Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 2

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ NATO HEFUR EFTIRLIT Eftir helgina munu belgískar herþotur hefja eftirlitsflug yfir Eystrasaltsríkjunum á vegum Atl- antshafsbandalagsins. Lettneski varnarmálaráðherrann staðfesti þetta í gær, en fyrirætlanir banda- lagsins um þetta hafa farið mjög fyrir brjóstið á rússneskum ráða- mönnum. Laga sig að þörfum fatlaðra Mikill fjöldi, eða á fjórða hundr- að manns, sótti ráðstefnu um mál- efni fatlaðra sem fram fór á vegum félagsmálaráðuneytisins í gær. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði í ræðu við setningu ráðstefnunnar, að tengsl hinna fötluðu og umhverfisins sem þeir byggju í skiptu sköpum um áhrif fötlunar á líf einstaklinga. Hlut- verk samfélagsins væri að laga sig að þörfum fatlaðra. Beittu neitunarvaldi Palestínumenn kváðust í gær óttast að það hefði hörmulegar af- leiðingar að Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem dráp Ísraela á stofnanda og helsta leiðtoga Hamas-samtakanna var fordæmt. Rússar létu einnig í ljósi óánægju með afstöðu Banda- ríkjamanna. Sækja verkfal lsheimild Aðildarfélög Starfsgreina- sambandsins ákveða eftir helgi hvort boðað verður til vinnustöðv- unar meðal félagsmanna sem starfa hjá ríkinu. Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur segir að stjórn félagsins muni boða til fundar eftir helgina með fé- lagsmönnum sem starfa hjá Heil- brigðisstofnun Þingeyinga þar sem leitað verði eftir heimild til boð- unar verkfalls, sem geti hafist um miðjan næsta mánuð. Bretum bjargað Sex Bretum var í fyrrakvöld bjargað úr helli í Mexíkó, eftir að þeir höfðu verið þar innilokaðir vegna flóða í átta daga. Mexíkósk stjórnvöld segja Bretana hafa farið niður í hellinn í leyfisleysi. Bret- arnir báru sig vel og kváðust aldr- ei hafa verið í neinni hættu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 48 Úr verinu 13 Minningar 50/59 Viðskipti 14 Fermingar 66/68 Erlent 18/21 Messur 68/69 Höfuðborgin 23 Kirkjustarf 69 Akureyri 24 Myndasögur 72 Suðurnes 26/7 Bréf 72 Árborg 28 Dagbók 74/75 Landið 29/30 Brids 75 Listir 31/35 Íþróttir 76/79 Ferðalög 36/37 Leikhús 80 Daglegt líf 38/39 Fólk 80/85 Umræðan 40/49 Bíó 82/85 Forystugrein 44 Ljósvakamiðlar 86 Þjónusta 47 Veður 87 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-16. Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 R, sími 517 0220, netsalan@itn.is McLouis húsbílasýning Knaus hjólhýsasýning SÝNING M. Benz Sprinter Eurostar Style Hönnun Lesbókar er með óvenjulegum hætti í dag. Þótt síður raðist saman með hefðbundnum hætti í opnur munu lesendur fljótt kom- ast að raun um að meginhugsun uppsetningarinnar byggist á því að það eru arkir fremur en opnur sem mynda eina heild. Textarnir, sem aldrei snúa eins á báðum síðum einnar opnu, leiða lesendur í raun sjálfkrafa áfram inn í hverja örk við lesturinn. Þegar arkir blaðsins eru dregnar út úr heildinni við lesturinn blasa verk lista- mannanna við báðum megin á örkunum. Verk hvers listamanns fyr- ir sig eru merkt ákveðnum lit og getur lesandinn rakið sig eftir lit- unum í gegnum kjölinn yfir á baksíðu Lesbókarinnar þar sem gerð er grein fyrir öllum þeim sem áttu hlut að verkefninu.   ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á fyrsta Grunnskóla- þingi sveitarfélaga sem haldið var á Hótel Sögu í gær að vel hefði tekist til með flutning grunnskólans til sveit- arfélaga. Þá sagði ráðherra tímabært að endurskoða aðalnámskrá grunn- skóla frá 1999 og við næstu endur- skoðun mætti vel hugleiða meiri sveigjanleika í viðmiðunarstunda- skrá grunnskóla og markmiðasetn- ingu í einstökum greinum. Einnig mætti skoða núverandi fyrirkomulag samræmdra prófa í grunnskólum, einkum í 10. bekk, ekki síst í ljósi hugmynda um styttingu náms til stúdentsprófs og fleira. Ráðherra sagði að grunnskólastig- ið hefði á síðustu átta árum tekið um- talsverðum breytingum til batnaðar. Sagði ráðherra að verulega hefði dregið úr miðstýringu ríkisins á grunnskólastigi og víða hefðu sveit- arfélög markað eigin stefnu á sviði skólamála í samstarfi við hagsmuna- aðila heima í héraði. Hvatti ráðherra sveitarfélög til að halda áfram á þeirri braut og taka í auknum mæli fulltrúa foreldra og nemenda með í þá stefnumótunarvinnu á sem lýð- ræðislegustum vettvangi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, sagði í setningarávarpi sínu að markmiðið með málþingum sem þessu væri að skapa samráðs- og lær- dómsvettvang milli sveitarstjórnar- manna um einstök ábyrgðarsvið þeirra. Launakostnaður fari ekki úr böndunum Vilhjálmur sagði kjarasamninga eitt þeirra mála sem væru sameig- inleg hagsmunamál sveitarfélaga gagnvart grunnskólanum, sem tæki til sín rúmlega 50% af tekjum sveitar- félaga, en langstærsti kostnaðarlið- urinn væri launakostnaður. Það væri því eitt mikilvægasta hagsmunamál sveitarfélaga að í kjarasamningum tækist að ná niðurstöðu sem fæli í sér gott jafnvægi á milli sjónarmiða samningsaðila. Gæta þyrfti þess að launakostnaður sveitarfélaga færi ekki úr böndunum þar sem svigrúmi sveitarfélaga til launahækkana í þessum málaflokki væru takmörk sett, eins og í öðrum starfsgreinum. Tímabært að endurskoða námskrá grunnskólans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson FÉLAGAR í björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn fóru í gær um borð í pramma sem slitnaði aftan úr danska flutningaskipinu Skandia, norðan við Langanes. Komið var taug milli prammans og Hoffells SU sem togaði hann til Þórshafnar. Á honum var dekk sem nota átti við bryggjuna á Þórshöfn. Prammi slitn- aði frá skipi TVEIR grímuklæddir piltar rændu tóbaki og skiptimynt úr söluturni við Hlíðarveg í Kópavogi laust eftir klukkan átta í gærkvöldi. Tvær stúlk- ur voru við afgreiðslu og hótuðu pilt- arnir þeim með felgujárni að því er talið er. Neyddu þeir aðra stúlkuna til að afhenda sér þá peninga sem eftir voru í afgreiðslukassa, en skömmu áður hafði eigandinn tæmt kassann. Piltarnir voru ófundnir í gærkvöldi. Rán í söluturni í Kópavogi ♦♦♦ ÚRSLITAKEPPNI MORFÍS, Mælsku- og rök- ræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, var haldin fyrir troðfullu húsi í Háskólabíói í gærkvöldi. Verzlunarskóli Íslands, sigurvegari frá í fyrra, og Menntaskólinn við Hamrahlíð kepptu til úr- slita og hafði Verzlunarskólinn betur. Umræðu- efnið var: „Maðurinn er heimskur“. Verzlingar voru þessu ósammála og féllst dómnefndin á sjónarmið þeirra bláklæddu, en sumir stuðnings- menn þeirra báru sig hermannlega í salnum. Sigurinn var einstaklega naumur. Aðeins eitt stig skildi liðin að en alls voru gefin 3.087 stig. Ræðumaður kvöldsins og þar með ræðumaður Íslands var valinn Björn Bragi Arnarson, liðs- maður Verzló. Morgunblaðið/Jim Smart Verzló vann Morfís með einu stigi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.