Morgunblaðið - 26.02.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 26.02.2004, Síða 22
FLAUTAÐ verður til leiks á árlegu Goða- móti Þórs á Akureyri næsta föstudag, 27. febrúar, þegar leikmenn 3., 4. og 5. flokks stúlkna víðs vegar að af landinu koma saman í Bogan- um, knatt- spyrnuhúsinu við Hamar, fé- lagsheimili Þórs í Glerár- hverfi. Þetta fyrsta mót stendur yfir fram á sunnu- dag. Unglingaráð knattspyrnu- deildar Þórs hleypti móta- röð þessari af stokkunum í fyrravetur, fyrir yngstu flokka drengja. Prýðilega þótti takast til með Goðamótin, sem unnið er að með Norðlenska, að því er segir í frétt. „Nú er sem sagt komið að framhaldinu og fullvíst má telja að mótin hafi fest sig í sessi til frambúðar. Goðamótin verða raun- ar þrjú í vetur, fyrir 5. og 6. flokk drengja eins og í fyrra og nú bætist við mót fyrir 3., 4. og 5. flokk stúlkna, sem verður það fyrsta í röðinni eins og áður segir.“ Keppni hefst í hvert skipti kl. 15 á föstu- degi og lýkur síðdegis á sunnudegi. Hálf- um mánuði eftir stúlknamótið verður kom- ið að 5. flokki drengja, það mót verður 12. til 14. mars og 6. flokkur rekur lestina, 26. til 28. mars. Ljóst er að þátttaka verður mjög góð í ár og keppendur alls rúmlega 1100. Þegar er nánast orðið fullt í tvö fyrstu mótin en eitt- hvað enn laust í það síðasta í lok mars. Keppendur eru flestir af Norðurlandi, en í fyrra tóku einnig þátt nokkur lið af Austur- landi og höfuðborgarsvæðinu og svo er einnig nú. Fjölnismenn úr Grafarvogi verða líklega fjölmennastir aðkomumanna að þessu sinni, þeir verða um 100 í 5. flokki og a.m.k. 50 í 6. flokki, auk þess sem Fjöln- ir sendir einnig stúlknalið til keppni, eins og HK í Kópavogi. Vitað er af fjölda for- eldra sem kemur með börnunum til Ak- ureyrar í tilefni Goðamótanna þannig að ljóst er að samtals fjölgar í bænum um nokkur þúsund manns þessar þrjár helgar. Á Goðamótinu eru sjö leikmenn í hverju liði og keppt í A-, B-, C- og D-liði. Keppendur um 1.100 á Goðamótum á Akureyri Nokkrir leikmanna KS frá Siglufirði heilsuðu upp á Nonna í Nonna- húsinu á Goðamótinu á Akureyri í fyrra. Skagaströnd | Hann er ekki stór hnísukálfurinn sem fannst inni í móður sinni, sem drukknaði í þorskaneti í Húnaflóa, þó hann sé fullskapaður. Lyklakippan við hlið hans gefur stærðina til kynna. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Pínulítill hnísukálfur LÉTTUR andi sveif yfir vötn- um á Broadway í Reykjavík um síðustu helgi þegar Karlakórinn Heimir efndi til þorrablóts þar sem skagfirskt hráefni var haft í hávegum. Nóg var af matnum, súrum og ósúrum, reyktum og kæstum, og enn meira af fjörinu sem fylgdi í kjölfar borðhalds- ins. Í húsinu voru 400–500 manns, fjölmargir burtfluttir Skagfirðingar, og skemmtu allir sér hið besta. Veislustjóri var Óskar Pétursson frá Álftagerði, sem tók einnig lagið með kórn- um, ásamt fleiri góðum ein- söngvurum. Kvöldið áður hafði Heimir sungið í Njarðvíkurkirkju fyrir fullu húsi. Létu tónleikagestir sig ekki muna um að bíða í klukkutíma eftir kórnum, sem tafðist í umferðinni suður yfir heiðar. Hagyrðingar úr karlakórnum létu einnig ljós sitt skína á Broadway og meðal þeirra var Kristján Stefánsson frá Gil- haga. Hann notaði m.a. tæki- færið og minnti viðstadda blóts- gesti á helstu kosti Heimis- manna: Það er eins satt, og sem ég hérna stend og sögur eru það um víða á sveimi; að feimni eða minnimáttarkennd muni ekki vera til í Heimi. Kristján mátti svo til með að skjóta létt á veislustjórann og þá Álftagerðisbræður, sem gjarnan hafa heillað konur af eldri kynslóðinni: Frétt um þessa söngvasveina káta sífellt hefur vakið eftirtekt. En að láta gamlar konur gráta getur varla talist skemmtilegt. Morgunblaðið/Björn Jóhann Hagyrðingar skiptust á skotum í bundnu máli: Árni Bjarnason frá Uppsölum, Óskar Pétursson frá Álftagerði, Kristján Stefánsson frá Gilhaga og Sigurður Hansen frá Flugumýri. Í einu söngatriðinu fóru þeir á kostum Gísli Pétursson frá Álftagerði og Einar Hall- dórsson, sem blés upp júgur og Gísli „mjólkaði“. Vanir menn, enda báðir kúabændur. Skagfirðingar Slegið á létta strengi á Heimisblóti Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vilja endurbyggja birgðastöðina | Olíu- dreifing ehf. og Skeljungur hf. vilja ekki flytja olíubirgðastöð félaganna niður á Suð- urtanga á Ísafirði heldur endurbyggja núverandi olíubirgðastöð við Suð- urgötu. Þetta kemur fram í bréfi Olíudreifingar til bæjarráðs Ísafjarð- arbæjar þar sem ítrekuð er ósk félaganna um að Ísafjarðarbær úthluti þeim viðbótarlóð við hlið núverandi birgðastöðvar. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. Olíudreifing áætlar að það kosti fimmtíu milljónum króna meira að byggja upp nýja olíubirgðastöð á Suðurtanga en að end- urbyggja og stækka núverandi birgðastöð við Suðurgötu. „Það er því ósk félaganna beggja að aðilar komi sér saman um lausn sem tryggi að núverandi olíubirgðastöð fé- laganna á staðnum verði endurbyggð.“ Ósk um viðbótarlóð segir Olíudreifing tilkomna vegna augljósra þarfa félaganna fyrir að lagfæra ástand núverandi birgðastöðvar og að koma fyrir bensínsbirgðageymum ásamt nýju áfylliplani sem hvort um sig auki ör- yggi við geymslu og meðhöndlun eldsneytis í stöðinni. „Af hálfu Olíudreifingar ehf. og Skeljungs hf. er brýnt að niðurstaða komist í þetta mál hið fyrsta svo hefjast megi handa við endurbyggingu eldsneyt- isbirgðastöðvar félaganna svo skjótt sem auðið er þannig að stöðin komist í ásætt- anlegt lag m.t.t. öryggis og ásýndar.“ Lengi vel lögðu hafnaryfirvöld til lóð undir nýja olíubirgðastöð neðst í Suð- urtanga en nú er reiknað með lóð undir birgðastöðina nær Sundahöfn. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Kynnisferð til Brussel | Um 110 manna hópur frá Háskólanum í Reykjavík er nú í vikulangri kynnisferð til Brussel. Annars veg- ar er um að ræða nemendur lagadeildar HR, sem sitja námskeiðið Evrópuréttur undir stjórn Einars Páls Tamimi, lektors og for- stöðumanns Evrópuréttarstofnunar HR, og hins vegar nemendur viðskiptadeildar HR úr námskeiðinu Evrópusambandið sem Jón Ormur Halldórsson dósent kennir. Meðal þess sem nemendur HR fá tækifæri til að kynna sér er starfsemi sendiráðs Íslands í Brussel, aðkoma Íslands að stofnunum ESB og þátttaka Íslands í rannsóknar- og þróun- arstarfi ESB. Þá mun hópurinn heimsækja Evrópuþingið og framkvæmdastjórn ESB og fá kynningu á tilurð og virkni innri markaðar- ins, svo fátt eitt sé nefnt af skipulagðri dag- skrá ferðarinnar, segir í frétt frá skólanum. Skinney-Þinganeshefur gefið öllustarfsfólki sínu svo- nefnda Heilsudagbók ásamt viku í líkamsrækt í Sporthöllinni á Höfn í Hornafirði, skv. frétt á vefnum horn.is. Bæði ku tekið á ræktun líkama og sálar og lögð áhersla á að fólk finni leið sem hentar hverjum og einum. „Bókin á að vera fólki hjálpartæki til að breyta um lífsstíl. Á síðasta ári var farið að bjóða starfsmönnum upp á vinnustaðanudd. Starfs- fólkið fer tvisvar í mánuði til Lilju Hrundar Harð- ardóttur nuddmeistara og er áhersla lögð á að draga úr þreytuverkjum vegna vinnuálags.“ Á heimasíðu fyrirtækisins segir að þetta hafi gefið góða raun. Heilsudagbók Steingrímur Sigfús-son orti um í þing-veislu að Halldór Blöndal vildi friða endur: Honum drottinn gáfur gaf, góðan munn og styrk til handanna. Halldór Blöndal héðan af mun heita faðir andanna. Halldór Blöndal svaraði með hringhendu: Áður hraður hann upp sté heiðursmaðurinn snjalli, að mér glaður gjörir spé Gunnarsstaða skalli. Steingrímur svaraði auð- vitað með hringhendu: Vísur hraðar Halldór má í hauga raða meður galla er gæfan baðar geislum þá minn Gunnarsstaðaskalla. Steingrímur hafði ort um hallann á höfði Hall- dórs, sem lagði út af því í afhendingu: Eftir drykklanga stund minn Drott- inn læt ég dóm minn falla: Betra’ er að hafa halla en skalla. Endur og skalli pebl@mbl.is   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.