Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.02.2004, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á stþór Magnússon, sem lýst hefur því yfir að hann hyggist bjóða sig fram í for- setakosningum í sumar, ræddi í Kastljósinu á sunnudag um þær hugmyndir sínar að á Íslandi rísi „stjórnstöð alþjóðlegs friðargæsluliðs er geri einstökum þjóðum mögulegt að leggja niður heri sína og gera varnarsamninga við hið al- þjóðlega friðargæslulið“ (sbr. vefsíðu sem hann heldur úti, www.forsetakosningar.net). Ástþór lýsti m.a. þeirri skoðun að óheppilegt væri að stjórnstöð friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna væri staðsett í Banda- ríkjunum og virtist af orðum hans mega ráða að hugmyndir hans geri ekki ráð fyrir því að settar verði á lagg- irnar nýjar al- þjóðlegar friðar- gæslusveitir, heldur einfaldlega að SÞ flytji þessa tilteknu starfsemi sína til Íslands. Í þessu sambandi má nefna að við ofurlitla eftirgrennslan mína kom í ljós að í árslok 2003 voru tæplega 46 þúsund frið- argæsluliðar við störf á vegum SÞ víðs vegar í heiminum. Starfs- fólk stjórnstöðvar friðargæslu- deildar SÞ (Department of Peacekeeping Operations) í New York er að vísu talið í tugum, ekki hundruðum eða þúsundum, en það sinnir hins vegar því mik- ilvæga verkefni að halda utan um starfsemi friðargæslusveitanna, huga að stefnumótun og halda uppi tengslum við bæði örygg- isráð SÞ og allsherjarþing sam- takanna. Á fjárhagsárinu 1. júlí 2003 – 30. júní 2004 hefur friðargæslu- deild SÞ til umráða um það bil 2,81 milljarð Bandaríkjadala, tæplega 200 milljarða ísl. króna, og það má því með sanni segja að eftir nokkru væri að slægjast fyr- ir Íslendinga; sannarlega myndu skapast störf hér á landi við þennan flutning sem ættu að vega upp á móti brottför Banda- ríkjahers frá Keflavík. En hér kemur spurning mín til Ástþórs Magnússonar: Hefur hann eitthvað rætt þessar metn- aðarfullu hugmyndir sínar við Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, eða Jean-Marie Guéhenno, aðstoðarframkvæmdastjóra SÞ og yfirmann friðargæsludeildar SÞ? Er hann hugsanlega þegar búinn að ná samningum við þessa mætu menn, að ekki sé talað um aðildarríki öryggisráðsins sem væntanlega þyrftu að leggja blessun sína yfir þennan flutn- ing? Ég leyfi mér að efast um að svo sé. Sjálfur fylgist ég eins og kost- ur er með starfsemi SÞ í New York og því miður hef ég bara ekki orðið var við að þessi hug- mynd sé til umræðu þar (svo!). Mikill er máttur Ástþórs Magnússonar ef hann heldur að hann geti einhliða ákveðið að flytja starfsemi höfuðstöðva frið- argæslusveita SÞ til Íslands! Rétt er að rifja upp að þegar Ástþór bauð sig fram í forseta- kosningunum 1996 höfðu sam- tökin Friður 2000 verið áberandi um nokkurt skeið. Samtökin flugu til dæmis með gjafir til stríðshrjáðra landa og einhverju sinni tók Ástþór sig til, klæddi sig í jólasveinabúning og færði írösk- um börnum síðan gjafir. Erfitt er hins vegar að greina að samtökin hafi haldið úti nokk- urri starfsemi af þessari tegund undanfarin ár og það er auðvitað miður. Ástþór notaði þó tækifær- ið nýverið og klæddist aftur í jólasveinabúninginn, mætti svo þannig í réttarsal, eins og frægt er orðið. Hann kom að mínu mati ekki fram sem boðberi friðar við það tækifæri, raunar lét hann býsna ófriðlega. Það er einmitt athyglisverð þversögn fólgin í því að frið- arpostulinn sjálfur skuli aldrei geta verið til friðs. Eins og fram hefur komið held- ur Ástþór nú úti vefnum www.forsetakosningar.net og þar kennir sannarlega ýmissa grasa. Mesta athygli mína vöktu þó „linkar“ á ýmsar aðrar vefsíður sem virðast í eigu Friðar 2000. Þar má nefna www.officepor- tal.net, www.peacetrust.net, www.netkall.com, www.telelot- .com, www.islandus.com, www.peacecall.org, www.pea- cegram.org, www.birthdaylot- tery.org, www.earthchild.us, www.peace2000.org, www.pea- cetv.net og www.althing.org. Flestar þessara síðna virðast tengjast fjáröflun ýmiss konar, að því er ég fæ best séð; sbr. t.d. www.birthdaylottery.org sem virðist vera eins konar netrekið lottó. Ekki er að sjá að það teng- ist fjáröflun fyrir Manchester United eða Wolves (Ástþór hefur sagt að hann reki nú ráðgjaf- arfyrirtæki sem sérhæfir sig í „notkun tækni til fjáröflunar yfir Internetið og notkun kreditkorta á Netinu fyrir nokkur af stærstu líknar- og fótboltafélögum Bret- lands“), raunar er eftirfarandi klausu að finna í neðanmálinu: „Hafi menn ekki leyst út vinninga sína innan sex mánaða verða þeir fluttir á reikning Friðar 2000.“ (Á ensku: „Any unclaimed prizes or prize cheques not banked after 6 months, will be transferred to the Peace 2000 Institute.“) Mesta athygli mína vakti vef- síðan www.flightwatch.net. Þar er fyrirsögnin: „Are you booked on a doomed flight?“ sem mætti þýða svona: „Ert þú bókaður í flug yfir móðuna miklu?“ Á eftir fylgir texti sem ég held að forsvarsmenn Atlanta ættu að kynna sér (og raunar einnig Flugleiða) en þar er m.a. varað við því að menn fljúgi með flug- félögum er nota sér þjónustu Atl- anta (Atlanta flýgur víða undir fánum annarra flugfélaga, skaff- ar hins vegar flugvélina og áhöfn hennar). Fram kemur neðst á síðunni að aðstandendur hennar hafi leitað eftir lögfræðiáliti vegna þeirra sjónarmiða sem þar eru sett fram. „Þetta eru skoðanir Friðar 2000 og þeirra lögmanna sem við höfum ráðfært okkur við. Við ráð- leggjum yður að ráðfæra yður einnig við lögmenn,“ segir þar. Friðlaust framboð Mikill er máttur Ástþórs Magnússonar ef hann heldur að hann geti einhliða ákveðið að flytja starfsemi höfuðstöðva friðargæslusveita SÞ til Íslands! VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞESSA viku hafa þingmenn Samfylkingarinnar heimsótt Land- spítala – háskólasjúkrahús til að kynna sér stöðu mála þar og heyra í starfs- fólkinu og þeim sem njóta þar þjónustu. Samfylkingin gengst nú fyrir heildar- stefnumótun í heil- brigðismálum með það að markmiði að tryggja Íslendingum heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða, auka skilvirkni og bæta þjónustu. Heim- sóknir okkar á sjúkrahúsið eru mjög mikilvægar fyrir þessa vinnu. Þannig kynnast þingmennirnir betur starfi, aðstöðu og viðhorfi fólksins í heilbrigðisþjónustunni. Eins og menn þekkja hafa þær sparnaðar- og aðhaldsaðgerðir, sem stjórnendur Landspítala hafa kynnt, komið illa við marga. Þær koma í kjölfar þess að fjárþörf spítalans er ekki mætt, þannig að ekki er unnt að veita óbreytta þjónustu miðað við síðasta ár. Þar vantar 1.400 milljónir króna upp á. Þetta bitnar á um 550 starfs- mönnum, sem ýmist þurfa að finna sér annað starf eða taka á sig launaskerðingu. Samdrátturinn bitnar á minni máttar Allt það umrót sem þessar sparn- aðaraðgerðir hafa í för með sér bitnar ekki síst á sjúklingum, sem munu fá skerta þjónustu eða jafn- vel enga ef ekki rætist úr. Sér- staklega geri ég hér að umtalsefni þá sem hafa notið þjónustu end- urhæfingarinnar í Kópavogi, sem áformað er að leggja niður. Þjónustan þar er mjög sértæk við mjög fatlaða einstaklinga sem eru sannarlega minni máttar. Þeir eru fjölfatlaðir, geta lítið hreyft sig og tjáð sig með orðum. Því er hreyf- ingin óskaplega mik- ilvæg fyrir líðan þeirra og lífsgæði. Starfsfólkið þarna býr yfir ómetanlegri sér- þekkingu, sem mikil verðmæti eru fólgin í. Búið er að segja upp starfsfólki á deildinni og eru lyk- ilmenn jafnvel á för- um annað. Mikilvægt og dýrmætt atgervi er að tapast út af stofn- uninni frá því fólki sem þarfnast þjónustu. Þetta er mjög alvarleg staða fyrir þá fjölfötluðu ein- staklinga sem þarna fá þjónustu sem ekki fæst annars staðar. Starfsmönnum var sagt upp áður en farið var að huga að þjónustu fyrir þetta fólk sem er algjörlega ófært um að berjast fyrir rétti sín- um. Þetta eru mjög gagnrýnisverð vinnubrögð. Ráðherra hefur sett nefnd í málið eftir utanaðkomandi þrýsting. Hún verður að vinna hratt ef þjónusta við þessa sjúk- linga á ekki að fara forgörðum. Krabbameinsendurhæfingin virðist einnig vera í uppnámi ef marka má fréttir og hafa krabba- meinssjúklingar sem þar hafa not- ið þjónustu lýst því yfir að það væri alvarlegt slys ef hún legðist af í núverandi mynd. Slíkur stuðn- ingur er þjónusta við sjúklingana og aðstandendur þeirra og vísa ég hér í viðtal við Ómar Jóhannesson í DV mánudaginn 16. febrúar sl. Eftir að hafa heimsótt endurhæf- ingu Landspítala á Grensási, sem býr við ótrúleg þrengsli í þjálf- uninni, er ekki að sjá að hún geti tekið við endurhæfingu krabba- meinssjúkra, eins og áformað er, nema með ærnum tilkostnaði. Samfylkingin vill breytt vinnubrögð Dæmin hér að ofan sýna að stjórn- völd axla ekki þá ábyrgð sem þeim er falin. Ábyrgðinni er varpað yfir á embættismenn í heilbrigðiskerf- inu. Þegar ákveðið er að draga úr þjónustu eru þær ákvarðanir ekki undirbúnar. Þetta eru skyndi- ákvarðanir án forgangsröðunar. Þær bitna því á þeim sem síst skyldi. Telja menn það forsvar- anlegt að samdráttur í þjónustu bitni á þeim sjúklingum sem dæmi eru tekin af hér að ofan? Það telj- um við ekki. Þau mál eru nú sem betur fer í ákveðnum farvegi vegna þess að fulltrúar Samfylk- ingarinnar hófu afskipti af málinu. Svona vinnubrögð eru ólíðandi. Við viljum bætt vinnubrögð í heil- brigðisþjónustunni. Stjórnvöld hafa veigrað sé við því að móta skýra stefnu í málaflokknum. Í þeirri vinnu er Samfylkingin nú. Áhugafólk er hvatt til að kynna sér þetta starf á vefnum www.samfylking.is. Þar er einnig hægt að skrá sig og taka þátt í framtíðarstefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Samfylkingin hlustar á Landspítala Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um heilbrigðisþjónustuna ’Stjórnvöld hafa veigr-að sér við því að móta skýra stefnu í mála- flokknum. Í þeirri vinnu er Samfylkingin nú. ‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður. GRUNDVALLARATRIÐI til þess að byggja upp markvissa heil- brigðisþjónustu er að taka á skipu- lagsvandanum. Það þarf að skilgreina þjónustuþörf og kostn- aðargreina einstaka þætti innan heilbrigð- isþjónustunnar, auk þess sem veita á þjón- ustuna þar sem hún er hagkvæmust og setja reglur um hámarksbið eftir aðgerð. Aldrei má missa sjónar á því meginmarkmiði að all- ir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónust- unni óháð efnahag. Þannig fær fólkið skilvirka og góða þjónustu, sem jafnframt er hag- kvæmust fyrir skattgreiðendur. Ljóst er að fjármunir fara for- görðum í heilbrigðisþjónustunni vegna stefnuleysis stjórnvalda. Samfylkingin hefur sett heilbrigð- ismálin í forgang, en markvisst og skipulega er nú unnið að mótun heilbrigðisstefnu innan flokksins. Einn liður í því er heimsókn allra þingmanna flokksins þessa vikuna á allar deildir og þjónustustöðvar á vegum Landsspítala – háskóla- sjúkrahúss. Heilsugæslan og bráðaþjónustan Margt hefur borið á góma í þessum heimsóknum og þar er augljós sá skipulagsvandi sem heilbrigð- iskerfið býr við. Af mörgu er að taka en hér skulu aðeins tekin fáein dæmi. Áætlað er að tuttugu þúsund manns í Reykjavík séu án heim- ilislæknis. Uppbygging þessarar grunnþjónustu á Reykjavíkursvæð- inu hefur ekki verið í neinu sam- ræmi við fólksfjölgun og orðið til þess að gera heilbrigð- isþjónustuna miklu dýrari en ella. Það birt- ist m.a. í því að af 66 þúsund komum á slysa- og bráðamóttöku Landspítala – háskóla- sjúkrahús á sl. ári hefði verið hægt að sinna um 13 þúsund þeirra eða um 20% með viðunandi hætti hjá heim- ilislækni, sem er marg- falt ódýrara. Stjórn- völd bera ábyrgð á að fólk þarf að leita í dýr- ari þjónustu en ella, sem er kostn- aðarmeira bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hægt að spara mikla fjármuni Sami skipulagsvandinn er í mál- efnum aldraðra. Þar má spara án þess að það komi niður á þjónustu við aldraða. Þvert á móti má bæta hana með ódýrara og breyttu skipu- lagi. Á annað hundrað aldraðir sem dvelja nú á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi bíða eftir hjúkr- unarrýmum. Mismunurinn á kostn- aði við dvöl aldraðra, annars vegar á sjúkrahúsinu og hins vegar í hjúkr- unarrými, er nálægt 10 þúsund krónum á dag. Þannig mætti spara um 300 milljónir á ári ef til væru hjúkrunarrými fyrir aldraða sem nú dvelja á sjúkrahúsunum í Reykjavík og bíða þar eftir plássi á hjúkr- unarheimilum. Byggjum upp heimahjúkrun og heimaþjónustu Með meiri og samþættari heima- hjúkrun og heimaþjónustu sem skipulögð væri á kvöldin og um helgar má líka fækka í hópi þeirra 400–500 aldraðra sem bíða eftir hjúkrunarrýmum í Reykjavík og á Reykjanesi. Með því væri öldruðum gert kleift að búa sem lengst í heimahúsum. Fjárfesting í heima- hjúkrun og heimaþjónustu og sam- þætting þjónustunnar er því sparn- aður. Það er þó engu líkara en stjórnvöld hafi engan skilning á þessu og reyni fremur að brjóta þá þjónustu niður en byggja upp með því að standa í langvarandi deilum við starfsfólk heimahjúkrunar. Þessi störf eru mikils metin hjá þeim fjölda aldraðra sem þeirra njóta, en stórlega vanmetin af stjórnvöldum, enda stefnir í að tugir starfsmanna heimahjúkrunar í Reykjavík leggi niður störf um nk. mánaðamót. Þá mun skapast neyð- arástand hjá mörgum öldruðum og öryrkjum. Stjórnvöld ættu fremur að snúa sér að því að gera þessi störf eftirsóknarverð en að standa í sífelldum deilum við illa launað starfsfólk heimahjúkrunar. Skipulagsvandi í íslenska heilbrigðiskerfinu Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um heilbrigðiskerfið ’Ljóst er að fjármunirfara forgörðum í heil- brigðisþjónustunni vegna stefnuleysis stjórnvalda.‘ Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.