Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 27

Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 27 Sérflug Heimsferða 7 nætur – Varadero - Havana Ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari stórkostlegu eyju Karíbahafsins á verði sem aldrei hefur sést fyrr. Þú bókar 2 sæti en greiðir bara fyrir eitt og getur að auki valið um góð hótel hvort sem er í Havana eða í Varadero. Ferð til Kúbu er ævintýri sem lætur engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gamla Havana er ein fegursta borg frá nýlendu- tímanum, lífsgleði eyjaskeggja er einstök og viðmót fólksins heillandi. Að upplifa Kúbu nú er einstakt tækifæri, því það er ljóst að breytingar munu verða í náinni framtíð. Síðustu 19 sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 M.v. 2 fyrir einn. Flugsæti kr. 72.000/2 = 36.000. Flugvallarskattur kr. 3.950. Netverð. Úrval hótela í boði 2 fyrir 1 til Kúbu 2. mars frá 39.950 Munið Mastercard ferðaávísunina Blönduós | „Jafnrétti snýst um að tryggja hag allra í samfélaginu á öllum sviðum samfélagsins óháð kynferði,“ sagði Jófríður Jóns- dóttir, formaður jafnréttisnefndar Blönduóss, þegar hún afhenti eig- endum kaffihússins „Við árbakk- ann“, þeim Erlu Evensen og Guð- mundi Haraldssyni, jafnréttisverðlaun Blönduósbæjar fyrir árið 2003. Þetta er jafn- framt í fyrsta sinn sem Blönduós- bær veitir þessa viðurkenningu. Kaffihúsið við Árbakkann verð- ur 5 ára nú í júní sagði Jófríður Jónsdóttir og hefur starfsemin vaxið og blómstrað á þessum tíma og veltan aukist öll árin. Guð- mundur og Erla hafa stjórnað rekstrinum á samhentan hátt frá stofnun og sýnt mikla gestrisni í hvívetna og samræmt fjölskyldu- og atvinnulíf. Það kom fram í máli Jófríðar að kaffihúsið „Við árbakkann“ fékk á sínum tíma styrk frá hinu opinbera, úr sjóði sem er ætlað að jafna aðgengi kvenna að ýmsu fjármagni, til að setja upp myndlistarsýningar kvenna og auka þannig fjölbreyti- leika og stuðla að aukinni breidd myndlistar og menningar- starfsemi á Blönduósi. „Þetta hef- ur svo sannarlega tekist og njóta bæjarbúar og aðrir gestir fal- legra sýninga þegar kaffihúsið er heimsótt. Menning er einn horn- steina samfélagsins og því er samfélaginu mikið í mun að jafn- réttissjónarmiða sé þar gætt. Jafnrétti og auknir möguleikar kvenna á menningarsviðinu er því samfélaginu mjög mikilvægt. Kaffihúsið „Við árbakkann“ er dæmi um fyrirtæki þar sem sam- heldnir einstaklingar koma sam- an og vinna að sameiginlegu markmiði sínu án þess að þættir eins og kynferði skipti þar máli og er vel að jafnréttisverðlaunum Blönduósbæjar 2003 komið. Framsýni ekki þröngsýni er sýn þess fyrirtækis,“ sagði Jófríður Jónsdóttir að lokum. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Frá verðlaunaafhendingunni. Guðmundur Haraldsson (l.t.v.), Erla Even- sen, Jófríður Jónsdóttir, Ásta Þórisdóttir og Nína Margrét Pálmadóttir. Jafnréttisverðlaun Blönduósbæjar Við árbakkann hlaut viðurkenningu Akranes | Á bæjarstjórnarfundi hinn 24. febrúar sl. samþykkti bæjarstjórn Akraness samhljóða með 9 atkvæð- um ýmsar breytingar á tækni- og umhverfissviði. Bæjarráð hefur á liðnum vikum farið yfir stjórnsýslu- og rekstr- arúttekt sem ráðgjafafyrirtækið IBM framkvæmdi á tækni- og um- hverfissviði. Í skýrslu IBM koma fram nokkrar tillögur varðandi breytingar á fyr- irkomulagi og samþykkti bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn tillögur sem nú hafa verið samþykktar. Í fyrsta lagi er lagt til að ráðinn verði frá og með 1. apríl nk. tækni- fræðingur eða verkfræðingur sem annist m.a. skipulagsmál, eignasjóð og landupplýsingakerfi samkvæmt nánari útfærslu sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs. Samkvæmt því verð- ur ráðningarsamningur skipulags- fulltrúa, sem rennur út í lok júnímán- aðar, ekki framlengdur í lok starfstímans. Í öðru lagi er lagt til að starf tækni- teiknara, sem m.a. sér um innskrán- ingu landupplýsingakerfi, verði aukið úr 80% í 100%. Í þriðja lagi að ráða í 50% starf slökkviliðsstjóra til eins árs, en að byggingarfulltrúi fari í um- boði slökkviliðsstjóra og í samráði við hann, með mál sem varða brunaeft- irlit. Á grundvelli fyrirhugaðs samn- ings við Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins um gagnkvæmt samstarf o.fl. verði leitað eftir samkomulagi við SHS um samstarf varðandi æfingar slökkviliðsins. Ákvörðun þessi verður endurskoðuð innan eins árs m.a. með það í huga að skoða valkosti varðandi aukið samstarf við SHS. Í fjórða lagi er lagt til að ákvörðun um hvort sameina eigi Gámu og Þjónustumiðstöð verði frestað til árs- ins 2005 þegar samningar um sorp- hirðu o.fl. renna út. Þar til sú ákvörð- un verði tekin verði umhverfisfulltrúi næsti yfirmaður forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar og er sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að skilgreina nánar verkefni á því sviði. Tilgangur þessa er að skerpa á fram- kvæmd verkefna á opnum svæðum og þeim, umhverfismálum sem Þjón- ustumiðstöðin kemur að. Að auki er sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs ætlað að skipuleggja og skilgreina vinnsluferla við und- irbúning deiliskipulags og vinnslu- ferli mála milli nefndarfunda. Honum er einnig ætlað að gera starfsmanna- fundi að virkari þætti í starfseminni og tryggi þannig framgang þeirra verkefna sem unnið er að, traust fjár- hags- og verkeftirlit og að ætíð liggi fyrir gott yfirlit verkefna. Að lokum er sviðsstjóra tækni- og umhverf- issviðs ætlað að taka til skoðunar að- gengi að starfsmönnum sviðsins, skipulagningu daglegs vinnutíma o.fl. með tilliti til efnis fyrirliggjandi út- tektar. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Með samþykkt bæjarstjórnar Akraness verða gerðar breytingar á starfi slökkviliðsstjóra og auka á samstarf við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Breytingarnar voru samþykktar með níu samhljóða atkvæðum í bæjarstjórn. Samþykkir breytingar á tækni- og umhverfissviði Þorlákshöfn | Mikið verður um að vera í Þorlákshöfn um næstu helgi. Á föstudag verður grunn- skólinn með menntaráðstefnu þar sem margir góðir fyr- irlestrar verða. Þema ráðstefn- unnar verður samskipti heimila og skóla – hvaða þýðingu hefur hvatning að heiman og úr skól- anum fyrir námsárangur nem- enda? Ráðstefnan verður í Ráð- húsi Ölfuss og hefst hún kl. 14 og er öllum opin endurgjalds- laust. Á laugardagsmorgun hefst svo íbúaþing undir kjör- orðinu Ölfus innan seilingar, raddir íbúanna. Íbúaþingið er skipulagt og stýrt af ráðgjafa- fyrirtækinu Alta. „Með íbúa- þingi gefst fólki tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um hvernig sveitarfé- lag við viljum skapa í Ölfusinu í framtíðinni. Þátttaka í íbúa- þingi skapar tækifæri til að hafa áhrif á framtíðarskipulag sveitarfélagsins og leggur grunn fyrir bæjaryfirvöld að byggja á,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri í ávarpi til bæjarbúa. Íbúaþing og menntaráðstefna Selfoss | Í nýjum mjaltabás á bæn- um Skeiðháholti hjá þeim Jóni Vil- mundarsyni og Helgu Þórisdóttur er hægt að mjólka 14 kýr í einu. Þau eru einnig með þrjá sjálfvirka fóðurbása í fjósinu en þeir tengjast kerfinu sem stýrir mjaltavélunum. Kýrnar í fjósinu eru með tölvukubb um hálsinn sem tölvustýrt mjalta- og fóðurkerfið les af og gefur merki inn í tölvuna sem stýrir síðan fóðri fyrir viðkomandi kú og skráir mjaltirnar, gangmál og fleira. Tölv- an sem stýrir kerfinu er lítil far- tölva sem staðsett er í fjósinu. „Þetta er mjög vinnusparandi og fer vel með kýrnar. Mjaltirnar verða betri fyrir þær, júgurbólga hefur snarminnkað og minna er um meltingartruflanir í kúnum,“ segir Jón. Það er fyrirtækið REMFLO hf. á Selfossi sem selur heildarlausn á mjalta- og fóðurkerfi til bænda og þjónustar þau. Fyrirtækið sem er dótturfyrirtæki Mjólkurbús Flóa- manna stóð að opnu fjósi í liðinni viku og kynnti þar tækjabúnaðinn. Á síðasta ári setti fyrirtækið upp tíu mjalta- og fóðurkerfi en alls hefur fyrirtækið sett upp 55 mjaltabása um allt land af sömu gerð og er í Skeiðháholti. Jón og Helga í Skeiðháholti eru með 310 lítra mjólkurkvóta. Þau segja helsta kostinn við þetta kerfi að það gefi góða yfirsýn yfir það sem er í gangi hjá kúnum og hægt sé að bregðast fljótt við því sem kemur upp á og koma í veg fyrir sjúkdóma. Nýi mjaltabásinn hefur verið notaður í Skeiðháholti síðan 1. september í fyrra. Opið fjós í Skeiðháholti á Skeiðum Nýtt mjalta- og fóður- kerfi kynnt bændum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sigurður Grétarsson, forsvarsmaður REMFLÓ hf., Jón Vilmundarson og Helga Þórisdóttir í þjónustugryfjunni þar sem unnið er að mjöltum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.