Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
• www.heimsferdir.is
Síðustu sætin.
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsundatali á
hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er þetta vinsælasti tími
ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina
og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábær-
ir veitinga- og skemmtistaðir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.950
Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 11.
mars. M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel.
Skattar innifaldir. Verð m.v. netbókun.
Bókunargjald kr. 2.000.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Aðeins 10 herbergi í boði á þessu tilboði
Helgarferð til
Prag
11. mars
frá kr. 29.950
ÞORGERÐUR Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra
hefur áskilið sér rétt til að meta
framhaldið á fyrirkomulagi
samræmdra stúdentsprófa,
sem verða í fyrsta sinn þreytt í
vor. Steingrímur Sigurgeirs-
son, aðstoðarmaður ráðherra,
segir það ávallt hafa staðið til og
því hafi Þorgerður talið rétt að
fara með málið fyrir ríkisstjórn-
arfund til upplýsingar á þriðju-
dag.
Steingrímur segir miklar
breytingar framundan á fram-
haldsskólastiginu vegna fyrir-
hugaðrar styttingar náms til
stúdentsprófs. Allt skólastigið
sé þar undir og jafnframt tengsl
við grunnskóla. Því sé ekki
hægt að útiloka að það hafi ein-
hver áhrif á samræmd stúd-
entspróf. Menntamálaráðherra
hafi áskilið sér rétt til að meta
framhaldið á grundvelli könn-
unarprófs í íslensku í vor og nið-
urstöðu þriggja starfshópa um
styttingu náms til stúdents-
prófs sem séu að störfum.
Þátttakan í prófinu í maí virð-
ist ætla að verða nokkuð góð
segir Steingrímur og það sé
fagnaðarefni. Námsmatsstofn-
un hafi lagt mikla vinnu í prófið
og unnið í góðri samvinnu við
framhaldsskólana í landinu.
Samræmt
stúdentspróf
endurmetið
EKKERT hefur þokast í samkomu-
lagsátt milli Heilsugæslunnar í
Reykjavík og fyrrverandi starfs-
fólks heimahjúkrunar. Mikið álag er
á því starfsfólki sem eftir er en 37
starfsmenn hættu störfum á mánu-
dag. Þrír sjúkraliðar hafa sótt um
starf við heimahjúkrun, að sögn
Þórunnar Ólafsdóttur hjúkrunarfor-
stjóra. Gert er ráð fyrir að gengið
verði frá ráðningum þeirra á næstu
dögum.
Nokkrir skjólstæðingar heima-
hjúkrunar í Reykjavík hafa kvartað
til landlæknis yfir því að fá ekki þá
þjónustu sem þeim ber. Matthías
Halldórsson aðstoðarlandlæknir
segir að fólk hafi haft samband við
embættið með því að senda tölvu-
póst eða hringja og sé því bent á að
beina kvörtunum sínum fyrst til
stjórnenda Heilsugæslunnar í
Reykjavík í samræmi við lög um
réttindi sjúklinga. Hann segir emb-
ættið ekki vita til þess að skjólstæð-
ingar líði alvarlega fyrir deiluna en
segir að fylgst verði með því.
Þungt hljóð í starfsfólki
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Heilsugæslunnar í Reykjavík, sagði
í fréttum Útvarps í gær að þess
væru dæmi að starfsfólk heima-
hjúkrunar færi í vitjanir án þess að
skjólstæðingarnir sem vitjað væri
hefðu þörf fyrir það. Í samtali við
Morgunblaðið sagðist Guðmundur
hafa með þessum ummælum viljað
vekja athygli á því að núverandi
akstursfyrirkomulag hvetji til auk-
inna afkasta, en ekki endilega til
aukinnar þjónustu. Þá segir hann að
ekki megi gleymast að verið sé að
fara með skattfé og því beri að nýta
fjárveitingar til starfseminnar vel.
Að sögn Huldu Gísladóttur,
hjúkrunarfræðings sem starfar hjá
heimahjúkrun, er þungt hljóð í
starfsfólki og hún segir það ansi
þreytt á ummælum þar sem vegið er
að starfsheiðri þess. Hún hafnar al-
gjörlega ummælum forstjóra heilsu-
gæslunnar þess efnis að starfsfólk
fari í óþarfar vitjanir til að auka
akstursgreiðslur sínar. „Mér finnst
ekki verjandi hvernig er vegið að
okkur. Það er látið líta út eins og við
séum í einhverju kapphlaupi um
bílapeninga sem er út í hött,“ segir
Hulda. Hún segir hverfisstjóra
skipuleggja svokölluð vinnukort og
starfsfólk fara í vitjanir eftir því
sem kortin segja til um hverju sinni.
Stjórn Félags íslenskra heimilis-
lækna sendi frá sér ályktun í gær
þar sem lýst er áhyggjum vegna
deilunnar. „Ástandið bitnar augljós-
lega á sjúklingum heimahjúkrunar
sem munu ekki fá þjónustu eins og
áður fyrir utan að lifa í óvissu um
nauðsynlega umönnun. Hjúkrun í
heimahúsum er þjónusta sem oft
skapar möguleika fyrir fólk að út-
skrifast fyrr af sjúkrastofnunum og
dvelja lengur heima en ella með til-
heyrandi sparnaði á sjúkrastofnun-
um,“ segir í ályktuninni. Málsaðilar
eru hvattir til að leysa deiluna hið
fyrsta með þarfir skjólstæðinga
heimahjúkrunar í huga.
Tilefnislaus árás á starfsfólk
og skjólstæðinga
Ólafur F. Magnússon, heimilis-
læknir og borgarfulltrúi, hyggst
taka málefni heimhjúkrunar upp ut-
an dagskrár í borgarstjórn í dag.
Ólafur segir kjaraskerðingu vegna
breytinga á aksturssamningum í
raun vera tilefnislausa árás á starfs-
fólk heimahjúkrunar og skjólstæð-
inga þess. „Eftir því sem ég best
veit þá er þetta fólk síst of vel haldið
af sínum launum og er að vinna
verðmæt störf. Ég held að ríkis-
stjórnin ætti að höggva í einhvern
annan knérunn.“
Að mati Ólafs má rekja þann
vanda sem nú er kominn upp í
heimahjúkrun til þess hve ákvarð-
anir eru teknar fjarri vettvangi eftir
að heilsugæslan var færð frá sveit-
arfélögum til ríkis 1990. Ólafur sat í
stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík
í tólf ár, frá 1990 til 2002. Hann telur
að ekki megi skella skuldinni alfarið
á stjórnendur heilsugæslunnar því
þeir starfi samkvæmt valdboði að
ofan, þ.e. frá heilbrigðisráðuneytinu.
Akstursgreiðslur
ekki skattfrjálsar
Í umfjöllun sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær um málefni heima-
hjúkrunar var ranglega sagt frá því
að akstursgreiðslur starfsfólks væru
skattfrjálsar. Hið rétta er að starfs-
fólk heimahjúkrunar greiðir ekki
staðgreiðsluskatt af aksturspening-
um. Hins vegar eru aksturs-
greiðslur taldar fram og skattur
greiddur af hluta þeirra eftir á, þeg-
ar búið er að taka saman kostnað
vegna reksturs á bíl sem kemur á
móti.
Ekki í kapphlaupi
um bílapeninga
Mikið álag á starfsfólki í heimahjúkrun í Reykjavík
Þrír sjúkraliðar verða ráðnir á næstu dögum
Morgunblaðið/Sverrir
Lyfjaskammtar fyrir sjúklinga.
ÞRJÁR stúlkur báru sigur úr být-
um í keppni í listdansi sem fram fór
í Borgarleikhúsinu á þriðjudag, en
þar kepptu efnilegustu ballettdans-
arar Íslands af yngstu kynslóðinni
um þátttökurétt í fjölþjóðlegri
keppni.
Stúlkurnar, þær Sæunn Ýr Mar-
inósdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir og
Hrafnhildur Ágústsdóttir, munu
keppa fyrir hönd Íslands í sérstakri
norrænni ballettkeppni í Svíþjóð
dagana 21. og 22. maí, þar sem
nemendur frá öllum ríkisreknum
ballettskólum á Norðurlöndunum
koma saman og keppa. Stúlkurnar
eru allar nemendur við Listdans-
skóla Íslands en nemendur frá
þremur skólum kepptu í dans-
keppninni.Keppnin í Svíþjóð hefur
verið haldin í sextán ár, en Íslend-
ingar senda nú keppendur í fimmta
sinn. Í fyrra komst einn íslenskur
keppandi í úrslit og varð fjórða.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tignarlegir sigurvegarar hneigðu sig tígulega á sviði Borgarleikhússins.
Sigurvegarar í ballett-
keppni á norrænt mót
BÍLASTÆÐASJÓÐUR
áformar að opna fyrir
gsm-greiðslumiðlunarkerfi við
bílastæði borgarinnar í byrjun
sumars þar sem ökumenn geta
valið um að greiða fyrir þjón-
ustuna með gsm-síma. Hafa
fulltrúar úr samgöngunefnd
og framkvæmdastjóri Bíla-
stæðasjóðs kynnt sér notkun
og þróun á slíkri þjónustu er-
lendis, m.a. á Norðurlönd-
unum, þar sem hún hefur víða
gefist vel.
Að sögn Stefáns Haralds-
sonar, framkvæmdastjóra
Bílastæðasjóðs, verður leitað
til einkaaðila um reksturinn og
hafa símafyrirtæki, hugbún-
aðarfyrirtæki og erlendir að-
ilar sem reka slík kerfi þegar
sýnt áhuga. Mun þjónustan ná
til allra gjaldskyldra bílastæða
á vegum borgarinnar, að und-
anskildum bílastæðahúsunum.
Að sögn Stefáns verður áfram
hægt að greiða með peningum
í gjaldmæla og er fyrst og
fremst um að ræða viðbót-
arþjónustu fyrir ökumenn.
Fá viðvörun með
sms-skilaboðum
Þjónustan gerir ökumanni kleift
að greiða fyrir bílastæði með gsm á
þann hátt að upphaf og endir stöðu-
tímans sem hann velur er skráð í
hugbúnaðarkerfi sem jafnframt
reiknar tilheyrandi gjald út frá tíma-
gjaldi viðkomandi gjaldsvæðis.
Eftirlit fer þannig fram að stöðu-
vörður getur kannað stöðuna á
grundvelli skráningarnúmers bíls
sem auðkenndur verður með litlu
merki rekstraraðila þjónustunnar,
t.d. í bílrúðu.
Miðað er við að þeir ökumenn sem
nýti sér þjónustuna geri samning við
aðilann sem rekur hana um nánari
tilhögun, verð, greiðslufyrir-
komulag, o.fl. Rekstraraðili inn-
heimtir tímagjald Bílastæðasjóðs
sem rennur óskert til sjóðsins auk
þess að innheimta kostnað vegna
þjónustunnar hjá viðskiptavinum
sínum.
Búið er að afnema ákvæði um há-
markstíma sem hægt er að greiða
fyrir í stöðumæli í Reykjavík og með
aðstoð gsm-símans verður því hægt
að framlengja tímann ef svo ber
undir, eins þótt ökumaður sé stadd-
ur víðsfjarri. Víða erlendis fá öku-
menn senda áminningu í sms
skömmu áður en tíminn rennur út.
Að sögn Stefáns er ávinningurinn
af gsm-greiðslukerfinu sá að not-
endur þjónustunnar bera allan
kostnað auk þess sem frjáls sam-
keppni verður milli ólíkra rekstr-
araðila á markaði sem tryggi bestu
lausnirnar á hagstæðasta verðinu.
Nýtt greiðslumiðlunarkerfi í notkun
við bílastæði í Reykjavík í sumar
Greitt í stöðu-
mæla með gsm
Morgunblaðið/Jim Smart