Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 18

Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ          ! "#$% &' ( )** +* &  , -      "#$% .   "#$% &' / /   &** ( /   #%   '   "#$% &'                   0+ ",% 1,%2 ( *  * ** #3         4 *$       5*           6    !  5  " #   $  " #    % &'' ()&*  &'' ()(* 7, #   #       ! 5*$+8**  +* &  , $  / "#$% 5*$+8**    / $ +* &   ! " # $ %     % " " &' 1,%,* ,#9   ",% 9,*:* 0+ 1, ,; 9* , %  * , #,%*         4 *$ + # ,  $ 5*        # $- 6 )#...#/    ,     # 5  " #   $  " #    % &'' ()&*  &'' ()(* 0        01213  %4    3%        %  < 59+ 1+ *  !    5 5     6!%$ #               YFIRVOFANDI liðsflutningar á vegum Bandaríkjahers í Írak og í Afganistan eru þeir umfangsmestu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Um 130 þúsund bandarískir her- menn, sem undanfarna mánuði hafa þjónað í Írak, halda heim á leið á næstu dögum og vikum og í þeirra stað koma um 110 þúsund nýir her- menn. Verkefnið er öllu umfangs- minna í Afganistan, þar þarf „að- eins“ að leysa af hólmi um ellefu þúsund bandaríska hermenn. „Þetta er ótrúleg, söguleg að- gerð,“ segir Stephen M. Speakes, hershöfðingi í landher Bandaríkj- anna, í samtali við Associated Press um liðsflutningana til og frá Írak en hann hefur yfirumsjón með þeim frá skrifstofu sinni í Arifjan-herstöðinni í Kúveit. Verkefnið hljómar ekki flókið en framkvæmdin er þó alveg gífurlega umfangsmikil og kostar mikla skipu- lagningu; tugir skipa og flugvéla flytja hermenn og búnað þeirra til Kúveit og um fjögur þúsund flutn- ingabílar aka síðan mönnum og bún- aði yfir eyðimörkina og inn í Írak. Einhvers staðar á leiðinni mæta hermennirnir síðan félögum sínum, sem staðið hafa vaktina í Írak und- anfarið. Er gert ráð fyrir að liðs- flutningunum verði að öllu leyti lokið snemma í maí. Bolmagnið minna? Um það bil einn af hverjum fimm hermönnum í Írak tilheyrir vara- liðssveitum Bandaríkjahers eða þjóðvarðliðum hinna ýmsu ríkja Bandaríkjanna, að því er fram kom nýverið í The Economist. Þetta hlut- fall mun hækka eftir liðsflutningana nú, að sögn blaðsins. Hafa því farið að heyrast þær raddir að hugsanlega sé tekið að reyna mjög á þanþol mannafla hersins. „Það er hægt að telja fjölda bar- dagasveita sem landherinn hefur á sínu færi og þó að ég viti töluna ekki nákvæmlega þá tel ég að um 60% þeirra séu nú með einum eða öðrum hætti við störf er tengjast stríðinu gegn hryðjuverkum. Þessi tala kann reyndar hugsanlega að vera enn hærri. Þetta þýðir að menn hafa ekki bolmagn til að gera mikið annað ann- ars staðar,“ segir t.a.m. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við Boston-háskóla, í samtali við Morgunblaðið. Corgan segir að á Washington- svæðinu geti hermenn, sem sestir eru í helgan stein og eru 65 ára og eldri, ekki lengur notað sér þjónustu lækna Bandaríkjahers, þeir og mak- ar þeirra þurfi nú að fara til borg- aralegra lækna. „Skýringin er sú að Bandaríkjaher hefur næg önnur verkefni fyrir þessa lækna og mig grunar að þar sé um að ræða að- hlynningu særðra úr Íraksstríðinu. Ég get líka nefnt þjóðvarðliðið í Massachusetts; margir liðsmenn þess sem þegar hafa þjónað í Írak skrá sig til frekari þjónustu. En það eru ekki nægilega margir nýir ein- staklingar að skrá sig í þjóðvarðliðið. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða áhrif yfirvofandi liðsflutningar hafa á varalið hersins og þjóðvarðlið hinna ýmsu ríkja, það er nefnilega þannig að á stríðstímum hefur styrk- ur Bandaríkjahers að miklu leyti olt- ið á þessum sveitum.“ Segir Corgan að útilokað væri fyr- ir Bandaríkjaher á þessum tíma- punkti að heyja annað stríð í líkingu við það sem háð var í Írak. „Ef eitt- hvað gerðist nú á Kóreuskaganum og við þyrftum að flytja þangað þús- undir hermanna þá fæ ég ekki séð að það yrði hægt nema með því að taka upp herskyldu á ný,“ sagði Corgan í samtali við Morgunblaðið. AP Bandarískir hermenn á heimleið eftir að hafa þjónað í Írak. Bandaríkjaher skipt- ir um mannafla í Írak ’ Ef eitthvað gerð-ist nú á Kóreuskag- anum og við þyrftum að flytja þangað þús- undir hermanna þá fæ ég ekki séð að það yrði hægt nema með því að taka upp herskyldu á ný. ‘ Sumir telja að mjög reyni nú á þanþol mannafla hersins ARAMEÍSKA, hið forna tungumál sem Jesú Kristur talaði, heyrist lítið nú til dags. Gamall maður úr sýr- lensku rétttrúnaðarkirkjunni kvart- ar yfir því að hann geti varla talað við neinn á arameísku nema munka, og nunna segir að bænirnar séu nán- ast hið eina sem hún kann á arame- ísku. Sumir telja að arameíska sem talmál muni hverfa á næstu áratug- um. Málfræðingar vonast hins vegar til þess að hin nýja mynd leikarans Mel Gibsons, Píslarsaga Krists eða The Passion of the Christ, muni hleypa lífi í tungumálið að nýju en þar er fjallað um síðustu klukku- stundirnar í lífi Krists áður en hann var krossfestur. Í myndinni, sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í gær, er einungis töluð arameíska og latína og lærðu leikararnir því rull- ur sínar á þeim tungumálum. Prest- ur við Loyola Marymont háskóla í Los Angeles þýddi handritið úr ensku yfir á fyrstu aldar arameísku og latínu. Arameíska var eitt sinn aðal- tungumálið í Mið-Austurlöndum og hluta af Asíu. Núna talar hana ein- ungis um hálf milljón manna, að- allega þeir sem tilheyra sýrlensku rétttrúnaðarkirkjunni, en einnig aðrir kristnir menn, á ákveðnum svæðum í Írak, Tyrklandi, Líbanon, Indlandi, Evrópu, Ástralíu og nokkr- um borgum í Bandaríkjunum. „Það leikur enginn vafi á því að hætta er á að arameíska deyi út,“ segir Moshe Bar-Asher, forseti hebresku tungu- málaakademíunnar í Jerúsalem. Mörg þúsund ára gamalt tungumál Arameíska er eitt fárra tungu- mála sem hefur verið talað samfellt í þúsundir ára. Hún er semískt tungu- mál og er skyld hebresku og arab- ísku. Hún kemur fyrir í rituðum heim- ildum frá því á tíundu öld fyrir Krist en líklegt er að hún hafi verið töluð enn fyrr. Textar á arameísku hafa fundist allt frá Egyptalandi til Ind- lands. Talið er að uppruna tungumálsins megi rekja til arameía, hirðingja sem fluttu frá gróðurlausum svæð- um á Arabíuskaga til búsældarlegri staða í Mesópótamíu og settust síðan að lokum að í kringum Damaskus, höfuðborg Sýrlands, á þrettándu öld fyrir Krist. Mestri útbreiðslu náði arameíska í kringum 500 fyrir Krist þegar Persneska heimsveldið tók hana upp. Hins vegar vék hún að miklu leyti fyrir arabísku á 7. öld þegar arabar lögðu undir sig stór landsvæði. Talaði arameísku á krossinum Fræðimenn telja að Jesú hafi ef til vill kunnað hebresku, sem þá var einungis töluð af yfirstéttinni og í samkunduhúsum, dálítið í grísku en móðurmál hans hafi verið arameíska sem töluð var í Galíleu, héraðinu sem hann var frá. Samkvæmt Nýja testamentinu segir Jesú síðustu orð sín á krossinum á arameísku: „Elóí, Elóí, lama sabakhtaní?“ sem þýðir „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Í Sýrlandi er arameíska enn töluð í þremur fjallaþorpum norður af Damaskus. Um 10.000 manns þar tala hana en þeim fækkar óðum, messur eru nú á arabísku, hinir gömlu sem töluðu málið deyja og hinir ungu flytjast burt, segir hinn 63 ára gamli kennari George Rizkallah sem er svartsýnn á fram- tíð þessarar fornu tungu. Deyr arameískan út? Bænir ritaðar á arameísku í sýrlensku rétttrúnaðarkirkjunni í Jerúsalem. Vonast til að kvikmyndin Píslarsaga Krists veki áhuga á tungumálinu að nýju Jerúsalem. AP. Reuters Jim Caviezel leikur Jesú í mynd Mel Gibsons Píslarsaga Krists. ’ Elóí, Elóí, lamasabakhtaní? ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.