Morgunblaðið - 04.03.2004, Page 14
FRÉTTIR
14 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Netfang: kjoreign@kjoreign.is
Heimasíða: www.kjoreign.is
Sími 533 4040 •
Fax 533 4041
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
Ármúla 21 • Reykjavík
jöreign ehf
Vorum að fá í einkasölu fallega 3ja
herb. íbúð um 82,0 fm á 4. hæð.
Glæsilegt útsýni. Stórar suður svalir.
Parket á gólfi. Hús og sameign í mjög
góðu ástandi. Nýlegt gler.
Verð 12,9 millj.
HJARÐARHAGI 44 - LAUS FLJÓTLEGA
Sveitarstjórn Aðaldælahrepps um
frumvarp um Mývatn og Laxá
Hlynnt bráða-
birgðaákvæðinu
SVEITARSTJÓRN Aðaldæla-
hrepps fjallaði á fundi sínum í gær
um frumvarp til laga um verndun
Mývatns og Laxár í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Þar var eftirfarandi
bókun samþykkt:
„Sveitarstjórn ræddi frumvarp
til laga um verndun Laxár og Mý-
vatns sem hún tók fyrir á fundi
sínum 3. apríl 2003. Þá var bráða-
birgðaákvæði III ekki inni í frum-
varpinu. Það ákvæði er svohljóð-
andi: „Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl.
1. mgr. 3. gr. getur Umhverfis-
stofnun heimilað hækkun stíflu
við inntak Laxárstöðva I og III
efst í Laxárgljúfri, að undan-
gengnu mati á umhverfisáhrifum,
sbr. lög nr. 106/2000, og að fengnu
samþykki Landeigendafélags
Laxár og Mývatns. Ákvæði þetta
fellur úr gildi 31. desember 2014.
Sveitarstjórn Aðaldælahrepps
lýsir samþykki sínu við bráða-
birgðaákvæði III enda gefi það
Landsvirkjun og heimamönnum
möguleika á að finna viðhlítandi
lausn á rekstrarvanda Laxárvirkj-
unar án þess að ganga of nærri líf-
ríki Laxár í Þingeyjarsýslu.“
EINHUGUR ríkir meðal dagforeldra um að
sætta sig ekki við fækkun barna úr fimm í fjög-
ur, eins og félagsmálaráðuneyti hefur lagt til í
drögum að nýrri reglugerð um daggæslu í
heimahúsum. Reiði ríkti á fundi hátt í þrjú
hundruð dagforeldra víðs vegar að af landinu
sem haldinn var í Gerðubergi á þriðjudags-
kvöld til kynningar á nýrri reglugerð.
Að sögn Ingu Hönnu Dagbjartsdóttur, sem
situr í stjórn Barnavistunar, félags dagfor-
eldra í Reykjavík, eru dagforeldrar ákveðnir í
að berjast fyrir því að halda fimmta barninu.
Hún segir ljóst að margir muni hætta störfum
verði fækkuninni haldið til streitu þar sem eng-
inn grundvöllur sé fyrir daggæslu með einung-
is fjögur börn
Hún segir að 283 dagmæður hafi nú þegar
skrifað undir ályktun sem afhenda á félags-
málaráðherra á næstu dögum en beðið sé eftir
undirskriftalistum af landsbyggðinni. Fundur-
inn í fyrradag var opinn dagforeldrum af öllu
landinu, og að sögn Ingu Hönnu fór mætingin
fram úr björtustu vonum, dagforeldrar komu
úr ýmsum byggðum öðrum en höfuðborgar-
svæðinu, t.d. frá Akranesi og úr Keflavík.
Stærsta baráttumál dagforeldra er að halda
ákvæði í eldri reglugerð frá 1992 sem segir að
hvert dagforeldri megi hafa fimm börn í sinni
umsjá, en að sögn Ingu Hönnu er það síst of
mikið. Hún segir dagforeldra hafa áhyggjur af
því að hafa ekki nóg að gera með fjögur börn.
Þá sé fráleitt að skikka þá sem hafi kannski
starfað í áratugi með fimm börn í sinni umsjá
til að fækka þeim um eitt.
Leggi niður störf í einn dag
Samtök dagforeldra hafa frest til 10. mars
nk. til að gera tillögur að breytingum á þeirri
reglugerð sem félagsmálaráðuneytið hefur
lagt til. Sú hugmynd var lögð fram og rædd á
fundinum að dagforeldrar legðu niður vinnu í
einn dag yrði ekki tekið tillit til þeirra óska um
breytingar. Á fundinum var einnig tekið fyrir
það sem dagforeldrar telja óþarfar klausur í
reglugerðinni eins og sú grein sem segir að
hvert barn skuli vera í aðlögun einn klukku-
tíma á dag í viku áður en það fer í daggæslu
hálfan eða heilan dag. Slíkt telja dagforeldrar
að eigi að vera samkomulagsatriði við foreldra
og fara eftir þörfum hvers barns.
Reiði á fundi
dagforeldra
Hátt í þrjú hundruð dagforeldrar mótmæla
nýrri reglugerð félagsmálaráðuneytis
Morgunblaðið/Ásdís
Margrét Reynisdóttir hefur starfað sem dagmamma í Hafnarfirði um árabil. Hún er ekki
ánægð með nýju reglugerðina sem félagsmálaráðuneytið hefur sett fram. Hún segir að verði
dagmæðrum gert að starfa með fjögur börn í stað fimm, eins og þær hafa gert í gegnum árin,
muni hún einfaldlega hætta og snúa sér að öðru. Á fjölmennum fundi dagforeldra á mánudag
var einhugur um að mótmæla nýrri reglugerð.
HUGARAFL, félag einstaklinga sem
átt hafa við geðræn vandamál að
stríða en eru nú á batavegi sem og
fagaðila í geðheilbrigðisþjónustu,
vilja að þeir sem þurfa að nota geð-
heilbrigðisþjónustu geti haft áhrif á
hana með ýmsum hætti og miðlað þar
með af reynslu sinni, öðrum til að-
stoðar. Markmið hópsins er því að
efla þjónustu við geðfatlaða og koma
fram með nýjar áherslur í geðheil-
brigðismálum. „Við viljum efla áhrif
þeirra sem þjónustuna sækja og auka
samvinnu fagfólks og þeirra sem
glíma við geðsjúkdóma á jafningja-
grundvelli sem og að auka þekk-
ingu,“ segir Auður Axelsdóttir, for-
maður hópsins og iðjuþjálfi hjá
Heilsugæslunni í Reykjavík. Telur
hópurinn að tími sé kominn til að
finna nýjar leiðir til að bæta líðan
geðsjúkra og að til þess sé breytt við-
horf nauðsynlegt.
Félagið stofnað í september
Í september á síðasta ári var gerð-
ur samningur á milli Tryggingastofn-
unar og Heilsugæslunnar um eft-
irfylgni iðjuþjálfa við geðsjúka.
Hugarafl var stofnað í framhaldi af
því og hefur allar götur síðan beitt
sér m.a. fyrir því að miðla upplýs-
ingum um þá geðheilbrigðisþjónustu
sem þegar er í boði og að vinna að ný-
sköpunarverkefni sem fékk styrk frá
félagsmálaráðuneytinu í tilefni af Ári
fatlaðra. Var hópurinn sá eini innan
geðheilbrigðisgeirans sem fékk styrk
af þessu tilefni. Hugarafl hefur einnig
fengið jákvæð viðbrögð hjá Heil-
brigðisráðuneytinu.
Hlutverkasetur í bígerð
Nýsköpunarverkefnið felst í að
þróa það sem Hugarafl kýs að kalla
Hlutverkasetur; kaffihús sem verður
samtvinnað margskonar starfsemi á
borð við útgáfustarfsemi, fræðslu,
vinnu við tenglakerfi, margs konar
rannsóknarvinnu og starfsþjálfun svo
eitthvað sé nefnt. Hlutverkasetrið er
hugsað fyrir þá sem hafa vegna veik-
inda, t.d. geðrænna, annarrar fötl-
unar eða atvinnuleysis orðið óvirkir í
samfélaginu. „Við teljum mjög mik-
ilvægt að virkja einstaklingana,“ seg-
ir Einar Björnsson félagi í Hugarafli,
en hugsunin er sú að í Hlutverka-
setrinu vinni fólk sem er á batavegi.
„Okkar reynsla er sú að þegar fólk
dettur út úr samfélaginu þá verða
veikindin verri, fólk leggst frekar inn
á sjúkrahús og þarf meiri aðstoð og
umönnun. Setrið er ætlað þeim sem
eru aftur að byrja að fóta sig í sam-
félaginu.“
Hópurinn leggur áherslu á að
Hlutverkasetrið er ekki meðferðar-
staður heldur vettvangur þar sem
hægt er að hafa hlutverk og láta gott
af sér leiða. „Hugmyndin er að ein-
staklingurinn skapi sér hlutverk,
finni það hjá sér að hann er metinn að
verðleikum,“ segir Garðar Jónasson,
félagsmaður í Hugarafli.
„Hugmyndum okkar hefur verið
mjög vel tekið og mjög margir hafa
heimsótt heimasíðuna okkar, hugar-
afl.is,“ segir Bergþór Grétar Böðv-
arsson, einn af félögum hópsins. Hóp-
urinn segir að í raun væri hægt að
opna setrið á skömmum tíma, fengist
til þess nægt fjármagn. Þegar liggur
fyrir viðskiptaáætlun en hópurinn
segir að það verði leitað til opinberra
aðila sem og fyrirtækja og athafna-
fólks um stuðning við að koma setr-
inu á stofn. „Það er hagur allra, ekki
aðeins einstaklinganna sem myndu
nýta sér setrið, að ná að virkja sem
flesta til góðra verka,“ segir Einar.
„Okkar markmið er ekki að gagn-
rýna þá þjónustu sem fyrir er heldur
viljum við að hún verði aukin, og að
hún verði fjölbreyttari,“ segir Einar.
Hann bendir á að talað sé um að 50
þúsund Íslendingar eigi við geðræn
vandamál að stríða, „en meðferð við
geðröskunum er miðuð við veikasta
fólkið. Stórum hópi þessa fólks er því
ekki sinnt. Það þyrfti að bregðast
miklu fyrr við með því að upplýsa fólk
um úrræði og um leið er nauðsynlegt
að eyða fordómum sem ríkja í sam-
félaginu um geðraskanir.“
Gagnabanki, útgáfa og fundur
Ætlun Hugarafls er að setja á
stofn gagnabanka með upplýsingum
um úrræði fyrir fólk með geð-
sjúkdóma og annan til með upplýs-
ingum um styrkleika meðlima hóps-
ins svo að allir fái verkefni sem henti
þeim. Hugarafl hefur aðsetur á
heilsugæslunni í Drápuhlíð og hittist
þar tvisvar í viku og oftar þegar þörf
krefur. Á kynningarfundi sem hald-
inn verður á laugardag verður starf-
semi Hugarafls kynnt sem og ný-
sköpunarverkefnið Hlutverkasetrið.
Þá leggja forsvarsmenn hópsins
áherslu á að fundurinn sé ekki síst
vettvangur fyrir hugmyndavinnu
allra þeirra sem hann sækja. „Við
viljum fá hugmyndir frá sem flestum
þeirra sem áhuga hafa á málinu,“
segir Auður Axelsdóttir.
Á fundinum, sem haldinn verður á
Kaffi Reykjavík milli kl. 13 og 16,
verður dreift bæklingi sem Hugarafl
hefur útbúið þar sem fjallað er um
þjónustu fyrir geðsjúka. Einnig mun
Hugarafl gefa út leiðbeiningabækl-
ing sem Jón Ari Arason hefur þýtt úr
erlendri grein. Í honum eru leiðbein-
ingar um hvernig skuli halda virð-
ingu og völdum í viðtali hjá geðlækni.
Jón Ari segir: „Það er ekki hann
[geðlæknirinn] sem á að stjórna
fundinum heldur sá sem þjónustuna
fær.“ Til stendur að gefa út efni um
ýmis málefni sem tengjast geðheil-
brigði í framtíðinni. Fundurinn er öll-
um opinn og fundarstjóri verður
Héðinn Unnsteinsson.
Félagið Hugarafl heldur kynningarfund á laugardag
Morgunblaðið/Jim Smart
Félagar í Hugarafli: Garðar Jónasson, Einar Björnsson, Auður Axelsdóttir,
Jón Ari Arason og Bergþór Grétar Böðvarsson.
Vilja efla samvinnu á
jafningjagrundvelli