Morgunblaðið - 26.02.2004, Síða 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Nú í ár leggja allar „smáþjóðirnar“svokölluðu fram verk í sam-keppnina um Bókmenntaverð-laun Norðurlandaráðs en það er
ekki árviss viðburður. Færeyingar, Græn-
lendingar og Samar hafa þó rétt til þess að
leggja fram eitt verk á hverju ári til keppn-
innar, ólíkt hinum stærri þjóðum, Svíum,
Dönum, Norðmönnum, Finnum og Íslend-
ingum, sem mega tilnefna tvö verk í hvert
sinn. Smáþjóðirnar fengu réttinn til þátt-
töku árið 1985 en á þessum tveimur áratug-
um hafa Færeyingar sleppt þátttöku þrisv-
ar sinnum, Grænlendingar átta sinnum og
Samar tíu sinnum. Skýringin á því að hinar
vest-norrænu smáþjóðir nýta sér ekki alltaf
réttinn til þátttöku liggur að sjálfsögðu í
smæðinni; í takmarkaðri útgáfu á bók-
menntum frumsömdum á móðurmáli þjóð-
anna þriggja. Þegar litið er til þeirra verka
sem lögð hafa verið fram til samkeppnnnar
af hálfu þessara þjóða kemur í ljós að ljóða-
bækur hafa vinninginn hvað fjölda snertir.
Sérstaklega virðist hin ljóðræna taug sterk
hjá Færeyingum og Sömum, en hjá Græn-
lendingum er skiptingin jöfn á milli sagna
og ljóðabóka. En í ár eru það eingöngu
ljóðabækur sem þessar þrjár þjóðir leggja
fram og Íslendingar – sem allt eins mætti
kalla vest-norræna „smáþjóð“ – leggja fram
eina ljóðabók (Hvar sem ég verð eftir Ingi-
björgu Haraldsdóttur) og eina ljóðræna
skáldsögu (Ýmislegt um risafurur og tím-
ann eftir Jón Kalman Stefánsson).
Náttúran í formi orða
„Á ýmsum tímabilum ævi minnar hef ég
gert tilraunir með það það hvort hægt sé að
umbreyta náttúrunni í orð og á þann hátt
að formgera hana með orðum líkt og með
ljósmyndun.“ Þannig kemst myndlistarmað-
urinn og rithöfundurinn Kristian Olsen aaju
(f. 1942) að orði í upphafi bókar sinnar
Land orðanna sem er framlag Grænlend-
inga til Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs að þessu sinni. Kristian lýsir
tilraunum sínum til þess að fanga náttúruna
í form ljósmynda – fyrst svart-hvítra, síðan
litmynda – og óánægju sinni með útkomuna.
Hann segir síðan frá því að þegar hann las
gamlar veðurlýsingar Aqqaluks, ritstjóra
Grænlandspóstsins, hafi hann skynjað
hvernig hægt er að lýsa náttúrunni í orðum;
tilgerðarlaust, eins og hún kemur fyrir, án
þess að reyna að grafast fyrir um orsakir
eða skýringar. Þessi inngangur, sem kallast
„Orð hins liðna“, er jafnframt fyrsti hluti af
þremur hlutum sem bókin samanstendur af.
Í hinum tveimur hlutunum, sem kallast
„Vinnustofa náttúrunnar“ og „Smá orð-
myndir“, leitast ljóðmælandinn við að orð-
gera náttúruna á eins hlutlægan máta og
honum er mögulegt. Í Vinnustofu náttúr-
unnar (Naturatelier) bera ljóðin enga titla
en hafa dagsetningu og tímasetningu að yf-
irskrift. En þótt náttúrunni sé lýst hlutlægt
fléttar ljóðmælandinn lýsingarnar saman
við eigin tilfinningar, hugleiðingar og vís-
anir í ýmsar áttir (gjarnan í myndlist) sem
lyfta ljóðmálinu upp yfir það hversdagslega.
Í hinum smáu orðmyndum sem fylla síðasta
kaflann eru ekki heldur neinar fyrirsagnir á
ljóðunum og dagsetningum er sleppt, en
ljóðin eru „undirrituð“ með tímasetningu.
Af þeim má sjá að náttúru(orð)myndirnar
eru allar dregnar upp um miðbik dagsins,
þegar sólin er hæst á lofti og náttúran nýt-
ur sín best. Það fer vel á því að lýsa ljóðum
Kristians Olsen aaju sem óði til náttúrunn-
ar, hann hyllir náttúruna í ljóðum sínum,
leitast við að magna henni líf í orðum með
einfaldleikann sem sitt helsta viðmið. Þess
má geta að Land orðanna er gefin er út í
tvítyngdri útgáfu, á grænlensku og dönsku.
Titill hennar á þeim málum er Oqaatsit
Nunaat / Ordenes Land. Og það er í sjálfu
sér listræn upplifun að lesa ljóðin á græn-
lensku (þótt maður skilji ekki orðin), svo
fallegt er þetta tungumál á prenti og les-
andinn stenst jafnvel ekki freistinguna að
reyna að lesa upphátt: „Seqinnertuaann-
arpoq. / Piffissaq maannakkorpiaq qang-
anngortittuarpaa. / Aamma qalipaasi-
vimma …“
Að byggja brýr milli manna …
Höfundurinn sem tilnefndur er til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs af hálfu
Færeyinga er þeim heiðri ekki ókunnur því
hann hefur verið tilnefndur þrisvar sinnum
áður og einnig má nefna að árið 2002 hlaut
hann norrænu leikskáldaverðlaunin. Þetta
er rithöfundurinn Jóanes Nielsen (f. 1953)
sem er nokkurt ólíkindatól og afar
skemmtilegt skáld. Jóanes skrifar innan
allra bókmenntagreina en hefur þó lagt
mesta rækt við ljóðagerðina, „í ljóðmálinu
getur maður flogið hæst“, var haft eftir
honum í blaðaviðtali. En þótt hann vilji
fljúga hátt er það yfirlýstur tilgangur hans
að tengja ljóðlistina við „lífið á grunn-
planinu“ og Jóanes er baráttuglaður og
stéttvís þjóðernissinni. Hann trúir á fær-
eyska fósturjörð og færeyska alþýðu en
valdsmenn og „fræðingar“ fá gjarnan á
baukinn í ljóðum hans. En ljóðlist Jóanesar
á sér líka fleiri víddir; hann yrkir um ást-
ina, náttúruna og tungumálið, um lífið og
dauðann, eilífðina og guð, svo fátt eitt sé
nefnt. Fyrstu ljóðabækur Jóanesar Nielsen
einkenndust af kröftugum pólitískum boð-
skap en þær síðari eru tilvistarlegri og ljóð-
rænni. Ljóðabók Jóanesar sem lögð er fram
að þessu sinni heitir Brúgvar av svongum
orðum (Brýr úr svöngum orðum) og er sjö-
unda ljóðabók hans. Í titlinum má sjá fólgna
löngun skáldsins til að byggja brú á milli
hugsana sinna og lesenda; með sínum
svöngu orðum vonast hann til að ná til lífs-
ins á grunnplaninu. Það ætti að reynast
honum auðvelt því ljóðin eru skemmtileg af-
lestrar og hinn kröftugi stíll hans, þar sem
hið persónulega blandast sífellt hinu póli-
tíska og skilin á milli hins „háa“ og „lága“
eru óljós, getur varla annað en hrifið les-
andann.
Segja má að samíska skáldkonan Inger-
Mari Aikio-Arianaick (f. 1961) þrái einnig
að byggja brýr í sínum skáldskap. Samar
tilnefna ljóðbók hennar Máilmmis dása eða
Úr heiminum og hingað, eins og það út-
leggst á íslensku. Hér er um ljóðabálk að
ræða þar sem sögð er saga af stefnumóti
tveggja ólíkra heima og af hjónabandi sam-
ískrar konu og karlmanns sem er af afrísku
og indversku bergi brotinn. Einnig er ort
um meðgöngu og fæðingu fyrsta barns
þeirra og ekkert dregið undan í tilfinn-
ingasveiflum sem því tengjast. Ljóð Inger-
Mari eru afar persónuleg og einlæg, hún
hlífir engum – allra síst sjálfri sér – í nær-
göngulli greiningu á ástinni milli tveggja
ólíkra manneskja, á ástinni á barninu, á erf-
iðleikunum sem mæta móður í umönnun
fyrsta barnsins og þeim erfiðleikum sem
felast í að takast á við fordóma gegn hinu
framandi, gegn útlendingnum. „Nú fyrst
skil ég / mótþróann / hjá Finnum og Norð-
mönnum / gegn öllu samísku,“ segir í einu
ljóðanna þegar hinn kvenkyns ljóðmælandi
hefur dvalið um stund í framandi landi unn-
usta síns þar sem allt kemur henni
ókunnuglega fyrir sjónir: landslagið og lykt-
in, siðir og venjur, og síðast en ekki síst
maturinn. Ljóðabálkur Inger-Mari er
byggður á hennar eigin reynslu og á bók-
arkápu má sjá brúðkaupsmynd af henni og
eiginmanni hennar (sem er frá Máritíus)
sem og tvær myndir af syni þeirra. Á ann-
arri er drengurinn kappklæddur að leik í
snjó í Samalandi (Sapmi) en á hinni er hann
fáklæddur á sólríkri strönd Paradísareyjar
föður síns. Í þessum persónulega ljóðabálki
sýnir skáldkonan hvernig ástin og þol-
inmæðin yfirvinnur fordóma og andúð gegn
hinu óþekkta – og í bókarlok stendur hún
upprétt og stolt yfir fjölskyldu sinni. Úr
heiminum og hingað er fjórða ljóðabók Ing-
er-Mari Aikio-Arianaick og hún er fimmta
konan sem Samar tilnefna til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Með því hafa
þeir skapað sér þá sérstöðu að vera eina
þjóðin sem tilnefnt hefur fleiri kvenhöfunda
en karlhöfunda til verðlaunanna.
… og brjóta þær niður
Ef segja má að þau Jóanes Nielsen og
Inger Mari Aikio-Arianaick leitist við að
brúa bilið á milli manna í verkum sínum má
halda því fram að í skáldsögu Vibeke Grøn-
feldt (f. 1947) Det nye sé dregin upp hroll-
vekjandi mynd af því hvernig fjölmiðlarnir
geta valdið því að mannleg tengsl rofna. Í
skáldsögunni, sem á íslensku mætti kalla
Nýjasta nýtt, kynnumst við hinni miðaldra
Lis sem er fjölmiðlafíkill fram í fingurgóma.
Öll hennar tilvera snýst um að fylgjast með
fréttum; hún les blöðin, hlustar á útvarpið,
horfir á sjónvarpið og vafrar um verald-
arvefinn. En þetta gerir hún ekki af og til,
eins og við flest, heldur stöðugt frá morgni
til kvölds, og svo niðursokkin er hún í nýj-
ustu fréttir að hún hefur engan tíma fyrir
fjölskyldu eða vini og er satt að segja pirr-
uð yfir þeirri truflun sem aðrir valda á fjöl-
miðlaathygli hennar. Svona sögu væri
kannski nærtækast að segja í formi háðsá-
deilu, satríu, en það gerir Vibeke Grønfeldt
ekki. Þvert á móti dregur hún upp raun-
sæja og skilningsríka mynd af manneskju
sem hefur tapað sér í veröld fjölmiðlanna
og misst sjónar á sinni eigin veröld. Lis trú-
ir því að raunveruleikinn geti ekki á nokk-
urn hátt keppt við það sem fjölmiðlarnir
hafa upp á að bjóða. Og hún lifir sig full-
komlega inn í heim fjölmiðlanna, hún dáist
að fræga og fallega fólkinu og hún þjáist
með fórnarlömbum náttúruhamfara og
glæpa um víða veröld. En hún er sinnulaus
varðandi sína nánustu og tekur varla eftir
því að dóttir hennar er á hraðleið í glötun,
andlát náins vinar virðist ekki snerta hana
að ráði, hún flæmir alla frá sér. Nema
æskuvinkonuna Margréti sem neitar að
sleppa af henni hendinni. Frásögnin er öll í
fyrstu persónu, Lis segir sjálf frá og les-
andinn sogast tilneyddur inn í veröld fjöl-
miðlanna með henni um leið og hann skynj-
ar – það sem hún skynjar ekki sjálf –
ömurleika þeirrar gervitilveru sem hefur
gleypt hana. Þessi 500 blaðsíðna skáldsaga
Vibeke Grønfeldt er svo sannarlega áhrifa-
rík greining á mögulegum fylgikvillum nú-
tímafjölmiðlunar, hrollvekjandi áminning til
lesanda um að gleyma ekki að rækta per-
sónuleg tengsl og njóta hinnar raunveru-
legu tilveru.
Auk Vibeke Grønfeldt tilnefna Danir ljóð-
skáldið Peter Nielsen (f. 1948) fyrir ljóða-
bókina Livet foreslår. Þessir tveir dönsku
höfundar tilheyra sömu kynslóð en virðast
að öðru leyti eiga fátt sameiginlegt. Nær-
tækara væri kannski að tengja Peter Niel-
sen við hinn grænlenska Kristian Olsen
aaju, því líkt og Kristian lýsir Peter sjálfum
sér sem náttúruskáldi og líkt og hann segist
Peter leita einfaldleikans í ljóðtjáningu
sinni. Engu að síður eru ljóð þessara
tveggja höfunda afar ólík – og samanburð-
urinn kannski út í hött. Ljóð Peters Niel-
sens eru í senn frásagnarkenndari og heim-
spekilegri en ljóð hins grænlenska
skáldbróður hans. Á íslensku mætti kannski
kalla ljóðabók Peters Nielsens Lífið leggur
til og eftir sjö mislöng ljóð á fyrstu 17 blað-
síðum tekur við heljarinnar langur bálkur
sem varir til bókarloka og spannar 80 síður.
Bálkurinn kallast „En unfornuftig glæde“
sem kannski mætti þýða sem „Hin kjána-
lega gleði“ og í stuttu máli má segja að þar
leggi ljóðmælandinn af stað í gönguferð út í
náttúruna og hefji langt samtal við sjálfan
sig um það sem fyrir augu ber og það sem
flýgur um hugann. Form þessa langa ljóðs
er því ferðalag, bæði í eiginlegri og óeig-
inlegri merkingu, og ljóðmælandinn veltir
fyrir sér hvað það er sem lífið býður upp á,
hvað lífið leggur til. Og ef hægt er að tala
um niðurstöðu þá er hún sú að lífið leggi
okkur til hin ýmsu tilvistarlegu tilbrigði
(variationer) og litbrigði (pigmenter) nátt-
úrunnar. Það er okkar að njóta og skapa
okkar eigið líf og okkar eigin fagurfræði:
„[…] hið fagurfræðilega býr í okkur sjálfum
og er ekki / sniðug sjálfvirkni; það er sjálfið
/ sem verður að segja af eða á, taka skref
fyrir skref / og veita sjálfu sér fyllingu.“
Kannski mætast þau Peter Nielsen og Vi-
beke Grønfeldt í þessari hugsun; að mann-
eskjan verði að skapa sig og sín viðmið sjálf
en ekki láta matast af (að því er virðist)
sjálfvirkum utanaðkomandi öflum eins og til
að mynda fjölmiðlum. Hvað um það þá
þykja þau bæði tvö með fremstu höfundum
sinnar kynslóðar í dönskum samtímabók-
menntum.
Á morgun mun Dagný Kristjánsdóttir
skrifa um tilnefningar Norðmanna, Svía og
Finna til Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs.
Líf í skauti náttúrunnar –
og í faðmi fjölmiðlanna
Tilkynnt verður á morgun
hver hlýtur Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs
í ár. Soffía Auður Birgis-
dóttir kynnir tilnefningar
Færeyinga, Grænlend-
inga, Sama og Dana.