Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Samkvæmt heimildum Morg-unblaðsins hefur frumvarpum breytt raforkulög mættákveðinni andstöðu meðal
nokkurra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, þar sem m.a. hefur verið
gagnrýnt að tilskipun Evrópusam-
bandsins um innri markað raforku
hafi yfirleitt verið tekin upp hér á
landi og undanþága ekki fengist.
Þingflokkur Framsóknarflokksins
afgreiddi frumvörpin sl. mánudag og
fyrirfram var reiknað með að hið
sama gerðist í gær á þingflokksfundi
Sjálfstæðisflokksins, líkt og haft var
eftir Einari K. Guðfinnssyni þing-
flokksformanni í blaðinu í gær. En
að sögn Sigríðar Önnu Þórðardótt-
ur, varaformanns þingflokksins,
sem stýrði fundinum í fjarveru Ein-
ars, var ákveðið að fjalla nánar um
frumvörpin og taka þau fyrir á
næsta fundi eftir helgi. Sagði Sigríð-
ur að hér væri um stórt mál að ræða
sem þyrfti vandaða og mikla yfir-
legu. Ekkert væri óeðlilegt við það
að þingflokkurinn tæki sér lengri
frest til umfjöllunar. Að öðru leyti
vildi hún ekki tjá sig um afstöðu
þingflokksins.
Frumvörpin byggjast á tillögum
meirihluta 19 manna nefndarinnar
svonefndu, sem iðnaðarráðherra
skipaði til að fjalla um fyrirkomulag
flutnings og dreifingar á raforku hér
á landi með tilkomu nýrra raforku-
laga. Var nefndinni einnig ætlað að
móta tillögur um með hvaða hætti
mætti jafna kostnað vegna flutnings
og dreifingar orkunnar. Var lögun-
um breytt vegna tilskipunar Evr-
ópusambandsins um innri markað
raforku í Evrópu og aðskilnað ein-
stakra rekstrarþátta þannig að sam-
keppni yrði í framleiðslu og sölu en
flutningur og dreifing orkunnar
yrðu í sérleyfisrekstri. Verði frum-
vörpin samþykkt á Alþingi taka
breytt lög gildi um næstu áramót.
Sama verð hjá öllum
Helstu efnisatriði frumvarpsins
um breytt raforkulög eru m.a. þau
að flutningskerfið nái til þeirra há-
spennulína og tengivirkja sem nú
eru á 66 kílóvatta (kV) spennu eða
meiri. Verður raforkan frá flutnings-
kerfinu afhent til dreifiveitna á 55
stöðum um allt land. Ekki er gert
ráð fyrir að flutningskerfið nái inn
fyrir mörk þéttbýlis. Þannig er lagt
til í frumvarpinu að flutningslínur
sem liggja að veitukerfi Vestmanna-
eyja, sem er reyndar í eigu Hitaveitu
Suðurnesja, veitukerfi Rafveitu
Reyðarfjarðar og Orkuveitu Húsa-
víkur tilheyri flutningskerfinu.
Við gildistöku laganna þarf að
stofna hlutafélag, Landsnet hf., sem
verður í eigu ríkisins til að byrja
með. Fjallað er um Landsnetið í sér-
stöku frumvarpi sem eins og fyrr
segir er lagt fram samhliða frum-
varpinu um breytt raforkulög. Er
þetta gert til að tryggja að til sé aðili
þegar eignir, sem leggjast til flutn-
ingskerfisins, eru metnar og einnig
til að annast rekstur flutningsvirkja
þar til endanlegt mat liggur fyrir.
Þegar matið liggur fyrir munu þeir
sem leggja eignir til Landsnets taka
við rekstri þess, segir í greinargerð
með frumvarpi iðnaðarráðherra. Ef
ekki næst samkomulag um verðmat
flutningsvirkja, þ.e. raflína, geta eig-
endur þeirra vísað matinu til lög-
skipaðrar matsnefndar.
Samkvæmt frumvarpinu er gerð
tillaga um sama gjald til flutnings-
fyrirtækisins (Landsnets) fyrir út-
tekt á raforku frá öllum afhending-
arstöðum. Eiga allar virkjanir sem
selja raforku á markaði að greiða til
Landsnets í samræmi við selda
orku, án tillits til stærðar. Í stað þess
að iðnaðarráðherra ákvarði gjald-
skrársvæði dreifiveitna verður lög-
bundin sú meginregla að hver dreifi-
veita hafi eina gjaldskrá. Þó verður
heimilt að sækja sérstaklega um
gjaldskrá fyrir dreifbýli og þarf við-
komandi dreifiveita að sýna fram á
hærri kostnað við dreifingu raforku í
dreifbýli. Samkvæmt frumvarpinu
verður Orkustofnun falið að leggja
mat á þörf fyrir sérstaka gjaldskrá í
dreifbýli. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær er reiknað með að
niðurgreiða dreifingarkostnaðinn á
helstu dreifbýlissvæðum og taka
þær fjárhæðir af fjárlögum hvers
árs, um 230 milljónir króna að því er
talið er. Þarf sérstakt lagafrumvarp
til að koma þeim jöfnunargreiðslum
á. Er einkum um að ræða dreifbýli á
Vestfjörðum og veitusvæð
RIK. Miðað er við að íbúar
býlissvæðum þessara veitn
ekki hærra raforkuverð en
þéttbýli greiða hæst. Þann
íbúar á Gjögri sama orku
Garðbæingar, svo dæmi sé t
Mesta hækkun sögð 2
Nokkur umræða hefur v
áhrif breyttra raforkulaga
verð til notenda og talið að þ
máli við hve mikla arðsemi s
Í frumvarpinu segir að mið
helming af arðsemi marka
unar óverðtryggðra rík
bréfa til fimm ára, en ávöxt
bréfa í dag er tæp 7%. Sa
þessu miðar frumvarpið
3,5% arðsemi, sem mun síða
á fimm ára tímabili. Á þeim
stefnt að því að orkufyrirtæ
sjálf skapað sér svigrúm til
ingar í rekstri. Er þeim
njóta hluta þeirrar hagr
sem þau ná innan þess tekj
sem þeim er settur, án þes
leiði til hækkunar á gjaldi
ings og dreifingar raforku
greinargerð frumvarpsins.
Sjálfstæðismenn fr
greiðslu raforkufru
Morgunblaðið/Brynja
Frumvörp um stofnun flutningsfyrirt
raforku og breytt lög vegna flutnings
dreifingar hafa verið samþykkt í þin
flokki Framsóknarflokksins en eru en
umræðu í Sjálfstæðisflokknum. Bjö
Jóhann Björnsson kynnti sér frumvör
!
" #
$%&'
()
*+
$%&'
*+
,
!
()
*+
-'
!
". /'0'
"
#
!
#
-'12
$
!
#
-'1
$
!
#
'2
%
!
$
0' %
!
#!$
0' %
!
3
.
24 * !5 .
.
6'-
75.
8
9
,
BREYTINGAR á raforkulögunum eru aðallega
tilkomnar vegna tilskipunar Evrópusambands-
ins um innri markað raforku, sem varð hluti af
EES-samningnum með ákvörðun sameiginlegu
EES-nefndarinnar frá 26. nóvember 1999. Meg-
inmarkmið tilskipunarinnar var að tryggja ör-
yggi í afhendingu orkunnar og auka samkeppni
í framleiðslu. Tilskipunin gerir kröfu um jafn-
rétti til vinnslu og sölu á raforku þannig að laga-
legar hindranir standi ekki í vegi fyrir sam-
keppni á þeim sviðum. Áður en raforkulögin
tóku gildi á síðasta ári ákvað Alþingi um
vinnsluleyfi orkufyrirtækja og iðnaðarráðherra
ákvað röð virkjanaframkvæmda. Í tilskipuninni
er tæmandi upptalning á þeim skilyrðum sem
hægt er að setja fyrir veitingu vinnsluleyfis og
eiga þau skilyrði að vera gegnsæ og hlutlaus.
Í raforkulögunum er miðað við að í stað Al-
þingis sé það verk iðnaðarráðherra hverju sinni
að veita orkufyrirtæki vinnsluleyfi og þarf sú
ákvörðun að byggjast á skilyrðum í tilskipun
ESB. Áður var t.d. Landsvirkjun skylt að fram-
leiða næga raforku til að anna allri eftirspurn í
landinu en með breytingu á lögunum nú fellur
þessi skylda niður og samkeppni tekin upp.
Strax þegar raforkulagafrumvarpið kom
fyrst fram var það gagnrýnt af minnihluta iðn-
aðarnefndar að taka þessa tilskipun upp hér á
landi. Í nefndaráliti minnihlutans sagði m.a. að á
Íslandi ríktu allt aðrar aðstæður en á meg-
i
u
s
o
f
A
f
s
s
h
a
o
f
e
u
Gagnrýnt að tekin skuli upp tilskipu
STAÐA LITLU HLUTHAFANNA
Þingmenn úr öllum flokkum hafatekið höndum saman um að flytja
tvö lagafrumvörp á Alþingi, sem hafa
það að markmiði að styrkja stöðu lítilla
hluthafa og koma í veg fyrir, að þeir
verði hlunnfarnir í þeim viðskiptum,
sem fram fara með hlutabréf í fyrir-
tækjum.
Það er Einar K. Guðfinnsson, for-
maður þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
sem hefur forystu fyrir þessum hópi en
flutningsmenn með honum eru Halldór
Blöndal, forseti Alþingis, Jóhanna Sig-
urðardóttir, alþingismaður Samfylk-
ingar, Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokks, Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstri grænna, og
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins.
Samkvæmt þessum frumvörpum
verður í fyrsta lagi óheimilt að kaupa
eignir af einstökum hluthöfum, stjórn-
armönnum eða framkvæmdastjórum
félags eða móðurfélags eða aðilum, sem
þeim eru tengdir, nema fram hafi farið
mat óháðra aðila á verðmæti eignanna.
Þetta er mikilvægt ákvæði og svo vill
til að tekizt er á um þetta í ævintýra-
legum átökum, sem nú standa yfir um
yfirráðin yfir útgáfufélagi Daily Tele-
graph í London. Um slík viðskipti, þar
sem félög, sem skráð eru á markaði hér
eða hafa verið skráð, hafa keypt önnur
félög eða hlutabréf í öðrum félögum af
ráðandi aðila eru mörg dæmi.
Í öðru lagi eru ákvæði sem varða
tengsl aðila, þegar skylda til yfirtöku
skapast. Tryggja á, að verð, sem boðið
er í yfirtökutilboði, sé sem næst raun-
virði félags. Þegar veltuhraði bréfa í fé-
lagi er takmarkaður á skv. þessum til-
lögum að fela dómkvöddum
matsmönnum að ákvarða hvaða verð
skuli boðið. Dæmi um ágreining af
þessu tagi eru til vegna félaga, sem
skráð hafa verið á Kauphöll Íslands.
Í þriðja lagi er gerð tillaga um að
samþykki eins tíunda hluta hluthafa
nægi til þess að fram fari sérstök rann-
sókn ef grunur vaknar um að stærri
hluthafar hafi nýtt sér aðstöðu til þess
að verða sér úti um fjárhagslegan
ábata á kostnað smærri hluthafa.
Allt eru þetta veigamikil atriði, sem
snúa að hagsmunum minni hluthafa en
stuðla jafnframt að heilbrigðara við-
skiptalífi.
Það er sérstaklega ánægjulegt að
svo víðtæk samstaða hefur tekizt á Al-
þingi um flutning þessara frumvarpa.
Sú samstaða er vonandi vísbending um
að víðtæk samstaða geti náðst á Alþingi
um lagasetningu, sem setur viðskipta-
lífinu á Íslandi eðlilegan starfsramma,
sem tryggi að viðskiptafrelsið, sem
þjóðin býr nú við, verði ekki misnotað.
SIGUR KERRYS
John Kerry verður forsetaefnidemókrata í kosningunum íBandaríkjunum í nóvember.
Hann sigraði í forkosningum í níu af
tíu ríkjum, sem kosið var í á þriðjudag,
og í gær tilkynnti helsti keppinautur
hans um útnefninguna, John Edwards,
að baráttu sinni væri lokið. Telja
margir sennilegt að Edwards verði
varaforsetaefni Kerrys. Reyndar hafa
þeir gagnrýnt hvor annan harðlega í
kosningabaráttunni, en í gær og fyrra-
dag mátti heyra greinilegan sáttatón.
Forkosningunum er þó ekki lokið
enda á eftir að kjósa í fjölmörgum ríkj-
um og Kerry ekki komin með nægilega
marga kjörmenn til að tryggja sér út-
nefninguna formlega á þingi demó-
krata í Boston í sumar. Í komandi for-
kosningum mun hann því geta beint
spjótum sínum að George Bush for-
seta.
Ljóst er að Bush hyggst heldur ekki
bíða boðanna. Fram kom í gær að
kosningaherferð Bush hæfist í kvöld
með birtingu auglýsinga í sjónvarpi
nokkru fyrr en ætlað var.
Kosningabaráttan, sem í hönd fer í
Bandaríkjunum verður löng og ströng
því að átta mánuðir eru þar til kosið
verður. Búast má við því að baráttan
verði tvísýn og ýmsir þættir, sem
frambjóðendurnir hafa lítið um að
segja, gætu skipt sköpum. Ótryggt
ástand í Írak gæti orðið Bush þungt í
skauti og mikið veltur á þróun efna-
hagsmála. Skoðanakannanir sýna að
stór hluti kjósenda telur Bush ótrú-
verðugan vegna bæði Íraksmála og
efnahagsástandsins. Stuðningsmenn
Bush segja að þetta megi rekja til þess
að demókratar hafi í kosningabarátt-
unni getað beint spjótum sínum að for-
setanum og nú sé kominn tími til að
svara og snúa blaðinu við.
Bush er í mjög sterkri stöðu til þess.
Hann hefur safnað 142 milljónum doll-
ara (tæpum 10 milljörðum kr.) í kosn-
ingasjóði sína, en Kerry hefur aðeins 5
milljónir dollara (350 milljónir kr.) til
ráðstöfunar. Peningastaðan er vita-
skuld ekki svona einföld, en þessar töl-
ur sýna þó muninn á því, sem fram-
bjóðendurnir hafa til ráðstöfunar.
Forusta demókrata er sennilega
ánægð með að Kerry skyldi hafa betur
í forkosningunum. Kerry þjónaði í
Bandaríkjaher í Víetnam-stríðinu og
var heiðraður fyrir framgöngu sína
þar. Hann hefur verið öldungadeild-
arþingmaður frá 1984. Kerry hefur
verið legið á hálsi fyrir að hafa skort
frumkvæði í lagasetningu. Hann hefur
hins vegar staðið á bak við rannsóknir
þingsins og vitnaleiðslur í erfiðum
málum á borð við Íran-kontra og hvort
enn væru bandarískir stríðsfangar í
haldi í Víetnam. Langur ferill á þingi
mun án efa gefa andstæðingum Kerr-
ys kost á að draga fram mótsagnir af
ýmsum toga í málflutningi hans og
hvernig hann hefur greitt atkvæði, en
hann greiddi atkvæði með því að heim-
ila Bush að ráðast inn í Írak þótt hann
hafi síðan gagnrýnt stjórnina harka-
lega fyrir það hvernig að innrásinni
var staðið. Hann hefur þó verið sjálf-
um sér samkvæmur í mörgum lykil-
málum í bandarískum stjórnmálum og
þar á meðal ávallt greitt atkvæði með
réttinum til fóstureyðinga og verið
fylgjandi umhverfisverndarfrumvörp-
um. Hann lagðist gegn skattalækun-
um Bush og tillögum um að bora eftir
olíu í óbyggðum Alaska. Það er því
margt, sem skilur hann og Bush að.
Ógerningur er að segja til um úrslit á
þessari stundu. Ljóst er að þung und-
iralda er meðal demókrata gegn Bush
og má meðal annars rekja það til taln-
ingarinnar í Flórída í kosningunum
fyrir fjórum árum. En forskot Kerrys
á Bush samkvæmt skoðanakönnunum
gæti verið fljótt að hverfa og kosn-
ingabaráttan, sem fer í hönd verður
tvísýn.