Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 86. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Betri heilsa
og bætt líf
Aðventistar standa að fræðslu um
heilbrigt líf og mataræði | Daglegt líf
Lesbók og Börn í dag
Lesbók | Alþjóðlegur hópur listamanna leikur laus-
um hala á síðum Lesbókar Börn | Líf og fjör á skíð-
um Maóríarnir á Nýja-Sjálandi Myndasögurnar
BORGARRÁÐ í Santa Fe í Nýju
Mexíkó í Bandaríkjunum hefur nú
til umfjöllunar tillögu að reglu-
gerð þess efnis að kettir, hundar
og önnur gæludýr skuli nota ör-
yggisbelti þegar farið er með þau
í bíl.
Gæludýrabúðir í borginni hafa
nú þegar á boðstólum útbúnað til
að festa dýr í bílum. Versl-
unarstjórar segja söluna hafa ver-
ið heldur dræma, en reglugerðin
gæti breytt því. Verðið er tæpar
2.000 krónur. Reglur sem þessar
eru þegar í gildi í ýmsum banda-
rískum bæjum og borgum, sam-
kvæmt upplýsingum dýravernd-
unarsamtaka.
Markmiðið með reglugerðinni
er ekki einungis að vernda dýrin,
heldur einnig að koma í veg fyrir
að þau – þá einkum hundar –
stökkvi út úr bílum og á nær-
stadda vegfarendur.
Spenntu beltið, Brandur
Reuters
Santa Fe. AP.
BELGÍSKAR F-16 herþotur munu
nú eftir helgina hefja eftirlitsflug yf-
ir Eystrasaltsríkjunum Eistlandi,
Lettlandi og Litháen, í umboði Atl-
antshafsbandalagsins, NATO.
Greindi lettneski varnarmálaráð-
herrann Atis Slakteris frá þessu á
fimmtudag og staðfesti þar með
áætlanir NATO sem farið hafa fyrir
brjóstið á rússneskum ráðamönnum.
Slakteris sagði að eftirlitsflugið
yrði fyrst um sinn í höndum belgíska
flughersins. Upprunalega hafði verið
búizt við því að þotur danska flug-
hersins myndu gegna þessu hlut-
verki fyrstar. Samningar um aðild
Eystrasaltsríkjanna að NATO
ganga í gildi á föstudaginn.
„Það hefur sannarlega táknræna
þýðingu að belgískar þotur sinni eft-
irliti í lofthelgi Lettlands, þar sem
Belgía er lítið NATO-ríki, rétt eins
og Lettland,“ sagði Slakteris. Belg-
ísku herþoturnar verði með bæki-
stöðvar í Siauliai, sunnan við lettn-
esku landamærin í norðurhluta
Litháens. Fjórar þotur muni sinna
eftirlitsfluginu.
Rússnesk stjórnvöld eru ósátt við
þá ákvörðun NATO að hafa herþotur
á sínum vegum að störfum í Eystra-
saltslöndunum. Nú er rétt rúmur
áratugur liðinn síðan sovézki herinn
yfirgaf Eystrasaltslöndin í kjölfar
þess að þau endurheimtu sjálfstæði
sitt eftir hálfrar aldar nauðungarað-
ild að Sovétríkjunum.
Rússar hafa árum saman beitt sér
gegn því að ríkin fái aðild að NATO,
en hafa ekki haft árangur sem erfiði.
Sergei Ívanov varnarmálaráðherra
sagði á fimmtudag að sem svar við
athöfnum NATO í Eystrasaltslönd-
unum kynni hann að fyrirskipa frek-
ari uppbyggingu kjarnorkuvopna-
herafla Rússlands.
Ráðamenn í Moskvu óttast að í
skjóli eftirlitsflugs NATO verði
stundaðar njósnir um hernaðarvið-
búnað Rússa.
Belgar senda
fjórar F-16
Riga, Brussel. AFP, AP.
NATO gætir lofthelgi Eystrasaltsríkja
„Slæmt
fordæmi“
á Spáni
Moskvu. Madríd. AFP.
VLADÍMÍR Pútín Rússlands-
forseti sagði í gær að úrslitin í
þingkosningunum á Spáni fyrr
í mánuðinum sköpuðu „slæmt
fordæmi“. Sósíalistar sigruðu
óvænt í kosningunum, þremur
dögum eftir hryðjuverk í Madr-
íd, sem kostuðu 190 manns lífið.
„Að stjórnarskipti í stóru
evrópsku ríki skuli rakin til al-
þjóðlegra hryðjuverkamanna
skapar mjög slæmt fordæmi,“
sagði Pútín. Hætta væri á að
þetta styrkti alþjóðlega hryðju-
verkamenn. Það væri „með öllu
óþolandi“ að hryðjuverkamenn
hefðu „kúgað heilt samfélag“.
José Luis Rodríguez Zapa-
tero, verðandi forsætisráð-
herra Spánar, sagði í gær „ósið-
legt“ að saka Spánverja um að
hafa látið undan hryðjuverka-
ógninni í kosningunum.
MÚSÍKTILRAUNUM, hljómsveitakeppni Tónabæjar og
Hins hússins, lauk í gærkvöldi með sigri reykvísku
hljómsveitarinnar Mammút, sem skipuð er stelpum að
meirihluta, með söngkonuna Katrínu Mogensen í broddi
fylkingar. Katrína var einnig valin besta söngkona
keppninnar og Mammút var valin athyglisverðasta
hljómsveitin. Í öðru sæti varð hljómsveitin Lada Sport úr
Hafnarfirði og þriðja sætið hreppti Tony the Pony frá
Húsavík. Ellefu hljómsveitir kepptu í úrslitum í gær-
kvöldi fyrir troðfullu húsi í Austurbæ við Snorrabraut.
Samtals tóku fimmtíu hljómsveitir þátt í keppninni sem
hófst fimmtudaginn 18. mars sl., en alls var keppt á fimm
kvöldum í undanúrslitum. Ellefu hljómsveitir komust í
úrslit, en sigurhljómsveitirnar völdu sérstök sjö manna
dómnefnd og áheyrendur í sameiningu. Ýtarlega verður
sagt frá keppninni í blaðinu á morgun.
Mammút sigraði í Músíktilraunum
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
AÐILDARFÉLÖG Starfsgreina-
sambandsins munu flest ákveða eftir
helgi hvort boðað verður til vinnu-
stöðvunar meðal félagsmanna sem
starfa hjá ríkinu. Aðalsteinn Baldurs-
son, formaður Verkalýðsfélags Húsa-
víkur og nágrennis, segir að stjórn fé-
lagsins muni boða til fundar eftir
helgina með félagsmönnum sem
starfa hjá Heilbrigðisstofnun Þingey-
inga á Húsavík. Á fundinum verði leit-
að eftir heimild til að boða til verkfalls
sem hæfist um miðjan apríl, verði
ekki búið að semja fyrir þann tíma.
Efling – stéttarfélag tekur
ákvörðun á mánudag
Sl. þriðjudag slitnaði upp úr við-
ræðum SGS og ríkisins og munu að-
ildarfélögin hvert fyrir sig ákveða
hvort gripið verður til vinnustöðvun-
ar. Aðildarfélög SGS eru upptekin
þessa dagana við talningu atkvæða
um nýgerða samninga á almenna
vinnumarkaðinum og því er ekki búist
við að ákveðið verði í neinu félaganna
fyrr en í næstu viku hvort til vinnu-
stöðvunar kemur vegna deilunnar við
ríkið.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti
varaformaður Eflingar – stéttar-
félags, segir að haldinn hafi verið
fundur með trúnaðarmönnum um
stöðuna eftir viðræðuslitin við ríkið og
annar fundur verði á mánudag. „Þá
verður tekin endanleg ákvörðun,“
segir hún.
Komi til vinnustöðvunar hjá aðild-
arfélögum SGS næði hún til á fjórða
þúsund ófaglærðra starfsmanna hjá
ríkinu og vinna langflestir þeirra á
sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðis-
stofnunum, m.a. í mötuneytum,
þvottahúsum og við ræstingar.
Aðildarfélög SGS ræða vinnustöðvun vegna deilu við ríkið eftir helgi
Óska eftir verkfallsheimild