Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að sem mér finnst vera jákvæðast í tillögu borg- arinnar eru meginmark- mið hennar og viðfangs- efni að tryggja það að þessi mikla fjárfesting í tónlistarhúsi, ráðstefnu- miðstöð og hóteli á Austurbakka verði til að efla miðborgina með því að tengja hana þeirri byggð sem fyrir er,“ segir Pétur H. Ármannsson arkitekt um fyrirhugaðar framkvæmdir í miðborginni á næstu árum sem sumir hafa kallað mestu framkvæmdir Íslandssögunnar í Reykjavík. „Menn gerðu sér grein fyrir samkvæmt tillögu, sem var afrakstur samkeppni um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss, að umferðarlausn sem gerði ráð fyrir óbreyttri Geirsgötu væri óásættanleg. Margfeldis- áhrif fjárfestingarinnar myndu ekki koma fram nema byggðin í miðbænum yrði sam- felld upp að húsinu.“ Að mati Péturs gengur á hinn bóginn ekki upp að leiða stofnbraut á yfirborði í gegnum miðborgina, a.m.k. með þeim hraðamörkum og útfærslum sem einkenna Geirsgötu í nú- verandi mynd. Varanleg lausn frá báðum sjónarmiðum yrði að setja stofnbrautina í stokk. „En það kostar rúma þrjá milljarða aukalega og ef menn vilja ekki kosta því til, þá verður málamiðlunin að bitna á afkasta- getu stofnbrautarinnar, ekki á framtíðar- möguleikum miðborgarinnar.“ Ef ekki verður ráðist í göng leggur Pétur til að Geirsgata verði fremur gerð að hefð- bundinni miðborgargötu þar sem verulega er hægt á umferð með hraðatefjandi aðgerð- um. Að því gefnu að verslunarhús verði báð- um megin götunnar og neðanjarðarbíla- stæði, mætti hugsa sér að hægt yrði að ganga úr þeim undir götuna og upp í næsta hús. Það fyrirkomulag yrði annars eðlis en opinn undirgangur sem ekki er vaktaður, að mati Péturs. „Á sama tíma má ekki loka fyrir þann möguleika að hægt sé í framtíðinni með e-k tengingu undir eða yfir hafnarmynnið að leggja stofnbraut fram hjá höfninni þegar menn telja sig hafa efni á að fara út í þá framkvæmd.“ Pétur varar við því að gerðar verði málamiðlanir á göngutengslum mið- borgar og Austurbakka til að samrýma ólík sjónarmið. Þá hefur hann efasemdir um þá lausn að Geirsgata verði lögð norður fyrir tónlistar- hús þar sem það slítur miðborgina frá höfn- inni og truflar starfsemi þar. Hann minnir sömuleiðis á að endurskoða þurfi þunga- og olíuflutninga frá Örfirisey í gegnum við- kvæmar íbúðargötur í miðborg og Vest- urbæ og að skoða þurfi gatnaskipulagið með hliðsjón af þeim. Pétur er þeirrar skoðunar að huga þurfi vel að útfærslu á verslunarhúsnæði og það þurfi að vera þannig úr garði gert að það styðji við mannlífið á götunni en „sjúgi það ekki allt inn í sig“. Á hinn bóginn megi vel hugsa sér yfirbyggð almenningsrými í miðbæ, t.d. við Lækjartorg og Laugaveg 77. Hvað varðar framtak einkaaðila og að- komu þeirra að skipulagsmálum nefnir Pét- ur að vestanhafs, t.d. í Kanada, hafi skipu- lagsyfirvöld öðlast mikla reynslu í að semja við einkaaðila um að ná fram sameiginlegum hagsmunum borgarbúa vegna einstakra framkvæmda. Kjörnum fulltrúum beri að standa vörð um ákveðin lykilatriði sem snúi að almenningsrýmum og sameiginlegum hagsmunum í borginni, tryggja þurfi fjöl- breytni og hægt sé að virkja einkaframtakið á jákvæðan hátt í því skyni. Skipulag megi ekki vera of sértækt, það þurfi sveigjanleika í nýtingu á einstökum reitum þótt hinn ytri rammi, lega og útfærsla gatna og hæðir bygginga sé ákveðið af skipulagsyfirvöld- um. Margbreytilegur kostnaður Að sögn Jóns Rögnvaldssonar vegamála- stjóra ræðst kostnaður við að leggja götur í stokk alfarið af aðstæðum í hverju tilviki, t.d. hvort verið sé að grafa götustokk niður í lausamassa, undir sjávarmál eða hvort sprengja þarf fyrir honum. Hvað varðar skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga segir í 20 gr. vegalaga: „Þar sem þjóðvegur liggur um þéttbýli skal við það miðað við gerð vegarins að til vega- gerðarkostnaðar teljist aðeins sá kostnaður sem til fellur vegarins vegna en þann kostn- að sem sérstaklega er tilkominn vegna þétt- býlisins, s.s. við holræsi, færslur á lögnum, hjólreiða- og göngustíga og þvíumlíkt greiði viðkomandi sveitarfélag.“ Að sögn Jóns eru inn á milli ótal grá svæði sem samið er um hverju sinni. Í samskiptum Vegagerðar við Reykjavíkurborg og þétt- býlin í kring hafi verið gerður samningur milli aðila um hvaða verkþáttur tilheyrir hverjum í hvert skipti og reynt að styðjast við vegalög í þeim efnum. Jón segir engar viðræður hafa farið fram milli borgarinnar og Vegagerðarinnar um mögulega kostnaðarskiptingu vegna fram- kvæmda við Geirsgötu. Deila megi um það hver þáttur Vegagerðarinnar yrði í fram- kvæmdinni þar sem gatan fullnægi öllum kröfum sem Vegagerðin gerir til umferðar um hana. Mjög sennilegt sé þó að um sam- vinnuverkefni yrði að ræða. „Þannig að það má kannski segja að ef verið er að setja götu í stokk þá sé það út af kröfum þéttbýlisins fyrst og fremst.“ Jón bendir líka á að ef fjárfestar lýsi sig reiðubúna til að fara í fjárfestingar á skipu- lagssvæðinu geti vel farið svo að breytingar á gatnakerfi falli líka á einkaaðila ef þeir telji að þær séu nauðsynlegar. Áhrif skipulagsbreytinga verði reiknuð með aðstoð líkans Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur segir einu viðunandi lausnina varðandi framtíð Geirsgötu að koma henni fyrir í stokk og að ríki og borg taki á sig þann kostnað sem af hlýst. „Við erum hér að ræða um fjárfestingu upp á 50–100 þúsund milljónir og það eru fá prósent sem þarna um ræðir í aukakostnað miðað við heildarfjárfestinguna. Á móti fá menn miklu betra umhverfi og möguleika, t.d. að vera með íbúðir og aðra starfsemi ótruflaða af gegnumumferð í miðbæjar- stæðinu og e mengun og e Gestur be ferð um Gei 100% prósen uppbygginga einnig þung götuna. „Ég aðskilja umf ferð sem aða þá verið á yfi Gestur se skipulag sé a verði ávallt færi til að vin vinnu. Í því stóra verslun að byggja í mikil áhrif á fræðingar ha að „tæki“ se og segir til u ist að gefnum „Þetta þ skipulagsfræ að skipulags slíkt líkan til Gestur se ari fjárfesti veruleg en þessi áhrif f bæði góð og ir þættir bre stæðum í að ana, fasteig fleira sem æ drifaríkar ák þessu skipul Geirsgatan be Sérf hönnuna telja fle betur ofanjar Pétur spjalli að ei opi geta „ÉG fagna því sérstaklega að eftir langvarandi stöðnun í skipulags- og byggingarmálum miðborgarinnar skuli loksins koma fram skipulagstillögur bæði frá borgaryfirvöldum og áhugasömum aðilum utan borgarkerfisins,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokks, í borg- arstjórn um nýjar skipulagstillögur fyrir mið- borgina. „Ég tel að þessar tillögur opni á marga möguleika til að efla miðborgina hvað varðar verslun, viðskipti og menn- ingu. Það er afar ánægjulegt að sjá að öflugir athafnamenn og fjárfestar hafi áhuga á upp- byggingu þessa svæðis. Það er í raun forsenda þess að verði að framkvæma en anlegt skipulag utan tó og ráðstefnuhúss,“ segi Betri kostur að ta Geirsgötu norður f Vilhjálmur segist var skipulagstillögurnar sjá vera þeirrar skoðunar a sé slæmur kostur að Ge gatan skeri svæðið í sun Sú tillaga sem ýmsir at menn hafi kynnt, þar se gert sé ráð fyrir því að gatan verði í jaðri þessa svæðis meðfram hafnar og tengist núverandi Ge götu norðan Kolaportsi betri lausn. Með þeim h náist betri samfella inn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjá Opnar á marga PÚTÍN OG LÝÐRÆÐIÐ Vladímír Pútín Rússlandsforseti komá óvart í fyrradag, er hann leysti Míkhaíl Kasjanov forsætisráðherra og ríkisstjórn hans frá störfum. Raunar hafði lengi verið vitað að staða Kasjanovs væri ótrygg, en búist var við því að Pútín myndi bíða með að skipta honum út þar til eftir forsetakosningarnar 14. mars. Víst þykir að brottvikning Kasjanovs sé liður í valdabaráttu Pútíns við klíkuna sem myndaðist í kringum forvera hans á forsetastóli, Borís Jeltsín, en forsætis- ráðherrann var síðasti meðlimur hennar sem gegndi enn einu af mikilvægustu embættum landsins. Jeltsínklíkan teng- ist einnig ýmsum af ólígörkunum svo- nefndu, sem komust yfir gríðarleg auð- æfi í skjóli Jeltsíns á síðasta áratug, en Pútín hefur lagt áherslu á að sporna við áhrifum þeirra. Forsetinn er sagður hafa haft horn í síðu Kasjanovs um langt skeið, bæði vegna tengsla hans við Jeltsín og hæga- gangs við framkvæmd efnahagsumbóta. Upp úr sauð svo síðastliðið haust, er Pút- ín og Kasjanov tókust á opinberlega vegna handtöku auðjöfursins Míkhaíls Khodorkovskís, sem sakaður er um skattsvik og fjármálamisferli, en ýmsir töldu hana runna undan rifjum forsetans. Samkvæmt stjórnarskránni var Pútín ekki fært að víkja Kasjanov úr embætti án þess að leysa alla ríkisstjórnina frá störfum og búist er við að flestir ráð- herranna haldi embættum sínum. En brottvikning Kasjanovs er af mörgum jafnframt túlkuð sem viðvörun til ann- arra um að sýna forsetanum fulla holl- ustu. Pútín hefur að mörgu leyti náð ágæt- um árangri í forsetaembættinu, fyrst og fremst í því að tryggja meiri stöðugleika í rússneskum stjórnmálum en forvera hans var unnt. Völd forsetaembættisins hafa verið aukin töluvert í tíð Pútíns og hann styrkti stöðu sína enn í þingkosn- ingunum í desember, þegar stuðnings- menn hans í flokknum Sameinað Rúss- land hlutu nær 40% atkvæða. En ýmsir frjálslyndir umbótaflokkar töpuðu fylgi í kosningunum, og það er áhyggjuefni hversu staða stjórnarandstöðunnar er veik. Lýðræðið hefur ekki enn slitið barns- skónum í Rússlandi. Því stendur meðal annars ógn af uppgangi ólígarkanna, sem komist hafa yfir mikil auðæfi með vafa- sömum hætti og reynt hafa að skapa sér stöðu sem hálfgerðir kóngar í ríki sínu. Pútín hefur gefið þeim skýr skilaboð um að völdin í landinu eigi heima í höndum kjörinna stjórnvalda. Barátta forsetans gegn uppivöðslusemi fjármálafurstanna er nauðsynleg til að viðhalda pólitískum stöðugleika í Rússlandi. En hættan er sú að hann grafi undan lýðræðinu í leiðinni. BUSH VILL ÞRENGJA AÐ FRELSINU George W. Bush Bandaríkjaforsetaer tamt að taka sér orðið frelsi ímunn. Í fyrradag hélt hann engu að síður ræðu, þar sem hann hét því að beita sér fyrir því að stjórnarskrá Bandaríkjanna yrði breytt til að banna hjónaband samkynhneigðra. Gengi slík breyting eftir, yrði þrengt að frelsi og mannréttindum bandarískra þegna. Stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur löngum verið fyrirmynd annarra lýðræð- isríkja, sem viljað hafa vernda frelsi og mannréttindi einstaklingsins. Til þess var hún ekki sízt hugsuð í upphafi og breytingar, sem gerðar hafa verið á henni síðan, hafa haft það að markmiði að efla frelsi og jafnrétti og treysta vernd mannréttinda. Almennt líta Vestur- landabúar svo á að mannréttindaákvæði í stjórnarskrá eigi að vernda réttindi minnihlutahópa. Nú leggur Bush forseti til að í fyrsta sinn verði sett í stjórnar- skrána ákvæði, sem útilokar tiltekinn minnihlutahóp og þrengir að réttindum hans. Bush forseti og fylgismenn hans rétt- læta þessa tillögu með því að „helgi hjónabandsins“ hafi verið í hættu. Þeir vísa m.a. til þess að hæstiréttur Massachusetts-ríkis hefur úrskurðað að bann við hjónaböndum samkynhneigðra brjóti gegn stjórnarskrá ríkisins og að borgarstjórn San Francisco hefur leyft samkynhneigðum að giftast. Staðreynd- in er hins vegar auðvitað sú að ummæli Bush á þriðjudag eru fyrst og fremst pólitískt herbragð, til þess ætluð að treysta stuðning við Bush meðal íhalds- samra kjósenda, sem gjarnan segjast láta hefðbundin, kristin gildi ráða and- stöðu sinni við hjónabönd samkyn- hneigðra. Að undanförnu hefur nokkuð borið á gagnrýni á Bush meðal íhalds- sömustu kjósendanna vegna t.d. fjár- lagahalla, aukinna útgjalda til heilbrigð- ismála og tillagna um frjálslegri innflytjendalöggjöf. Bush og ráðgjafar hans líta svo á að með því að taka harða afstöðu í miklu tilfinningamáli megi þjappa kjarna kjósenda repúblikana um Bush og jafnframt ná atkvæðum af demókrötum. Það rennir stoðum undir þá skoðun að hér sé aðallega um pólitískt bragð að ræða, að ekkert bendir til að einstök ríki Bandaríkjanna ráði ekki við það, ef þeim sýnist svo, að hindra hjónabönd samkyn- hneigðra. Bush forseti vill nú koma í veg fyrir að ríkin fari eigin leiðir í þessu máli, þrátt fyrir að bæði hann og Dick Cheney varaforseti hafi lýst stuðningi við slíka lausn í kosningabaráttunni árið 2000. Það er hins vegar harla langt gengið að vilja breyta sjálfri stjórnarskrá Banda- ríkjanna til að þjóna pólitískum stund- arhagsmunum. Skoðanakannanir sýna vissulega að meirihluti Bandaríkja- manna er andvígur hjónaböndum sam- kynhneigðra – a.m.k. undir því nafni. Í umræðum vestanhafs hefur hins vegar verið bent á að á sínum tíma var meiri- hluti Bandaríkjamanna andvígur hjóna- böndum fólks af ólíkum kynþáttum; taldi þau ósiðleg og grafa undan samfélaginu. Hefði verið siðferðilega rétt á þeim tíma að banna slík hjónabönd í stjórnarskrá Bandaríkjanna? Deilurnar um þetta mál snúast raunar ekki um trúarbrögð, þótt öðru sé gjarnan haldið fram. Þær snúast um virðingu fyr- ir mannréttindum, víðsýni og umburðar- lyndi. Innan kristinna kirkjudeilda í Bandaríkjunum eru ólíkar skoðanir á hjónaböndum samkynhneigðra, rétt eins og innan íslam eru mismunandi skoðanir á jafnrétti kynjanna. Það ber að forðast að alhæfa um að trúarskoðanir ráði af- stöðu fólks til mannréttindamála. Hitt er víst, að enginn þarf að hafa áhyggjur af því að helgi hjónabandsins sé ógnað, þótt samkynhneigðir fái að njóta hennar – og þeirra réttinda, sem fylgja hjónabandi – með gagnkynhneigðum. Það eru önnur öfl, sem grafa undan helgi hjónabandsins en þrá samkynhneigðra elskenda eftir því að samfélagið – og eftir atvikum al- mættið – leggi blessun sína yfir samband þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.