Morgunblaðið - 26.02.2004, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2004 65
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
AKUREYRI
Sýnd kl. 5.40 og 8.
Gamanmynd eins og þær gerast bestar !
Kvikmyndir.com
Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni
HJ MBL
„Fínasta
skemmtun“
B.Ö.S. Fréttablaðið
Sannkölluð stórmynd
sem hlotið hefur
frábæra dóma og
viðtökur um allan heim.
Tom Cruise hefur aldrei
verið betri!
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
KRINGLAN
kl. 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
kl. 4, 7 og 10.
AKUREYRI
kl. 8.
KEFLAVÍK
kl. 8 og 10.15.
Stórbrotin
ogmargverðlaunað
stórmynd með
Óskarsverðlaunahafanum,
Nicole Kidman, Golden
Globe og BAFTA
verðlaunahafanum Renée
Zellweger og Jude Law. Kvikmyndir.com
B.i. 16 ára.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 7 og 10. b.i. 14 .
SV MBL
KRINGLAN
Sýnd kl. 4 og 6.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.20.
HESTA-
SAGA
FORSALA miða á tónleika rokksveitar-
innar Korn í Laugardalshöllinni 30. maí
hefst á sunnudaginn.
Fer miðasalan fram í verslunum Skíf-
unnar á Laugavegi, Kringlunni og Smára-
lind, Pennanum Akranesi, Hljóðhúsinu
Selfossi og Pennanum - Eymundssyni,
Glerártorgi Akureyri.
Alls staðar hefst miðasalan á slaginu kl.
21 nema á Akureyri þar sem hún hefst kl.
13. Áhugasamir af landsbyggðinni geta
þá tryggt sér miða í síma 525 5040 frá kl.
21.
Miðaverð er kr. 4.500 í stæði en 5.500 í
stúku. Aldurstakmark er 13 ár, nema í
fylgd með fullorðnum forráðamanni.
Hver einstaklingur má mest kaupa sex
miða.
Þá vilja tónleikahaldarar beina þeim til-
mælum til áhugasamra að stilla sér ekki upp
í raðir við verslun Skífunnar í Kringlunni
fyrr en kl. 17 á miðasöludegi og við verslun
Skífunnar í Smáralind fyrr en kl. 18.
Þessi vinsamlegu tilmæli séu sett fram
af tillitssemi við verslun og þjónustu í
Kringlunni og Smáralind.
Í öðrum fréttum af Korn var það til-
kynnt á dögunum að sveitin muni fara í
tónleikaferð um Bandaríkin ásamt
Linkin Park og Snoop Doggy Dogg.
Tónleikaferðin mun bera yfirskriftina
The Projekt Revolution. Snoop hefur
sett saman sína hljómsveit vegna ferð-
arinnar sem heitir Snoopadelics og seg-
ist hann vona að sveitirnar þrjár eigi
eftir að gera eitthvað saman á sviðinu.
Þá hefur nýtt myndband við lag Korn
„Y’all Want A Single“ valdið deilum en í
því ráðast þeir Korn-liðar með barefli
inn í plötubúð og rústa henni.
Þykir myndbandið ekkert sérlega MTV-
vænt og mun eigendum stóru plötubúða-
keðjanna eitthvað misboðið.
Tónleikar Korn í Höllinni
Miðasalan hefst á sunnudag
Búast má við að Kornið fylli mælinn á sunnudaginn.
FREGNIR herma að Nicole Kid-
man sé aftur byrjuð með Lenny
Kravitz. Sást til þeirra þar sem
þau héldust í hendur í Miami um
helgina og skemmtu sér við und-
irleik kúbanskra tónlistarmanna.
Kidman á að hafa blásið af áform
um að giftast rokkaranum eftir að
hafa komist að því að hann héldi
framhjá með brasilískri listakonu.
Svo eiga þau að hafa saknað hvort annars svo óskap-
lega yfir jólin að þau hafi ekki getað annað en náð
saman að nýju. Fyrrverandi eiginkona Kravitz og
barnsmóðir, Lisa Bonet, var með þeim í för í Miami
en þeim kemur víst vel saman, Kidman og Bonet …
Gwyneth Paltrow langar helst að ala ófætt barn
þeirra Chris Martin úr Coldplay upp á Spáni. Þau
hyggjast byggja sér setur við þorpið Buenaventura
og hreiðra þar um sig í framtíðinni. Upphaflega ætl-
uðu þau að ala barnið upp í Lundúnum en hættu við
eftir að vinafólk Paltrow gaf þeim landskika á
Spáni …
FÓLK Ífréttum