Morgunblaðið - 26.02.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 26.02.2004, Síða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi Sæmunds-son fæddist í Baldurshaga á Stokkseyri 17. júlí 1920. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi 18. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ástríður Helgadótt- ir, húsmóðir, f. 28.8. 1883, d. 30.11. 1970, og Sæmundur Bene- diktsson, sjómaður, f. 6.12. 1879, d. 5. sept. 1955. Helgi var næstyngstur níu systkina. Þau eru: Benedikt Elías, vél- stjóri, f. 7.10. 1907; Guðrún, hús- móðir, f. 19.2. 1909, d. 24.4. 1993; Anna, húsmóðir, f. 21.2. 1909, d. 26.3. 1998; Ástmundur, bóndi, f. 23.10.1910, d. 28.7. 1985; Þorvald- ur, kennari, f. 20.9. 1918 og Ást- bjartur, skrifstofumaður, f. 7.2. 1926. Tvö systkini Helga, Þor- gerður og Ágúst, dóu í frum- bernsku. Helgi kvæntist 23. október 1943 eftirlifandi eiginkonu sinni, Val- nýju Bárðardóttur, f. 24. október 1917. Valný er dóttir Guðlaugar Pétursdóttur, húsmóður, f. 13.8. 1895, d. 16.2. 1986, og Bárðar Jón- assonar, sjómanns, f. 13.6. 1894, d. 25.7. 1964. Helgi og Valný eignuðust níu syni. Þeir eru: 1) Helgi Elías, f. 31.5. 1944, eiginkona Ásdís Ás- mundsdóttir, f. 1946. Synir þeirra eru: a) Ásmundur, f. 1969, í sam- búð með Sigurborgu S. Guð- mundsdóttur, og eiga þau þrjú börn: Líneyju, Helga Guðmund og ins 1952–1959. Starfsmaður Bóka- útgáfu Menningarsjóðs 1959– 1990. Ritstjóri tímaritsins And- vara 1960–1972. Í mennta- málaráði 1956–1971, form. ráðsins 1956–1967 og varaform. 1967–1971. Átti sæti í úthlutunar- nefnd listamannalauna 1952–1978 og oft formaður. Fulltrúi Íslands í dómnefnd um bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1961–1972. Helgi sendi frá sér sjö ljóðabæk- ur. Þær eru: Sól yfir sundum, 1940 (æskuljóð); Sunnan í móti, 1975, 2. prentun 1984 (ljóð 1935– 1975); Fjallasýn, 1977; Tíundir, 1979, (ljóð); Kertaljósið granna, 1981; Vefurinn sífelldi, 1987; Streymandi lindir, 1997 (ljóð). Önnur ritverk: Sjá þann hinn mikla flokk, 1956 (palladómar undir dulnefninu Lúpus); Í minn- ingarskyni, 1967, (greinar); Ís- lenskt skáldatal I og II, 1973 – 1976 (ásamt Hannesi Péturssyni). Auk þess þýddi Helgi margar bækur og eftir hann liggur fjöldi greina og ritgerða sem hann skrifaði í blöð og tímarit, einkum um bókmenntir og menningarmál. Þá bjó hann til prentunar ljóða- söfnin Rósir í mjöll eftir Vihjálm frá Skáholti, 1992, og Sóldagar eftir Guðmund Inga Kristjánsson, 1993. Helgi hóf ungur þátttöku í félagsmálum. Á skólaárum sínum var hann formaður Sambands bindindisfélaga í skólum. Hann átti sæti í stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna og í miðstjórn Al- þýðuflokksins. Hann var heiðurs- félagi Karlakórsins Fóstbræðra. Einnig var hann heiðursfélagi í félaginu Akóges í Reykjavík. Viðurkenningar: Móðurmáls- verðlaun Björns Jónssonar, 1956; verðlaun úr Rithöfundasjóði Rík- isútvarpsins, 1977. Útför Helga verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ásdísi Emblu; b) Helgi Sæmundur, f. 1975; c) Bárður Ingi, f. 1984. 2) Óskírður drengur (tvíburi) f. 31.5. 1944, d. sama dag. 3) Gunnar, f. 20.6. 1946, d. 6.1. 1947. 4) Gísli Már, f. 14.11. 1947. 5) Sæ- mundur, f. 5.7. 1949, d. 21.11. 1973. 6) Gunnar Hans, f. 4.5. 1951, eiginkona Sig- rún Þórðardóttir, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Þórður Viðar, f. 1975; b) Steinunn, f. 1978, í sambúð með Birgi Steini Björnssyni. Dóttir Steinunnar er Sigrún Ísgerður; c) Gunnar Ingi, f. 1987. 7) Óttar, f.5.5. 1953, d. 2.9. 1996, eiginkona Ásdís Stefánsdóttir, f. 1952. Dæt- ur þeirra eru: a) Unnur Helga, f. 1970, gift Ólafi Ingvari Arnarsyni, þau eiga tvö börn, Örnu Dís og ný- fæddan óskírðan son; b) Valný, f. 1975, í sambúð með Antoni Sig- urðssyni. Þau eiga tvö börn: Birtu Mjöll og Óttar. 8) Sigurður Helga- son, f. 1.10. 1954, eiginkona Anna B. Ólafsdóttir, f. 1951. Börn þeirra eru: a) Stefán Ólafur, f. 1978; b) Alma, f. 1981; c) Sigríður, f. 1983. 9) Bárður, f. 30.7. 1961, eiginkona Svanhildur Jónsdóttir, f. 1961. Börn þeirra eru: a) Ragn- heiður, f. 1987; b) Helgi, f. 1990. Helgi stundaði nám við Gagn- fræðaskólann í Vestmannaeyjum 1936–1939 og lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum í Reykjavík 1940. Blaðamaður við Alþýðublaðið 1943–1952, ritstjóri Alþýðublaðs- „Ætlarðu að taka við mig ævi- sagnaviðtal? Nei, fjandakornið! Ég er svo ungur enn. Hins vegar skal ég spjalla við þig um kveðskap, bæði minn og annarra; ég er hvort eð er á kafi í honum. Og ef eitthvað verður úr þessu vil ég fá að lesa próförk sjálfur, elskan mín. Ég þoli ekki prentvillur eins og þú veist; þær eru mesti sóða- skapur sem ég þekki; þær eru eins og óværa á fallegum kvenmanni …“ Þessi ummæli Helga Sæmunds- sonar rifjast upp fyrir mér, þegar ég blaða í fjörugu viðtali við hann sem birtist þegar hann var á sjötugsaldri. Helgi var einn af þeim öfundsverðu mönnum sem eru hafnir yfir allan aldur; hann breyttist bókstaflega ekkert þau rúmlega fjörutíu ár sem við þekktumst; var ævinlega snöfur- mannlegur í framgöngu, hress í tali og skeleggur, fyndinn og málsnjall. Ég get ekki stillt mig um að minn- ast Helga fáeinum orðum við fráfall hans í þakklætisskyni fyrir uppörv- andi leiðsögn um ólgusjó blaða- mennsku og skáldskapar. Hann var lærimeistari minn og örlagavaldur hvað ritstörf varðar; réð mig ungan prófarkalesara og síðan blaðamann við Alþýðublaðið, og æ síðan voru samskipti okkar náin og skemmtileg. „Þú ert réttlátur, elskan mín,“ sagði hann gjarnan við þá, sem hann hafði velþóknun á, og ég var svo lán- samur að fylla flokk þeirra. Helgi Sæmundsson var fæddur á Stokkseyri, en fluttist búferlum til Vestmannaeyja fimmtán ára gamall ásamt foreldrum sínum, Sæmundi Benediktssyni, sjómanni og verka- manni, og konu hans, Ástríði Helga- dóttur. Hann hélt til Reykjavíkur og settist í Samvinnuskólann um það bil sem heimsstyrjöldin síðari var að hefjast. Sama árið og hann útskrif- aðist þaðan sendi hann frá sér ljóða- bókina Sól yfir sundum (1940), og henni var vel tekið, enda voru kvæði í þá daga lesin betur og af fleirum en nú; almenningur fjallaði um þau og skipti sér af þeim. Í Eyjum hafði Helgi skrifað blaða- greinar og kunni því örlítið til verka á því sviði. Af þeim sökum hljóp hann í skarðið fyrir æskuvin sinn, Jón Helgason, sem þá var orðinn blaða- maður við Tímann. Einn góðan veð- urdag árið 1943 var Helga svo boðin vinna við Alþýðublaðið og frá því sagði hann í áðurnefndu viðtali á þessa leið: „Fyrsta daginn átti ég að annast útlendar fréttir og fylla heila síðu. Mér var ekki leiðbeint hið minnsta; ég var bara lokaður inni í kamesi og sagt að hlusta á útvarps- stöðina BBC. Nú, mér tókst að skila því sem til var ætlast dag frá degi. Síðan fékk ég að spreyta mig á fleiri sviðum blaðamennskunnar – og á endanum varð ég ritstjóri blaðsins.“ Helgi vann við Alþýðublaðið í sautján ár og var ritstjóri um helm- ing þess tíma, eða 1952–1960. Stjórn- mál og bókmenntir voru þeir mála- flokkar, sem hann skrifaði mest um, og lét að sér kveða á báðum sviðum svo að eftir var tekið. Á veltiárum hernáms og tímum kalda stríðsins, þegar viðhorf til menningarmála gjörbreyttust, var hann einn áhrifa- mesti bókmenntagagnrýnandi lands- ins. Íslensk ljóðagerð stendur í þakk- arskuld við hann, því að hann varð einna fyrstur manna til að viður- kenna formbyltingu ungra skálda. „Já, ég tók upp hanskann fyrir at- ómskáldin,“ sagði hann. „Þau sættu fordómum og ósanngirni og lentu í al- veg einstaklega illvígri og fáránlegri styrjöld. Það var barið á þeim ómjúk- um höndum, svo að vægt sé til orða tekið, og það hlaut að kalla fram gagnaðgerðir. Allt þetta tal um bún- ing, rím og stuðla og slíkt, það voru deilur um keisarans skegg að mínum dómi.“ Um hlutverk sitt sem gagn- rýnanda komst hann svo að orði: „Sumir tala illa um gagnrýnendur, eins og allir vita. Ég má náttúrlega ekki gera það, því að ég hef gamlan glæp á samviskunni. En nú orðið sé ég minnst eftir gagnrýninni af því sem ég gerði hér áður fyrr og veitti mér gleði og fullnægju. Það er ekki að öllu leyti hollt að fást við gagnrýni, sérstaklega ekki fyrir ungan mann sem ætlar sér sjálfur að verða skáld.“ Svo fjölhæfur og slyngur var Helgi Sæm. að mestar vinsældir meðal landsmanna hlaut hann ekki fyrir op- inber skrif um stjórnmál og skáld- skap, heldur hliðarspor sín á þeim sviðum. Árið 1955 tók hann þátt í útvarps- þætti Sveins Ásgeirssonar og botnaði vísur ásamt þrem öðrum stórsnilling- um: Steini Steinarr, Karli Ísfeld og Guðmundi Sigurðssyni. Þeir félagar voru skemmtikraftar síns tíma; þjóð- in öll fylgdist með þáttum þeirra, lærði utan að smellnustu vísurnar og hafði ærið gaman af. Þótt hraðinn skipti mestu máli í slíkum vísnaþátt- um gátu stökur þeirra fjórmenninga verið dýrt kveðnar og vandaðar. Í þætti, sem haldinn var á heimaslóð Helga í samkomuhúsinu í Vest- mannaeyjum, var svohljóðandi fyrri- parti varpað fram. Margur hrósar maður drós, meðan ljósin skína. Og Helgi botnaði um hæl: Lampinn ósar út við fjós, ertu að frjósa, Stína? Í sama þætti áttu snillingarnir að glíma við vísuhelming sem var á þessa leið: Oft hefur heimsins forsjón fín fært mér gleði í raunum. Helgi reyndist hraðkvæðastur eins og svo oft áður og mælti: Það er meiri mæða en grín að miðla skáldalaunum. Þessi botn hefur áreiðanlega kom- ið beint frá hjartanu, því að Helgi gegndi því vanþakkláta starfi um árabil að sitja í úthlutunarnefnd lista- mannalauna. Einnig var hann annar tveggja fulltrúa Íslands í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1961–1972, og síðast en ekki síst átti hann lengi sæti í Menntamálaráði Íslands, var tvívegis formaður þess, 1956–1959 og 1959– 1967 en varaformaður 1967–1971. Er þá aðeins fátt eitt talið af þeim trún- aðarstörfum sem hann gegndi á sviði menningarmála. Hitt hliðarsporið er palladómar um alþingismenn, sem Helgi skrifaði undir dulnefninu Lúpus og frægir hafa orðið; þeir birtust fyrst í blöðum en síðan ritinu Sjá þann hinn mikla flokk (1956). Þetta er listileg bók sem staðist hefur vel tímans tönn; fleyti- full af litríkum mannlýsingum og óvæntum athugasemdum. Um Einar Olgeirsson sagði Lúpus meðal ann- ars: „Honum lætur sýnu betur að bregða sér í háloftsflug hugsjóna- geimsins ofar rósrauðum skýjum en klöngrast um hrjósturlönd stað- reyndanna.“ Og Ólafur Thors fékk þennan dóm: „Ef íslenskri stjórn- málabaráttu er líkt við tafl, þá er Ólafur Thors skákmeistarinn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.“ Að loknu löngu starfi fyrir Alþýðu- blaðið gerðist Helgi starfsmaður Bókaútgáfu Menningarsjóðs og var ómetanleg hjálparhella skáldum og fræðimönnum við útgáfu verka þeirra; einnig var hann ritstjóri And- vara 1960–1972. Í einkalífi sínu var hann gæfumaður; kvæntist hinn 23. október 1943 mikilli öndvegiskonu, Valnýju Bárðardóttur, sjómanns og verkamanns á Hellissandi Jónasson- ar – og þau eignuðust átta syni. Enn er ótalinn sá þáttur í ævistarfi Helga sem honum sjálfum þótti mestu varða. Þrátt fyrir tímafreka blaðamennsku, umfangsmikil bók- menntaskrif og önnur afskipti af póli- tík og menningarmálum vék ljóða- gyðjan sjaldan langt frá honum fremur en öðrum sem ánetjast henni ungir. Hann birti öðru hverju kvæði í tímaritum, og árið 1975 valdi hann úr syrpu sinni og gaf út bókina Sunnan í móti, ljóð 1937–1975. Þegar ísinn hafði verið brotinn sigldi hver bókin í kjölfar annarrar: Fjallasýn (1977), Tíundir (1979), Kertaljósið granna (1981), Vefurinn sífelldi (1987) og Streymandi lindir (1997). Ef litið er yfir safnið kemur í ljós að ljóðin eru fjölbreytileg bæði að efni og ytri gerð. Helgi yrkir jöfnum höndum hefðbundið og frjálst og gerir ýmiss konar formtilraunir. Mest ber á nátt- úrustemmningum og tilfinningaljóð- um, sem einkennast af vönduðu og fáguðu orðfæri, en víða nýtur sín einnig fljúgandi mælska hans og landsþekkt kímni. Við tvenns konar aðstæður þótti mér persónuleiki Helga njóta sín sér- staklega vel. Annars vegar á veit- ingahúsum í hópi „réttlátra“ vina, þegar samræðan hóf sig til flugs fyrir hans tilverknað, og hins vegar á ferð um landið þar sem hann lýsti nátt- úruundrum og sögustöðum í lifandi svipleiftrum. Dæmi um hið síðar- nefnda er að finna í kvæðinu Við Skjálfanda sem lýkur þannig: Héruð þessi hæfa tröllum hömrum girt í djúpum sæ. Fiskur vakir í fljótum öllum og framsóknarmaður á hverjum bæ! Sannarlega er skarð fyrir skildi og tilveran fátæklegri þegar Helgi Sæ- mundsson hefur horfið til nýrra heimkynna. Hans verður sárt sakn- að. Ég votta Valnýju, sonunum og öðrum aðstandendum innilegustu samúð og kveð minn kæra vin með tilvitnum í kvæði hans Vegurinn heim: Senn er leiðin á enda, sumarið horfin tíð. Mun þó helkuldann lifa minningin skær og blíð. Gylfi Gröndal. Látinn er í Reykjavík Helgi Sæ- mundsson, tengdafaðir minn, 83 ára að aldri. Tengdafaðir minn var einstakur maður. Það sem einkenndi hann öðru fremur var lífsgleði. Hann kunni að njóta lífsins hvort sem var í góðum félagsskap vina og kunn- ingja eða hin síðari ár meira í hópi fjölskyldu, barnabarna og barna- barnabarna. Alls staðar varð hann miðpunktur. Með hnyttnum tilsvör- um og persónutöfrum hreif hann alla með sér. Sögumaður var hann mikill. Ótrúleg þekking hans á mörgum sviðum var brunnur sem alltaf mátti sækja í. Engum hef ég kynnst, sem þekkt hefur jafn marga menn, lífs og liðna. Hvort sem það var bóndakona úr Flóanum, persóna úr Njálu eða rithöfundur frá Danmörku, aldrei var komið að tómum kofunum. Annað sem mér þótti einkenna Helga var hlýja og kurteisi. Öll þau ár sem við höfum átt samleið féll aldrei styggðaryrði okkar á milli. Ef mig vantaði bók að láni úr bókasafni bókamannsins Helga var ekkert sjálfsagðara. Þess nutu líka barna- börnin. Þau leituðu óspart í fróðleik- skistu afa síns þegar þau þurftu á að halda vegna skólanáms eða annars. Helgi var samvinnuskólamenntað- ur, en ritstörf og bókmenntir urðu starfsvettvangur hans. Hið mikla bókasafn Helga var hans heilögu vé. Þangað dró hann sig í hlé frá erli dagsins. Og þá vildi Helgi gjarnan vera einn. Kannski var hann stund- um að yrkja. Yfirleitt talaði hann ekki mikið um ljóðin sín. Allt í einu var bara komin bók. Ræðusnillingur var hann og virtist alltaf tala átakalaust, en einu sinni trúði hann mér fyrir því að hann færi aldrei óundirbúinn í ræðupúlt. Slík var virðing hans fyrir hinu talaða orði. Ég þekkti Helga best sem fjöl- skyldumann og afa. Barnabörnum sínum var hann afar kær og það var gagnkvæmt. Allir í fjölskyldunni nutu þess að heimsækja afa og ömmu á Miklubrautinni þar sem alltaf var glatt á hjalla og mikið spjallað. „Helgaklúbburinn“ kveður foringja sinn og fjölskyldan kveður og saknar yndislegs manns. Ásdís Ásmundsdóttir. Margar góðar minningar leita fram í hugann er ég minnist tengda- föður míns Helga Sæm, nú á kveðju- stundu. Eitt af því fyrsta sem leitar fram í hugann er frásagnargleði hans, af bæði mönnum og málefnum. Ragn- heiður dóttir mín heillaðist mjög af „snúðasögunni“ hans þegar hún var barn að aldri, en sagan er á þann veg að Helgi, þá barn að aldri, var sendur til að kaupa nokkra snúða með kaffinu. Hann sneri hins vegar til baka með 40 snúða. Þetta þótti þeirri stuttu algjör snilld og skráði þessa sögu hjá sér. Eftir að sonur minn fæddist gaf Helgi honum nafnið Kolur, enda strákurinn dökkur yfirlitum. Til þess að nafnið festist ekki við strákinn var hann færður til skírnar og gefið nafn- ið Helgi. Þetta þótti tengdaföður mínum afar vænt um og urðu þeir nafnar miklir mátar alla tíð. Ekki spillti heldur að sá stutti var KR-ing- ur eins og afinn, en tengdafaðir minn fylgdist vel með fótboltanum og fór á leiki þegar vel viðraði og heilsan leyfði. Hann hefur líka alltaf fylgst vel og náið með nafna sínum og lang- aði að lifa það að sjá strákinn ferm- ast, sem því miður verður ekki. Helgi hafði mikla ánægju af ferða- lögum og var fullur tilhlökkunar fyrir allar ferðir. Ófáar ferðir fór hann með fjölskyldu, bræðrum og vinum sínum á æskuslóðirnar á Stokkseyri. Hann hafði í þeim ferðum frá mörgu að segja eins og venjulega. Ekki spillti það ánægjunni að enda ferðina á veitingastaðnum Við Fjöruborðið og fá sér humarsúpu. Eina mjög eftirminnilega ferð fór ég með tengdaforeldrum mínum, en það var til Mallorka á Spáni. Þar fór tengdafaðir minn á kostum, fór með ljóð eftir þjóðskáldin okkar og gerði það bæði á hrífandi og áhrifaríkan hátt með sinni sérstöku röddu. Í lokin langar mig að kveðja tengdaföður minn með ljóðinu hans Spánarmyndir, sem urðu honum að yrkisefni í þessari ferð okkar sam- an. Sóldagana sé ég ennþá sindra einsog litríkt vor. Aldrei hverfur hugarsjónum haustið mitt á Cala d’Or. Húsaröð í brattri brekku brosir við mér lángan dag, þó mun eyjan yndislegust undir gullið sólarlag. Ölduleiðir bátar bruna, bliki slær á sand og grjót. Hláturmildar heimasætur hraða sér á stefnumót. Spænskir dansar duna léttir, drottníng verður sérhver mær. Loksins þegar ljósið dvínar leikur um mig svalur blær. Myndir þessar hug og hjarta hressa eins og fagurt ljóð. Sindrar enn um sálu mína sólskinið á Spánarslóð. Hvíl í friði. Svanhildur Jónsdóttir. Þegar ég íhuga þau einkenni sem helst prýddu hann afa kemur ýmis- legt upp í hugann. Margir myndu vafalaust nefna lífsgleðina og húm- orinn. Af þessu átti hann nóg eins og allir vita sem til hans þekktu eða fylgdust með þjóðlífi um og eftir mið- bik síðustu aldar. Afi átti sér að vísu einnig bæði alvarlegri og róman- HELGI SÆMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.