Morgunblaðið - 04.03.2004, Page 53

Morgunblaðið - 04.03.2004, Page 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 53 Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fim. - sunnudagskvöld. Tenórinn Lau. 13. mars. k l . 20:00 laus sæti Sun. 21. mars. k l . 20:00 laus sæti Sun. 28. mars. k l . 20:00 laus sæti Dramsmiðjan auglýsir Höfundaleikhús í mars Korter eftir Kristínu Elfu Guðnadóttur Frumsýning laugardag 6.mars kl.15.00 2. sýning sunnudag 7. mars kl. 15.00 Leikarar: Hjalti Rögnvaldsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Leikstjóri: Þórunn Sigþórsdóttir. Stóra málið eftir Svan Gísla Þorkelsson Frumsýning laugardag 13. mars kl. 16.00 Sjá nánar www.dramasmidjan.is Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Fim.11.mars. k l . 21:00 nokkur sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is SÍÐUSTU SÝNINGAR Vortónleikar Fóstbræðra Einsöngur: Elín Ósk Óskarsdóttir Stefán Helgi Stefánsson Smári Sigurðsson Píanó: Steinunn Birna Ragnarsdóttir Stjórnandi: Árni HarðarsonÁ efnisskrá er fjöldi laga eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. verður fyrri hluti tónleikanna tileinkaður Jóni Ásgeirssyni tónskáldi í tilefni af 75 ára afmæli hans. Einnig verða sungin norræn lög m.a. eftir Edvard Grieg og Hugo Alfvén. Að lokum verða fluttir þættir úr Ödupusi Rex eftir Igor Stravinsky. Missið ekki af þessari frábæru söngskemmtun. Miðasala við innganginn. Miðaverð 1500 kr. Fimmtudag 4. mars kl.20 í Hafnarborg Laugardag 6. mars kl.16 í Langholtskirkju ásamt Elínu Ósk Óskarsdóttur sópran KarlakórinnFóstbræður Klapparstíg 44, sími 562 3614 Tilboð - Tilboð Þegar þú kaupir eina stóra krukku færðu 2 litlar í kaupbæti í dag, föstud. og langan laugardag. Elsenham gæða ávaxtasultur Ekta enskt Seville marmelaði og ávaxtasultur. Hilmir Snær aftur til Þýskalands Hilmir Snær fer með aðalhlutverkið í stórri þýskri mynd Í KVÖLD í Hamborg verður nýj- asta mynd leikstjórans Lars Büchel frumsýnd. Ber hún heitið Baunir klukkan hálfsex (Erbsen auf halb 6) og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverkið ásamt hinni stórefnilegu Fritzi Haberlandt. Myndin fjallar um leikstjóra sem missir sjónina í bílslysi. Hann kynnist í framhaldinu konu sem svipað er ástatt með og hlutirnir æxlast þannig að þau leggja upp í ferðalag saman. Áhorfendur fylgj- ast svo með samskiptum parsins og sárri baráttu leikstjórans við að ná sáttum við nýjan veruleika. Hilmir Snær er staddur úti í Þýskalandi og var viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Ham- borg í gær. Hann mun svo sækja aðra sýningu myndarinnar í Kiel í kvöld, sem er heimabær leikstjór- ans. „Myndin var tekin upp síðasta vetur og sumar,“ segir Hilmir, þar sem hann talar frá Hamborg. Og hvernig gekk? „Þetta gekk vel. Þetta var svona hæfilegur biti að kyngja, mikil þýska sem ég þurfti að læra t.d.“ Sá sem þú leikur heitir Jakob Magnússon?! „Já (hlær). Það vantar bara f-ið á milli. Mér fannst það mjög fynd- ið þegar ég sá þetta nafn.“ Er mikið tilstand í kringum myndina? „Það er a.m.k. búið að þekja alla Berlín og alla Hamborg með vegg- spjöldum. Jú, og líka fullt af blaða- greinum og svona.“ En hvernig kom það til að þú landaðir þessu hlutverki? „Ég fór bara í prufu og þá var búið að prófa fimmtíu þýska leik- ara. Þeim fannst ég smella í þetta um leið og ég kom. Það var ein- hver efi alveg fyrst en um leið og prufan var að baki skiptu þeir um skoðun.“ Ertu búinn að fá einhver fleiri tilboð í kjölfarið? Kannski Pirates of the Caribbean? „Nei, nei (hlær). Það er ekkert svoleiðis í gangi. En það eru mikl- ar líkur á því að maður fái einhver tilboð í Þýskalandi.“ HAFINN er undirbúningur að gerð þriðju myndarinnar um Köngulóarmanninn og það áður en önnur myndin er frumsýnd. Gert er ráð fyrir að þriðja myndin verði frumsýnd árið 2006 eða 2007, að því er kvikmyndaritið Variety fullyrðir. Fyrsta myndin sló hvert aðsóknar- og tekjumetið á fæt- ur öðru er hún var frumsýnd sumarið 2002. Fyrstu þrjá dagna eftir frumsýningu halaði myndin inn 115 milljónir dala, meira en nokkur mynd fram að því í bandarískri bíó- sögu, og stendur það met enn. Tekjur af myndinni voru í heild 800 milljónir dala og er hún sjöunda tekjuhæsta kvikmynd áratugarins á eftir Hringadróttins-þríleiknum, Harry Potter-myndunum tveimur og Leitinni að Nemó. Önnur myndin um Köngulóarmanninn verður frum- sýnd í júlí á þessu ári og er sögð kost 200 milljónir dala. Ekki hefur enn verið ráðið í hlutverk eða hver mun leikstýra þriðju myndinni en Tobey Maguire leikur Köngulóarmanninn í fyrstu tveimur myndunum sem Sam Raimi leikstýrði. Köngulóarmaðurinn Þriðja myndin áformuð Atriði úr annarri myndinni um Köngulóarmanninn sem kemur í júlí. HUGLEIKUR Dagsson listamaður er annálaður fróðleiksmaður um kvikmyndir og myndasögur. Hann hefur auk þess fengist nokkuð við að teikna myndasögur og jafnframt hefur hann búið til teiknimyndir/ hreyfimyndir. Þessir hæfileikar Hugleiks fá nú að njóta sín í spán- nýjum teiknimyndum sem verða frumsýndar í kvöld á PoppTíví. Söguhetjan er þar er enginn annar en Tvíhöfði, sá sami og er með vin- sælan morgunþátt á Skonrokki og samanstendur af þeim æringjum Sigurjóni Kjartanssyni og Jóni Gnarr. Þættirn- ir eru tuttugu mínútna langir, teiknaðir í tölvu (með Flash-forritinu) og sér Hugleikur einn um verkið. Það er því kannski eðlilegt að spyrja: Hvernig er þetta búið að ganga? „Þetta er búið að ganga ágætlega – og illa,“ segir Hugleikur kankvís. „Það er bara svona með þessa tölvu- vinnu. Stundum gengur allt upp en svo er allt í rugli þess á milli.“ Eru tuttugu mínútur ekki svolítið langur tími? „Jú – það er nokkuð mikið fyrir einn mann. En viti menn … ég get þetta! Þetta eru ekki flóknar teikn- ingar því annars væri þetta ekki hægt. Fyrir mig einan þ.e.a.s.“ Hefurðu gert eitthvað svona áð- ur? „Ég hef aðallega verið að leika mér að þessu. Reyndar voru myndir eftir mig sýndar þeg- ar Big Band Brútal spilaði á nektarstaðn- um Vegas árið 2000.“ Af hverju varst þú beðinn um þetta? „Ég var eitthvað að hanga hjá Zombie þegar sá þáttur var að klárast í janúar. Sig- urjón fór eitthvað að spyrja mig hvort ég kynni að búa til teikni- myndir og ég jánkaði því. Seinna bauð hann mér svo þetta.“ Fannst þér þetta vera tækifæri sem þú yrðir að stökkva á? „Já, í rauninni. Mér hefði þótt það hálfvitalegt af mér ef ég hefði ekki tekið þessu tilboði.“ Er þetta þá eitthvað sem þig hef- ur lengi langað að sinna? „Já. Að vinna fulla vinnu við eitt- hvað svona og fá borgað fyrir það flokkast undir draumastarfið hjá mér. Þetta kemst næst því að fá borgað fyrir að gera myndasögur.“ Teiknimynd um Tvíhöfða á PoppTíví „Draumastarfið“ Hugleikur Dagsson Tvíhöfði – teiknimyndin er sýnd á Popptíví á fimmtudögum kl. 21.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.