Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 48
ÍÞRÓTTIR
48 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FIMM leikmenn úr KR sem eiga eftir að taka út leikbönn
frá síðasta keppnistímabili afplána þau í Meistarakeppni
KSÍ. Fjórir í leik karlaliðsins gegn ÍA annað kvöld og
einn í leik kvennaliðsins gegn Val á sunnudagskvöld.
Garðar Jóhannsson og Sverrir Bergsteinsson fengu
báðir rauða spjaldið í síðasta leik Íslandsmótsins í fyrra,
þegar KR steinlá fyrir FH, 7:0. Þeir Sölvi Davíðsson og
Páll Kristjánsson áttu eftir að taka út bann vegna fjög-
urra gulra spjalda með 2. flokki KR og gera það því í
fyrsta mótsleik meistaraflokks á þessu ári.
Embla Grétarsdóttir þarf einnig að taka út bann
vegna fjögurra gulra spjalda á síðasta ári og verður því
ekki með kvennaliði KR. Íris Andrésdóttir, fyrirliði
Vals, verður einnig í banni á sunnudagskvöldið þar sem
hún var rekin af velli í lokaleik Vals á Íslandsmótinu í
fyrra.
Meistarakeppnin er ávallt tengd Íslandsmóti og bikar-
keppni á þennan hátt en aftur á móti hafa spjöld í deilda-
bikarnum ekki áhrif þar sem refsingar í honum eru að-
eins teknar út í þeirri keppni.
Fimm KR-ingar
taka út leikbann
RONALDINHO, brasilíski
knattspyrnumaðurinn sem
leikur með Barcelona, braut
kirkjuglugga í bænum San-
tiago de Compostela í vik-
unni – með því að spyrna
knetti í hann. Ronaldinho
var staddur þar vegna upp-
töku á sjónvarpsauglýsingu
og var að reyna erfitt skot,
þar sem hann þurfti að
stökkva upp og spyrna af
krafti. Kirkjan var byggð á
þrettándu öld og margir
glugganna eru skreyttir og
afar verðmætir. Sem betur
fór var það ekki einn af þeim sem varð fyrir barðinu á
skothörku Ronaldinhos, heldur gluggi með venjulegu
gleri, og kostnaðurinn vegna skemmdanna er því
óverulegur.
Ronaldinho braut
kirkjuglugga
Ronaldinho
GUNNAR Einarsson, fyrirliði
körfuknattleiksliðs Keflavíkur,
verður líklega ekki með gegn Hauk-
um í lokaumferð úrvalsdeildarinnar
í kvöld. Gunnar meiddist á hné á æf-
ingu í fyrrakvöld, samkvæmt vef
Keflvíkinga.
DANÍEL Hafliðason, knatt-
spyrnumaður úr Víkingi, æfir þessa
dagana með 1. deildar liði Þróttar
úr Reykjavík og gengur væntanlega
til liðs við það, samkvæmt vefnum
vikingur.net. Daníel hefur ávallt
leikið með Víkingum en hætti
skömmu áður en síðasta tímabili
lauk.
LASSE Qvist, einn efnilegasti
knattspyrnumaður sem fram hefur
komið í Danmörku um árabil, efur
gengið frá þriggja ára samningi við
PSV Eindhoven í Hollandi. Qvist er
aðeins 17 ára gamall en var valinn
efnilegasti leikmaður Danmerkur á
síðasta ári og á yfirstandandi tíma-
bili hefur hann skorað 17 mörk í 18
leikjum fyrir Lyngby sem leikur í
dönsku 2. deildinni.
GLENN Hoddle hefur dregið til
baka umsókn sína um stöðu knatt-
spyrnustjóra Southampton. Stuðn-
ingsmenn félagsins hafa látið skoð-
anir sínar óspart í ljós eftir að
Hoddle var orðaður við stöðuna, en
þeir hafa aldrei fyrirgefið honum að
hafa yfirgefið félagið og gerst knatt-
spyrnustjóri Tottenham fyrir þrem-
ur árum.
STEVE Wigley hefur stýrt liði
Southampton síðan Gordon Strach-
an lét af störfum fyrir nokkrum vik-
um. Wigley verður við stjórnvölinn
út tímabilið, eða þar til nýr knatt-
spyrnustjóri verður ráðinn.
ALAIN Giresse, miðjumaður í
franska landsliðinu og Bordeaux á
níunda áratugnum, verður væntan-
lega næsti landsliðsþjálfari Georgíu
í knattspyrnu. Giresse hefur stað-
fest að hann sé í viðræðum við þar-
lend knattspyrnuyfirvöld.
ALESSANDRO Pistone, ítalski
varnarmaðurinn hjá Everton, missir
af næstu tveimur leikjum liðsins í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
vegna meiðsla í læri. Pistone hefur
verið sérlega óheppinn í vetur og að-
eins náð að leika ellefu leiki í deild-
inni.
EUNICE Barber, heimsmeistari í
langstökki kvenna utanhúss, tekur
ekki þátt í heimsmeistaramótinu í
frjálsíþróttum innanhúss, sem hefst
í Búdapest í Ungverjalandi á föstu-
dag. Barber meiddist á æfingu í gær
og í framhaldi af læknisskoðun
ákvað hún að hætta við þátttöku.
Barber var ein helsta von Frakka
um gullverðlaun á heimsmeistara-
mótinu. Hún varð heimsmeistari í
langstökki utanhúss á HM í París í
fyrra og hlaut silfurverðlaun í sjö-
þraut.
FÓLK
meira fram. Besta liðið hverju sinni á
að spila.
Á EM ákvað Guðmundur að veðja
á aðra leikmenn en mig, það var hans
ákvörðun og hann hefur sínar skýr-
ingar á því. Ég verð bara að sýna
honum næst þegar hann velur mig,
ef af því verður, að ég geti leikið bet-
ur en ég gerði í þau skipti sem ég
fékk tækifæri í undanfara EM og í
aðalkeppninni.
Ég fullyrði líka að þegar ég er í
toppstandi þá á ég að vera maður
númer eitt í mína stöðu og ég hyggst
sýna það.“
Hvernig tók Guðmundur þeirri
gagnrýni þinni að hafir ekki fengið
að leika nóg í undanfara EM og fá
þannig að spila þig í form?
„Ég vil ekki fara of mikið ofan í
tveggja manna tal okkar Guðmund-
ar. En við ræddum þessi mál í mikilli
hreinskilni. Hann sagðist velja það
lið hverju sinni sem hann teldi vera
best þá stundina. Hann taldi væn-
legri kost að taka aðra leikmenn
fram yfir mig að þessu sinni.
Í fyrsta æfingaleiknum gegn Sviss
þá lék ég illa eins og allt liðið. En í
næstu tveimur leikjum þar á eftir var
mér hálfpartinn hent út. Því fannst
mér mjög erfitt að kyngja. Það var
mikil breyting fyrir mig að vera aftur
kominn í hóp nýliðanna. Ég reyndi
að takast á við þá stöðu eins vel og
mögulegt var, var jákvæður og allt
það. En þetta var ný og alls ekki
skemmtileg staða að lenda í.
Síðan kom ég inn í leikina á EM
gegn Slóvenum og Ungverjum og
ætlaði mér að sjálfsögðu að gera mitt
besta en ég gerði það ekki. Ég lék
ekki mikið í keppninni og að sjálf-
sögðu hefði það verið best fyrir mig
og landsliðið hefði mér tekist betur
upp á þeim stutta tíma sem ég fékk,
þá hefði ég getað sannað að lands-
liðsþjálfarinn hefði rangt fyrir sér.
En þar sem ég náði mér ekki á strik
þá get ég ósköp lítið sagt,“ segir Pat-
Eftir Evrópumótið í Slóveníu varPatrekur óánægður með hlut-
skipti sitt í landsliðinu, hann lék lítið
með því í aðdrag-
anda keppninnar og
jafnvel enn minna
þegar á hólminn var
komið. „Ég útskýrði
fyrir Guðmundi hvernig ég upplifði
þessa keppni og að það hefði verið
erfitt að vera í þeirri stöðu sem ég
var í. Það eru skýringar á því, svo
sem sú að ég fór í aðgerð á hné í októ-
ber og var lengi frá keppni af þeim
sökum, alveg fram í lok nóvember.
Þar af leiðandi hafði ég ekki leikið
mjög marga leiki þegar kom að und-
irbúningi landsliðsins fyrir EM.
Ég var hins vegar ekki eini mað-
urinn í landsliðinu sem var ekki í full-
komnu lagi. Fúsi [Sigfús Sigurðsson]
var slappur og Dagur [Sigurðsson]
meiddur. Liðið í heild var ekki í nógu
góðu standi til þess að ná topp-
árangri,“ segir Patrekur, sem telur
að sökum þess hafi íslenska lands-
liðið sett sér alltof háleitt markmið
fyrir EM, það er að vinna sinn riðil.
Eftir fyrsta tapið í upphafsleik móts-
ins hafi vonbrigðin gert vart við sig
þegar ljóst var að markmiðinu yrði
líklega ekki náð.
Leysti hlutverk mitt illa
„Eftir á að hyggja var það meira
óskhyggja en annað að vinna riðilinn,
markmiðið var ekki raunhæft sökum
þess að liðið var ekki í toppstandi lík-
amlega,“ segir Patrekur.
Hann segist ekki draga dul á von-
brigðin með eigin frammistöðu í
keppninni. „Ég leysti mitt hlutverk
illa þegar ég fékk tækifæri, það við-
urkenni ég fúslega. Mér dettur ekki í
hug að draga fjöður yfir það.
Frammistaðan var ekki góð og ég
verð eins og aðrir að draga minn lær-
dóm af þessu öllu saman.“
Gefur þú kost á þér í íslenska
landsliðið áfram?
„Ef ég verð valinn í næstu verk-
efni þá ætla ég að meta það í hvaða
standi ég verð til þess að takast á við
verkefnið. Svo fremi sem ég leik vel
með félagsliði mínu og tel mig hafa
eitthvað fram að færa með landslið-
inu þá hef ég áhuga á að leika með
því áfram. Það er hins vegar ekki al-
farið í mínum höndum heldur hefur
landsliðsþjálfarinn síðasta orðið í
þeim efnum, hann velur landsliðið á
hverjum tíma og það á enginn leik-
maður að eiga fast sæti í því nema
kannski Ólafur Stefánsson, sem er
eini heimsklassa handknattleiksmað-
urinn sem við eigum í dag.“
Þú hefur ekki áhuga á að vera
varaskeifa áfram eins og hlutskipti
þitt var á EM?
„Auðvitað svarar maður allri sam-
keppni með því að sýna að maður eigi
að vera númer eitt og það hef ég í
hyggju að gera, verði ég áfram val-
inn í landsliðið. Því má heldur ekki
gleyma að það eru nýir leikmenn að
koma inn í hópinn, sem er jákvætt,
og þá verður maður bara að horfast í
augu við það með því að leggja sig
rekur sem hefur átt sæti í byrjunar-
liðinu undanfarin ár og oft staðið sig
vel, svo sem á EM í Svíþjóð fyrir
tveimur árum.
Allir leikmenn verða að vera
heilir ef árangur á að nást
„Auðvitað tek ég þessu mótlæti
eins og öðru og læri af því. Það hefur
sýnt sig að á undanförnum árum
þegar íslenska landsliðið hefur náð
árangri þá hef ég verið með og leikið
vel, má þar nefna EM í Svíþjóð og
HM í Kumamoto fyrir sjö árum.
Ef íslenska landsliðið ætlar að ná
árangri þá tel ég að sem flestir leik-
menn verði að vera í toppstandi,
nefni ég þar mig, Ólaf, Dag, Guðjón
Val, Fúsa og fleiri. Við eigum ekki
það stóran hóp leikmanna að við
megum við því að einhver sé ekki í
toppstandi. Allir verða að vera að
leika vel með sínum félagsliðum og
hafa sjálfstraustið í lagi til þess að ís-
lenska landsliðið geti náð topp-
árangri á stórmóti.“
Patrekur segir það hafa verið afar
gott fyrir sig að hitta Guðmund
landsliðsþjálfara, hreinsa loftið og
fara yfir stöðu mála að keppni lok-
inni. „Ég veit ekki hvað aðrir leik-
menn segja en ég tel þetta hafa verið
mikilvægt og er ánægður með að
landsliðsþjálfarinn skuli hafa farið og
hitt þá leikmenn sem voru með hon-
um á EM.
Eftir á að hyggja voru það kannski
mistök hjá mér að gefa kost á mér í
landsliðið fyrir EM. Ég hef hins veg-
ar alltaf haft þann metnað að vilja
leika fyrir íslenska landsliðið á með-
an ég tel mig hafa eitthvað fram að
færa. Síðan er það annarra að ákveða
hvort sú er raunin.
Nú verðum við bara að sjá til
hvernig yfirstandandi leiktíð fer hjá
Bidasoa. Ég hef æft mjög vel og því
tel ég, ef fram heldur sem horfir, að
það eigi ekkert að vera því til fyr-
irstöðu að ég verði í toppæfingu þeg-
Patrekur Jóhannesson lands-
liðsmaður leggur spilin á borðið
Kannski
istök að gefa
kost á sér í EM
„EFTIR á að hyggja hefði ég ef til vill ekki átt að gefa kost á mér í
landsliðið, en mig langaði til að vera með, taldi mig eiga erindi, og
gaf þar af leiðandi kost á mér. Kannski var þetta röng ákvörðun, en
mér fannst þegar ég tók hana að mér liði líkamlega vel, en vantaði
meiri leikæfingu til þess að vera í standi fyrir stórmót,“ sagði Pat-
rekur Jóhannesson, handknattleiksmaður hjá Bidasoa Spáni og
landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær en
hann var einn þeirra leikmanna sem Guðmundur Þórður Guð-
mundsson landsliðsþjálfari fór yfir málin með á ferð sinni um Evr-
ópu í síðustu viku.
Eftir
Ívar
Benediktsson