Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 35
ekki nærri því eins mikla hljóð-
ef gatan væri uppi á yfirborði.“
ndir á að hafa beri í huga að um-
irsgötu muni aukast um allt að
nt á næstu 20–30 árum í ljósi
ar á þessum slóðum. Þá fari
gaflutningar frá Örfirisey um
sé ekki að það sé annað hægt en
ferð sem fer þarna í gegn og um-
allega á leið í miðbæinn og gæti
firborðinu.“
egir skipta meginmáli þegar
annars vegar að skipulagsaðilar
á undan þróuninni og fái tæki-
nna nauðsynlega og faglega for-
í sambandi sé vert að benda á
narmiðstöð sem nú sé rætt um
Kvosinni og muni án efa hafa
á byggðina í kring. Skipulags-
afi þannig um áratuga skeið not-
em nefnist reiknilíkan verslunar
um hvernig velta í verslun dreif-
m ákveðnum forsendum.
þykja sjálfsögð vinnubrögð í
æðum og ég er þeirrar skoðunar
syfirvöld í Reykjavík eigi að nota
l að meta væntanleg áhrif.“
gir ljóst að áhrifin af allri þess-
ingu í miðbænum verði mjög
að til séu aðferðir til að meta
fyrirfram. Þessi áhrif geti verið
slæm og þannig muni fjölmarg-
eytast, s.s. eftirspurn eftir bíla-
ðliggjandi hverfum, velta versl-
gnaverð, mengun, umhverfi og
æskilegt sé að meta áður en af-
kvarðanir eru teknar viðvíkjandi
lagi.
„Mér finnst að Reykvíkingar eigi heimt-
ingu á svona vinnubrögðum og að sjónarmið
aðila sem eru á svæðinu fyrir eigi að vega
þungt á vogarskálunum. Ég sakna þess líka
að sjá ekki faglegri skipulagsumræðu um
þetta mikilvæga mál.“
Einka- og opinberir
aðilar víða í samstarfi
„Mér finnst almennt að þessi skipulags-
vinna sé að þokast vel áfram og margt gott
við þessar tillögur. Mér finnst það hins veg-
ar ekki gott að fólk sé að ganga undir fjög-
urra akreina Geirsgötu milli hafnar og mið-
borgar,“ segir dr. Bjarni Reynarsson,
landfræðingur og skipulagsfræðingur, um
nýjar skipulagstillögur fyrir Austurbakka
Reykjavíkurhafnar.
Bjarni starfaði á borgarskipulagi þegar
Geirsgata var lögð á sínum tíma en þá var sú
ákvörðun tekin að taka frá landrými svo
unnt væri að setja brautina í stokk síðar.
„Það þyrfti að skoða þetta enn betur en for-
gangurinn er eftir sem áður að tengja svæð-
in betur saman þannig að maðurinn og
göngurýmið verði í forgrunni og halda út-
sýninu og tryggja að hávaðamengun frá um-
ferðinni verði sem minnst.“
Ókosturinn við að setja Geirsgötu í stokk
eru rampar sem við það myndast og geta
undir ákveðnum kringumstæðum myndað
ljót sár á miðborginni. Bjarni bendir á að víða
erlendis sé gatan lögð mjög knappt ofan í
jörðina og með því móti megi draga úr áhrif-
unum. Versta lausnin væri að mati Bjarna að
leggja Geirsgötu norður fyrir ráðstefnu- og
tónlistarhús „því þá ertu búinn að setja göt-
una á hafnarbakkann sem menn eru að nálg-
ast og þar með loka af alla hafnarstarfsemi.
Þá er allt tal um lifandi höfn til lítils“.
Hvað varðar hugmyndir fjárfesta um
verslunarmiðstöð í Kvosinni og áhrif á versl-
un í miðborginni segir Bjarni mikilvægt að
skoða þær framkvæmdir í samhengi við
breytingartillögur á deiliskipulagi sem gerð-
ar hafi verið á Laugaveginum þar sem mögu-
leiki er á að stækka hús og gera þau hentugri
fyrir nútímaverslunarrekstur. Nauðsynlegt
sé að þetta tvennt haldist í hendur.
Það að fjársterkir aðilar umbylti skipu-
lagi á tilteknum stað þurfi því ekki að vera
neikvætt. Mjög víða á Norðurlöndunum hafi
einkaaðilar unnið með opinberum aðilum við
að byggja upp mannvirki og byggingar sem
sveitarfélög hafi hagnast á. „Við hér á Ís-
landi höfum á hinn bóginn meira og meira
látið skipulags- og stjórnmálamönnum eftir
að skipuleggja en almenningur og atvinnulíf
hafa komið að því í minna mæli. Ég held að
þetta sé að breytast hjá okkur.“
Aukin afkastageta með
minni umferðarhraða
Hrund Skarphéðinsdóttir byggingarverk-
fræðingur segir það ekki endilega réttu
lausnina að leggja Geirsgötu í stokk þótt hún
sjái á sama tíma ekki götuna fyrir sér sem
hraðbraut ofanjarðar. Hrund leggur áherslu
á að hugmyndir skipulagsyfirvalda hafi enn
ekki verið lagðar fram fullmótaðar og for-
vitnilegt verði að sjá hvernig skipulaginu
vindur fram.
„Að mínu mati er nauðsynlegt að hægja á
umferðinni, t.d. niður í 40–50 km hraða því að
þannig verður afkastageta umferðarinnar
meiri heldur en með auknum umferðarhraða
og meira bili á milli bílanna. Þegar hægir á
umferð þá dregur úr hljóðmengun,“ segir
hún.
Hún sér fyrir sér að umferðarljósum verði
komið fyrir við Geirsgötu líkt og gengur og
gerist við breiðgötur erlendis þar sem um-
ferð er stöðvuð með ljósum á meðan gang-
andi er hleypt yfir.
Um aðkomu fjársterkra einkaaðila að
skipulagi í þéttbýli segir Hrund að mikilvægt
sé að borgin setji ákveðinn skipulagsramma
sem einkaaðilar lagi sig síðan að. Hún vilji
alls ekki sjá miðborgina taka mið af bílhverfu
skipulagi líkt og gerst hefur við Smáralind í
Kópavogi.
Jarðgöng
vestur á Granda?
„Mér finnst vera miklu meira í húfi en
menn geta kostnaðarreiknað á núverandi
stigi við að leggja götuna í stokk heldur en
menn sjá fyrir sér í dag,“ segir Sigurður Ein-
arsson arkitekt.
„Ég myndi segja að menn yrðu að setja
einhvern margfeldisstuðul á þessa kostnað-
aráætlun til þess að sjá þetta í raunhæfu ljósi
því það er margt sem ávinnst við að leggja
Geirsgötu í stokk.“
Sigurður tekur dæmi af norður suður
hraðbrautinni í Boston sem lá á römpum
meðfram borginni og gerir að hluta enn í dag.
Þessi framkvæmd hafi á sínum tíma slitið
borgina frá höfninni og nú sé unnið við að
grafa hraðbrautir í jörðu til að endurheimta
þar dýrmætt land.
Sigurður segir að verði sú leið farin að hafa
Geirsgötuna ofanjarðar og hækka eilítið, eins
og gert er ráð fyrir, truflist hin svokallaða
sjónræna tenging miðborgar af umferðar-
mannvirkjum og sé þannig neikvæður um-
hverfisþáttur með tilheyrandi umferðarhá-
vaða.
Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræðingur og
kennari í samgöngutækni og skyldum grein-
um við Háskóla Íslands, telur að aldrei muni
nást sátt um tengingu milli hafnarsvæðis og
miðbæjar nema ef hún verði manngeng á yf-
irborðinu og fallið verði frá því að leggja
hraðbraut ofanjarðar. Geirsgatan muni óhjá-
kvæmilega skera svæðið í sundur miðað við
núverandi tillögur.
„Hvort sem stokkurinn verður fyrir utan
eða undir Geirsgötunni og stingur sér niður
fyrir framan Sjávarútvegshúsið og kemur
upp við Ánanaust, Slippsvæðið eða Hafnar-
búðir, þá er það eina leiðin að virkja samband
milli hafnarsvæðis og miðborgar.“
Þorsteinn telur að sama skapi að litlu
breyti þótt Geirsgata verði lögð norðan tón-
listarhúss. Svo fremi sem hún sé ofanjarðar
verði hún áfram sama hindrunin á milli svæð-
anna.
„En það væri líka í dæminu að gera jarð-
göng undir hafnarmynnið sem kæmu upp
vestur á Granda. Það eru gífurlega margir
möguleikar sem myndu opnast við að fá al-
mennilega tengingu þarna yfir, bæði fyrir at-
vinnusvæðið og íbúabyggð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
etur sett í stokk
fræðingar á sviði
ar- og skipulagsmála
estir að Geirsgötu sé
r borgið í stokk en
rðar. Kristján Geir
sson komst að því í
i við nokkra þeirra
inkaframtakið og
inbert skipulag
a vel farið saman.
ð unnt
nd-
nlistar-
ir hann.
aka
fyrir
rðandi
álfar
að það
eirs-
ndur.
thafna-
em
Geirs-
a
rbakka
eirs-
ns, sé
hætti
an
svæðisins austan miðbakka.
„Ég tel afar mikilvægt að
byggð verði verslunarmiðstöð
á þessu svæði en hún þyrfti
ekki að vera á stærð við
Kringluna eða Smáralind.
Bygging tónlistar- og ráð-
stefnuhúss, hótels, skrifstofu-
húsnæðis og verslunarmið-
stöðvar styður vel hvert við
annað og treystir betur
rekstrarforsendur þeirra sem
munu byggja og reka húsnæði
í miðborginni. Ég tel að versl-
unarmiðstöð á þessu svæði sé
heppilegri en verslanir á jarð-
hæð margra húsa á svæðinu.
Reynslan sýnir að versl-
unarmiðstöðvar í miðborgum
nálægra ríkja hafa bæði
styrkt viðkomandi miðborgir
og haft góð áhrif á verslun í
næsta nágrenni.“ Hann segist
sannfærður um að versl-
unarmiðstöð á þessu svæði í
miðborginni muni styrkja
verslun á Laugavegssvæðinu
og næsta nágrenni.
Við nánari útfærslu á til-
lögum þurfi hins vegar að hafa
gott samráð við hagsmunaaðila
og borgarbúa almennt. „Það
skiptir miklu máli hvernig
skipulagsmál eru meðhöndluð
og hvernig ákvarðanir eru
teknar. Það þarf að gæta að
ýmsu, m.a. umferðarmálum,
umhverfinu og það þarf að
taka tillit til miðborgarinnar
eins og hún er í dag, stöðu
hennar og hlutverks í okkar
samfélagi.“
lfstæðisflokks í borgarstjórn
a möguleika
SKILNAÐIR eru algengari í stærstu
löndunum í kringum okkur en hér á
landi, ef skoðaðar eru hagtölur um gift-
ingar og lögskilnaði á Norðurlöndun-
um á árunum 1990–2002, frá Hagstofu
Íslands. Svo virðist sem íbúar eyja séu
því hamingjusamari í hnappheldunni,
hver svo sem ástæðan kann að vera
fyrir því.
Út frá tölum um hjónaskilnaði má
ætla að Færeyingar séu hamingjusam-
astir Norðurlandabúa í sínum hjóna-
böndum, en meðalskilnaðartíðni þar
var á tímabilinu 1 á hverja 1.000 íbúa
og var meðalfjöldi giftinga 5,1. Næst á
eftir koma Álandseyjar, þar sem 1,8 af
1.000 íbúum skildu að meðaltali og 4,3
gengu í hjónaband.
Ísland kemur fast á hæla Álands-
eyja, tíðni skilnaða hér á landi var á
tímabilinu 1,9. Hlutfallið fór hæst hér á
landi í 2,1 árið 1991 og var lægst árið
1999, eða 1,7. Hæsta gildið hér á landi
er lægra en meðaltíðni skilnaða í Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð
á tímabilinu. Meðaltíðni giftinga hér
var 5,2, fór hæst í 6,3 árið 2000, en
lægst í 4,5 árið 1990.
Skilnaðartíðnin er aftur á móti
mest í Finnlandi, þar sem hún mæld-
ist 2,6 að meðaltali. Giftingartíðni í
Finnlandi er í lægri kantinum í þess-
um samanburði, eða 4,8. Lægst er
giftingatíðnin í Svíþjóð, þar sem 4 af
hverjum 1.000 íbúum gengu í hjóna-
band að meðaltali. Tíðni þess að fólk
láti pússa sig saman er hæst í Dan-
mörku, eða 6,6 fyrir hverja 1.000 íbúa
og er skilnaðartíðnin næstmest þar.
Þar skildu 2,6 íbúar á hverja 1.000 á
tímabilinu. Skilnaðartíðnin í Svíþjóð
var 2,4 á tímabilinu og í Noregi 2,3.
' -./- 0* 01$
!!
Skilnaðartíðni hér
í lægri kantinum
Færeyingar eru hamingjusamastir
Norðurlandaþjóða í hnappheldunni
SVALA Thorlacius hæstarétt-
arlögmaður segir engan vafa leika á
því að skilnuðum hafi farið fjölgandi
síðustu ár. Hún segir færast í aukana
að ungt fólk sæki um skilnað og telur
hún að mikill skuldaklafi sé vaxandi
þáttur í fjölgun skilnaða.
„Ég hef verið í lögmannsstarfi síð-
an árið 1976 og mér finnst ég sjá
marktækar breytingar á afstöðu fólks
til skilnaðar. Hjónaskilnaður eða slit
á óvígðri sambúð er mun algengari en
áður meðal yngra fólks. Mér finnst
fólk líka taka mun léttar á þessu en
áður og þá á ég við að minna þurfi til
að fólk ákveði að skilja. Áður reyndi
fólk, vegna ungra barna, að halda
hjónabandinu gangandi, en nú virðist
sem fólk ákveði skilnað jafnvel þótt
það eigi mörg ung börn,“ segir Svala.
Hún segir að oftast séu margar
samverkandi ástæður fyrir skilnaði,
t.d. ofneysla áfengis og framhjáhald
auk fjárhagsvandræða. Það síðast-
nefnda eigi sívaxandi þátt í upplausn
fjölskyldna og oft megi rekja rót ann-
arra vandamála til erfiðleika í fjár-
málum. „Oft er maður hreinlega gátt-
aður á því hvað ungt fólk er skuldum
vafið. Það hefur fjárfest í húsnæði,
innbúi og bílum, stundum allt á lán-
um. Það er ekki lítið álag fyrir ungar
manneskjur með mikla vinnu og lítil
börn að fá í sífellu gluggaumslög í
póstkassann,“ segir Svala.
„Mín skoðun er sú að brýna nauð-
syn beri til að taka upp í grunn-
skólum leiðbeiningar um fjármál
heimila. Slíkt gæti áreiðanlega orðið
til góðs og komið í veg fyrir þann
fjárhagsvanda sem eyðileggur mörg
íslensk heimili í dag,“ segir Svala.
Aðspurð segist hún telja að hjóna-
bandið sé einnig að styttast. „Það er
mín tilfinning að fólk vinni kannski
ekki jafn mikið í hjónabandinu og áð-
ur. Fólk fer til hjúskaparráðgjafa,
það getur oft bjargað málunum, en
manni finnst það oft sorglegt þegar
fjölskyldur með mörg lítil börn leys-
ast upp,“ segir Svala.
Hún telur að breytt staða kon-
unnar eigi sinn þátt í því að skiln-
aðartíðni hafi aukist, þar sem konur
voru áður fyrr gjarnan háðar fram-
færslu eiginmannsins, sem er sjald-
gæfara í dag. „Þær höfðu minni
menntun og minni starfsreynslu og
hreinlega treystu sér ekki út á vinnu-
markaðinn. Þó þær væru kannski í
óhamingjusömu hjónabandi urðu
þær að sætta sig við það.“
Skuldaklafi megin-
orsök skilnaða