Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 60

Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 60
18 kr. mun- ur á sömu sveppunum HAFIN er innköllun á niðursoðnum svepp- um sem Eggert Kristjánsson ehf. flytur inn og seldir eru undir merki Íslensks meðlætis hf. sem er vörumerki í eigu fyrirtækisins. Svo virðist sem sveppirnir, sem pakkað er fyrir fyrirtækið erlendis og merktir sem þeir séu af fyrsta flokki, geti verið af þriðja flokki og hafa ekki fengist skýringar þessa efnis frá erlenda framleiðandanum enn sem komið er. Gunnar Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Eggerts Kristjánssonar ehf., sagði að þeir litu málið mjög alvarlegum augum og væru þegar byrjaðir að innkalla vöruna úr versl- unum. Þeir hefðu keypt vöruna í góðri trú að um fyrsta flokk væri að ræða, en þeir hefðu ekki enn náð sambandi við erlenda birginn, sem yrði að gefa skýringar í þessum efnum. Íslenskum merkimiða vafið utan um erlendan Uppvíst varð um málið þegar í ljós kom að miðum með vörumerki Íslensks meðlætis hf. hafði verið vafið utan um dósir sem merktar voru Ma Ling, en sveppunum er pakkað í Kína. Á íslenska merkimiðanum er talað um fyrsta flokks sveppi en á merkimiða Ma Ling kemur fram að um þriðja flokks sveppi er að ræða. Sveppir merktir Íslensku meðlæti hf. og Ma Ling voru seldir hlið við hlið í lágvöru- verðsverslunum. Kostaði dósin af sveppum merktum Ma Ling 59 kr. en sveppadós merkt Íslensku meðlæti 77 kr. þó að svo virð- ist sem um sömu vöruna sé að ræða. Morgunblaðið/Golli Sveppadósirnar hlið við hlið og má sjá hvernig skín í Ma Ling-miðann undir mið- anum frá Íslensku meðlæti hf. Þriðja flokks niður- soðnir sveppir seldir sem fyrsta flokks MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær sakborningana þrjá í líkfundarmálinu í þriggja vikna áframhaldandi gæsluvarð- hald. Þeir Grétar Sigurðsson og Jónas Ingi Ragnarsson kærðu úr- skurðinn til Hæstaréttar í gær og lögmaður Tomasar Malakauskas segist einnig munu kæra úrskurð- inn. Við rannsókn tæknimanna lög- reglunnar í Reykjavík og ríkislög- reglustjóra fannst blóð úr hinum látna í BMW-bifreið annars Íslend- inganna. Einnig fannst blóð úr eig- andanum í bílnum. Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn stað- festi þetta við Morgunblaðið í gær. Litháski sakborningurinn sem sætir gæsluvarðhaldi mun hins vegar hafa haft bifreiðina til um- ráða þótt hún væri skráð á Íslend- inginn. Tveir sakborninganna voru handteknir saman á BMW-bifreið- inni skömmu áður en þeir fóru í gæsluvarðhald og hefur bifreiðin verið í vörslu lögreglunnar síðan. Ekki er vitað um tildrög þess að blóð úr mönnunum lak í bifreiðina en ekki er útilokað að hinn látni og umræddur sakborningur hafi blóðgað sig í átökum sín á milli. Blóðgreiningin hefur verið staðfest með DNA-rannsókn í Noregi þar sem rannsóknarbeiðni íslensku lögreglunnar fékk flýtimeðferð. Við rannsóknina hefur einnig vaknað grunur um að hinn látni hafi fengið morfínefni e.t.v. til að lina þjáningar. Arnar Jensson seg- ir sterkan grun um að hinn látni hafi verið á morfínefnum jafnvel í nokkra sólarhringa fyrir andlátið. Hnífurinn sem fannst við neta- bryggjuna í Neskaupstað er í rann- sókn en um er að ræða veiðihníf í slíðri. Grunur leikur á að hnífurinn sem fannst hafi verið notaður til að veita hinum látna áverka sem á honum fundust. Í gær sendi Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, frá sér yf- irlýsingu um að rannsókn málsins flytjist til ríkislögreglustjóra. Meint brot, sem framin voru fyrir líkfundinn, hafi átt sér stað á höf- uðborgarsvæðinu og innflutningur fíkniefna sé talinn hafa farið í gegnum Keflavíkurflugvöll. Aðal- vettvangur rannsóknarinnar sé því ekki lengur í hennar umdæmi. Blóð úr hinum látna fannst í bíl  Blóðgreiningin staðfest með DNA- rannsókn í Noregi  Grunur um að hinn látni hafi ver- ið á morfínefnum fyrir andlátið Morgunblaðið/Júlíus Tomas Malakauskas leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi í gær. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að rækjuveiðar verði ekki leyfðar í Ísafjarðardjúpi í vetur en rækjuveiðar hafa aldrei fyrr verið bannaðar í Ísafjarðardjúpi frá því veið- arnar hófust árið 1935. Talið er að mikil þorskgengd und- anfarna vetur hafi einkum minnkað stofnstærð rækju í Ísafjarðardjúpi. Um tíu bátar stunda veiðar í Ísafjarðardjúpi og segir Konráð Eggertsson, skip- stjóri á rækjubátnum Hall- dóri Sigurðssyni ÍS, að rækjubann þýði rothögg fyrir margar útgerðir. Hann segir að margir bátanna hafi legið bundnir við bryggju í allan vetur, enda hafi þeir ekki að öðrum verkefnum að hverfa. „Þetta má kalla náttúruham- farir, líkt og hrun hörpuskel- stofnsins í Breiðafirði. Það hefur stefnt í þetta lengi en ég er ekki viss um að aukinni þorskgengd sé um að kenna. Að mínu viti er skýringin fyrst og fremst sú að við höf- um veitt of mikið af rækju í Djúpinu á undanförnum ár- um.“ Rækjuveiðar verði bannaðar í Djúpinu Rothögg fyrir út- gerðina  Leggur til/C3 GOSPELSYSTUR Reykjavíkur önnuðust dagskrá Menningar- hornsins svokallaða í gær á Barna- spítala Hringsins, sem er fastur liður í starfsemi spítalans í hádeg- inu á miðvikudögum í anddyrinu. Þetta var í 15. skiptið sem lista- menn skemmtu í Menningarhorn- inu og var mjög vel mætt af hálfu sjúklinga, aðstandenda og starfs- fólks spítalans. Gospelsystur sungu íslensk lög og negrasálma undir stjórn Margrétar J. Pálma- dóttur og undirleik annaðist Ást- ríður Haraldsdóttir. Næstkomandi miðvikudag verð- ur tónlistaratriði frá Tónmennta- skóla Reykjavíkur en samkvæmt samkomulagi við spítalann senda tónlistarskólar fulltrúa sína í Menningarhornið á miðviku- dögum. Morgunblaðið/Jim Smart Gospelsystur í Menningarhorni Benedikt Árnason, skrifstofustjóri fjármálamarkaðar hjá viðskipta- ráðuneytinu, segir að þetta muni leiða til mikilla breytinga á reglu- verki um íslenskan verðbréfa- markað, þeirra mestu síðan EES- samningurinn var gerður. Viðskiptaráðherra mun jafn- framt á næstu vikum leggja fram á Alþingi skýrslu um stjórnarhætti fyrirtækja, þar sem m.a. eru tillög- ur um aukna vernd minnihluta í fyrirtækjum. Löggjöfin yrði ófullnægjandi Frumvörp sem lögð voru fram á þriðjudag um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti og hluta- félög mælast misjafnlega fyrir hjá greiningardeildum bankanna. Greiningardeild KB banka telur að frumvörpin taki ekki heildstætt á reglum um yfirtökutilboð. Varað er við því að fella leikreglur með þetta nákvæmum hætti inn í lög enda séu fjármálamarkaðir í stöð- ugri þróun og hætt við að menn finni sér leiðir til að víkja sér undan markmiði laganna. Greiningardeild Landsbankans telur að frumvarpið um hlutafélög yrði til bóta. Hins vegar séu ýmsir vankantar á frumvarpi um verð- bréfamarkaði. Meðal annars megi gera ráð fyrir því að helmingur fé- laga á Aðallista Kauphallar Íslands falli undir skilgreiningu frum- varpsins á takmörkuðum veltu- hraða. Greiningardeild Íslandsbanka telur að gengið sé of langt með ákvæði um að hlutafélagi sé óheim- ilt að kaupa eignir af hluthöfum, stjórnarmönnum og framkvæmda- stjórum félagsins. Hins vegar sé ekki gengið nægilega langt í skil- greiningum á skyldum eða tengd- um aðilum og auðvelt gæti reynst að komast framhjá þeim reglum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að skoða þurfi málin betur, sér í lagi m.t.t. nánari skilgreiningar á skyldum aðilum og stefnu ESB og ná- grannakauphalla. Fimm frum- vörp um verð- bréfamarkað  Svigrúm/C1  Vankantar/C2 FIMM frumvörp til breytinga á reglum um verðbréfamarkaðinn á næstu tveimur árum eru í undirbúningi hjá viðskiptaráðuneytinu. Frumvörpin verða unnin samkvæmt tilskipunum ESB um yfirtökur, markaðsmisnotk- un, útboðslýsingar, upplýsingagjöf til Kauphallar og fjárfestingaþjón- ustu. Gert er ráð fyrir að fyrstu tvö frumvörpin, um markaðsmisnotkun annars vegar og yfirtökur hins vegar, verði lögð fyrir á haustþingi. HANNES Hlífar Stefánsson, Viktor Bologan og Henrik Danielsen urðu efstir í 1.–3. sæti með 7,5 vinninga hver á Stórmóti Hróksins og Fjölnis sem lauk í gærkvöldi. Hannes lagði Predrag Nikolic í níundu og síðustu umferðinni. Stefán Kristjánsson lagði Pavel Tregubo í lokaumferðinni og hafnaði í 4.–7. sæti með sjö vinninga ásamt þeim Lautier, Sokolov og Tairi. Morgunblaðið/Ómar Sigurvegarar á móti Hróksins og Fjölnis: Henrik Danielsen, Hannes Hlífar Stefánsson og Viktor Bologan. Hannes Hlíf- ar í 1.–3. sæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.