Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 29
ÞÓRBERGUR Þórðarson skýtur
upp kollinum víða á ferli Jóns Hjart-
arsonar. Hann fór á kostum í Ofvit-
anum á sínum tíma, algerlega trú-
verðug mynd af meistaranum. Svo
sannfærandi að, þökk sé velgengni
sýningarinnar og síðar sjónvarpinu,
að mynd hans er mynd Þórbergs í
hugum margra, svo er allavega farið
með undirritaðan, ef hann hefur ekki
vara á sér. Seinna gerði Jón sviðsgerð
af Sálminum um blómið, setti upp
með Leikfélagi Hornafjarðar og lék
sjálfur Sobbeggi afa. Og nú er leik-
gerð sögunnar komin í útvarpið og
enn er Jón Þórbergur, jafn trúverð-
ugur og áður, stílsmáti skáldsins
runnin honum í merg og blóð. Ekki
hef ég þekkingu til að segja hversu
mikið hin fyrri leikgerð Jóns er geng-
in aftur í þessari, enda skiptir það svo
sem engu máli.
Þroskasaga Lillu Heggu, eða
kannski frekar, saga viðbragða Þór-
bergs við fullorðnun þessarar litlu
vinkonu sinnar, er makalaust verk,
hliðstæðulaust í íslenskum bókmennt-
um, og mögulega heimsins. Leikgerð-
in byrjar á því að guð birtist Þórbergi
og setur honum verkefnið fyrir. Síðan
er því lýst hvernig hann þarf að finna
leiðina að verkefninu, sem endar með
því að hann leitast við að gera sér upp
og nálgast þannig þroskastig við-
fangsefnisins. Síðan rekur hver gull-
molinn annan í lýsingum á samskipt-
um litlu manneskjunnar og
höfundarins. Óneitanlega er því eins
farið með leikgerðina og söguna, fyrri
hlutinn er mun skemmtilegri en sá
síðari, meðan framandleikinn er
mestur og Lilla Hegga sjálf í for-
grunni. Í seinni hlutanum verða önn-
ur hugðarefni Þórbergs og hvernig
hann kynnir Lillu Heggu þau meira
áberandi: Kommúnismi, spíritismi og
Suðursveit, og þá fatast verkinu flug-
ið nokkuð.
Eins og fyrr sagði er Jón Hjart-
arson sannfærandi sem Þórbergur,
en hefur að sama skapi minni mögu-
leika á að sýna manni óvænta fleti á
persónunni sem hann hefur tengst
svo traustum böndum á löngum tíma,
enda reynir hann það alls ekki. Það er
sjálfsagt að varðveita sem mest af
þessu sérstæða sambandi leikara og
viðfangsefnis úr raunveruleikanum.
Álfrún Örnólfsdóttir nær framúr-
skarandi tökum á að lýsa þroska Lillu
Heggu, óborganleg sem ungabarn,
ótrúlega trúverðug upp frá því, og
skemmtilegt hvernig hún dregur
fram tilfinninguna fyrir því hvernig
samneyti við fullorðna mótar orðfæri
barnsins, eftir að málsnið þess hefur
sett svip sinn á tungutak hinna full-
orðnu.
Anna Kristín Arngrímsdóttir er
prýðileg sem Mammagagga, rödd
skynseminnar og Þorsteinn Gunnars-
son sömuleiðis sem rödd guðs. Aðrir
vekja varla eftirtekt, enda hlutverkin
lítil.
Öll vinnan við verkið einkennist að
mínu viti af vandvirkni og trú-
mennsku við viðfangsefnið. Á það við
um stælalausa leikstjórn Maríu
Reyndal, áferðarfallega tónlist Úlfs
Eldjárn, hljóðvinnslu og alla fram-
setningu.
Guði líkur
LEIKLIST
Útvarpsleikhúsið
Leikgerð: Jón Hjartarson, leikstjórn:
María Reyndal, hljóðvinnsla: Björn Ey-
steinsson, tónlist: Úlfur Eldjárn. Leik-
endur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Álf-
rún Örnólfsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Gunnar Hansson, Gunnar Helgason,
Hanna María Karlsdóttir, Jón Hjartarson,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María
Heba Þorkelsdóttir, Ólafur Darri Ólafs-
son, Víkingur Gunnarsson, Þorsteinn
Gunnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir.
SÁLMURINN UM BLÓMIÐ
Þorgeir Tryggvason
ÞAÐ ER ávallt tilhlökkunarefni að
heyra íslensk tónverk sem hafa ekki
fengið að hljóma hér á landi áður. Í
kvöld gefst tónleikagestum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands tækifæri á að
heyra nýjan gítarkonsert eftir Karól-
ínu Eiríksdóttur. Konsertinn samdi
hún að beiðni argentínska gítarleik-
arans Sergio Puccini sem frumflutti
verkið með Sinfóníuhljómsveitinni í
Santa Fe í Argentínu í júní 2001. Það
er gítarleikarinn Arnaldur Arnarson
sem fær það skemmtilega hlutverk
að frumflytja gítarkonsertinn á ís-
lenskri grundu.
Aðspurð segist Karólína ekki hafa
gert mikið af því að semja fyrir gítar
í gegnum tíðina. „Ég hef aðeins sam-
ið eitt einleiksverk fyrir gítar, Hvað-
an kemur lognið, sem Einar Kristján
Einarsson gítarleikari frumflutti fyr-
ir um fjórtán árum auk þess sem ég
hef notað gítar í kammerverki, en
þetta er fyrsti gítarkonsertinn minn.
Mér fellur hins vegar mjög vel að
semja fyrir gítar enda er það ein-
staklega litríkt og fjölhæft hljóð-
færi,“ segir Karólína og bætir við að
gaman sé að setja sig inn í hinar mis-
munandi kröfur og möguleika ólíkra
hljóðfæra.
„Gítarinn er ekki sterkasta hljóð-
færið hvað tónstyrk varðar og því
þarf maður að hafa í huga að vel þarf
að heyrast í einleikshljóðfærinu,“
segir Karólína þegar hún er spurð
hvort gæta þurfi að einhverju sér-
stöku í samspili gítars og hljóm-
sveitar. „Gítarinn er náttúrlega í að-
alhlutverkinu, þannig að stundum er
hljómsveitin bara að elta gítarinn og
styðja hann eins og þarf. En inn á
milli koma hljómsveitarkaflar þar
sem hljómsveitin tekur yfir og fær
meira pláss. En gítarinn spilar mjög
stórt hlutverk í öllum þáttum verks-
ins og þess vegna gerir verkið miklar
kröfur til einleikarans.“
Að sögn Karólínu er konsertinn í
fjórum þáttum og að því leyti hefð-
bundinn hvað formið varðar. „Kafl-
arnir fjórir hafa hins vegar afar ólíkt
svipmót. Það má segja að fyrsti og
fjórði kaflinn séu viðamestu kafl-
arnir. Annar kaflinn er frekar hægur
og ljóðrænn en þriðji kaflinn er
nokkurs konar scherzo. Í svona
löngu verki er auðvitað alltaf að finna
miklar andstæður, þótt maður reyni
að skapa einn hljómheim.“
Innt eftir því hvert hún leiti inn-
blásturs í verkum sínum svarar Kar-
ólína því til að erfitt sé að setja fing-
urinn á það nákvæmlega. „Maður
verður fyrir alla vega áhrifum úr um-
hverfinu, svo sem frá náttúrunni, því
sem maður hefur lesið og sér í öðrum
listgreinum. Ég get aldrei sagt að ég
hafi fengið innblástur úr einhverjum
sérstökum göngutúr eða eitthvað
slíkt. Maður sest bara niður og vinn-
ur sína vinnu, síðan fæðast hug-
myndirnar smátt og smátt í vinnu-
ferlinu.“
Spurð hvort jafn mikið stress fylgi
því að heyra verkið nú og þegar það
var frumflutt á sínum tíma svarar
Karólína neitandi. „Frumflutningur
er alltaf svolítið sérstakur viðburður
því þá fyrst veit maður hvort verkið
„gerir sig“, ef maður getur tekið
þannig til orða. Og auðvitað var mjög
sérstakt að fara yfir hálfan hnöttinn
til Argentínu á sínum tíma,“ segir
Karólína og tekur fram að vissulega
verði spennandi að heyra flutninginn
í kvöld, „enda hefur hver einleikari
og hljómsveitarstjóri sína nálgun“.
Auk gítarkonserts Karólínu eru á
efnisskránni tvö önnur verk, annars
vegar Inngangur að Choros eftir
Heitor Villa-Lobos fyrir hljómsveit
og gítar og hins vegar fimmta sin-
fónía Pjotrs Tsjajkovskíjs. Hljóm-
sveitarstjóri í kvöld er Stefan Sol-
yom og hefjast tónleikarnir að vanda
kl. 19:30.
Morgunblaðið/Sverrir
Karólína Eiríksdóttir tónskáld ásamt Stefan Solyom hljómsveitarstjóra og
Arnaldi Arnarsyni gítarleikara á æfingu í Háskólabíói í gær.
Gítarinn svo litríkt
og fjölhæft hljóðfæri
LEIKHÓPURINN Á Senunni æfir
nú kabarettverkið „Paris at night“,
byggt á ljóðum franska ljóðskálds-
ins Jacques Prévert. Prévert fædd-
ist í Frakklandi árið 1900 og lést
1977. Hann varð ungur meðlimur í
hreyfingu súrrealista sem var leidd
af André Breton og Louis Aragon.
Ljóð Prévert draga almennt dám
af þessari stefnu og einnig þeim
tíðaranda sem einkenndi París
millistríðsáranna. Frelsi, hömlu-
leysi, hverfulleiki ástarinnar og
dýrð hversdagsins má segja að séu
lykilorð þegar lýsa á ljóðum Pré-
vert. Það er þó oft stutt í hið
spaugilega í hversdeginum. Ljóða-
safnið Paroles kom út árið 1945 og
hefur selst í milljónaupplagi um
heim allan og á hundrað ára ártíð
Préverts var safnið formlega sett
inn á lista yfir sígildar franskar
bókmenntir. Paroles hefur komið
út í íslenskri þýðingu Sigurðar
Pálssonar skálds, og ber heitið
Ljóð í mæltu máli.
Sýningin Paris at night mun
fanga þennan tíðaranda með eins
konar kabarettsýningu þar sem
ljóðlestur, söngur, tónlist, frásagn-
ir af skáldinu og kvikmyndabrot
vinna saman að því að skapa Par-
ísarstemningu eins og hún var á
tímabilinu 1920 til 1940. Verkið
verður frumsýnt á litla sviði Borg-
arleikhússins 24. mars.
Leikendur eru Felix Bergsson og
Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Leik-
stjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.
Hljómsveitarstjórn er í höndum
Karls Olgeirssonar og er hann einn
þriggja tónlistarmanna sýning-
arinnar. Elín Edda Árnadóttir er
hönnuður búninga og leikmyndar
og um lýsingu sér Egill Ingibergs-
son. Þá mun Egill ásamt Gideon
Kiers sjá um kvikmyndahluta
verksins en Prévert skrifaði hand-
rit að nokkrum þekktustu kvik-
myndum Frakka.
Morgunblaðið/Sverrir
Leikhópurinn á Senunni æfir nú kabarettverkið „Paris at night“.
Leikhópurinn Á
senunni æfir kabarett
ALÞJÓÐA leikhúsmálastofnunin,
ITI, hefur ákveðið, að tillögu Jap-
ansdeildar ITI, að veita Hauki J.
Gunnarssyni leikstjóra í ár hin jap-
önsku Uchimura-verðlaun. Haukur
hlýtur þau vegna starfa sinna við
að kynna og vinna með japanska
leikhúsmenningu meira en aldar-
fjórðung á Íslandi, Noregi og víð-
ar. Einnig sérstaklega fyrir sýn-
ingu sína á tveimur nútíma
Noh-leikritum eftir Yukio Mis-
hima, „Yoroboshi“ og „Hanjo“,
undir samheitinu Mishima x 2 sem
frumsýnd var í Borgarleikhúsinu í
Þrándheimi í Noregi 2002.
Haukur J. Gunnarsson stundaði
nám í japönsku og japanskri leik-
list og leiklistarhefðum, Noh og
Kabuki, 1969–1972. Var hann
fyrstur Íslendinga til að stunda
nám í Japan. Eftir nám sitt þar
hélt hann til náms í Englandi í
leikstjórn 1972–1975.
Að námi loknu hefur hann starf-
að sem leikstjóri á Íslandi og í
Noregi og verið afar ötull við að
nýta í verkum sínum hinar alda-
fornu leiklistarhefðir Japana.
Hann hefur einnig kennt við
leiklistarskóla í Noregi og á Ís-
landi, þá aðallega japanskar leik-
húshefðir og haldið fyrirlestra
víða. Þá stjórnaði hann mikilli há-
tíð um japanska menningu í
Þrándheimi 2002, svo eitthvað sé
nefnt.
Haukur var leikhússtjóri Sam-
íska þjóðleikhússins í Norður-Nor-
egi þar sem hann gerði athygl-
isverðar tilraunir við að koma
menningararfleifð Sama á svið með
tækni hinnar fornu japönsku leik-
húsarfleifðar. Síðan var hann leik-
hússtjóri Borgarleikhússins í
Tromsö í Noregi, en starfar nú
sem leikstjóri með aðsetur í Nor-
egi.
Uchimura-verðlaunin
Uchimura-verðlaunin eru kennd
við hið kunna japanska leikskáld
og leikhúsfræðimann Naoya Uc-
himura sem helgaði líf sitt að efla
leiklist sem víðast um heim. Til
verðlaunanna var stofnað eftir lát
hans, 1992, af fjölskyldu Uchimura
og er þeim ætlað að viðurkenna
starf leikhúslistamanna fyrir utan
Japan sem hafa fetað í fótspor
Uchimura og byggja á japönskum
leiklistarhefðum. Haukur er fyrsti
Íslendingurinn til að hljóta þessi
verðlaun.
Haukur J. Gunnarsson
hlýtur japönsk verðlaun
Haukur J. Gunnarsson
HJÁ Endurmenntunarstofnun
Háskóla Íslands verður boðið
upp á námskeið um óperuna
Brúðkaup Fígarós í samstarfi við
Vinafélag Íslensku óperunnar.
Námskeiðið hefst 3. mars og er
aðgöngumiði á óperuna hluti af
námskeiðinu.
Óperan Brúðkaup Fígarós eft-
ir Wolfgang Amadeus Mozart
(1756–1791) er stærsta verkefni
Íslensku óperunnar á vormisseri
2004. Hljómsveitarstjóri í upp-
færslu Íslensku óperunnar er
Cristopher Fifield og leikstjóri
Ingólfur Níels Árnason. Með
helstu hlutverk fara Bergþór
Pálsson, Auður Gunnarsdóttir,
Ólafur Kjartan Sigurðarson,
Hulda Björk Garðarsdóttir, Sess-
elja Kristjánsdóttir, Davíð Ólafs-
son, Sigríður Aðalsteinsdóttir og
Snorri Wium. Aðgöngumiði að
sýningu í Óperunni er innifalinn í
námskeiðsgjaldinu.
Kennari er Gunnsteinn Ólafs-
son tónlistarmaður.
Námskeið um Brúðkaup Fígarós