Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 41
MJÖG mikið hefur breyst í há-
skólasamfélaginu síðustu ár. Áhugi
fyrir margvíslegu háskólanámi hefur
aukist verulega og nýir
háskólar hafa bæst við.
Fyrir rúmum 20 árum
voru 3.500 nemendur í
Háskóla Íslands en nú
eru þeir um 9.000. Þar
af eru 1.200 manns í
meistaranámi.
Nýir skólar eins og
Listaháskólinn, Há-
skólinn í Reykjavík og
Viðskiptaháskólinn á
Bifröst hafa blómstrað.
Háskólinn á Akureyri,
Tækniháskólinn og
Kennaraháskólinn hafa
einnig vaxið mikið.
Hinum mikla áhuga á háskólanámi
má líkja við það að fyrsta há-
skólagráða, BA- eða BS-próf, sé
sambærileg stúdentsprófi fyrir 20
árum og landsprófi fyrir 40 árum.
Við verðum að mæta þessum áhuga
ungs fólks fyrir aukinni menntun.
Tryggja þarf fjölbreytni
í háskólasamfélaginu
Háskóli Íslands er flaggskip ís-
lenskra háskóla og þar hefur margt
breyst en meira þarf til. Skólinn hef-
ur stækkað svo mikið að hann verður
að laga sig að breyttum aðstæðum.
Stjórnkerfi Háskólans er orðið þung-
lamalegt og ekki í takt við breytta
tíma. Viðskipta- og hagfræðideild er
t.d. orðin jafnstór og Háskóli Íslands
var allur fyrir rúmum 30 árum.
Háskólastarf á Íslandi á að vera
fjölbreytt og einkennast af sveigj-
anleika og aðlögunarhæfni. Háskólar
eru með elstu stofnunum mannsins
og í sérhverri þjóð býr mikil þekking
á háskólastarfi. Þjóðir laga skipulag
háskóla að eigin aðstæðum. Háskólar
eru svo gamlir að allar hugmyndir
um skipulag og form hafa verið
ræddar innan þeirra.
Í Bandaríkjunum þar sem há-
skólastarf og vísindi standa í mestum
blóma í heiminum eru allar tegundir
af háskólum, allt frá ríkis- eða fylk-
isháskólum til hreinræktaðra einka-
skóla og allt þar á milli. Það er ekk-
ert eitt líkan til fyrir háskóla.
Meginmálið er að leyfa fjölbreytn-
inni að ráða ferðinni. Frelsi háskóla
til að skipuleggja sig og frjálst val
nemenda tryggir frelsi vísindanna.
Viðskipta- og hagfræðideild fagnar
öðrum skólum á háskólastigi sem
kenna viðskiptafræði og sú sam-
keppni hefur gert öllum gott.
Sjálfseignarstofnanir
í Háskóla Íslands
Hinar ellefu deildir Háskóla Íslands
eru grunneiningar hans. Til að
tryggja sveigjanleika og samkeppn-
ishæfi þarf löggjöf að heimila að
deildir Háskóla Íslands geti orðið
sjálfstæðar sjálfseignarstofnanir
undir regnhlíf Háskóla Íslands.
Form sjálfseignarstofnunar hentar
vel í háskólastarfi. Þetta á þó að vera
valkvætt þannig að þær deildir sem
ekki vilja slíkt gætu eftir sem áður
búið við núverandi skipulag. Þær há-
skóladeildir sem vilja meira sjálf-
stæði og taka yfir fleiri verkefni til
hagsbóta fyrir nem-
endur, kennara og
fræðasviðið verða að fá
tækifæri til þess.
Skólagjöld í
meistaranámi
Skynsamlegt er að
heimila deildum Há-
skóla Íslands að taka
skólagjöld í meist-
aranámi eins og Við-
skipta- og hag-
fræðideild hefur óskað
eftir. Meistaranám er
leið að annarri há-
skólagráðu og því er eðlismunur á
slíku námi og grunnámi. Rétt er að
hafa í huga að skólagjöld eru láns-
hæf í Lánasjóði íslenskra náms-
manna.
Það er ekki hægt að líta á það sem
hlutverk almannavaldsins að kosta af
skattfé að fullu nám til annarrar há-
skólagráðu. Allt öðru máli gegnir um
fyrstu háskólagráðuna en vel er
hægt að sjá það fyrir sér að al-
mannavaldið kosti það nám að mestu
leyti af almannafé alveg eins og gert
er um nám í grunn- og framhalds-
skólum. Mikilvægt er að átta sig á
því að einn mánuður í leikskóla, sem
er fyrsta skólastigið, kostar jafn-
mikið og eitt ár í Háskóla Íslands.
Aðrir háskólar eiga
að fá rannsóknafé
Nú eru vísindi orðin miklu stærri at-
vinnuvegur en áður. Vísindi eru hluti
af skapandi hugsun en skapandi
hugsun er einnig aðalsmerki lista. Til
skapandi atvinnugreina telst orðið
um þriðjungur af störfum í Banda-
ríkjunum og þetta er þróun sem við
eigum að fylgja af fullum krafti.
Blómlegt starf Listaháskóla Ís-
lands er dæmi um þetta en hann er
sjálfseignarstofnun á háskólastigi og
vegnar vel. Nú starfa tugir ein-
staklinga í ReykjavíkurAkademíunni
sem vinna að rannsóknum af marg-
víslegum toga. Þetta var ekki veru-
leikinn fyrir 10 árum.
Við eigum að styrkja rannsóknir,
m.a. í nýju háskólunum. Þeir verða
að fá betri aðkomu að rannsóknafé
og það verður að stórauka framlög í
samkeppnissjóði. Hugmyndin um að
vísindamenn keppi um rannsóknafé
er að mörgu leyti góð en hún er
marklaus nema fé til sjóðanna sé
aukið verulega.
Háskóli Íslands hefur
skyldur sem þjóðskóli
Háskólinn notar líkan til að endur-
útdeila fé milli deilda Háskólans,
svokallað deililíkan. Þessa aðferð á
að leggja af og deildir eiga að fá það
fé sem ríkisvaldið veitir til þeirra
beint.
Háskóli Íslands hefur skyldum að
gegna sem þjóðskóli og fjárveit-
ingavaldið á að koma til móts við
þær skyldur með því að fjármagna
sérstaklega vísindagreinar sem til-
heyra þjóðerni okkar í meira mæli
en aðrar. Þannig á að fjármagna
bókmenntafræði- og málvísindaskor,
íslenskuskor, sagnfræðiskor, jarð- og
landfræðiskor og guðfræðideild sér-
staklega á fjárlögum en ekki af al-
mennu rekstrarfé Háskóla Íslands.
Þessar vísindagreinar eru svo stór
þáttur af þjóðararfi okkar að þær á
að taka út fyrir sviga í fjármögnun.
Háskóli Íslands á að vera regn-
hlíf fyrir alla háskóla hérlendis
Vitanlega byggjum við ekki upp
marga rannsóknaháskóla en það er
hægt að tengja skólana betur saman.
Háskóli Íslands á að vera regnhlíf-
arsamtök fyrir alla háskóla á Íslandi.
Sumir háskólar leggja áherslu á
rannsóknir og framhaldsnám, aðrir á
starfstengda menntun og enn aðrir á
listsköpun og atvinnutengd fræði
eins og landbúnaðarháskólarnir. Allir
skólarnir ættu að vera aðilar að slík-
um regnhlífarsamtökum. Undir
þeirri regnhlíf geta verið skólar með
fjölbreytt rekstrarform, sumir geta
keppt innbyrðis en aðrir unnið sam-
an. Slíkar regnhlífar eru algengar
erlendis.
Regnhlífin Háskóli Íslands myndi
vinna að því að auka vægi íslensks
háskólaprófs erlendis, starfa að
gæðamálum, efla nemendaskipti,
styðja við góða nemendur í námi og
koma rannsóknum á framfæri hér-
lendis og erlendis.
Samkeppni er góð, einnig meðal
háskóla, enda hefur Háskóli Íslands
keppt við erlenda skóla í tæpa öld.
Samvinna fyrir 300.000 manna þjóð
er þó einnig lífsnauðsynleg og slík
samvinna á háskólastiginu er öllum
til framdráttar, ekki hvað síst nem-
endum, kennurum og stjórnvöldum.
Aukin menntun er eins
og útfærsla landhelginnar
Enn vantar fé til háskólastigsins til
að við stöndum jafnfætis næstu þjóð-
um. Við eigum að setja okkur töluleg
markmið í þeim efnum samhliða því
að auka sjálfstæði deilda Háskólans
og veita öðrum skólum á háskólastigi
góðan aðgang að rannsóknafé.
Sókn í menntamálum má líkja við
útfærslu landhelginnar á síðustu öld.
Aukin menntun er hin nýja landhelgi
okkar og við stöndumst ekki í heimi
framtíðarinnar nema við höfum að-
gang að vel menntuðu fólki alveg
eins og við hefðum ekki getað byggt
upp okkar góða samfélag nemaöðlast
full yfirráð yfir auðlindum hafsins.
Stefna í málefnum háskóla
Ágúst Einarsson
skrifar um háskóla ’Enn vantar fé til háskólastigsins til að
við stöndum jafnfætis
næstu þjóðum.‘
Ágúst Einarsson
Höfundur er prófessor í Háskóla
Íslands og deildarforseti viðskipta-
og hagfræðideildar.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 41
FYRIR Alþingi Íslendinga liggja
nú ekki færri en þrjár þingsályktun-
artillögur um meðferð áfengis- og
vímuefnasjúklinga og
með tillögu sem lögð
var fyrir þingið fyrir
um 2 árum hafa alþing-
ismenn úr öllum flokk-
um staðið að álykt-
unum um þessi mál á
stuttum tíma. Grein-
argerðirnar með þess-
um tillögum og umræð-
an sem fram fór á
Alþingi í síðustu viku
voru vitlausar en dæmi-
gerðar fyrir þá miklu
kreppu sem alþing-
ismenn eru í þegar kemur að heil-
brigðismálunum.
Kreppan lýsir sér í því að alþingis-
menn virðast ekki geta nýtt sér þær
upplýsingar sem fyrir hendi eru um
málefnið hér innanlands og virðist um
leið fyrirmunað að hafa að leiðarljósi
þekkingu þeirra sem í heilbrigðis-
þjónustunni vinna og
bera þar faglega ábyrgð.
Með umræðunni í lið-
inni viku gerðu þing-
menn sig því seka um að
lítilsvirða það fólk sem í
málaflokknum vinnur og
ber hitann og þungann
af vandanum í sínum
daglegu störfum á
Sjúkrahúsinu Vogi og
Landspítalanum.
Þetta mál er alvar-
legra en ella þar sem að
málinu koma þungavigt-
armenn og konur úr öllum stjórn-
málaflokkum og vinnubrögðin og um-
ræðurnar eiga sér margar og góðar
hliðstæður úr fortíðinni. Í grein-
argerðum með tillögunum er ítrekað
vísað í gamla skýrslu sem amerískur
sálfræðikennari erlendur vann í
þriggja daga heimsókn til Íslands árið
1996 þar sem hann heimsótti með-
ferðarstofnanir sem margar hverjar
eru aflagðar. Ekki er vitað til þess að
hann hafi unnið við eða stjórnað fyrir-
tæki í heilbrigðisþjónustu eða kynnt
sér íslenskar sjúkratryggingar. Auk
þessa er ítrekað vísað í nafngreindan
mann, ómenntaðan í heilbrigð-
isfræðum sem aldrei hefur unnið að
meðferð áfengis- og vímuefna-
sjúklinga. Hvergi er að sjá að vísað sé
til nýlegra upplýsinga í málaflokknum
eða þeirra sem í málaflokknum vinna
hér á landi. Þetta eru dæmigerð
vinnubrögð alþingismanna nú um
stundir í heilbrigðismálum.
Umræðan sem í kjölfarið fór lýsti
því vel að þingmennirnir eru gjör-
samlega steinrunnir og ekki í neinum
tengslum við það sem gerst hefur á
Íslandi í vímuefnamálum. Stórkost-
legar breytingar á vímuefnaneyslu
landsmanna undanfarin ár og þær
miklu breytingar sem orðið hafa á
starfsemi meðferðarstofnana virðast
hafa farið fram hjá þeim. Að manni
læðist sá grunur að ráðgjafarnir séu
bilaðir eða þingmennirnir komnir í
fílabeinsturn.
Er nú ekki kominn tími til að þess-
ari vitleysu linni og alþingismenn,
ráðuneytismenn og embættismenn í
heilbrigðismálum verði málefnalegri
og vandaðri í umræðum sínum. Það er
ekki lengur hægt að bjóða okkur upp
á endalausar fréttir af óeirðum og sí-
felldum breytingum í heilbrigðis-
þjónustunni. Málflutningur stjórnar
og stjórnarandstöðu ber þess merki
að stjórnmálamenn og embættismenn
eru ekki í nokkrum tengslum við at-
vinnufyrirtækin í heilbrigðisþjónust-
unni og hafa enga heildarsýn eða
framtíðarsýn. Ástæðan er augljós,
þeir gera ekki fólkið sem vinnur í
málaflokknum að bandamönnum sín-
um í lausn vandans. Þeir skapa fyr-
irtækjunum í heilbrigðisþjónustunni
geðveikan rekstrargrunn og efna sí-
fellt til óeirða og er svarað í sömu
mynt líkt og þessi grein ber með sér.
Rekstrargrunnur heilbrigðisfyrirtækja er geðveikur
Þórarinn Tyrfingsson
skrifar um heilbrigðismál
Þórarinn Tyrfingsson
’Að manni læðist ságrunur að ráðgjafarnir
séu bilaðir eða þing-
mennirnir komnir
í fílabeinsturn.‘
Höfundur hefur borið ábyrgð í
heilbrigðisrekstri í 28 ár.
Í FRAMHALDI af grein Gísla
Víkingssonar og Droplaugar Ólafs-
dóttur, starfsmanna Hafrann-
sóknastofnunar,
„Hrefnurannsóknir og
hvalaskoðun“ sem birt
var í Morgunblaðinu
síðastliðinn sunnudag
vilja Hvalaskoð-
unarsamtök Íslands
taka fram eftirfarandi:
Þegar stjórnvöld
ákváðu að hefja hval-
veiðar hér við land síð-
astliðið sumar var
hvalaskoðunarfyr-
irtækjum gefið loforð
um að veiðar á hrefnu
myndu ekki fara fram
innan hvalaskoð-
unarsvæða. Það loforð
gaf sjávarútvegs-
ráðherra og samskonar
ummæli viðhafði Jó-
hann Sigurjónsson for-
stjóri Hafró á fundi
Rótarýklúbbs Reykja-
víkur í júlí á síðasta ári.
Bæði aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra
og aðstoðarforstjóri
Hafró báðust síðan afsökunar á
framferði hrefnuveiðibátsins
Njarðar þegar bent var á að hann
væri að eltast við hrefnu innan aug-
lýsts hvalaskoðunarsvæðis á Faxa-
flóa síðastliðið haust. Þessir menn
fullyrtu einnig á sama fundi sem
undirritaður átti með þeim í ráðu-
neytinu að ekki yrði veitt innan
hvalaskoðunarsvæðanna.
Hvalaskoðunarfyrirtækin hafa
um árabil auglýst helstu hvalaskoð-
unarsvæðin í bæklingum sínum og
miðað við upplýsingar Hafró um
veiðistaði liggur fyrir að fjölmargar
hrefnur voru skotnar innan þessara
svæða. Það sætir furðu að Gísli og
Droplaug reyni að þræta fyrir
þetta.
Við höfum hvergi haldið því fram
að 1/3 dýranna hafi verið veiddur
innan svæðanna eins og fullyrt er í
grein Gísla og Droplaugar. Fjórð-
ungur er nær lagi. Hvalaskoð-
unarsamtökin hafa lagt áherslu á að
dýrin voru veidd innan hvalaskoð-
unarsvæða. Við erum ósammála full-
yrðingu starfsmanna Hafró um að
veiðarnar hafi farið fram í „góðu
samkomulagi“ við hvalaskoð-
unarfyrirtækin. Ákvörðun um að
veiða dýrin innan hvalaskoð-
unarsvæða var tekin einhliða af
starfsmönnum Hafró
og getur því varla tal-
ist „gott samstarf“
Við vísum einnig á
bug ummælum starfs-
manna Hafró um að
vöxtur í hvalaskoðun
sé ekki mikið frá-
brugðinn hjá hval-
veiðiþjóðum og þeim
sem ekki stunda hval-
veiðar. Benda má á að
í Noregi hefur hvala-
skoðun verið stunduð
frá árinu 1989, en þar
fóru einungis rúmlega
20.000 ferðamenn í
hvalaskoðun á síðasta
ári. Á Íslandi hófst
hvalaskoðun 1995 og á
síðasta ári fóru 72.000
ferðamenn í hvala-
skoðun.
Kortið sýnir hvar
hrefnur voru veiddar í
haust (rauðu punkt-
arnir) og um leið þau
svæði sem hvalaskoð-
unarfyrirtækin fara um í leit að
hvölum (lituð svæði). Kortið sýnir að
fjórðungur dýranna var veiddur inni
á auglýstum hvalaskoðunarsvæðum
eða í næsta nágreni við þau þrátt
fyrir að bæði sjávarútvegsráðherra
og forstjóri Hafró hafi fullyrt að það
yrði ekki gert!
Hvalaskoðunarsamtökin ítreka
enn nauðsyn þess að gerð verði út-
tekt á áhrifum hvalveiða á ferða-
þjónustuna, útflutningsgreinarnar
og ímynd landsins áður en ákvörðun
verður tekin um framhald hvalveiða
hér við land. Það eru ýmis álitamál
og spurningar sem tengjast skoðun
á þessum málum, bæði vísindaleg,
efnahagsleg og siðfræðileg, en full-
yrða má að allt of mikið af um-
ræðunni hefur markast af tilfinn-
ingahita. Og þar erum við
Íslendingar ekkert frábrugðnir öðr-
um þjóðum, bara með öðrum for-
merkjum.
Svikin loforð
Ásbjörn Björgvinsson skrifar
um hvalaskoðun og hvalveiðar
’Ákvörðun umað veiða dýrin
innan hvalaskoð-
unarsvæða var
tekin einhliða af
starfsmönnum
Hafró…‘
Höfundur er formaður
Hvalaskoðunarsamtaka Íslands.
Ásbjörn Björgvinsson