Morgunblaðið - 26.02.2004, Qupperneq 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 61
www. lands bank i. is
s ími 5 6 0 6 0 0 0
Árlega veitir Landsbankinn ellefu námsstyrki til virkra
viðskiptavina Námunnar.
Styrkirnir skiptast þannig:
• 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á Íslandi, 100.000 kr. hver
• 2 styrkir til háskólanáms á Íslandi, 200.000 kr. hvor
• 2 styrkir til BS/BA-háskólanáms erlendis, 300.000 kr. hvor
• 2 styrkir til meistara/doktors-háskólanáms erlendis, 400.000 kr. hvor
• 2 styrkir til listnáms, 200.000 kr. hvor
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars.
Í
S
L
E
N
S
K
A
A
U
G
L
Ý
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
N
/S
IA
.I
S
L
B
I
2
3
5
9
5
0
2
/2
0
0
4
Námsstyrkir til Námufélaga
Kjörið tækifæri til að fá fjárhagslegan
stuðning meðan á námi stendur
Allar nánari upplýsingar
má finna á www.landsbanki.is
og þar má einnig nálgast
skráningarblað sem nauðsynlegt
er að fylgi hverri umsókn.
Umsóknum skal skilað í næsta
útibú Landsbankans, merkt:
Námustyrkir, Markaðs- og
þróunardeild Landsbankans,
Austurstræti 11, 155 Reykjavík.
Styrkirnir eru afhentir
í byrjun maí.
SKÓLABLAÐ Verzlunarskólans
hefur ævinlega verið sérlega vand-
að og er eiginlega orðið að bók frek-
ar en blaði. Ólafur Páll Ólafsson
sem ritstýrði blaðinu að þessu sinni
segir ástæðuna fyrir því að svo mik-
ið sé lagt í skólablöðin sem raun ber
vitni, vera þá að hugsunarhátturinn
í Versló hafi af einhverjum ástæð-
um ævinlega verið sá að toppa blað-
ið frá árinu á undan. „Þau sem gáfu
út blaðið í fyrra sprengdu eiginlega
allan skalann með því að hafa blaðið
innbundið í harðspjöld. Okkur í rit-
nefndinni núna var því ekki stætt á
öðru en hafa þetta enn flottara.“
Verzlunarskólablaðið í ár er því
bæði í stærra broti en í fyrra, heilar
245 blaðsíður, innbundið í harð-
spjöld og auk þess í viðhafnaröskju.
„Uppsetjarinn hjá okkur var sá
sami og í fyrra, Ólafur Breiðfjörð,
sem er alveg rosalega fær á sínu
sviði eins og sjá má þegar blaðinu er
flett.“
Ísland er langflottast
Og í flettingum kemur líka í ljós
að pappírinn er ekkert slor og allt í
lit. Íslensku fánalitirnir rauður, blár
og hvítur eru áberandi í blaðinu
enda er Ísland þema blaðsins þessu
sinni. Sjálft föðurlandið. „Í sam-
hengi við þetta þema þá skiptum við
blaðinu í þrjá kafla með heitum ís-
lenska fánans: Eldur, vatn og ís.
Með hverju þessara þriggja ele-
menta fylgir ljóð með ljósmynd sem
nær yfir eina og hálfa síðu.“ Í
blaðinu eru líka viðtöl við hin fjögur
fræknu, eins og Ólafur Páll kallar
þau: Íslendinga sem hafa skarað
fram úr hver á sínu sviði: Ólaf Ragn-
ar Grímsson forseta Íslands, Björk
Guðmundsdóttur tónlistarkonu Ís-
lands, Eið Smára Guðjohnsen
íþróttamann Íslands og Ingvar E.
Sigurðsson leikara Íslands.
En hversvegna Íslandsþema?
„Hugmyndin um Íslandsþemað
kom fljótt upp hjá ritnefndinni og
tilgangurinn er auðvitað að fylla
alla af þjóðarstolti. Enda er Ísland
best,“ segir Ólafur Páll með dul-
arfullri blöndu af drambi og húmor.
Minningargrein um Keikó
Heilmikið spennandi efni er í
blaðinu auk stóru viðtalanna við
stóru Íslendingana, t.d. dagbók of-
urhuga, smásögur og ljóð, minning-
argrein um Íslendinginn Keikó,
grein um að vera kvenkyns, um
deit, um vöðvafíkn og viðtal við guð,
svo fátt eitt sé nefnt. Og glás af aug-
lýsingum, því heilmikið hljóta her-
legheitin að kosta. Ólafur Páll fær-
ist undan því að nefna
kostnaðartölu en segir að blaðið
standi undir sér. „Við erum með sjö-
tíu auglýsingar og í um helming
þeirra sköffuðum við sjálf ljósmynd-
ara og módel, síðan erum við með
sjöhundruð gamla Verzlinga sem
eru áskrifendur að blaðinu og hvert
eintak kostar 1.900 krónur og svo
keypti Þorvarður skólastjóri 150
eintök sem hann lætur dreifa í
grunnskóla og á hina ýmsu staði,
þannig að þetta reddast.“
Peysufatadagurinn framundan
Einar tíu opnur hér og þar í
blaðinu eru lagðar undir nafn-
greindar myndir af fjórðubekk-
ingum skólans.
„Þetta eru annars árs nemendur
skólans og framundan hjá þeim er
sú hefð og hátíð sem kallast peysu-
fatadagur og þá er svaka stuð.“
Ofan á allt saman var svo haldin
útgáfuhátíð í Háskólabíói sl. föstu-
dag, þar sem forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, var viðstaddur
og flutti ræðu í tilefni dagsins.
„Hann fór á kostum og var alveg
rosalega skemmtilegur,“ segir nafni
hans Ólafur Páll og bætir við að á
hátíðinni hafi verið sýnt myndband
sem tengdist Íslandsþema blaðsins.
„Þar voru íslenskir fossar, eldfjöll
og annað rammíslenskt í aðal-
hlutverki, Vala Flosa að stökkva af
sinni alkunnu snilld og ýmislegt
fleira og tónlist Bjarkar hljómaði
undir,“ segir Ólafur Páll að lokum,
hæstánægður með glæstan afrakst-
ur ritstjórnarinnar.
70. árgangur Verzlunarskólablaðsins kominn út
Veglegt blað og útgáfuhátíð
Morgunblaðið/Páll Bergmann
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskól-
ans, ásamt stoltri ritnefnd á hátíð í Háskólabíói sem haldin var í tilefni útkomu 70. heftisins.
Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Páll Ólafsson ritstjóri kampakátur með eitt veg-
legt eintak og askjan góða við hlið hans í sófanum.
khk@mbl.is
Og í aðalhlutverki
Pancho Villa sjálfur
(And Starring Pancho
Villa Himself)
Drama
Bandaríkin 2003. Skífan VHS. (117
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri
Bruce Beresford. Aðalhlutverk Antonio
Banderas, Alan Arkin, Jim Broadbent.
ANTONIO Banderas fer á kost-
um í þessari ágætu sjónvarpsmynd
sem tekur á skemmtilegan hátt á
sérkennilegu skeiði í sögu Banda-
ríkjanna á fyrstu árum 20. aldarinn-
ar þegar vestrið
hætti að vera villt.
Þá urðu árekstrarn-
ir eins og gefur að
skilja margir,
stundum sorglegir
en einnig skondnir
eins og í þessu fjar-
stæðukennda dæmi.
Myndin gengur
nefnilega út á það þegar D.W. Griff-
ith og félagar í Hollywood fengu þá
flugu í höfuðið að byltingin í Mexíkó
gæti verið hið fínasta efni í bíómynd-
ir, og þá sér í lagi byltingarleiðtoginn
sjálfur, Pancho Villa. Buðu þeir hon-
um því fúlgur fjár í byltingarsjóðinn
gegn því að fá að mynda hann og
gera úr honum kvikmyndastjörnu,
sem var samþykkt. Banderas leikur
Villa af miklum og trúverðugum
krafti og drífur áfram annars fremur
máttvana mynd hins mistæka Beres-
fords (Driving Miss Daisy). ½
Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Þegar vestr-
ið hætti
að vera villt
LHASA/The Living Road
Mikil og merkileg uppgötvun fyrir
mann, þessi 31 árs gamla mexí-
kóska-bandaríska-kanadíska tónlist-
arkona. Ekkert
skrýtið að hún sé
að ná til eyrna
fólks með þessari
annarri plötu sinni
því hún er aldeilis
magnaður seiður sem satt best að
segja er erfitt að lýsa svo vel sé.
Þetta er heimstónlist, svo mikið er
víst, og hún er grípandi. Ræturnar
eru klárlega suðrænar, mexíkóskar
eins og gefur að skilja, en það segir
ekki einu sinni hálfa söguna því
áhrifin sem greina má eru ómælandi
mörg og úr öllum áttum. Þetta er til-
gerðarleg samlíking, vissulega, en
það er eins og hin víðförla Lhasa De
Sela leiði mann í ferðalag um heim-
inn sem á sér endastöð á mettuðu
kaffihúsi í öngstræti í París, djass-
inn og blúsinn ómar í grunninn
(Billie Holiday er helsta átrún-
aðargoð Lhösu), Almodovar-mynd
uppi á tjaldinu og ilmandi indversk-
ur matur í boði. Þannig minnir
Lhasa mann stundum á hina lítt
þekktu en frábæru bresku og ind-
verskættuðu Susheela Raman sem
tekist hefur með ævintýralegri út-
komu að sameina indverska arfinn
einhvers konar breskum djassi.
Frábær plata sem höfðar til miklu
fleiri en ætla mætti í fyrstu.
Skarphéðinn Guðmundsson
Erlendar plötur