Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 43 tískari hlið svo sem kveðskapur hans vitnar um. Þessari hlið hélt hann allt- af að mestu út af fyrir sig. En afi var einnig frábær sagnamaður. Hann lifði bókstaflega fyrir að segja frá. Staðreyndir skiptu þá ekki megin- máli heldur fyrst og fremst frásagn- argleðin. Það var einkum þetta þrennt, lífsgleðin, húmorinn og frá- sagnargleðin, sem fléttaðist saman í afa og gerði hann að því sem hann var. Erfitt er að taka einhvern einn þátt út án þess um leið að benda á annan. Þó verð ég að segja að það orð sem mér finnst lýsa afa betur en nokkurt annað er orðið kátur, hann var alltaf kátur. Ekki er ólíklegt að hjartagallinn sem hrjáði afa framan af ævi og hann fékk raunar ekki bót á fyrr en árið 1965 hafi átt mikinn þátt í að móta þennan mikla sagnaáhuga. Veikindin gerðu það að verkum að hann gat ekki leikið sér eins og önnur börn. Í stað þess sökkti hann sér ofan í sögur og ljóð og bækur urðu hans bestu vin- ir. Hann var alltaf afar félagslyndur og hafði unun af því að vera innan um fólk, ekki síst ungt fólk. Í raun og veru var afi síungur. Eftirminni- legar eru ferðirnar austur fyrir fjall. Þá var afi í essinu sínu og hver þúfa varð tilefni frásagnar. Við gát- um alltaf rætt saman um allt milli himins og jarðar, Íslendingasögur, fótbolta, kveðskap, skák, pólitík og sögu. Alltaf var hann jafn einlægur og tilgerðarlaus í þessum samræð- um. Það var alltaf jafn gaman að koma við á Miklubrautinni og fá að njóta þessarar dásamlegu frásagn- argleði. Og ekki spillti fyrir ef amma skellti í pönnsur og afi dró fram smátár! Það er einkennilegt til þess að hugsa að þessar samræður verða nú ekki fleiri. Afi var mér fyrst og síðast kær vinur. Skarð er höggvið í „Helgaklúbbinn“, sjálfur leiðtoginn genginn. Hvíli hann í friði. Helgi Sæmundur Helgason. Elsku afi minn. Húmar hefur að kveldi, hábjartur dagur hefur runnið sitt skeið. Logandi ljómar stjörnuveldi, lít ég yfir daginn sem leið. Dagur er kominn að kveldi og þeg- ar ég lít upp í himininn sé ég stjörn- urnar vaka yfir mér. Það rifjast upp ófáar stundirnar með þér þegar ég lít til baka. Allar ferðirnar í Sunnubúðina, á Miklatún, heima hjá ykkur ömmu á Miklu- brautinni að teikna, tefla, spila kana eða hlusta á þig segja sögur. Þú hafð- ir að geyma mikinn fróðleik og kunn- ir heilan hafsjó af sögum. Maður gat alltaf gleymt sér við að hlusta á þig segja frá. Uppáhaldssagan mín er sagan af því þegar þú fórst út í búð til að kaupa snúðana. Henni mun ég aldrei gleyma. Ég hef alltaf verið mjög grobbin af því að þú sért afi minn. Þú ortir falleg ljóð og stóðst alltaf á skoðunum þínum, sama hver átti í hlut. Þú kenndir mér margt sem hefur gagnast mér vel í lífinu. Ég man þegar ég kom til þín fyrir nokkr- um árum og spurði þig hvað þér þætti um lífið og þú sagðir einfald- lega: ,,Það er betra að lifa því en deyja.“ En nú er kominn tími til að kveðja, elsku afi minn, svo þú getir hafið ferð þína yfir á betri stað og vakað yfir okkur með hinum stjörn- unum. Kemur napur að norðan næðíngur éli líkur hverri sem lokar leið. Allt sem vordísir vöktu vonglaða sólskinsdaga endar sitt aldursskeið. Dauðann óttast ég ekki óðum þó birta dvíni að þegar feigð mín fer. Horfinna vina hendur handanvið myrkur grafar taka á móti mér. (Helgi Sæmundsson.) Guð blessi þig. Ragnheiður. Mér er harmur í hug þó að hlýni og birti. Og ég reyni ekki að rekja rætur sem liggja djúpt. Allt sýnist eins og var nema aðeins þetta sem ég óttaðist einhvernveginn alla tíð frá í haust. Enn veit ég vor í nánd því vetur er senn liðinn, en gamalt tré í garði grænkar aldrei á ný. (Helgi Sæmundsson.) Með sorg í hjarta kveðjum við afa okkar, Helga Sæmundsson. Við minnumst hlýju hans og góðvildar. Afi hafði alltaf brennandi áhuga á því sem við barnabörnin tókum okk- ur fyrir hendur enda var á ferðinni maður sem var vel heima í öllu. Sterkur persónuleiki, gáfur og of- urminni hans kom okkur oft að góð- um notum því að afi átti svör við flestu. Við ritgerðarsmíðar var ætíð hægt að leita andagiftar og upplýs- inga hjá afa en bókasafn hans taldi nokkur þúsund bækur og allar þaul- lesnar. Þá lagði hann ávallt mikla áherslu á að við töluðum rétt og gott íslenskt mál. Efst í huga okkar er þó skopskyn hans og hnyttni og skemmtileg sýn á samferðafólkið og lífið yfirleitt. Hann var hafinn yfir þessa hversdagslegu grámyglu samtímans. Afi var fremur dulur á tilfinningar sínar en ljóðin hans eru til vitnis um tilfinningadýpt og mikla andagift. Megi hann hvíla í friði! Alma, Sigríður og Ólafur Sigurðarbörn. Hann Helgi afi var mikill vinur minn. Við vorum saman í „Helga- klúbbnum“, en þar eru allir nafnar ættarinnar. Afi tefldi stundum við mig og sagði sniðugar sögur. Hann gaf mér ljóðið Barnshlátur, þegar ég var yngri og kveð ég afa minn með því ljóði með þökk fyrir allt. Ég hélt að veröldin væri vesælan mig að hugga, neisti úr bálinu bjarta brynni hér á glugga, og feginn vildi ég, vorsól, vonglaður heilsa þér, en hrakinn af vetrarveðri veit ég að þetta er, blessuð – sem betur fer – barn sem hlær við mér. Helgi Bárðarson. Ég sakna afa míns. Ekki er langt síðan við sátum og spjölluðum um fótbolta, daginn og veginn eða þá eitthvað sem hann hafði upplifað á sinni farsælu ævi. Þegar ég heyrði þessa frétt að hann væri horfinn yf- ir móðuna miklu fór ég að rifja upp fjölda augnablika frá æsku minni þegar ég var í pössun á Miklubraut- inni. Ósjaldan gengum við þá saman út í Sunnubúð með innkaupalista sem hann og amma höfðu útbúið og hann gekk svo hratt og með svo löngum skrefum að ég þurfti að hlaupa til þess að halda í við hann. Þessi skref voru full af lífi, lífi sem nú er horfið, nema í formi minninga og ljóða sem hann skilur eftir sig. Hann var alltaf svo hress og kátur og grínið aldrei langt undan. Glettn- ar spurningar eins og „ert þú kommúnisti?“ og ýmislegt fleira heyrði maður þegar maður gekk inn um dyrnar á Miklubrautinni án þess að maður vissi nokkuð hvað komm- únisti væri. En alltaf var hann barn- góður og náði góðu sambandi við yngri meðlimi fjölskyldurinnar þó að aldursmunur væri mikill. Nú er hann horfinn í faðm Guðs al- máttugs þar sem hann á örugglega góða heimkomu. Megi Guð blessa ömmu og aðra í fjölskyldunni. Bárður Ingi. Ástkær afi minn og langafi er dá- inn. Afi hafði verið lagður inn á spítala daginn áður en hann dó. Um nóttina fékk hann hjartaáfall og sólarhring síðar var hann allur. Ég vildi ekki trúa því að afi væri dáinn, þegar pabbi hringdi og tilkynnti mér andlát hans. Afi og amma voru óaðskiljan- leg, í orðsins fyllstu merkingu, og voru þau búin að vera gift í 60 ár. Þegar ég sagði Sigrúnu „second“ eins og afi kallaði hana í gríni að langafi væri dáinn, spurði hún hvað yrði nú um hann. Ég útskýrði fyrir henni að nú liði langafa vel hjá Guði þar sem allir englarnir myndu passa hann. Spurði þá Sigrún hver myndi þá passa langömmu og yrði hún þá alein. Eftir smáþögn sagði sú stutta: „Mamma mín, nú ætla ég að passa langömmu svo hún verði aldrei alein.“ Það var svo gaman að heimsækja þig, afi minn. Þú varst alltaf að segja okkur skemmtilegar sögur um menn og málefni. Aldrei var komið að tóm- um kofunum hjá honum afa þegar kom að ættfræðinni. Hann gat rakið ættir okkar langt aftur í aldir og upp- lýsti okkur um að hið ólíklegasta fólk væri skylt okkur. Um leið og við Sig- rún Ísgerður kveðjum elskulegan afa og langafa langar okkur að láta fylgja með lítið ljóð, Hughreysting, sem hann orti. Þar kemur fram óþrjót- andi bjartsýni hans til handa börnum framtíðar og síðast en ekki síst um- hyggjusemi, sem hann átti alltaf nóg af. Hugsaðu ekki um náttmyrkur og hræðstu ekki þögnina. Þú ert ekki einn og yfirgefinn á auðnarlegri strönd. Horfðu upp til stjarnanna Og hlustaðu eftir sjávarniði. Vandaðu óskir þínar Því þær verða uppfylltar Þegar örlagastundin kemur Með eilífð í faðmi sér. Steinunn. Í tæplega tvo áratugi hef ég átt samleið með Helga Sæmundssyni og fjölskyldu, þegar systir mín varð tengdadóttir hans. Þessari góðu fjöl- skyldu hefur verið ómetanlegt að kynnast. Heimili þeirra hefur verið okkur öllum opið á einstakan máta sem þeim einum var lagið, kunnu þau öðrum fremur að auðga og efla fjöl- skyldubönd svo úr varð stór fjöl- skylda, frændgarðs og vina, manna- munur ekki til og við sem komum úr ólíku umhverfi nutum virðingar og trausts, sem jafningjar. Við nutum margra samveru- stunda, ferðalög farin sem Helgi var í forsæti fyrir, hvar sem staldrað var lukust upp dyr, staða sem heimsóttir voru, allir þekktu Helga og hann var óspar á að miðla af fróðleik sínum og viskubrunni jafnvel þar sem hann hafði aldrei farið. Á hátíðarstundum í fjölskyldunni var hann hrókur alls fagnaðar og að- fangadagskvöld á liðnum árum höf- um við átt saman, það eru forréttindi að hafa kynnst svo einstökum manni og konu hans Valnýju. Við erum fjöl- skylda, sagði hún eitt sinn við mig og eitt er víst að ég hef notið þeirrar góðu fjölskyldu sem er styrkur bæði í einkalífi og starfi. Afkomendur Helga og Valnýjar eru myndarlegur og velgerður hópur. Ég kveð Helga Sæmundsson með virðingu og þökk og þakka fyrir „blíðskap og beinasemi“ eins og hann sagði gjarnan eftir heimsóknir, hvort sem var á eigin heimili eða annarra og strauk hendi létt um vanga. Það er ótal margt sem hægt er að segja um Helga Sæmundsson, einn mætasta mann sem okkar þjóð hefur alið. Megi minning hans sem hefur sett svip á menningu lands og þjóðar lifa sem lengst og djúp spor hans verða menningarheimur framtíðar. Samúð- arkveðjur frá okkur hjónum til eig- inkonu hans, sona og fjölskyldna þeirra. Það er gott að lesa ljóðin hans og kveð ég hann með ljóðinu „Veg- urinn heim“. Senn er leiðin á enda, sumarið horfin tíð. Mun þó helkuldann lifa minníngin skær og blíð. Húmið skelfir mig eigi, hljóðláta vetrarnótt. Bráðum í mjúkri hvílu blunda ég sælt og rótt. Ljómandi stjörnuskari leiftrar um dimman geim. Ljósin í gluggum himins lýsa mér – veginn heim. Guðrún Jónsdóttir. Fram til sigurs, menn og meyjar, mótið frægð úr dagsins þraut … Með þessum orðum úr ljóðinu Til lýðsins kvaddi sextán ára piltur sér hljóðs í Sunnudagsblaði Alþýðu- blaðsins 30. maí 1937, Helgi Sæ- mundsson. Næstu mánuði á eftir birtist fjöldi ljóða eftir þennan efni- lega skáldmælta ungling. Þau sýna óvenjulegan þroska ungs manns. Engum leyndist heldur við lestur þeirra að í brjósti hans sló heitt hjarta jafnaðarmannsins. Samleið hans og Alþýðublaðsins varð líka langæ. Hann varð blaðamaður og síð- ar ritstjóri þess frá 1943 til 1959. Þegar ég varð sjálfur ritstjóri Al- þýðublaðsins tæpum fjórum áratug- um síðar fyrir orð Sighvats og Jóns Baldvins skimaði ég blaðið frá upp- hafi. Þá sá ég hversu afbragðsvel Al- þýðublað Helga Sæmundssonar var skrifað. Hann var einstakur íslensku- maður og í Alþýðublaðinu bjó hann skáldum og rithöfundum gott skjól. Alla tíð var Helgi maður lista og menningar. Eftir að ritstjóraferli hans á Alþýðublaðinu lauk var hann starfsmaður á akri menningarinnar sem ritstjóri og forystumaður hjá Menningarsjóði. Helgi Sæmundsson var ekki mað- ur lítilla flokka. Hann átti sem jafn- aðarmaður þá draumsýn að sameina jafnaðarmenn í stóra hreyfingu. Hann hafði um það þau orð í viðtali við fréttatímaritið Þjóðlíf í ársbyrjun 1990, áratug áður en Samfylkingin var gerð að stjórnmálaflokki, að klofningur vinstri manna hefði haft gífurleg áhrif til hins verra á íslenskt þjóðfélag, velferðarríkið væri mun veikara hér á landi en þar sem jafn- aðarmannflokkar hefðu náð miklum árangri. ,,Öll skynsemi mælir með því að sameina Alþýðuflokkinn og Al- þýðubandalagið og það er óskynsam- legt að segja fólki að það sé ekki hægt,“ sagði Helgi og kvað jafnaðar- menn vera dreifða í mörgum flokkum sem ættu að heyra saman í stórri hreyfingu jafnaðarmanna. Sá tími rann upp og Samfylkingin varð að öflugum stjórnmálaflokki áður en Helgi varð allur. Sameinaðir jafnað- armenn eiga honum skuld að gjalda. Helgi bar öðru fremur listina í hjarta sínu, orðsins list. Hann var öll- um eftirminnilegur fyrir persónu- töfra sína í framsetningu á íslensku máli í útvarpi sem á prenti. Barnung- ur gerði hann ljóðið að vopni sínu og greip til þess æ síðan á lífsleiðinni. Hann sýndi ungur óvenjulegan þroska og úr lífi sínu gerði hann það sem hann hét sjálfur í æskuljóði sínu, – hann mótaði frægð úr dagsins þraut. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar. Þegar ég hóf störf sem blaðamaður á Alþýðublaðinu 1953 var Helgi Sæ- mundsson ritstjóri á blaðinu. Hann bar þá blaðið uppi ásamt Sigvalda heitnum Hjálmarssyni, sem var fréttastjóri. Helgi var góður blaða- maður, mikill og góður penni, sem skrifaði sérstaklega gott íslenskt mál. Ritstjórnargreinar Helga vöktu ávallt athygli fyrir gott mál og ákveðnar skoðanir. Helgi var hafsjór af fróðleik. Hann vissi allt um bók- menntir, stjórnmál innan lands og ut- an og jafnvel um íþróttir. Hann fylgdist mjög vel með erlendum stjórnmálum, sérstaklega í Bretlandi og á Norðurlöndum. Hann talaði um leiðtoga jafnaðarmanna í löndum þessum eins og heimilisvini sína. Það var skemmtilegt að vinna með slíkum manni. Það var unnt að fletta upp í honum eins og orðabók. Helgi var mikill „húmoristi“. Kom það vel fram í daglegu starfi hans og þegar hann flutti ræður. Helgi var alla tíð róttækur jafnað- armaður. Hann starfaði mikið í Al- þýðuflokknum, var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn og valdist þar til trúnaðarstarfa. Hann var mikill hug- sjónamaður og vildi breyta þjóðfélag- inu í anda jafnaðarstefnunnar. Hann var óánægður með samstarf Alþýðu- flokksins í ríkisstjórn við höfuðand- stæðinga sína í stjórnmálum og lét það heyrast. Hann vildi engan afslátt á stefnumál jafnaðarmanna. Helgi var eftirsóttur ræðumaður á fundum og á skemmtunum innan Alþýðu- flokksins og utan enda mjög góður og skemmtilegur ræðumaður. Enda þótt Helgi hefði brennandi áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum almennt áttu bókmenntirnar þó hug hans allan. Það lá við, að Helgi læsi allar bækur, sem út komu. Hann skrifaði lengi bókmenntagagnrýni og var mjög fær á því sviði. Sjálfur var Helgi bæði skáld og rithöfundur. Hann orti ágæt ljóð og skrifaði mikið í óbundnu máli. Frægir urðu Palla- dómar hans um alþingismenn. Ég kynntist Helga vel bæði á Al- þýðublaðinu og í Alþýðuflokknum. Hann var góður drengur, heilsteypt- ur maður, góður baráttumaður fyrir málstað jafnaðarmanna og mikill bókmenntaunnandi. Hann átti oft við heilsuleysi að stríða en skilaði þó vel sínu dagsverki. Eftirlifandi eiginkona Helga er Valný Bárðardóttir. Ég votta henni og eftirlifandi sonum þeirra mína innilegustu samúð vegna fráfalls Helga. Drottinn blessi minningu hans. Björgvin Guðmundsson. Við Helgi Sæmundsson hittumst árlega síðustu áratugi. Ekki miklu oftar – en þá hittumst við líka svo um munaði. Við höfðum báðir hlutverki að gegna á menningarhátíð karla- kórsins Fóstbræðra sem haldin er á þorra og á sér fjörutíu ára sögu og ríkar hefðir. Sá sem þetta ritar hefur stýrt hófi um nokkurt skeið en Helgi hefur lagt samkomunni lið á sviði bókmennta. Ekki síst vegna framlags Helga stóð samkoman undir nafni sem menningarhátíð – sú mesta sem haldin er hér á landi að vetrarlagi að mati Fóstbræðra. Þar fara Fóst- bræður fremstir og gestir þeirra. Helgi stóð þessa vakt í áratugi og fór ávallt á kostum. Hann sagði okkur sögur af skáldum og skáldskap. Hann tók hlutverk sitt af þeirri al- vöru sem hæfði og þess vegna varð úr dásamleg skemmtan. Strax upp úr áramótum ár hvert vorum við Helgi komnir í stuð og í góðan gír og vorum í stöðugu sambandi fram að hátíð. Oftar en ekki bað hann mig um að sækja sig heim til að ræða gamanið í fullri alvöru. Þá var notalegt að njóta gestrisni Valnýjar og þeirra hjóna beggja. Við sem sækjum reglulega þessa menningarhátíð máttum vita að Helga nyti ekki við til eilífðar. Við Helgi ræddum það oft hve kátt hlyti að vera á menningarhátíðinni í sól- heimum efra með nafngreindum Fóstbræðrum okkar þar og gestum þeirra. Á tímabili héldum við jafnvel að þeir hefðu vinninginn. Nú er eng- inn vafi um það lengur því mönnum okkar í dýrðarheimum bætist nú mikilsverður liðsauki. Það er ekkert nema tilhlökkunarefni að komast í þann glaða hóp. Þá verður sungið að hætti Fóstbræðra og sagðar sögur af listfengi vinar míns sem nú er geng- inn. Ég sendi þeim öllum samúðar- kveðjur sem nú syrgja Helga Sæ- mundsson. Þorgeir J. Andrésson. Helgi Sæmundsson skáld og rit- stjóri hefur lokið göngu sinni og kvatt okkur sem vorum honum sam- ferða um lengri eða skemmri tíma í andófi gegn auðvaldinu. Eitt sinn átt- um við samleið upp Bankastrætið og sagðist Helgi ætla til bókakaupa hjá Máli og menningu. Ég benti honum á bókabúð Lárusar Blöndals þarna rétt hjá. Ég versla ekki við auðvaldið, svaraði hann. Helgi var jafnaðarmað- ur af þeim skóla sem þekkti þýðingu þess og inntak. Við ræddum þessi mál er við hittumst á kaffihúsi, á gangstétt eða í strætisvagni, m.a. þessa frægu skiptingu í kommún- isma og sósíalisma. Niðurstaðan í stuttu máli; markmið sósíalista er skipulagning eigin samfélags meðan kommúnistar stefndu að heimsbylt- ingu lengst af undir forræði Sovét- ríkjanna. Við vorum sammála um að sósíalisminn væri okkur gagnlegri og því skynsamlegri. Við vorum einnig sammála um að íslenskir sósíalistar, sem kölluðu sig krata, hefðu verið handónýtir lengst af og því hefðu flokkar sem nær stóðu kommúnist- um fengið meira fylgi hér en í ná- grannalöndunum. Um þetta sagði Helgi m.a.: Sumt fólk er svo víðsýnt að það sér ekki niðrá tærnar á sér. Hann var þó ekki fús að samþykkja það álit mitt að Héðinn Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.