Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki – Hefnarinn framhald ... © DARGAUD Grettir Smáfólk Smáfólk ÞIÐ ERUÐ KOMNIR INN Á EINKAEIGN, UNNA Á HEIÐARLEGAN HÁTT MEÐ SMÁ SVINDLI Í PÓKER!... KJURR! HVER ER ÞETTA? VINUR MINN! ÞAÐ VERÐUR ALDREI LEITAÐ AÐ MÉR Í FANGELSI HA HA! EITT VANDAMÁL Í EINU! ÞÚ ÞARNA LOKAÐU LÖGREGLUSTJÓRANN INNI! ÞETTA ER EITTHVAÐ ÖFUGSNÚIÐ! ÞAÐ FINNS MÉR LÍKA! ÞETTA ER RÉTT HJÁ ÞÉR, ÞAÐ VERÐUR AÐ TAKA TIL HENDINNI HÉR Í BÆNUM! SJÁUM NÚ TIL HVAÐ ÞÚ GETUR! SKJÓTTU Á STEININN ÞARNA EKKI SEGJA MÉR AÐ ÉG HAFI HITT Í MARK!? JÚ! NÚ SKULUM VIÐ SJÁ HVERNIG ÞÚ ERT Á HESTBAKI... ÉG VIL EKKI HRÆÐA ÞIG EN ÞÚ ÆTTIR AÐ FINNA ÞÉR EITTHVAÐ ANNAÐ AÐ GERA. KOMDU MEÐ FÖTIN ÞÍN. ÉG ÆTLA AÐ SKREPPA Í BÆINN! ÉG ER SVONA GÓÐUR ÞVÍ ÉG FÓR EINU SINNI Á NÁMSKEIÐ Í BRÉFASKÓLANUM! HEY STRÁKUR! ÞARNA ER GRÆNINGINN HANN ZOTTO! NÚ VERÐUR FJÖR. SÆLL ZOTTO! ÞAÐ ER ORÐIÐ LANGT SÍÐAN VIÐ SÁUM HVER ER SÁ STERKASTI HÉR Í BÆ ... JÁ, JÓI! ÁFRAM, SÝNUM HONUM ÞAÐ! KOMDU AFTUR JÓI... ÞÚ SÝNDIR HONUM ÞAÐ EKKI! GRETTIR! ÞAÐ BÝR ILLUR ANDI Í BRAUÐRISTINNI OKKAR! ER ÞAÐ? ÉG VAR EKKI VISS ÁÐAN EN ÉG ER ÞAÐ NÚNA! AFHVERJU SEGIRÐU ÞAÐ? HÚN HRÆKTI SESAMFRÆUM Á MIG! ÞÚ LÍTUR ÚT EINS OG STÓRT RÚNSTIKKI... SÍÐAN LAS ÉG RITGERÐINA UM GILJALJÓN FYRIR ALLAN BEKKINN... ÉG SAGÐI ÞEIM FRÁ ÞVÍ HVAÐ GILJALJÓN GETA VERIÐ HÆTTULEG OG HVERNIG ÞAU ERU ÓNÆMI FYRIR EITRINU Í HINUM HÆTTULEGA DROTTNINGARSNÁKI HVAÐA EINKUNN GAF SÍÐAN KENNARINN ÞÉR? “GÓÐ TILRAUN” GOTT AÐ VIÐ BÚUM EKKI VIÐ GIL... ÞAÐ ER SVO ERFITT AÐ SOFA FYRIR ÝLFRINU Í GILJALJÓNUNUM... ÞAÐ ER ERFITT AÐ SOFA FYRIR ALLRI HEIMSKUNNI Í ÞÉR ÞAÐ ER SAGT AÐ EINA LEIÐIN TIL AÐ LOSNA VIÐ GILJALJÓN SÉ AÐ FYLLA UPP Í ÖLL GILIN BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SEGJA má að þorri Íslendinga sé náttúruverndarsinnar og vilji lifa í sátt við landið ásamt því að umgang- ast það með fullri gát og er það vel. Hitt er verra að öfgamönnum sem virðast vera búnir að gleyma því að við þurfum að lifa í okkar landi fer nú fjölgandi og vanda þeir lítt til mál- flutnings og vinnubragða. Málefni Laxárvirkjunar í S-Þing. hafa nú verið talsvert á dagskrá að undanförnu og eru um þau deildar skoðanir. Svo vill til að ég er þessum málum nokkuð kunnugur þar sem mér lagðist það til að sitja í stjórn Landeigendafélags Laxár og Mý- vatns um 29 ára skeið og lengst af sem formaður. Elda Laxárdeilunnar fékk ég að vaða frá upphafi til enda. Um þá deilu vil ég segja það að hún var sorglegt dæmi um það hvernig menn eiga ekki að skipta saman. Einnig er ég sannfærður um það að ef báðir að- ilar þeirrar deilu hefðu verið lausir við öfgamenn þá hefði sú deila verið leyst mun fyrr og aldrei orðið sú ófreskja sem raun varð á. Áform stjórnar Laxárvirkjunar í sambandi við fyrirhugaða Gljúfur- versvirkjun voru þau að byggja 56 m háa stíflu og einnig leiða Suðurá og Svartá til Mývatns og Laxár. Miðað við þau áform finnst mér fyrirhug- aðar aðgerðir Landsvirkjunar nú í sambandi við Laxárvirkjun ekki þeirrar stærðargráðu að eigi megi miðla svo málum að um þau náist full sátt. Vert er að geta þess að búið er að græða um a.m.k. 2 þúsund ha við Krákárbotna og hefur Landsvirkjun lagt meginfjármagnið til þeirra framkvæmda, þótt fleiri hafi komið þar að. Þessi uppgræðsla er þegar orðin veruleg brjóstvörn fyrir hluta Mý- vatnssveitar og hefur minnkað sand- fokið í Kráká. Mér finnst að þessi uppgræðsla þurfi að halda áfram og best væri ef jafnframt yrði komið upp sandgildru í Kráká svo sandur- inn berist ekki út í Laxá. Takist það þá er það gríðarleg náttúruvernd varðandi lífríkið í gjörvallri Laxá og betri kostur en að byggja háa stíflu sem látin yrði fyllast af sandi. Mannvirkin í Laxárgljúfri eru fal- leg og hygg ég að fáir vildu sjá þau hverfa, einnig hygg ég að þótt stíflan yrði eitthvað hækkuð þá myndi það hvorki valda sjónmengun né tjóni. Þess ber að geta að beri menn ekki gæfu til að framkvæma umræddar aðgerðir í fullri sátt þá skeður það grafalvarlega, sem sé að Laxárvirkj- un leggst niður til óbætanlegs tjóns fyrir héraðið bæði hvað snertir öruggt rafmagn og atvinnu margra. Það fer ekki vel í mig að sjá nú í blöðum spár og jafnvel hótanir um að ný Laxárdeila sé í uppsiglingu og hvernig skyldi sú deila verða? Ég hef á undangengnum 20 árum haft nokk- ur samskipti við frammámenn Landsvirkjunar og hafa þeir jafnan komið fram af vinsemd og kurteisi. Ég er sannfærður um að þeim mönn- um dettur ekki í hug að takast á við heimamenn í Þingeyjarsýslu á sama hátt og stjórn Laxárvirkjunar forð- um. Þeir munu frekar taka þann kostinn að hætta rekstri virkjunar- innar eftir því sem hún gengur úr sér. Hitt býður mér frekar í grun að öfgamönnum takist e.t.v. að kveikja einhverja elda hér í héraði sem þeir munu svo ekki reynast menn til að slökkva sjálfir. Ég efa ekki að öfga- menn hér innan héraðs og utan muni halda háttum sínum, stappa niður fótum, segja nei við öllu og kalla „úlf- ur, úlfur“, þó enginn úlfur sé á ferð- inni. Við Þingeyingar höfum misst ým- islegt á undangengnum árum, t.d. kaupfélagið, mjólkursamlagið og flugsamgöngurnar, því skulum við ekki láta viðkomandi og óviðkomandi öfgamenn taka af okkur Laxárvirkj- un í ofanálag. VIGFÚS B. JÓNSSON, Laxamýri. Látum ekki öfga- menn ráða framtíð Laxárvirkjunar Frá Vigfúsi B. Jónssyni: ÍSLENSKIR sjómenn er stoltir og meðal fremstu sjómanna í heimin- um, en nú virðist farmannastéttin vera að líða undir lok. Hentifáninn er nú allsráðandi þar sem viðkomandi lönd taka svo lág gjöld af þeim skip- um. Kemur það svo til að þeir geta ráðið fólk á lúsarlaunum. Sjómanna- félagið hefur reynt að sporna við þessu en með litlum árangri. Hérna ættu íslensk stjórnvöld að sýna sóma sinn í því að halda íslensku far- mannastéttinni við með lægri gjöld- um. Við erum með víðtæka reynslu í sambandi við björgun. Má þar nefna þyrlusveitina og varnarliðið sem kannski fer. Við þurfum að huga að annarri þyrlu og þjálfa menn. Við rekum slysavarnaskóla sem flestir okkar sjómanna hafa farið í, enda eru þeir vel þjálfaðir í hvernig eigi að bregðast við ýmiss konar vá til sjós. Atlantsskip sönnuðu endanlega það sem flestir vissu, er þeir hófu innflutning á olíu á langtum lægra verði en hin olíufélögin. Enda lækk- uðu þau verð á olíu svo til strax. Sannaðist þar með að þau höfðu samráð um verð. En verstur þykir mér stéttamunurinn sem er orðinn í landinu. GUÐBJÖRN HJÁLMARSSON, Hátúni 10, Reykjavík. Farmannastéttin Frá Guðbirni Hjálmarssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.