Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurjón Sigur-bergsson, bóndi í
Hamrahlíð í Skaga-
firði, fæddist í Svína-
felli í Nesjum 28.
mars 1931. Hann lést
á Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks aðfara-
nótt 24. febrúar. For-
eldrar hans voru Sig-
urbergur Árnason, f.
9. des. 1899, d. 10. júlí
1983, bóndi í Svína-
felli, og kona hans
Þóra Guðmundsdótt-
ir, f. 24. sept. 1908, d.
21 nóv. 2002, frá Hof-
felli í Nesjum. Sigurjón var elsta
barn þeirra hjóna, en þau eignuð-
ust alls tíu börn. Systkinin eru:
Árni, f. 1932, Gísli, f. 1934, Arn-
björn, f. 1936, Guðmundur, f. 1937,
Sigurbjörg, f. 1940, Valgerður, f.
1941, Jónas, f. 1943, d. 1991, Gróa,
f. 1944, og Sigríður, f. 1947.
Sigurjón kvæntist 6. júní 1954
Heiðbjörtu Jóhannesdóttur frá
Reykjum í Tungusveit, f. 26. júní
1932. Foreldrar hennar voru þau
Reykjahjón Jóhannes Blöndal
Kristjánsson frá Brúnastöðum, f.
7. október 1892, d. 13. ágúst 1970,
og Ingigerður Magnúsdóttir frá
Gilhaga, f. 20. júní
1888, d. 7. júlí 1971.
Börn þeirra eru: Jó-
hannes Blöndal, f.
1956. Maki hans er
Kari Elise Mobeck og
eiga þau þrjú börn.
Þóra Ingigerður, f.
1957. Börn hennar
eru þrjú. Maki henn-
ar er Rune Vibega-
ard. Elín Helga, f.
1961. Börn hennar
eru fjögur. Maki
hennar er Magnús
Bjarnason og eiga
þau eitt barn saman.
Sigurjón vann að landbúnaði á
unglingsárunum í Svínafelli og fór
síðan í Hólaskóla og útskrifaðist
þaðan 1952. Hann stundaði síðan
vélavinnu og vörubílaakstur og
hélt því áfram fyrstu búskaparár-
in. Þau hjón hófu búskap á Hömr-
um í Lýtingsstaðahreppi 1955 og
reistu síðan nýbýlið Hamrahlíð í
landi Hamra og fluttu þangað
1958. Sigurjón tók virkan þátt í fé-
lagsstarfi sveitarinnar, sérstak-
lega því sem tengdist landbúnaði.
Útför Sigurjóns verður gerð frá
Reykjakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Svínafell, töfraheimur með jökla
bakatil, stórfljót á báða vegu, fjallið
ofan bæjarins með skjólgóðum
kjarrivöxnum hlíðum og dölum.
Sléttlendið þar framundan sem nú
grær á ný. Það þurfti afreksfólk til að
halda bú í Svínafelli. Þannig var það
um foreldra Sigurjóns, Sigurberg
Árnason sem þaðan var og Þóru Guð-
mundsdóttir frá Hoffelli. Vandfundn-
ir eru aðrir eins dugnaðar- og búfor-
kar. Enda ekkert eftir gefið í
búsýslunni þar á bæ. Stundum þarf
stóra atburði svo að myndir liðins
tíma verði ferskar á ný. Þannig er
það nú, þegar náinn frændi og leik-
bróðir, Sigurjón í Svínafelli, er
kvaddur.
Krökkunum í Hoffelli fannst að
frændurnir í Svínafelli hefðu mikið
að gera. Þegar við vorum í skóla þar
var varla tími til að leika sér nema í
frímínútum. Það þufti að reka fé til
beitar áður en skólinn hófst og smala
því að kvöldi sem ekki kom sjálft.
Sambýlið við Fljótin var auðvitað
sérstakur þáttur í tilverunni í Svína-
felli. Bæði vegna aðdrátta til heim-
ilisins og þjóðleiðarinnar sem þar lá
um. Þarna var margur trylltur dans-
inn stiginn við þau miskunnarlausu
öfl sem þar réðu ríkjum. Minnisstætt
er, þegar Mósa og Brúnka með Sig-
urjón og Árna á bakinu voru spennt-
ar fyrir gamla Fordinn, þegar þær
fóru fyrir bílnum yfir Fljótin. Í þess-
um ferðum urðu þó engin óhöpp þótt
stundum skylli yfir. Þetta var um-
hverfið sem Sigurjón sótti þroska
sinn og manndóm til. Vel mátti
merkja á karlmannlegu yfirbragði
hans að ekki var setið auðum hönd-
um í uppvextinum.
Þegar til skólagöngunnar kom
voru áherslunar ljósar. Góð kennsla í
sauðfjárrækt og umhverfi með fjöll
að baki. Hólar í Hjaltadal voru sjálf-
valdir. Þarna urðu svo þáttaskilin í
lífi þessa unga manns. Því nú kynnt-
ist hann heimasætunni frá Reykjum í
Tungusveit, Heiðbjörtu Jóhannes-
dóttur. Brátt hófst svo búskapur
þeirra í Hamrahlíð, þar sem með að-
stoð góðrar fjölskyldu var byggt frá
grunni. Börnin urðu þrjú, hið ágæt-
asta fólk.
Þótt leiðir okkar frændanna skildi
hafði ég vitneskju um góðan fram-
gang mála í Hamrahlíð og að hús-
bændur þar voru vel virtir. Í Hamra-
hlíð átti Sigurjón góða ævi. Heiða var
honum frábær förunautur og það
voru jafnan góð tengsl við tengdafor-
eldrana á Reykjum, Jóhannes Blön-
dal og Ingigerði Magnúsdóttur, og
þeirra fólk. En ég vænti þess líka að í
þessum samskiptum hafi reynst
gagnkvæmni, því Sigurjón var afar
vandvirkur og traustur að eðlisfari
og góður vinur vina sinna. Búskap-
urinn í Hamrahlíð og samskiptin við
sveitungana trúi ég að vitni þar vel
um. Þá sögu kunna aðrir betur.
Frændfólki og vinum frá fornum
slóðum er nú hugsað til Heiðu og
barnanna og annarra ástvina með
samúð í huga á sorgarstund en líka
þaklæti fyrir ástúð og umhyggju við
Sigurjón frænda okkar, sérstaklega
þegar honum lá mest við í þeirri
óvægnu baráttu sem nú er lokið.
Egill Jónsson.
Góður nágranni og félagi, Sigurjón
í Hamrahlíð, hefur kvatt okkar veru-
stað. Hann kom austan úr Hornafirði
ungur og vaskur maður, stundaði
nám í Hólaskóla tvo vetur og vann á
jarðýtum, fyrst á Hólabúinu og síðar
hjá Búnaðarsambandinu. Hann
kvæntist einni af heimasætum
hreppsins og hóf búskap á Hömrum
um 1960. Það fór vel á því að hann
veldi sér þar stað til búsetu sem
Mælifellshnjúkur ræður ríkjum og
tignarlegt landslag Hornafjarðar
finnur sér einna helst samsvörun.
Eftir skamman búskap í gamla torf-
bænum á Hömrum hófust þau Heiða
og Sigurjón handa við að reisa sér
nýjan bæ, fundu sér fallegt bæjar-
stæði við bakka Svartár og reistu þar
sitt framtíðarheimili og í Hamrahlíð
hafa þau búið á fimmta áratug. Sig-
urjón var fyrirmyndar búmaður, allir
hlutir í röð og reglu, úti sem inni,
hann var dýravinur og sérstaklega
fjárglöggur, ræktaði strax upp
hraustan og afurðagóðan fjárstofn og
var eftir því tekið hve fé hans var vel
byggt og skilaði góðum afurðum.
Hann var ágætur smiður, annaðist
viðgerðir á vélum og tækjum eftir
þörfum og sá að miklu leyti um að
reisa húsakost jarðarinnar með sínu
heimafólki. Sigurjón var mikill ferða-
garpur og áhugasamur. Við vorum
nánir samstarfsmenn í um það bil
áratug við smalamennskur og fjár-
leitir. Var ætíð gott að eiga stuðning
hans vísan og fjölskyldunnar en
Hamrahlíð á land að afréttinni og var
mikill ágangur afréttarpenings áður
en varnargirðing komst upp. Voru
samskipti mikil við fjallabændur á
þeim árum. Skömmu eftir 1970 var
farið að flytja föggur gangnamanna á
bílum á austurhluta Eyvindarstaða-
heiðar en fyrst þurfti að finna færa
leið til að komast um Goðdalafjall að
Hraunlæk. Ekki varð þeim skota-
skuld úr því, Borgari í Goðdölum og
Sigurjóni, að velja góða jeppaslóð þó
varla gæti talist árennilegt að rekja
sig áfram gegnum hraungarðana við
Skiptabakkann með þeim búnaði
sem þá var tiltækur. En svo vel tókst
til að nú, meira en 30 árum síðar, er
sama slóð farin næstum óbreytt. Tví-
vegis fórum við saman í langar fjalla-
ferðir á rússajeppunum okkar. Sú
fyrri var suður Kjöl meðal annars til
að skoða framkvæmdir við Sigöldu-
virkjun og síðan fórum við um
Sprengisand sumarið 1974 . Þá hafði
skömmu áður verið komið upp brú á
Eystri-Jökulsá á Hofsafrétt. Við fór-
um hringferð um Austurland með
viðkomu á Svínafelli. Þetta var frá-
bær ferð og ekki spillti fyrir að með í
förinni voru Sigríður og Hannes,
vinafólk þeirra Heiðu. Voru þau vel
kunnug víða um Austurland og afar
fróð og skemmtileg. Þegar ég hafði
orð á því að þetta væri nú fjári bratt
víða á leiðinni, t.d. yfir Öxi eða Hellis-
heiði eystri, því hestöflin voru nú
ekkert of mörg í fararskjótum okkar,
þá brosti Sigurjón ofurlítið og sagði:
„Nei, mér finnst þetta nú ekkert svo
bratt.“
Við Sigurjón áttum gott samstarf
um árabil við að flytja laxaseiði og
sleppa í Svartána ásamt því að skrá
hitamælingar. Nú mundi líklega vera
sagt að bændurnir hafi verið í bjart-
sýniskasti að ætla að búa til laxveiðiá
í nær laxlausu héraði, án undangeng-
inna rannsókna, með þeirri þekkingu
sem þá var til staðar um seiðaflutn-
ing og sleppingar. Sigurjón var alinn
upp í nágrenni hvikulla jökulfljóta
sem geta breytt um rás og rennsli
með litlum fyrirvara. Bar hann í svip-
móti sínu og látbragði eðlislæga var-
úð og fyrirhyggju gagnvart öllu um-
hverfi sínu. Þar sem Svartá skiptir
löndum var gott að eiga Sigurjón að
nágranna. Við áttum margar sam-
verustundir við ána sem geymast í
sjóði minninganna, oft var ýmiss kon-
ar samstarf milli bæjanna, áttum
tæki saman, negldum bárujárn hvor
hjá öðrum, einnig vorum við saman í
stjórn búnaðarfélags o.s.frv.
Sigurjón var vandaður maður.
Hann var valinn til ýmissa trúnaðar-
starfa og tók ákvarðanir aðeins að vel
athuguðu máli, ekkert var fjær hon-
um en að gera á hlut annarra. Sig-
urjón var lengst af við góða heilsu,
enda hraustmenni mikið. Fyrir fáum
misserum fór hann að kenna krank-
leika og læknar greindu alvarlegan
sjúkdóm. Flest undangengin haust
hittumst við í Stafnsrétt, sem er eins
konar höfuðstaður fjárbænda við Ey-
vindarstaðaheiði. Síðasta haust var
honum greinilega brugðið og ljóst að
á ferðinni var sá gestur sem jafnan
hefur sitt erindi. Samt var handtak
hans jafn þétt og hlýtt sem fyrr, hann
ræddi um göngurnar að venju með
sínum lifandi áhuga og vildi greini-
lega sjá til þess að ég gæti fylgst með
helstu atburðum. Ég kveð minn
gamla vin með söknuði og þakklæti
fyrir góða fylgd um gengnar götur.
Fagnandi um fjallasali
fórstu löngum.
Sextíu æviár í göngum.
(H.J.)
Elskulegri fjölskyldu hans sendi
ég samúðarkveðjur.
Sigurður Sigurðsson.
Þá ert þú farinn af stað í þína síð-
ustu ferð, pabbi. Eins og svo oft áður
vitum við ekki um leiðina eða atburði
ferðarinnar, en það sem er öðruvísi
núna er að við eigum ekki von á þér
aftur heim. Sennilega vissir þú sjálf-
ur að hverju stefndi, löngu áður en þú
tókst í mál að leita læknis. Baráttuna
við sjúkdóminn, sársauka og dvín-
andi þrek barstu af mikilli karl-
mennsku, með góðri hjálp annarra,
en vitneskjan um að þú værir að yf-
irgefa fjölskylduna, búið í Hamrahlíð
og landið Ísland var þér þung byrði.
Í haust var ég heima nokkra októ-
berdaga. Þú varst greinilega þjáður,
en gekkst í fjárragið með sama
áhuga og einbeitni og áður. Ekki kom
annað til mála en að setja á nokkur
lömb, bæði þau sem vænlegust sýnd-
ust til kynbóta út frá skýrsluhaldi og
svo þau sem áttu ættir að rekja til
góðra kinda, sem þekktu sín eigin
góðu beitilönd einhvers staðar í
heimafjöllunum. Svo hringdi Sigur-
steinn í Stafni og sagði að hann hefði
fundið tvílembda á frammi á gili. Við
drifum okkur strax af stað og ókum
upp Kiðaskarð, sem er stysta leið.
Það var náttúrlega ófært vegna snjóa
eins og mamma sagði áður en við fór-
um af stað. Við komumst samt lang-
leiðina upp í skarðið áður en við urð-
um að snúa við og fara út á
Vatnsskarð og fram Svartárdal.
Krókurinn upp í Kiðaskarð var samt
ekki fánýtur. Við sáum vel yfir Mæli-
fellsdalinn og Hnjúkinn, að þar virt-
ust engar kindur leynast og svo voru
nokkrar tófuslóðir í Skarðinu. Nú
vissum við líka fyrir víst að Skarðið
væri ófært og ekki síst um vert að
okkur tókst að snúa við án þess að
festa bílinn.
Fyrir fjórum árum var ég heima í
Hamrahlíð og á förum til Reykjavík-
ur. Þér fannst það lítið mál að
skreppa með mér suður. Til að gera
svolítið meira úr ferðinni ókum við í
austur frá Skagafirði, út fyrir Mel-
rakkasléttu þar sem þú keyptir
nokkra girðingarstaura, svo til
Hornafjarðar og gistum í Svínafelli
um nóttina. Daginn eftir ókum við
áleiðis suður og ég varð eftir í
Reykjavík en þú hélst áfram heim.
Þetta var dýrmæt ferð. Þó að hratt
væri farið yfir áttum við saman nota-
legar stundir í jeppanum. Það var
heldur ekki svo oft sem þú heimsóttir
þínar æskuslóðir. Mig minnir að ég
væri tólf ára þegar við fórum fyrst
austur og heilsuðum upp á allt
frændfólkið þar.
Víst varst þú hneigður til ferðalaga
og til að finna nýjar leiðir, bæði á
fjöllum og í óeiginlegri merkingu.
Enn þá sterkari var þó réttlætis-
kennd þín og hreinskiptni. Þetta kom
skýrt fram í störfum þínum að fé-
lagsmálum. Þar var jafnan allt í hinni
bestu reglu. Hvort sem að það var
skólanefnd, búnaðarfélag, hrossa-
ræktarfélag eða fjárræktafélag, svo
ekki sé minnst á kindabókina góðu.
Ég vil gjarnan trúa því að þú sért
nálægur ennþá og fylgist með þínu
fólki. Það gefur okkur styrk til að
halda áfram, finna nýjar leiðir og
hafa reglu á okkar kindabókum.
Jóhannes B. Sigurjónsson.
SIGURJÓN
SIGURBERGSSON
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og systir,
SIGRÚN RAGNHILDUR GÚSTAFSDÓTTIR,
Engihjalla 1,
Kópavogi,
lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn
29. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 5. mars kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svandís I. Sverrisdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
TRYGGVI JÓNSSON,
Sóltúni,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 2. mars.
Jón Tryggvason,
Bjarni Þór Tryggvason, Guðfinna Arnarsdóttir,
Berglind Tryggvadóttir, Karl Ómar Jónsson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HJÖRDÍS GUNNARSDÓTTIR,
Garðavegi 15,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 2. mars.
Finnbogi Sigmarsson,
Birgir Finnbogason, Hrafnhildur Blomsterberg,
Lilja María Finnbogadóttir, Árni Baldursson
og barnabörn.
MORGUNBLAÐIÐ birtir minningargreinar endurgjaldslaust. Greinun-
um má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálf-
virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að
fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda
(vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum
á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu
Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upp-
lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hve-
nær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan
útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfar-
ardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef
útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast
fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Birting minningargreina