Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.03.2004, Qupperneq 46
Marengsréttur sem þykir afar bragðgóð- ur og fallegur á borði. MJÖG algengt er að fólk kaupi að veislu- þjónustu. Ýmist pantar það sali á hótelum, t.d. á Hótel Borg eða Hótel Loftleiðum og fær þá „allan pakkann“, salinn, allan mat og þjónustu á staðnum. Aðrir finna heppilega sali og kaupa svo veisluborðið af aðilum sem selja slíka þjón- ustu úti í bæ. Cafe Adesso er nýtt á þessum markaði. Það var stofnað í apríl árið 2002 í Smára- lind en nú býður fyrirtækið upp á veisluborð sem hægt er að fá ýmist í sali eða heima- hús, eða þá hluta af veisluborðinu, svo sem tertur eða brauðrétti. „Ef tertu- og brauðveisla er haldin í sal, aðkeypt að fullu, með þjónustu má gera ráð fyrir um 1.750 kr. á mann. Ef við miðum við veisluföng eingöngu, t.d. fyrir hundrað manns, þá kosta veiting- arnar 1.550 kr. á mann. Verðið lækkar í 1.300 krónur á mann ef kransakaka er ekki með á borðinu,“ segir Guðlaug Pálsdóttir sem rekur Cafe Adesso ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Sveinssyni og Eggert Jóns- syni bakara sem er menntaður í konditori- um í Danmörku og hefur langa reynslu í sínu fagi. Eggert sér að sögn Guðlaugar um allan bakstur á Cafe Adesso. Hægt er að koma og smakka á veisluföngunum „Hægt er að velja á milli tertna á borð við kókós-passion, fruit-tertu, ostatertu, mars- ipantertu, kransaköku, súkkulaði- hindberjatertu, kókos-súkkulaði-dessert, súkkulaðitertu fyrir börn og fleira. Fólk getur komið hingað í Cafe Adesso og skoðað og smakkað á tertunum sem við bjóðum upp á til þess að vera með á hreinu hvort því líki bragð þeirra og útlit,“ segir Guðlaug. „Við bjóðum einnig upp á brauðtertur og rúllutertubrauð í veisluna, einnig erum við með gott úrval af dönsku smurbrauði, ítalskar snittur, heita brauðrétti og fleira það sem fólk þarf til að gera góða veislu enn betri. Þess ber að geta að hjá okkur starfar smurbrauðsdaman María Svan- dís Guðnadóttir, sem lærði sitt fag í Noregi. Það er að verða æ algeng- ara að fólki velji ákveðið „þema“ í skreytingum á veisluborð og jafn- vel vilja ferming- arbörnin tengja fermingartert- una við áhugamál sín, t.d. fótbolta eða skauta, við skreyttum m.a. tertu um daginn fyrir dreng sem er í íshokkí og fundum leið til að láta það áhugamál koma fram á fermingartertunni hans. Við leggjum okkur fram um að koma til móts við slíkar óskir og gera það sem í okkar valdi stendur til að hafa veisluborð í fermingum og fleiri veislum vegleg og falleg.“ Veisluborð í sali eða heimahús Veisluborð frá Cafe Adesso. Eggert Jóns- son bakari stendur við borðið sem er skreytt með blómum frá Garðheimum. Tertur af ýmsu tagi eru sérgrein Eggerts Jónssonar bakara hjá Cafe Adesso. Kransakökuhorn eru afar glæsileg. Fermingartertur í bók- arlíki eru mjög vinsælar. Snickersterta Möndlubotnar 350 g eggjahvítur 125 g sykur 75 g hveiti 200 g möndlur/heslihnetur 250 g flórsykur Þeytið eggjahvítur og 125 g sykur. Hakkið möndlurnar fínt og sigtið flór- sykurinn og hveitið, blandið þurrefn- unum saman við og blandið varlega út í þeyttu eggjahvíturnar með sleif. Skiptið deiginu á tvær bökunarplötur og bakið við 180–190°C í 7–10 mín. (ljósbrúnir). Snickers-frómas 2 egg 100 g sykur 2 pelar rjómi ½ dl sterkt kaffi 6 blöð matarlím 100 g salthnetur Matarlímsblöðin sett í kalt vatn, létt- þeytið rjómann. Þeytið egg og sykur, bræðið mat- arlímsblöðin í heitu kaffinu og kælið áð- ur en sett er út í rjómann og hellið í mjórri bunu í eggjaþeytinguna og bland- ið varlega út í ásamt salthnetunum. Stingið út 3 möndlubotna með 22-24 cm hring, smyrjið smávegis karamellu- kremi á botnana og setjið frómasinn á milli botnana og frystið. Búið til mjólkursúkkulaðihjúp: sjóðið 100 g rjóma og hellið yfir 170 g mjólk- ursúkkulaði og hrærið og hellið yfir kök- una og skreytið með salthnetum. Kransakökuhorn 1 kg kransamassi 500 g sykur 3–4 eggjahvítur (80 g) Setjið sykur og eggjahvítur í heitt vatnsbað. Þegar blandan er orðin vel volg þá blandið henni saman við massann og hrærið í stutta stund í hrærivél. Gott er að láta deigið standa í sólarhring í kæli. Vigtið 1 kg af deiginu og rúllið í 80 cm langa lengju, skiptið lengjunni þann- ig: mælið með reglustiku ½ cm, 1 cm, 1,5 cm, 2 cm, 2,5 cm, 3 cm, 3,5 cm, 4 cm, 4,5 cm, 5 cm, 5,5 cm og svo með 1 cm á milli, 6,5 cm, 7,5 cm o.s.frv. eða þangað til lengjan er búin, mótið þá hringina. Restin af deiginu, 500 g, fer í litla kransabita. Bakið við 190°C í ca 7–12 mín. eða þangað til hringirnir eru ljósbrúnir, kæl- ið og sprautið með eggjahvítuglassúr (3 eggjahvítur og sigtaður flórsykur) festið hringina með súkkulaði. Heitur brauðréttur 14 franskbrauðssneiðar 1 camembert-ostur 4 dl rjómi 12 skinkusneiðar 2 rauðar paprikur 1 lítil dós sveppir 1 poki rifinn mozzarella-ostur 1. Bakarofninn hitaður í 185°C 2. Skorpan skorin af brauðinu, raðað í botninn á eldföstu móti. 3. Camembert-osturinn brytjaður niður setttur í pott og hitaður á litlum straum, rjóminn settur út í. 4. Skinkan og paprikan brytjuð smátt. 5. Skinkunni, paprikunni og svepp- unum dreift yfir brauðið. Safinn af sveppunum notaður ef þurfa þykir. 6. Ostablöndunni hellt yfir allt. 7. Mozzarella-ostinum dreift yfir. 8. Hitað í ofni í ca 20 mín. Uppskriftin er fyrir ca 10 manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.