Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 36
www.svipmyndir.is FERMINGAR- MYNDIR SVIP MYNDIR PORTRAIT STUDIO Hverfisgötu 50 sími 552 2690 Fermingarúr frá Storm, Diesel, Fossil og DKNY Óskar Gíslason Laugavegi 55, sími 551 8611. VORIÐ 1954 sendu prestar Ak- ureyrarkirkju frá sér stutta tilkynn- ingu þar sem þeir gerðu grein fyrir því að taka ætti upp sérstaka bún- inga fyrir fermingarbörnin það vorið. Séra Friðrik J. Rafnar, þá sókn- arprestur á Akureyri, sem sjálfur hafði þegar árið 1906 séð slíka búninga notaða í Edinborg sagði markmiðið með notkun á ferming- arkyrtlum vera þríþætt, – að gera ferminguna hátíðlegri, að koma í veg fyrir mismunun ferming- arbarnanna hvað fermingarklæði snerti og að draga úr kostnaði for- eldra við fermingu barna sinna. Markmiðið var einnig að forðast að fermingarathöfnin yrði nokkurs kon- ar tískusýning. Séra Jón M. Guðjónsson bar fram hugmyndina um kyrtlana Aðdragandi þessarar ákvörðunar var þó nokkur. Fyrstur til að bera þessa hugmynd upp hér á landi var séra Jón M. Guð- jónsson, þá sóknarprestur á Akranesi. En hugmyndin kom líklega hingað frá Noregi. Í febrúarhefti Æskulýðsblaðsins sem gefið var út af Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju var vitnað í frásögu norska tímaritsins „Alle Kvinner blad“, þess efnis að Dómkirkjan í Ósló hefði verið fyrst til þess að nota ferm- ingarkyrtla og að Sandvíkurkirkja í Bergen hefði fylgt í kjölfarið. Nú færi þessi siður eins og eldur í sinu um allan Noreg og reikna mætti með að fljótlega myndu allar kirkjur í Noregi taka upp fermingarkyrtla. Í janúarhefti Æskulýðsblaðsins þetta ár skrifaði séra Pétur Sigurgeirsson, einnig sóknarprestur í Akureyrarprestakalli: Líkur benda til að fermingarkyrtlarnir verði saum- aðir fyrir næstu fermingu. Kvenfélag Ak- ureyrarkirkju mun beita sér fyrir því, að það verði gert. Ætlar félagið að gefa kirkjunni kyrtlana ... Er hér um algjöra nýbreytni að ræða á Íslandi. Þetta vor fermdust fyrstu íslensku börnin í fermingarkyrtlum í Akureyrarkirkju og í Lög- mannshlíðarkirkju, en konur í kvenfélaginu Baldursbrá í Glerárþorpi höfðu þegar í nóv- ember 1953 tekið málið upp á félagsfundi og rætt nauðsyn þess að sauma kyrtlana. Efnið í kyrtlana var pantað „að utan“, að frumkvæði Kvenfélags Akureyrarkirkju. (Byggt á samantekt Péturs Björgvins Þor- steinssonar á vef Háteigskirkju.) Saga fermingar- kyrtlanna Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.