Morgunblaðið - 26.02.2004, Síða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 19
HEKLA, Laugavegi 170-174, sími 590 5000
www.hekla.is, hekla@hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100
HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416
HUGSAÐU LENGRA
TERNO: ENN
MEIRI BÚNAÐ
UR
Skoda Octavia hefur alltaf staðist samanburð við mun dýrari bíla
í sama stærðarflokki. Og nú er forskotið orðið enn meira því við
höfum fengið sendingu af Octavia Terno til landsins! Terno er mun
betur búin útgáfa af Octavia, þar sem gengið er skrefinu lengra í
glæsilegu útliti og þægindum, með rafdrifnum rúðum og álfelgum.
Orðið Terno þýðir raunar óvæntur fengur á tékknesku, sem
undirstrikar að þú ættir að drífa þig í HEKLU og tryggja þér eintak.
SkodaOctavia Terno kostar frá 1.745 þús.
N Ý O G B E T R I Ú T G Á F A F R Á S K O D A
OCTAVIA TERNO
AÐ ÞAÐ VÆRI EKKI
HÆGT AÐ FÁ MEIRA
OG ÞIÐ SEM HÉLDUÐ
ÁLFELGUR
RAFMAGN Í RÚÐUM
4 LOFTPÚÐAR
FJARSTÝRÐAR SAMLÆSINGAR
ABS HEMLAKERFI
SPÓLVÖRN
GEISLASPILARI
4 HÁTALARAR
VÖKVASTÝRI
AKSTURSTÖLVA
SJÁLFSKIPTUR EÐA BEINSKIPTUR
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
S
ÍA
·
2
5
3
9
0
Innifalið í rekstrarleigu: 20.000 km akstur á ári, þjónustuskoðanir og smurþjónusta. Rekstrarleiga er háð gengi gjaldmiðla og getur því breyst án fyrirvara.
Rekstrarleiga frá 27.900 kr. á mánuði.
DANSKUR flugumferðarstjóri, sem
var á vakt þegar rússnesk farþega-
þota og flutningaflugvél skullu sam-
an yfir Sviss árið 2002, var stunginn
til bana á heimili sínu í bænum Klot-
en í Sviss í gær. Hinn myrti var 36
ára gamall og búsettur í Sviss. Hann
var einn á vakt við flugumferðar-
stjórn á svæðinu þegar slysið varð
2002 en félagi hans hafði brugðið sér
frá.
Tveir voru í áhöfn flutningaflug-
vélarinnar, sem var af gerðinni
Boeing 757, en 69 manns fórust með
rússnesku flugvélinni, sem var af
gerðinni Tupolev 154, þar af 52 börn
og unglingar frá sjálfstjórnarlýð-
veldinu Bashkortostan í Úralfjöllum.
Þau höfðu unnið ferð til Spánar í
verðlaun fyrir góðar einkunnir. Lög-
regla í Sviss leitar nú morðingjans,
sem sagður er vera um fimmtugt og
tala lélega þýsku. Hann bankaði upp
á heima hjá flugumferðarstjóranum
og stakk hann til bana í dyragættinni
en flúði af vettvangi.
Talsmaður svissneska flugum-
ferðarstjórnarfyrirtækisins Sky-
guide, þar sem Daninn vann, viður-
kenndi á sínum tíma, að sögn
fréttavefjar BBC, að bilanir hefðu
orðið í kerfinu en Daninn er talinn
hafa sagt flugmanni að lækka flugið
þótt viðvörunarbúnaður í vélinni
mælti gegn því. Skyguide sagði í gær
að flugumferð um loftrýmið yfir
Zürich-Kloten yrði takmörkuð í ör-
yggisskyni í kjölfar morðsins. Um
væri að ræða varúðarráðstöfun þar
sem kollegar hins myrta flugumferð-
arstjóra væru miður sín vegna ör-
laga hans.
Flugumferðar-
stjóri myrtur
Genf. AFP.
RÁNFISKUR, sem Norðmenn kalla
Kanadareyði eða Kanadableikju, er
farinn að ógna vistkerfinu í norskum
vötnum.
Norska náttúrufræðastofnunin,
NINA, gerir hvað hún getur til að
útrýma framandi fisktegundum í
norskum vötnum og ám og þar er
Kanadareyðurin efst á blaði. Var
henni fyrst komið til í sænskum og
finnskum vötnum og síðan hafa
stangveiðimenn gerst sekir um að
dreifa fiskinum viljandi til að hafa úr
meiru að moða í veiðinni. Kom þetta
fram á fréttavef Aftenposten í gær.
Fyrsta Kanadareyðurin veiddist í
Kvesjøen í Norður-Þrændalögum
fyrir tveimur árum og var hún met-
ers löng og 10 kíló. Nú er hún komin í
tvö vötn önnur og líklega fleiri.
Odd Terje Sandlund, sem vinnur
við rannsóknir hjá NINA, segir, að
Kanadareyðurin eyðileggi líffræði-
lega fjölbreytileika í þeim vötnum,
sem hún kemst í, og sé auk þess
miklu lakari matfiskur en urriði eða
bleikja. Telur hann eins víst, að bar-
áttan við hana sé þegar töpuð.
Kanadareyðurin (Salvelinus
namaycush) er skæður fiskur.
Ránfiskur
ógnar vist-
kerfinu
ÖKUMENN í Helsinki, höfuðborg
Finnlands, geta framvegis gleymt
öllu um þriðja, fjórða og fimmta gír-
inn á bílum sínum þegar þeir eru
innan borgarmarkanna. Hér eftir
mega þeir aðeins aka þar á 30 km
hraða.
Í borgarstjórninni hefur verið
mikil umræða um þetta mál í langan
tíma og nú hefur verið ákveðið að
lækka hámarkshraðann úr 50 km í
30 km á klukkustund. Sagði frá því í
dagblaðinu Helsingin Sanomat í
gær. Gildir það einnig um mörg
íbúðahverfi utan borgarmarkanna.
Eina undantekningin er sú að á
meginumferðaræðum borgarinnar
má aka á 40 km hraða.
Hámarkshraði
30 km í Helsinki
♦♦♦