Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 31
Klassískt nudd, vöðvanudd,
slökunarnudd, andlitslyfting,
varanleg förðun, hárlenging og
hárlengingarnámskeið.
Linnet Jones and Sakina
Laugavegi 101 - S: 551 2042
fyrir
eftir
Hair and Body Art
... að hafa ÞORRABLÓTIÐ eða
ÁRSHÁTÍÐINA svolítið öðruvísi í ár með
því að halda veisluna á einhverjum
óvenjulegum stað.
Upplýsingar í síma 562-7700 • travel-2.isallt að 150 manns
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
LISTASAFN Reykjanesbæjar
geymir þessa dagana verk portú-
galska listamannsins Carlosar Barã-
os, sem síðast sýndi hér á landi í
Saltfisksetrinu í Grindavík árið 2002
og fellur því væntanlega í flokk
hinna sífjölgandi Íslandsvina.
Það er óneitanlega óróleiki í list
Barãos sem einkennist af primitíf-
um, eða frumstæðum, krafti sem
liggur líkt og rauður þráður í gegn-
um sýninguna. Fyrir vikið er líka
sterkur heildarsvipur með myndun-
um 13, sem engu að síður má skipta í
þrjá ólíka flokka. Þannig er einn
flokkurinn byggður upp af riss-
myndum þar sem 4–6 ólíkir mynd-
flekar, sem endurspegla hina mynd-
flokkana tvo, eru látnir um að mynda
hverja verkheild, annar flokkurinn
einkennist hins vegar af láréttum
línuverkum sem einkennast af öllu
meiri kyrrð og friði en önnur verk
Barãosar og loks má svo nefna hin
órólegu hringmynduðu verk á borð
við My team, Upper Circle og Game
Boy og þar er það hrár ljótleikinn
sem hafður er í fyrirrúmi.
Það er óneitanlega viss hraði í
verkum Barãosar sem unnin eru í
brúnum, bleikum, rauðum blágráum
og svörtum litatónum er auka ásamt
tæknilegri nálgun listamannsins á
viðfangsefni sínu á hið primitífa yf-
irbragð. Hér er slett og skafið í mál-
aðan grunn og hraðar pensilstrokur
yfirborðsins. Barnsleg rithönd þar
sem heiti verksins hefur verið skrif-
að með stirðbusalegum hætti í
myndflötinn er þá ekki síður í þess-
um anda.
Ólík nálgun Barãosar á viðfangs-
efni sitt skilar hins vegar misáhrifa-
miklum verkum. Þannig eru verk á
borð við Watch the Game, Run Baby
run, My Team og Watch Me og önn-
ur þau verk þar sem listamaðurinn
einbeitir sér að einu ákveðnu við-
fangsefni mun sterkari en samsettu
og nafnlausu myndflekarnir þrír
sem um margt eru ekki annað en
ófullkomið endurvarp hinna verk-
anna. Í verki nr. 9 má svo dæmi sé
tekið sjá endurtekningu myndanna
Watch the Game, Run Baby run,
How to win og Watch Me, hvert á
sínum flekanum, sem eins konar
hröð, ófullgerð skissa hvers verks
fyrir sig sem hér er stillt upp saman
án þess að augljós tenging nái að
myndast. Fyrir vikið verða viðbrögð
sýningargesta líka eingöngu við
hröðu áreiti ólíkra augnablika í stað
myndefnisins sjálfs sem í myndum á
borð við hina hauskúpulaga My
Team, býr ein og sér yfir nægum æs-
ingi og óróleika til að krefjast fullrar
athygli áhorfandans. Og þó að hin
allt að því kyrralífslegu láréttu
myndbyggingar verka á borð við
Watch the Game og Run Baby run
séu e.t.v. rólegri á að líta nýtur list
Barãosar sín samt sem áður best
undir þeim formmerkjum að hvert
og eitt verkanna fái athygli áhorf-
andans fulla og óskipta.
Grjót og gróður
Það er öllu meiri friður yfir verk-
um Sunnu Bjargar Sigfríðardóttur
sem nú sýnir verk sín í Teitsgalleríi í
Kópavogi, nýjum sýningarstað á höf-
uðborgarsvæðinu sem opnaður var
rétt fyrir jól í verslunarkjarnanum
Engihjalla. Sunna Björg hefur enda
valið sér grjót og gróður úr nátt-
úrunni sem viðfangsefni á þessari
þriðju sýningu sem haldin er í gall-
eríinu, sem hentar ágætlega fyrir
sýningu smærri verka.
Flest verka Sunnu Bjargar á sýn-
ingunni Draumur eru teikningar og
sýnir listakonan sig hafa ágætt vald
á miðlinum og búa verkin mörg hver
yfir bæði dýpt og mýkt sem hentar
myndefninu þar sem einfaldleikinn
er hafður í fyrirrúmi. Þannig velur
Sunna Björg ýmist grjót, sjávarlíf-
verur eða gróður sem myndefni og
beinir athyglinni að einum hlut –
laufblaði, rós eða steini sem strípað
hefðbundnu umhverfi sínu verður
viðkvæmnislegra á að líta. Þessi að-
ferð Sunnu Bjargar nýtur sín einkar
vel í verkum nr. 1 og 3. Í fyrrnefnda
verkinu skilar rúnað form, sléttleiki
og mýkt grjótsins sér vel og í raun
mun betur en í verkum nr. 9 og 11
þar sem formmyndun grjótsins er
endurtekin með öðrum áherslum.
Sami styrkur listakonunnar er aug-
ljós í verki nr. 3, margfaldlega
stækkaðri rós, sem sýnir að hún
hræðist ekki viðfangsefni sitt. Styrk-
ur og ákveðni áðurnefndra verka
nær þó ekki að njóta sín í öllum verk-
um Sunnu Bjargar og er ekki laust
við að visst óöryggi geri vart við sig í
ljósleitari og fíngerðari verkum lista-
konunnar. Þannig er til að mynda
viss stirðleiki yfir teikningunni í
verki nr. 13 svo dæmi sé tekið og eins
er líkt og viss hræðsla við miðilinn
geri vart við sig í verki nr. 11.
Sunna Björg hefur engu að síður í
flestum tilfellum gott vald á teikn-
ingunni sem miðli sínum, þó verk nr.
2 sé skemmtileg vísbending um að
málverkið sé miðill sem henti henni
e.t.v. ekki síður. Verkið, sem er sterk
og ákveðin abstrakt mynd í hárauð-
um lit, sker sig líka fullkomlega frá
öðrum verkum sýningarinnar sem
gefur til kynna að listakonan kunni
að eiga sér aðra og áhugaverða hlið
sem vonandi á eftir að bera meira á í
framtíðinni.
Kyrrð og óróleiki
MYNDLIST
Listasafn Reykjanesbæjar
CARLOS BARÃO
Sýningin stendur til 14. mars.
Hún er opin alla daga frá kl. 13–17.
Teitsgallerí
DRAUMUR
SUNNA BJÖRG SIGFRÍÐARDÓTTIR
Sýningin stendur til 12. mars.
Hún er opin í dag og föstudag frá kl. 18–
20, virka daga í næstu viku frá kl. 14–18
og vikuna þar á eftir frá kl. 18–20.
Anna Sigríður Einarsdóttir
Run Baby run eftir Carlos Barão.
Morgunblaðið/Þorkell
Verk nr. 1 á sýningu Sunnu Bjargar Sigfríðardóttur, Draumur.