Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ NATO HEFUR EFTIRLIT Eftir helgina munu belgískar herþotur hefja eftirlitsflug yfir Eystrasaltsríkjunum á vegum Atl- antshafsbandalagsins. Lettneski varnarmálaráðherrann staðfesti þetta í gær, en fyrirætlanir banda- lagsins um þetta hafa farið mjög fyrir brjóstið á rússneskum ráða- mönnum. Laga sig að þörfum fatlaðra Mikill fjöldi, eða á fjórða hundr- að manns, sótti ráðstefnu um mál- efni fatlaðra sem fram fór á vegum félagsmálaráðuneytisins í gær. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði í ræðu við setningu ráðstefnunnar, að tengsl hinna fötluðu og umhverfisins sem þeir byggju í skiptu sköpum um áhrif fötlunar á líf einstaklinga. Hlut- verk samfélagsins væri að laga sig að þörfum fatlaðra. Beittu neitunarvaldi Palestínumenn kváðust í gær óttast að það hefði hörmulegar af- leiðingar að Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem dráp Ísraela á stofnanda og helsta leiðtoga Hamas-samtakanna var fordæmt. Rússar létu einnig í ljósi óánægju með afstöðu Banda- ríkjamanna. Sækja verkfal lsheimild Aðildarfélög Starfsgreina- sambandsins ákveða eftir helgi hvort boðað verður til vinnustöðv- unar meðal félagsmanna sem starfa hjá ríkinu. Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur segir að stjórn félagsins muni boða til fundar eftir helgina með fé- lagsmönnum sem starfa hjá Heil- brigðisstofnun Þingeyinga þar sem leitað verði eftir heimild til boð- unar verkfalls, sem geti hafist um miðjan næsta mánuð. Bretum bjargað Sex Bretum var í fyrrakvöld bjargað úr helli í Mexíkó, eftir að þeir höfðu verið þar innilokaðir vegna flóða í átta daga. Mexíkósk stjórnvöld segja Bretana hafa farið niður í hellinn í leyfisleysi. Bret- arnir báru sig vel og kváðust aldr- ei hafa verið í neinni hættu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 48 Úr verinu 13 Minningar 50/59 Viðskipti 14 Fermingar 66/68 Erlent 18/21 Messur 68/69 Höfuðborgin 23 Kirkjustarf 69 Akureyri 24 Myndasögur 72 Suðurnes 26/7 Bréf 72 Árborg 28 Dagbók 74/75 Landið 29/30 Brids 75 Listir 31/35 Íþróttir 76/79 Ferðalög 36/37 Leikhús 80 Daglegt líf 38/39 Fólk 80/85 Umræðan 40/49 Bíó 82/85 Forystugrein 44 Ljósvakamiðlar 86 Þjónusta 47 Veður 87 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-16. Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 R, sími 517 0220, netsalan@itn.is McLouis húsbílasýning Knaus hjólhýsasýning SÝNING M. Benz Sprinter Eurostar Style Hönnun Lesbókar er með óvenjulegum hætti í dag. Þótt síður raðist saman með hefðbundnum hætti í opnur munu lesendur fljótt kom- ast að raun um að meginhugsun uppsetningarinnar byggist á því að það eru arkir fremur en opnur sem mynda eina heild. Textarnir, sem aldrei snúa eins á báðum síðum einnar opnu, leiða lesendur í raun sjálfkrafa áfram inn í hverja örk við lesturinn. Þegar arkir blaðsins eru dregnar út úr heildinni við lesturinn blasa verk lista- mannanna við báðum megin á örkunum. Verk hvers listamanns fyr- ir sig eru merkt ákveðnum lit og getur lesandinn rakið sig eftir lit- unum í gegnum kjölinn yfir á baksíðu Lesbókarinnar þar sem gerð er grein fyrir öllum þeim sem áttu hlut að verkefninu.   ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á fyrsta Grunnskóla- þingi sveitarfélaga sem haldið var á Hótel Sögu í gær að vel hefði tekist til með flutning grunnskólans til sveit- arfélaga. Þá sagði ráðherra tímabært að endurskoða aðalnámskrá grunn- skóla frá 1999 og við næstu endur- skoðun mætti vel hugleiða meiri sveigjanleika í viðmiðunarstunda- skrá grunnskóla og markmiðasetn- ingu í einstökum greinum. Einnig mætti skoða núverandi fyrirkomulag samræmdra prófa í grunnskólum, einkum í 10. bekk, ekki síst í ljósi hugmynda um styttingu náms til stúdentsprófs og fleira. Ráðherra sagði að grunnskólastig- ið hefði á síðustu átta árum tekið um- talsverðum breytingum til batnaðar. Sagði ráðherra að verulega hefði dregið úr miðstýringu ríkisins á grunnskólastigi og víða hefðu sveit- arfélög markað eigin stefnu á sviði skólamála í samstarfi við hagsmuna- aðila heima í héraði. Hvatti ráðherra sveitarfélög til að halda áfram á þeirri braut og taka í auknum mæli fulltrúa foreldra og nemenda með í þá stefnumótunarvinnu á sem lýð- ræðislegustum vettvangi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, sagði í setningarávarpi sínu að markmiðið með málþingum sem þessu væri að skapa samráðs- og lær- dómsvettvang milli sveitarstjórnar- manna um einstök ábyrgðarsvið þeirra. Launakostnaður fari ekki úr böndunum Vilhjálmur sagði kjarasamninga eitt þeirra mála sem væru sameig- inleg hagsmunamál sveitarfélaga gagnvart grunnskólanum, sem tæki til sín rúmlega 50% af tekjum sveitar- félaga, en langstærsti kostnaðarlið- urinn væri launakostnaður. Það væri því eitt mikilvægasta hagsmunamál sveitarfélaga að í kjarasamningum tækist að ná niðurstöðu sem fæli í sér gott jafnvægi á milli sjónarmiða samningsaðila. Gæta þyrfti þess að launakostnaður sveitarfélaga færi ekki úr böndunum þar sem svigrúmi sveitarfélaga til launahækkana í þessum málaflokki væru takmörk sett, eins og í öðrum starfsgreinum. Tímabært að endurskoða námskrá grunnskólans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson FÉLAGAR í björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn fóru í gær um borð í pramma sem slitnaði aftan úr danska flutningaskipinu Skandia, norðan við Langanes. Komið var taug milli prammans og Hoffells SU sem togaði hann til Þórshafnar. Á honum var dekk sem nota átti við bryggjuna á Þórshöfn. Prammi slitn- aði frá skipi TVEIR grímuklæddir piltar rændu tóbaki og skiptimynt úr söluturni við Hlíðarveg í Kópavogi laust eftir klukkan átta í gærkvöldi. Tvær stúlk- ur voru við afgreiðslu og hótuðu pilt- arnir þeim með felgujárni að því er talið er. Neyddu þeir aðra stúlkuna til að afhenda sér þá peninga sem eftir voru í afgreiðslukassa, en skömmu áður hafði eigandinn tæmt kassann. Piltarnir voru ófundnir í gærkvöldi. Rán í söluturni í Kópavogi ♦♦♦ ÚRSLITAKEPPNI MORFÍS, Mælsku- og rök- ræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, var haldin fyrir troðfullu húsi í Háskólabíói í gærkvöldi. Verzlunarskóli Íslands, sigurvegari frá í fyrra, og Menntaskólinn við Hamrahlíð kepptu til úr- slita og hafði Verzlunarskólinn betur. Umræðu- efnið var: „Maðurinn er heimskur“. Verzlingar voru þessu ósammála og féllst dómnefndin á sjónarmið þeirra bláklæddu, en sumir stuðnings- menn þeirra báru sig hermannlega í salnum. Sigurinn var einstaklega naumur. Aðeins eitt stig skildi liðin að en alls voru gefin 3.087 stig. Ræðumaður kvöldsins og þar með ræðumaður Íslands var valinn Björn Bragi Arnarson, liðs- maður Verzló. Morgunblaðið/Jim Smart Verzló vann Morfís með einu stigi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.