Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 20
AKUREYRI 20 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 04 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 20 2004 2004 2004 200 2004 2004 2004 2004 04 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 2004 Megas í Vélsmiðjunni | Megas og Súkkat efna til tónleika í Vélsmiðjunni við Strand- götu í kvöld. Megasar hefur ekki verið á ferð norðan heiða um árabil, en gera má ráð fyrir að bæði hann og Súkkat- félagar flytji norð- anmönnum brot af því besta sem þeir hafa upp á að bjóða. Húsið verður opnað kl. 20.30, en tón- leikarnir hefjast klukkustund síðar.    NÍELS Karlsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri, var ekki sérlega hissa á góðu gengi nemenda sinna, sem um liðna helgi tóku þátt í landskeppni í eðlisfræði, „þetta eru góð- ir námsmenn,“ sagði hann. Piltarnir eru allir í 4X á eðlisfræðilínu og viðurkenna allir fúslega að eðlisfræði sé mikið áhugamál. Finnur Dell- sén varð í fyrsta sæti í landskeppninni, en bekkjarbræður hans, Ásgeir Alexandersson, Haukur Sigurðarson og Sigurður Ægir Jóns- son, urðu í 3. til 5. sæti. Piltunum býðst að fara á Ólympíuleikana í eðlisfræði sem haldnir verða í Suður-Kóreru 15. til 23. júlí í sumar. „Það leggst bara vel í okkur að fara, þetta verður gaman, ekki á hverjum degi sem manni býðst að fara til Suður-Kóreu, þannig að það er um að gera að nota tækifærið,“ sögðu þeir. Þeir gera ráð fyrir að vera í æfingabúðum í Reykjavík í júní áður en haldið er út, þannig að ekki verður mikið um sumarvinnu. Ak- ureyrarbær hefur styrkt þátttakendur í slík- um keppnum, en fjórmenningarnir ætla að leita styrkja víðar, „við ætlum að leita sjálfir hjá fyrirtækjum í bænum,“ sagði Finnur, en Níels bætti við að þátttaka í leikum af þessu tagi væri algjörlega háð því að þátttakendum tækist að afla styrkja. „Þessi frábæri árangur er góð auglýsing fyrir skólann og líka fyrir bæinn,“ sagði Níels. Hann sagðist einkum hafa kennt félögunum stærðfræði, en nú í vet- ur hefur hann einnig kennt þeim eðlisfræði. „Það er ekki hægt annað en vera stoltur af strákunum,“ sagði hann. „Bæði og,“ svarar hann svo inntur eftir því hvort árangurinn hafi komið á óvart eða hann átt von á svo góðu gengi. „Eðlisfræði er aldrei strembin,“ segir Níels. „Þetta er spurning um ástundun, ef nemendur læra heima og fylgjast með á hún að liggja ljós fyrir. Rétt eins og allt annað nám.“ Níels segir að mjög hafi dregið úr raun- greinakennslu á Íslandi á liðnum misserum og hún er að hans mati of lítil. „Þetta er dýr verkleg kennsla og hefur því kannski af þeim sökum átt undir högg að sækja í grunn- og framhaldsskólum landsins síðastliðinn áratug,“ segir Níels, en hann nefnir að aðrar greinar hafi bæst við, s.s. upplýsingatækni sem ekki var til í eina tíð, „fjölbreytnin hefur aukist og þá á kostnað raungreinanna“. Níels segir að í MA hafi tekist að halda úti eðlisfræðilínu og er einn fárra framhaldsskóla sem býður slíka línu. Náttúrufræðibraut er skipt upp í tvær línur, eðlisfræði annars vegar og efna- og líffræðilínu hins vegar. „Þannig tekst okkur að kenna meiri stærð- og eðl- isfræði en gert er ráð fyrir í námsskrá. Það er eflaust skýringin á góðu gengi okkar manna.“ Einn piltanna, Haukur, nefnir eðlisfræði sem líklegt háskólanám. Ásgeir stefnir á læknisfræði, Sigurður verkfræði eða annað raungreinanám, en Finnur hefur áhuga fyrir heimspeki og stærðfræði raunar líka. Gott gengi pilta úr Menntaskólanum á Akureyri í landskeppni í eðlisfræði Morgunblaðið/Kristján Snjallir í eðlisfræði: Fjórmenningarnir úr Menntaskólanum á Akureyri mæla riðstraumsrás und- ir handleiðslu kennara síns í gærmorgun. Frá vinstri, Sigurður Ægir Jónsson, Haukur Sigurð- arson, Ásgeir Alexandersson, Finnur Dellsén og Níels Karlsson kennari. Eðlisfræði er aldrei stremb- in, segir kennarinn ÞRÁTT fyrir að leik- menn í íshokkí séu vel varðir í leikjum, geta þeir engu að síður orðið fyrir meiðslum og það fékk Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrirliði Skautafélags Akureyr- ar, að reyna í leik gegn Birninum um síðustu helgi. Snemma í þriðju lotu lentu Sigurður og leikmaður Bjarnarins í miklu samstuði, þar sem leikmaður Bjarnarins bar fyrir sig kylfuna, með þeim afleiðingum að Sigurður fékk mikið högg á andlitið og var fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild. Þar þurfti að sauma hann alls þrettán spor, í nef og kinn, auk þess sem vinstra augað nánast hvarf í bólgu. „Þetta var slys í hita leiksins og ég erfi þetta ekki við leik- manninn,“ sagði Sigurður og vildi ekki gera mikið úr atvikinu. „Það hafa svo sem allir gott af því að fá á kjaftinn annað slagið,“ sagði Sigurður en viðurkenndi þó að höggið hefði verið býsna þungt. Það er mikið lagt upp úr öryggi í íshokkínu enda takast menn oft hressilega á á svellinu. Sigurður sagði að allir leikmenn sem fædd- ir væru 1974 eða síðar væru skyldugir að vera með hálft ör- yggisgler á hjálmi sínum eða grind og sjálfur er hann með gler á sínum hjálmi. Sigurður hefur marga fjöruna sopið í þessari hröðu og skemmtilegu íþrótt en hann hefur leikið með meist- araflokki frá því að keppni á Ís- landsmótinu í íshokkí hófst og er nú á sínu 13. keppnistímabili. Hann hefur orðið Íslandsmeistari öll árin, 10 sinnum með SA og tvisvar með SR, árin 1999 og 2000. SA hefur haft mikla yf- irburði á Íslandsmótinu í vetur og er með fullt hús. „Við stefnum að því að innbyrða 11. titilinn og það er fátt sem getur komið í veg fyr- ir það. Við erum í kunnuglegri yf- irburðastöðu í deildinni.“ SA leik- ur tvo leiki fyrir sunnan um næstu helgi og hefur Sigurður sett stefnuna á að leika með liði sínu og þá með andlitsgrind en hvort af því verður skýrist ekki fyrr en nær dregur. Sigurður S. Sigurðsson, fyrirliði SA, meiddist illa í íshokkíleik „Það hafa allir gott af því að fá á kjaftinn“ Samansaumaður: Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrirliði Skautafélags Akureyrar, fékk mikið högg á andlitið í íshokkíleik um síðustu helgi. Morgunblaðið/Kristján Evrópuverkefni kynnt | Menning, um- gjörð, umhyggja er yfirskrift málþings um niðurstöður CCC-verkefnis, sem er Evrópu- sambandsverkefni um möguleika kvenna og karla til fæðingar- og foreldraorlofs og sam- ræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Mál- þingið verður haldið á Hótel KEA á föstu- dag, 5. mars, og stendur frá kl. 13 til 17. Elín Antonsdóttir verkefnisstjóri segir frá verk- efninu, en síðan munu fjórir framsögumenn kynna rannsóknarskýrslu en þeir eru frá Ís- landi, Þýskalandi, Noregi og Spáni. Samver hefur gert heimildamynd sem byggist á við- tölum við foreldra frá þátttökulöndunum og verða valdir kaflar úr myndinni sýndir.    Bænadagur kvenna | Alþjóðlegur bæna- dagur kvenna er haldinn hátíðlegur um allan heim á morgun. Konur úr öllum kristnum söfnuðum á Akureyri efna því til sameiginlegrar samkomu í Kaþólsku kirkjunni við Eyrarlandsveg og hefst hún kl. 20. Áhersla er lögð á bæn og lofgjörð og eru konur í Eyjafirði hvattar til að mǽta. Bænadagur kvenna hefur verið haldinn á Íslandi frá 1964, en hann var fyrst haldinn 1887. Konur í Panama hafa undirbúið dagskrá að þessu sinni með kjörorðinu: Í trú móta konur heiminn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.