Morgunblaðið - 04.03.2004, Síða 11
Morgunblaðið/Þorkell
Hluti ráðstefnugesta byrjaði gærdaginn á ferð í álverið í Straumsvík og þaðan lá leiðin á Grundartanga.
Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra mun ávarpa ráð-
stefnuna í dag og í kjölfarið flytja
erindi Bernt Reitan, aðstoðarfor-
stjóri Alcoa, Kenneth Petersen,
eigandi Norðuráls, Rannveig Rist,
forstjóri Alcan í Straumsvík, og
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar.
Á ráðstefnunni verður einnig
rætt um þróun og framtíðarhorfur
ál- og orkuiðnaðar á heimsmark-
aði og dagskránni lýkur á morgun
með því að fulltrúar Landsvirkj-
ALÞJÓÐLEG ál- og orkuráðstefna
hófst hér á landi í gær með því að
nærri 150 ráðstefnugestir fóru í
skoðunarferðir að álverunum í
Straumsvík og á Grundartanga og
virkjunum Landsvirkjunar í Sog-
inu og Búrfelli. Fyrirlestrar fara
svo fram í dag og á morgun á
Hótel Nordica í Reykjavík.
Ráðstefnan er haldin á vegum
breska fyrirtækisins Metal Events
Ltd. en Landsvirkjun er meðal
styrktaraðila og bauð gestum til
hátíðarkvöldverðar í gærkvöldi.
unar, Hitaveitu Suðurnesja og Iðn-
tæknistofnunar flytja erindi um
vatns- og jarðvarmavirkjanir og
sjálfbæra þróun í íslenskri nátt-
úru.
Samkvæmt upplýsingum frá
Metal Events Ltd eru gestirnir 150
frá tæplega 100 fyrirtækjum og
stofnunum alls staðar að úr heim-
inum, þar af hafa nærri 20 íslensk
fyrirtæki tilkynnt þátttöku. Sam-
bærileg ráðstefna fór fram í S-
Afríku í fyrra og þá með þátttöku
Landsvirkjunar.
Alþjóðleg álráðstefna í Reykjavík
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 11
Laugardagskaffi í Valhöll
6. mars kl. 11.00
Upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins
Rætt verður um ný tækifæri
í heilbrigðisþjónustu.
Frummælendur verða Ásta Möller,
varaþingmaður og verkefnisstjóri Liðsinnis,
Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa
lónsins, og Sigurður Ásgeir Kristinsson,
framkvæmdastjóri Orkuhússins.
Fundarstjóri verður Atli Rafn Björnsson,
formaður Heimdallar.
Allir velkomnir!
FIMMTÁN umsækjendur sóttu um
embætti prests í Nesprestakalli í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Umsóknarfrestur rann út 1. mars síð-
astliðinn. Umsækjendur eru: Aðal-
steinn Þorvaldsson guðfræðingur,
Arndís Ósk Hauksdóttir guðfræðing-
ur, séra Bára Friðriksdóttir, Bryndís
Valbjarnardóttir guðfræðingur, séra
Elínborg Gísladóttir, séra Guðbjörg
Jóhannesdóttir, Gunnar Jóhannesson
guðfræðingur, séra Helga Helena
Sturlaugsdóttir, Jóhanna Magnús-
dóttir guðfræðingur, séra Jón Ragn-
arsson, séra Sigurður Árni Þórðar-
son, séra Skúli Sigurður Ólafsson,
Vigfús B. Albertsson guðfræðingur
Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guð-
fræðingur og séra Þórhildur Ólafs.
Starfið er veitt frá 1. maí 2004.
Fimmtán sóttu um embætti
prests í Nesprestakalli
EIN stærsta upplýs-
ingaráðstefna sem hér
hefur verið haldin,
UT2004, verður haldin
á föstudaginn og laug-
ardaginn í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ.
Að sögn Jónu Pálsdótt-
ur á þróunarsviði
menntamálaráðuneytis-
ins, er búist við allt að
1.500 manns muni
sækja ráðstefnuna og
þar af mjög margir ut-
an af landi. Þá verða
um hátt í eitt hundrað
fyrirlesarar á ráðstefn-
unni, þar af nokkrir er-
lendir.
Ráðstefnan snýst um upplýsinga
og samskiptatækni í skólakerfinu
og virðist hafa slegið í gegn því
gestafjöldi hefur margfaldast frá
því farið var af stað með ráðstefn-
una fyrir sex árum.
Þrjár ráðstefnur samtímis
„Við erum í raun samtímis að
keyra eina ráðstefnu fyrir leik-
skóla, aðra fyrir
grunnskóla og þá
þriðju fyrir fram-
haldsskóla fyrir utan
aðra dagskrárliði,“
segir Jóna. „Þetta er
í sjötta sinn sem við
höldum þessa ráð-
stefnu og hún hefur
farið vaxandi öll
þessi ár. Í fyrra var
ráðstefnan á Akur-
eyri og þangað komu
600 manns en við átt-
um ekki von á nema
200. Þá vorum við
mjög upptekin af
tækninni en núna er-
um við upptekin af því hvernig
upplýsingatæknin hún geti unnið
með kennurum og erum að reyna
að fá þessa venjulega kennara til
þess að koma, ekki bara þá sem
stýra tölvuverum. Við erum að
mestu hætt að tala um tækni held-
ur miklu frekar um tæki sem er
þægilegt að nota og láta hjálpa sér
við kennsluna enda er slagorð okk-
ar nú „UT vinnur með þér“.“
Fjöldi þátttakenda
sækir UT2004
Jóna Pálsdóttir
ÁRANGURSSTJÓRNUN hefur
gefið góða raun í opinberum stofn-
unum þar sem slíkir starfshættir
hafa verið teknir upp og skilað sér
í betri rekstri og þjónustu stofn-
ana. Svafa Grönfeldt, lektor í við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands og framkvæmdastjóri
IMG-Deloitte, segir að ávinningur-
inn geti staðið og fallið með stjórn-
endum þeirra stofnana þar sem ár-
angursstjórnun er tekin upp.
Svafa er ein fyrirlesara á nám-
skeiði sem Endurmenntunarstofn-
un HÍ stendur fyrir í næstu viku
fyrir stjórnendur opinberra stofn-
ana um árangursstjórnun í opin-
berum rekstri.
Fjölmargar stofnanir hafa á und-
anförnum árum tekið upp árang-
ursstjórnun og segir Svafa árang-
urinn góðan, þó ómögulegt sé að
segja fyrir um heildaráhrifin þar
sem það taki langan tíma fyrir þau
að koma fram. Rúmlega helmingur
stofnana á Íslandi hafi undirritað
árangurssamninga við sín ráðu-
neyti og um 37% ríkisstofnanna
hafi gert langtímaáætlun um mark-
vissa árangursstjórnun.
„Þetta hefur skilað mjög góðum
árangri, en er hins vegar langt ferli
og krefst mikils úthalds. Ríkið hef-
ur verið að skoða þetta hjá sér og
telur að helsti ávinningurinn sé
fyrst og fremst betri skilningur
milli ráðuneyta og stofnana, auk
þess sem rekstur og þjónusta
stofnananna hefur í mörgum til-
vikum batnað,“ segir hún.
Árangursstjórnun
engin skyndilausn
Þegar árangursstjórnun er beitt
er stefna og tilgangur stofnunar-
innar, eða fyrirtækisins, sem um
ræðir skilgreind sem og lykil-
árangursþættir, þ.e. hvaða þáttum
viðkomandi stofnun þarf að sinna
vel. Mælikvarðar til að mæla ár-
angur þessara þátta eru síðan not-
aðir svo stjórnendur geti fylgst
reglulega með því hvernig starf-
semin gengur í þessum tilteknu
málaflokkum.
„Þetta er mjög mikil breyting á
rekstri fyrirtækja eða stofnana.
Með því að innleiða árangursmæli-
kvarða er hægt að fylgjast með
þróun og árangri í rekstri og þjón-
ustu. Það getur verið mjög vand-
meðfarið að finna réttu mæli-
kvarðana, þannig að menn séu ekki
bara að mæla það sem er þægilegt
að mæla og séu örugglega að mæla
það sem skiptir máli fyrir notendur
þjónustunnar og skattgreiðendur,“
segir Svafa.
Hún segir árangursstjórnun
enga skyndilausn. Það taki stofn-
anir tíma að afla sér þekkingar og
að taka upp þessi nýju vinnubrögð.
„Þegar stjórnendur í opinbera
geiranum taka upp þessar nýju að-
ferðir eru ábyrgð þeirra og for-
ystuhlutverk mjög mikilvæg. Inn-
leiðing svona breytinga stendur í
raun og fellur með forystunni inn-
an hvers fyrirtækis og stofnunar.
Að þeir tileinki sér þessi nýju
vinnubrögð, hafi skýra sýn á það af
hverju þeir eru að gera þetta og
hvernig þeir ætla að innleiða ár-
angursstjórnun. Svo er það þeirra
að halda starfsmönnum sínum
áhugasömum og hvetja þá til að
halda áfram. Þetta er dæmi um
eina erfiðustu breytingu á stjórn-
unarferli sem fyrirtæki ganga í
gegnum,“ segir Svafa.
Á námskeiðinu, sem haldið verð-
ur dagana 9. og 10. mars, verður
einmitt fjallað um árangursstjórn-
un út frá sjónarhóli stjórnandans.
Ásamt Endurmenntun standa
IMG-Deloitte og Stofnun stjórn-
sýslufræða og stjórnmála fyrir
námskeiðinu. Þar verður lögð
áhersla á hlutverk stjórnandans,
hvatningu starfsmanna og val á ár-
angursmælikvörðum, auk þess sem
kynnt verður ný handbók fjármála-
ráðuneytisins um innleiðingu ár-
angursstjórnunar.
Aðrir fyrirlesarar eru Ágúst
Hrafnkelsson, forstöðumaður innri
endurskoðunardeildar Reykjavík-
urborgar, Kristín Kalmansdóttir,
verkefnissstjóri vegna innleiðingar
stefnumiðaðs árangursmats (BSC)
hjá Reykjavíkurborg, Arnar Þór
Másson, stjórnmálafræðingur hjá
Fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins og Anna Mar-
grét Jóhannesdóttir, stjórnsýslu-
fræðingur hjá IMG Deloitte.
Ávinningurinn getur staðið
og fallið með stjórnendum
Svafa Grönfeldt
Námskeið um árangursstjórnun í opinberum rekstri