanna töldu töku
fæðingarorlofs hvorki til hindrunar
né framdráttar fyrir karla en held-
ur færri, eða 75%, töldu að taka fæð-
ingarorlofs væri hvorki til hindr-
unar né framdráttar fyrir konur.
Jafnréttismál í stjórnarráðinu
Ein af hverjum
fjórum konum ánægð
www.thjodmenning.is
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
samfella með spöngum
Stærðir 75-100 b, c, d, e, f
Litir svart og hvítt
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 551 2040
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 5 1 2040
Silkitré og silkiblóm
Silkiblóm
og silki-
skreytingar
Laugavegi 34, sími 551 4301.
Opnum
kl. 9.00
virka daga
Ný sending
Jakkaföt - stakir jakkar -
buxur - skyrtur - bindi
FRÁBÆRIR
TILBOÐSDAGAR
VERSLUNIN PAUL & SHARK
Bankastræti 9, sími 511 1135
Ný sending
Gallabuxur, bolir
og peysur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Kringlunni - sími 581 2300
Vorið er
komið
S M Á R A L I N D
Sími 517 7007
www.changeofscandinavia.com
Bikini
Undirföt
Náttföt
Opið mánudaga-föstudaga
frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15
Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880.
Loðskinnssjöl
himnesk gjöf
Glæsilegur
fatnaður
við öll tækifæri
brúðkaup • ferming • frí •
Ferming í Flash
Laugavegi 54, sími 552 5201
Kjólar
Pils
Toppar
Blússur
Buxur
Jakkar
Ótrúlegt úrval
FÉLAG einstæðra foreldra hyggst
kaupa tíu íbúðir til útleigu fyrir fé-
lagsmenn sína á þessu ári og áætlar
að kaupa 7–8 á því næsta. Félagið
fékk 100 milljónir króna í lán frá
Íbúðalánasjóði til að fjármagna
kaupin. Að auki seldi félagið hús sem
það átti á Öldugötu og hefur hýst
íbúðir fyrir einstæða foreldra.
Stofnað hefur verið sérstakt eign-
arhaldsfélag undir nafninu Leigu-
íbúðir Félags einstæðra foreldra til
að standa að baki kaupunum. Að
sögn Ingimundar Sveins Pétursson-
ar, formanns Félags einstæðra for-
eldra, eru íbúðakaupin liður í átaki
um fjölgun leiguíbúða sem félags-
málaráðuneyti og fjármálaráðuneyti
standa að. Félagið á fyrir hús á
Skeljanesi með um tug íbúða sem
leigðar eru félagsmönnum. Ingi-
mundur segir þörf fyrir leiguhús-
næði af þessu tagi mikla, alls séu 40
félagsmenn á biðlista eftir húsnæði.
Skrifað var undir kaupsamninga
að fyrstu íbúðinni af tíu sem keyptar
verða á árinu 2004.
Félag ein-
stæðra foreldra
kaupir tíu
íbúðir á árinu