Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
www.plusferdir.is
Portúgal - 14. apríl
30.455 kr.
N E T
(52.000 kr. / 2 = 26.000 kr. + 4.455 kr. flugvallarsskattar) = 30.455 kr. á mann
miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman.
Innifalið er flug, gisting í 10 nætur á Sol Dorio í stúdíói, ferðir til og frá
flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar.
NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is
2 fyrir 1
Á mbl.is hefur verið opnaður vefur
helgaður rithöfundinum Guðmundi
Gíslasyni Hagalín. Á vefnum er að
finna ýmsan fróðleik um Hagalín,
þar á meðal greinar eftir Erlend
Jónsson, Indriða G. Þorsteinsson,
Jóhann Hjálmarsson, Þröst Helga-
son, Matthías Viðar Sæmundsson,
Soffíu Auði Birgisdóttur, Matthías
Johannessen og Kristínu Viðarsdótt-
ur. Einnig er birt á vefnum smásag-
an Barómetið og ljóðið Svefneyja-
bóndinn.
Hægt er að komast inn á vefinn
með því að smella á flipann Fólk á
forsíðu mbl.is og velja síðan Hagalín
í vinstri dálki á þeirri síðu sem upp
kemur.
Vefur helg-
aður Hagalín
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær karlmann á þrítugs-
aldri í 30 daga fangelsi fyrir að skalla
mann í andlit fyrir framan Hverf-
isbarinn í ágúst 2002. Sá sem fyrir
árásinni varð nefbrotnaði.
Dómurinn átaldi lögreglu fyrir að
hafa látið rúmt ár líða frá því kæra
kom fram á hendur honum uns hann
var kvaddur til skýrslutöku en
ákærði var ekki yfirheyrður fyrr en í
lok október 2003. Hann neitaði sök
en með vitnisburði vitna og vitnis-
burði brotaþola þótti sannað að hann
hafi gerst sekur um brotið.
Vegna dráttar þess sem varð á
málinu hjá lögreglu var fullnustu
refsingar hans frestað um tvö ár og
fellur hún niður að þeim tíma liðn-
um.
Ákærði var dæmdur til að borga
fórnarlambi sínu 75 þúsund krónur í
miskabætur auk alls sakarkostnað-
ar.
Guðjón St. Marteinsson héraðs-
dómari dæmdi málið. Verjandi
ákærða var Ásgeir Ragnarsson hdl.
og sækjandi Katrín Hilmarsdóttir,
fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
Lögregla
átalin fyrir
seinagang
í sakamáli
SAMEIGINLEG miðstöð Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins, Landsbjargar, Neyðarlínunnar og
fleiri tengdra aðila hlaut nafnið Björgunarmið-
stöðin Skógarhlíð þegar miðstöðin var opnuð við
hátíðlega athöfn í gær.
Í miðstöðinni starfa aðilar sem gegna lyk-
ilhlutverki í viðbúnaði vegna hvers kyns slysa og
náttúruhamfara, auk þess sem þar er sinnt ýms-
um forvarnarverkefnum. Húsið er samtals um
6.000 fermetrar, og hafa því bæst um 3.100 fer-
metrar við gömlu slökkvistöðina. Kostnaður við
byggingu og breytingar var um 500 milljónir
króna.
Nýjar hættur vegna hryðjuverkaógnar
Við vígslu miðstöðvarinnar í gær sagði Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra fyrirkomulagið í
húsinu til fyrirmyndar á heimsvísu. Hann benti á
að þeir aðilar sem í húsinu starfi þurfi sífellt að
vera til reiðu og nú hafi bæst við nýjar hættur,
og vísaði þar til hryðjuverkaógnar.
Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavík-
urborgar, sagði Íslendinga með þeim fremstu í
heiminum við að skipuleggja öryggismál íbúa.
Þórólfur segir þjónustu þá sem veitt er í húsinu
vera þess eðlis að fólk viti ekki af henni ef ekkert
fer úrskeiðis og hlutirnir eru í lagi, en gagnrýnin
verði hins vegar hvöss ef eitthvað beri út af. Þess
vegna sé samstarf á þessu sviði ánægjulegt, auk
þess sem sparnaður náist fram með því að sam-
eina starfskrafta og tækjabúnað í einu húsnæði.
Landhelgisgæslan bætist í hópinn
Í Skógarhlíð 14 hefur verið slökkvistöð frá því
1966, en nú eru þar Slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins, Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Lands-
björg, Tetra Íslandi, Fjarskiptamiðstöð lögreglu
og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Stefnt
er að því að flytja Tilkynningaskyldu íslenskra
skipa í húsið á árinu og höfuðstöðvar Landhelg-
isgæslu Íslands síðar meir. Húsnæðið er að fullu
í eigu SHS fasteigna, dótturfélags Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins, sem sér um rekstur á
húsnæðinu og leigir þeim sem í húsinu starfa að-
stöðu.
Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislög-
reglustjóra, segir samstarfið í nýju miðstöðinni
ekki síst mikilvægt þar sem það stytti til muna
allar boðleiðir, og segir hann að starfsemin komi
frekar til með að virka sem ein heild saman kom-
in undir einu þaki fremur en dreifð í mörgum að-
gerðamiðstöðvum um borgina.
Kostnaður við rekstur þeirra aðila sem hafa
aðstöðu í húsinu lækkar að einhverju leyti, segir
Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann bendir
á að Landsbjörg hafi áður rekið tvær miðstöðvar
sem nú sameinist í björgunarmiðstöðinni. Einnig
sparast fé þegar vaktmönnum fækkar sökum
sameiningarinnar, en hver staða sem þarf að
manna allan sólarhringinn kostar á bilinu 25 til
30 milljónir á ári, segir Hrólfur Jónsson, slökkvi-
liðsstjóri.
Þó að Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð verði
aðalmiðstöð björgunarstarfa á landi, og síðar
lofti og sjó, verður lögð áhersla á að hafa aðstöðu
til vara á Akureyri þar sem starfsemi getur farið
fram lamist starfsemin í Skógarhlíðinni af ein-
hverjum völdum, og er Neyðarlínan nú að koma
sér upp aðstöðu þar til vara, segir Árni Möller,
skrifstofustjóri Neyðarlínunnar.
Opið hús í dag
Þeir aðilar sem starfa í Björgunarmiðstöðinni
Skógarhlíð bjóða almenningi að skoða miðstöðina
í dag milli kl. 14 og 16. Starfsmenn munu sýna
húsnæðið og tæki sem notuð eru við starfsemina,
og er allur almenningur boðinn velkominn.
Dómsmálaráðherra ánægður með Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð
Segir fyrirkomulagið til
fyrirmyndar á heimsvísu
Björgunarmiðstöðin Skógarhlíð var formlega opnuð þegar Björn Bjarna-
son dómsmálaráðherra og Þórólfur Árnason borgarstjóri klipptu á borða.
Morgunblaðið/Júlíus
Í þessum sal nýju björgunarmiðstöðvarinnar er aðstaða fjarskiptamið-
stöðvar ríkislögreglustjórans og er þar að finna margs konar búnað.
♦♦♦
HEILBRIGÐIS- og tryggingaráðu-
neytið stendur um helgina í um-
fangsmiklum flutningum úr húsnæði
ráðuneytisins á Laugavegi 116 í nýtt
húsnæði við Vegmúla 3. Vegna
þessa var ráðuneytið lokað í gær og
verður lokað á mánudaginn. Stefnt
er að því að starfsemi hefjist í hinu
nýja húsnæði strax á þriðjudag, en
þá verði búið að taka öll mikilvæg-
ustu gögn og tæki upp úr kössum.
Aðkoma fyrir fatlaða
batnar að mun
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagðist upplifa minningar um
pakkhúsdaga sína, þegar hann vann
í kaupfélagi, slíkur væri pappa-
kassafjöldinn. Mikilvægast væri þó
að nú færðist öll starfsemi ráðuneyt-
isins á einn stað. „Við höfum verið
með skrifstofur á þremur mismun-
andi stöðum hingað til, en nú verður
þetta allt á einum stað. Sérstaklega
mun aðkoman batna, það hefur ver-
ið erfið aðkoma fyrir fatlaða hingað
til.“
Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytis-
stjóri segist fagna flutningunum,
enda sé um góða ráðstöfun að ræða í
sameiningu starfsstaða. „Eins og
hjá öllum er þó hjá mér gleðibland-
inn kvíði við þessa flutninga. Við er-
um að komast á betri vinnustað,
betra umhverfi, en við erum búin að
vinna hér lengi og eiga góðar stund-
ir saman og þrengslin kalla oft á
sérstaka tillitssemi og ákveðna
nánd. Við þurfum nú að aðlagast
vinnu í rýmra húsnæði og laga
vinnubrögð okkar að því,“ segir
Davíð.
Öll starfsemi í eitt hús
Morgunblaðið/Golli
Davíð Á. Gunnarsson ráðuneyt-
isstjóri og Jón Kristjánsson segjast
báðir vera spenntir fyrir flutning-
unum í nýtt húsnæði ráðuneytisins.
Heilbrigðisráðuneytið flytur frá Hlemmi í Vegmúla 3
Björn Kjartansson, bílstjóri heil-
brigðisráðherra, er yfirmanni
sínum stoð og stytta og hjálpar
honum við flutningana.