Morgunblaðið - 26.02.2004, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Allir þurfa félagsskap
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
Besta mynd, besti leikstjóri, besta
handrit og besti leikari í aðalhlutverki
4
Sýnd kl. 6.
Frábær
gamanmynd frá
höfundi Meet the
Parents
f
f i t t
t
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
„Dýrmætt
hnossgæti“
EPÓ Kvikmyndir.com
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
Besta mynd, besti leikstjóri, besta
handrit og besti leikari í aðalhlutverki
4
Allir þurfa félagsskap
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
SV MBL
11 Tilnefningar til óskarsverðlauna
kl. 5 og 9.
Yfir 93.000 gestir
Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12.
Fréttablaðið
SV Mbl. ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.40.
ÓHT Rás2
Sýnd kl. 4 og 6. Með ísl. textaSýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
EMINEM hefur höfðað mál á hend-
ur Apple-tölvurisanum fyrir að nota
eitt af lögum sínum í auglýsingar í
leyfisleysi. Eminem varð æfur er
hann komst að því að Apple væri að
nota bút úr „Lose Yourself“ í auglýs-
ingu fyrir nettónlistarútgáfu sína
iTunes. Í lögsókninni segir að rapp-
arinn hafi aldrei leyft notkun á tón-
list sinni í auglýsingaskyni fyrir
aðrar vörur og ef hann myndi gera
það þá þyrfti að borga fyrir það
a.m.k. 10 milljónir dala eða sem
nemur 680 milljónum króna.
Sjálfur var Eminem lögsóttur um
árið fyrir að hafa notað lagabút úr
óþekktu lagi án þess að geta höf-
undar.
Reuters
Eminem lætur engan vaða yfir sig – hvorki brúður né tölvunörda.
Eminem í mál við Apple
HANN kennir trompetleik við hinn virta
Berklee-tónlistarháskóla í Boston og lék um ára-
bil með stórsveit Buddy Rich. Á fjörutíu ára ferli
hefur hann einnig blásið fyrir eins ólíka lista-
menn og Dizzie Gillespie, Frank Sinatra, Tony
Bennett, Burt Bacharach, Stevie Wonder, The
Supremes, Woody Herman og Lenu Horne og í
kvöld munu bætast í meðspilarahóp hans þeir
Agnar Már Magnússon píanóleikari og Tómas R.
Einarsson.
Greg Hopkins heitir maðurinn, kemur frá
Detroit og tríóið sem leikur í á Kaffi List í kvöld
er kennt við hann. Hopkins er staddur hér á
landi til að vinna með Stórsveit Reykjavíkur en á
sínum tíma með stórsveit Rich samdi hann og út-
setti mikið fyrir sveitina.
Þegar Hopkins er ekki á þeysingi um heiminn
til að blása í trompetið kennir hann djasstromp-
etleik, útsetningar og samspil við Berklee-skóla
og hefur gert síðan 1974.
Á laugardaginn leikur svo á Kaffi List Djass-
kvartettinn Kompa en hann er skipaður Sigurði
Þór Rögnvaldssyni gítarleikara, Steinari Sigurð-
arsyni saxófónleikara, Pétri Sigurðssyni bassa-
leikara og Kristmundi Guðmundssyni trommu-
leikara en þeir eru allir komnir langt í námi við
Tónlistarskóla F.Í.H.
Tríó Gregs Hopkins leikur á Kaffi List
Blásið fyrir Gillespie, Sinatra,
Bennett og stórsveit Buddy Rich
Greg Hopkins mun blása af list á Kaffi List í kvöld.
Tónleikarnir á Kaffi List hefjast um kl. 21.30 og standa
fram til miðnættis. Aðgangseyrir er 500 kr.
UMDEILD mynd Mels Gibsons
um síðustu tólf klukkustundirnar
í lífi Jesú Krists – Píslarsaga
Krists – var frumsýnd í gær í
Bandaríkjunum.
Myndin hefur þegar vakið mikil
og sterk viðbrögð kirkjunnar
manna og trúarsamtaka af ýms-
um toga. Myndin var forsýnd í
Los Angeles og fékk þá mjög
sterk og tilfinningarík viðbrögð
frá áhorfendum.
Það hafa einkum verið þrýsti-
hópar gyðinga sem gagnrýnt hafa
myndina og lýst yfir því að þeir
óttist að hún ýti undir gyð-
ingahatur vegna þess að í henni
sé gefið í skyn að gyðingar hafi
borið ábyrgð á dauða Krists.
Gagnrýnendur sem mislíkar myndin hafa hins
vegar fundið að henni fyrir yfirgengilega
grimmd og alltof sýnilegt ofbeldi.
Helgiathafnir að loknum sýningum
En Gibson hefur varið myndina með kjafti
og klóm og segir hana draga upp raunsanna
mynd af píslargöngunni. Hann viðurkennir
fúslega að hún sé ofbeldisfull og hefur brugð-
ist svo við: „Ef það fer fyrir brjóstið á ykkur,
farið þá ekki á myndina. Ef
ykkur er skapi næst að ganga
út í hléi, gerið það þá.“ En hann
fullyrðir að hafa farið heið-
arlega eftir lýsingum í Biblí-
unni og hefur hlotið stuðning
frá mörgum kristnum trú-
félögum.
Píslarsaga Krists var frum-
sýnd í 2.800 kvikmyndahúsum í
Bandaríkjunum, víðar en nokk-
ur önnur mynd á erlendu
tungumáli eða sem fjallar um
trúarlegt efni.
Mörg trúfélög hafa tekið sig
til og keypt upp heilu sýning-
arnar af myndinni fyrir sókn-
arbörn sín. Leiðtogar First
Family-kirkjunnar í Overland
Park í Kansas-ríki keyptu t.d. upp 9 sýningar,
alls 3500 sæti, og buðu upp á helgiathöfn að
sýningu lokinni.
Mótmælagöngur hafa einnig verið haldnar
vegna myndarinnar og voru farnar víða um
Bandaríkin í gær, nálægt kvikmyndahúsum
sem sýndu myndina.
Fræðimenn hafa sagt myndina uppfulla af
sögulegum rangfærslum, eins og t.d. að Jesús
skuli vera með sítt hár og að persónur mæli á
latínu og aramísku. Gibson segist hins vegar
hafa ráðfært sig við helstu fræðimenn, guð-
fræðinga, presta og trúarlega rithöfunda áður
en hann skrifaði handritið og stendur því við
hvert orð.
Meistaraverk eða misnotkun?
Sjaldan hafa gagnrýnendur vestra skipst
eins rækilega í tvö horn vegna kvikmyndar því
að hún er ýmist sögð hið mesta stórvirki eða
pínleg á að horfa – ekkert þar á milli. Til
marks um það þá fær myndin 50% af 100%
skala vefritsins metacritic.com sem safnar
saman viðhorfum helstu gagnrýnenda í heim-
inum og hjá sams konar vefriti sem er rotten-
tomatoes.com er fengið út að 54 af hundraði
séu dómar í jákvæðari kanntinum.
Roger Ebert er einn þeirra sem telja mynd-
ina stórvirki, segir hana í Chicago Sun-Times
einu trúarlegu myndina sem hann hafi séð – að
undanskilinni Mattheusarguðspjalli Pasolinis
– sem taki á því sem gerðist í raun og veru:
„Þetta er magnaðasta, mikilvægasta og
langnákvæmasta túlkun á síðustu stundum
Krists sem fest hefur verið á filmu.“ Ebert seg-
ir og Gibson „meistara frásagnarlistarinnar og
að myndin sé hans meistaraverk“. Todd
McCarthy hjá Variety er nánast eins hrifinn og
segir það deginum ljósara að hér sé á ferð mik-
ilvægasta trúarmynd vorra daga. Hins vegar
voru þeir gagnrýnendur margir sem ofbauð
greinilega ofbeldið í myndinni og lýsti David
Ansen henni þannig að Gibson væri allt að því
að misnota áhorfendur og refsa þeim fyrir
syndir þeirra, aðrir tala um að hún virki sem
hin mesta píslarganga fyrir sjálfa áhorfendur
og A.O. Scott hjá The New York Times hafnar
henni og Gibson fyrir það að ná aldrei að gefa
skýra mynd af því hver tilgangurinn með allri
þessari blóðsúthellingu er – og við það hljóti
Píslarsaga Krists að falla um sjálfa sig.
Þá er eftir að sjá hver dómur fjöldans verð-
ur sem mun best koma í ljós með sjálfri að-
sókninni að myndinni.
Píslarsaga Krists eftir Mel Gibson var frumsýnd í gær
Ýmist sögð hugljómun eða
píslarganga fyrir áhorfendur
Reuters
Töluverð mótmæli hafa verið í Bandaríkj-
unum við sýningu myndarinnar en þessi
mótmælandi úr röðum gyðinga sem
mótmælti á Times Square lýsir myndinni
sem „hættulegu vopni gegn gyðingum“.
Jim Caviezel túlkar Jesú
Krist í Píslarsögu Krists,
með sítt hár og skegg.
Reuters
skarpi@mbl.is