Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 47 DAGBÓK Laugavegi 20b, sími 552 2515 Full verslun af nýjum vörum Frábært verð Langamýri - Garðabæ sími 530 6500 Bogi Pétursson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Falleg 3ja herb., 86 fm, neðri hæð með sérinngangi og afgirtri 35 fm verönd í suður og garði. Nýlegt baðherb. og endurbætt eldhús. Þvottahús innan íbúðar. Gott aðgengi að eigninni frá bílastæði um sérinngang og stór verönd og bak- garður. Örstutt í verslun, skóla og aðra þjónustu. Góð íbúð á vinsælum stað. Myndir á www.heimili.is. V. 15,3 m. Nánari uppl. veitir Bogi Molby Pétursson. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. TVÆR ÍBÚÐIR ÓSKAST MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK Mér hefur verið falið að leita eftir tveimur 100-150 fm íbúðum fyrir fjársterka aðila. Æskilegt að eignirnar séu í góðu ástandi. Verðhugmynd 14-17 millj. og 20-25 millj. Afhendingartími getur verið ríflegur. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Grétar, sími 696 1126. RAÐHÚS ÓSKAST VIÐ TUNGUVEG, RÉTTARHOLTSVEG EÐA ÁSGARÐ Mér hefur verið falið að leita eftir raðhúsi við ofangreindar götur. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Verðhugmynd allt að 15,0 millj. Afhendingartími getur verið ríflegur. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! Í tilefni af 90 ára afmæli mínu þann 28. febrúar 2004 sendi ég kærar þakkir börnum mínum, tengdabörnum, afa- og langafa- börnum, ásamt öllum þeim fjölda vina og kunningja, sem glöddust með okkur hjónum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Með kæru þakklæti. Pétur Kr. Sveinsson, Jökulgrunni 3. Afmælisþakkir STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæð/ur og þol- inmóð/ur. Þú hefur mikinn sjálfsaga og átt auðvelt með að loka á umhverfi þitt þegar þú þarft að einbeita þér. Leggðu hart að þér því þú munt uppskera árangur erf- iðis þíns innan skamms. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Margir hrútar hafa tækifæri til að auka tekjur sínar á næstu mánuðum. Vertu vak- andi fyrir þessum tækifærum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Venus er á leið inn í merkið þitt og því áttu sérlega auðvelt með að heilla aðra og sýna þeim vinahót. Þetta er góður mánuður til fatakaupa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur þörf fyrir einveru þannig að þú getir velt einka- málunum fyrir þér í ró og næði. Þú hefur yfirleitt mörg járn í eldinum en þarft stund- um að gefa þér tíma til að staldra aðeins við. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samband þitt við vini þína og kunningja á eftir að batna mikið á næstu vikum. Fólk sækist eftir návist þinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt auðvelt með að gera yf- irmanni þínum til hæfis þessa dagana. Þú hefur mikinn metnað og átt auðvelt með samskipti við annað fólk. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fegurðarskyn þitt verður óvenju næmt næsta mán- uðinn. Farðu á listsýningar og njóttu þess að vera úti í nátt- úrunni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er engu líkara en að al- heimurinn vilji allt fyrir þig gera. Þú munt fá gjafir, greiða og fyrirgreiðslu á næstu sex vikum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt auðvelt með að skilja aðra og því er þetta góður tími til að jafna deilur við gamlan vin. Notaðu þennan skilning á umhverfi þínu þér til fram- dráttar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samstarfsfólk þitt er óvenju hjálplegt þessa dagana og þú ert líka tilbúin/n til að hjálpa því. Hjálpsemi og samstarfs- vilji bætir til muna andann á vinnustaðnum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ljúft ástarævintýri mun hugsanlega lífga upp á líf þitt á næstunni. Daður, skemmt- anir og ferðalög ættu að ein- kenna næstu sex vikurnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það mun veita þér ánægju að fegra nánasta umhverfi þitt. Þú ættir að kaupa eitthvað nýtt til heimilisins eða prófa að raða því sem þú átt upp á annan hátt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt eftir að reka þig á það næstu vikurnar hvað það er mikil ást í nánasta umhverfi þínu. Láttu þína nánustu finna hvað þér þykir vænt um þá. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÚR ÍSLENDINGADAGS RÆÐU Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers. Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. – – – Stephan G. Stephansson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 100 ÁRA afmæli. Ídag, fimmtudag- inn 4. mars, er hundrað ára Yngvi Kristjánsson frá Stykkishólmi. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 4. mars, er áttræður Jónsteinn Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Mána- túni 4. Af því tilefni bjóða hann og eiginkona hans, Halldóra H. Kristjáns- dóttir, sjúkraliði, fjöl- skyldu, ættingjum og vinum til kaffidrykkju í húsi Fé- lags eldri borgara, Ásgarði í Glæsibæ, milli kl. 16 og 19. SÚ VAR tíðin að Pólverj- arnir Adam Zmudzinski og Cezary Balicki spiluðu sterkt-pass-kerfi: „opnuðu“ á passi með 13 punkta, sögðu tígul með 0–7, en gáfu lýsandi sögn með 8–12 punkta hendur. Nú eru þeir eldri og þjóðlegri og spila einfaldlega pólskt lauf, en það kerfi liggur miðja vegu á milli Standad-kerfisins og Precision. Laufopnunin fer niður í 12 punkta, en líka upp úr öllu valdi og við lauf- inu er afmeldað. Þeir Adam og Cezary voru meðal kepp- enda á NEC-mótinu í Japan og pólska laufið gafst þeim vel þessu spili mótsins: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠K9542 ♥D86 ♦2 ♣10964 Vestur Austur ♠DG3 ♠1086 ♥Á753 ♥104 ♦D1085 ♦KG743 ♣D8 ♣G53 Suður ♠Á7 ♥KG92 ♦Á96 ♣ÁK72 Vestur Norður Austur Suður Teramoto Adam Takano Cezary – – – 1 lauf Pass 1 tígull Pass 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf Pass Pass Pass Eftir laufopnun og af- meldingu sýnir Balicki í suður 18–20 punkta með einu grandi. Norður yfir- færir fyrst í spaðann, en sýnir svo laufið til hliðar. Þriggja hjarta sögnin er eðlileg og sýnir fyrst og fremst tígulveikleika í grandi. Því lyftir Zmudz- inski í fjögur hjörtu og hef- ur þá lýst skiptingunni ná- kvæmlega. Balicki taldi óþarft að berjast í 4–3- samlegunni og breytti í fimm lauf, sem unnust auð- veldlega þegar trompið skil- aði sér 3–2. Spilið kom upp í við- ureign við japanska sveit og heimamenn fundu ekki rétta samninginn: Vestur Norður Austur Suður Petrunin Imakura Gromov Ino – – – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 grönd Pass Pass Pass Suður fékk átta slagi í tveimur gröndum, en það var lítið upp í geim á hætt- unni á hinu borðinu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Sjötuger í dag, fimmtudag- inn 4. mars, Guðríður Bjarnadóttir, Þrúðvangi 27, Hellu. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu laug- ardaginn 6. mars eftir kl. 14. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Hvað áttu við með að þakka fyrir þig? Ég var bara að reyna að vekja konuna mína með því að klappa henni á kinnina! 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 d6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 a6 9. Dd2 Be7 10. g4 h6 11. 0-0-0 Ra5 12. h4 Rxb3+ 13. cxb3 Hc8 14. Kb1 Da5 15. Be2 Rd7 16. g5 h5 17. g6 f5 18. Hc1 f4 Staðan kom upp í Norð- urlandamótinu í skólaskák sem lauk fyrir skömmu. Peter Skovgaard (1.854) hafði hvítt gegn Alexi Orra- syni (1.500). 19. Rb5! Dd8 19. – Hxc1+ gekk ekki held- ur upp vegna 20. Hxc1 Dxd2 21. Rc7+ og hvítur vinnur. 20. Rxd6+ Bxd6 21. Dxd6 Bg8 22. Hxc8 Dxc8 23. Hc1 Dd8 24. Bd2 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.