Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 8

Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tæknilega ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að frambjóðendurnir sýndust af svipaðri stærð við myndatökur. Kynningardagur Kennaraháskólans Innsýn í kom- andi skólaár Kennaraháskóli Ís-lands verður meðkynningu á því námi sem verður í boði á næsta skólaári í dag klukkan 13 til 16. Morgun- blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Elínu Thorarensen, kynningar- fulltrúa KHÍ, en fyrst út- skýrði hún nánar: „Nemendur, kennarar og námsráðgjafar skólans munu kynna námið og svara fyrirspurnum um nám fyrir grunnskóla- kennara, leikskólakenn- ara, íþróttafræðinga, tóm- stundafræðinga og þroskaþjálfa. Fulltrúar viðkomandi stéttarfélaga verða á staðnum og svara fyrirspurnum um atvinnu- möguleika, kaup og kjör. Bóka- safn og gagnasmiðja verða opin gestum.“ Til hvers er kynningardagur? „Markmið kynningardagsins er að gefa fólki kost á að kynna sér námsframboð skólans, skipulag og markmið hverrar námsbraut- ar. Kennarar og nemendur munu gefa innsýn inn í námið á marg- víslegan hátt. Einnig gefst gest- um tækifæri til að skoða húsnæði skólans og þá góðu aðstöðu sem við erum að bjóða okkar nemend- um. Á kynningardaginn verða hér einnig fulltrúar ýmissa stéttar- félaga til að svara fyrirspurnum um kjör, starfsaðstæður og at- vinnumöguleika, en við val á námi horfir fólk í síauknum mæli til at- vinnumöguleika að námi loknu. Flest nám við Kennaraháskólann gefur ákveðin starfsréttindi. Óhætt er að fullyrða að miklir at- vinnumöguleikar bíði þeirra sem ljúka námi við Kennaraháskólann má þá t.d. nefna leikskólakennara og þroskaþjálfa.“ Hvað gerir nám við KHÍ sér- stakt? „Nám við Kennaraháskólann á það sammerkt að þar er verið að mennta fólk til þess að starfa með fólki. Þeir sem hafa gaman af því að vera innan um annað fólk og vilja vinna með öðrum ættu því að finna nám við sitt hæfi innan veggja Kennaraháskólans. Þá eru þessi störf bæði fjölbreytt og mik- ilvæg. Í Kennaraháskólanum er lögð „alúð við fólk og fræði“ – en það eru einmitt einkunnarorð skólans. Kennaraháskólinn er stærsti fjarnámsskóli landsins og í vetur stundar rúmlega helmingur nem- enda skólans fjarnám. Skipulag fjarnámsins er með þeim hætti að nemendur þurfa að mæta tvisvar á misseri í skólann í svonefndar staðlotur. Að öðru leyti geta þeir stundað námið þegar þeim hent- ar. Þetta fyrirkomulag hefur gef- ist vel og rannsóknir sýna að minna brottfall er í fjarnámi sem er skipulagt með þessum hætti en fjarnámi þar sem nemendur hitt- ast aldrei.“ Hefur nám við KHÍ breyst undanfarin ár? „Námið er í sífelldri endurskoðun þar sem metnaður er til að gera sífellt betur, það eru því alltaf einhverjar breytingar á milli ára. Þessar breytingar eru mismiklar á milli brauta en nefna má að næsta haust verður mikil breyting á námi þroskaþjálfa sem og námi aðstoðarleikskólakenn- ara. Í þroskaþjálfanáminu er nú aukin áhersla á fötlunarfræði og margþætta starfsmiðaða þekk- ingu. Fjölbreytilegar þjónustu- þarfir og aðstæður fatlaðra eru í brennidepli, svo og úrræði, nálg- anir og aðferðir til þess að mæta þeim.“ Eru einhverjar nýjar náms- brautir? „Nýjasta námsbrautin er Tóm- stundabraut, sem ætluð er tóm- stunda- og félagsmálafræðingum. Þetta er fjögurra ára fjarnám og fyrsti hópurinn mun brautskrást með BA-gráðu vorið 2005. Tóm- stundafræðingar hafa víðan starfsvettvang en þeir sjá um að skipuleggja tómstunda- og fé- lagsstarf fólks á öllum aldri og starfa meðal annars í skólum, fé- lagsmiðstöðvum og hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum.“ Hvaða námsbraut er stærst? „Grunnskólabrautin er stærst. Nám á grunnskólabraut er mjög fjölbreytt og býður upp á töluvert val og má í því samhengi nefna að þriðjungur námsins fer fram á kjörsviðum þar sem nemendur sérhæfa sig í ákveðnum náms- greinum grunnskólans. Nemendur geta því valið áherslur í náminu eftir eigin áhuga. Á grunnskólabraut er ver- ið að sækjast eftir nemendum með fjölbreyttan bakgrunn þar sem menntun grunnskólakennara tekur til allra námsgreina sem kenndar eru í grunnskóla. Nefna má að um þessar mundir er mikil eftirspurn eftir raungreinakenn- urum.“ Er leitað eftir einhverjum sér- stökum umsækjendum? „Við sækjumst eftir dugmiklum nemendum með góða undirbún- ingsmenntun, metnað- arfullu fólki sem vill taka þátt í skemmti- legu og krefjandi skóla- starfi. Einnig viljum við gjarnan auka hlut karlmanna við skólann en þeir eru of fáir á sumum brautum. Við telj- um að nám við Kennaraháskólann henti báðum kynjum og að stefna beri að því að jafna kynjahlutföllin í kennslu og umönnuarstörfum.“ Hvenær lýkur umsóknarfresti? „Umsóknarfrestur um nám í grunndeild er til 17. maí en þess má geta að umsóknarfrestur um kennsluréttindanám er liðinn.“ Elín Thorarensen  Elín Thorarensen fæddist í Reykjavík 10. apríl 1964. Stúdentspróf frá MR 1983. BA í uppeldisfræði frá HÍ og viðbót- arnám í námsráðgjöf og kennslu- réttindi frá sama skóla. M.Ed.- gráða frá KHÍ 1998. Hefur starfað sem námsráðgjafi við KHÍ frá 1998 og kynning- arfulltrúi KHÍ frá nóvember 2003. Maki er Úlfar Örn Friðriksson framkvæmdastjóri. Synir þeirra eru Jóhann Oddur og Unnar Bjarni. Sækjumst eft- ir dugmiklum nemendum SAMSTARF Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á sviði mennt- unar og rann- sókna verður aukið, samkvæmt ákvörðun þar um sem ráðherrar menntamála og rannsókna land- anna tóku á fundi sem þeir áttu í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Í fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu segir að ráðherrarnir séu sammála um að koma á formlegu samstarfi með sameiginlegri framkvæmda- áætlun. Markmiðið er að mynda sameiginlegt menntasvæði á Norð- urlöndunum og Eystrasaltslöndun- um hvað varðar fullorðinsfræðslu, skólasamstarf, rannsóknir og æðri menntun. Er ætlunin þó ekki að samræma menntakerfin á svæðinu, heldur verður byggt á sérkennum hvers lands fyrir sig. Ræddu ráðherrarnir möguleika á að opna Nordplus-áætlunina enn- frekar fyrir íbúum Eystrasaltsríkj- anna. Þá töldu þeir að rannsóknar- samstarfið mætti styrkja með aukinni þátttöku Eystrasaltsríkj- anna í norrænum rannsóknaráætl- unum eða norrænum rannsóknar- stofnunum. Var skipaður vinnuhópur til að vinna áfram með málið, en í honum eru fulltrúar frá ráðuneytum menntamála og rann- sókna landanna allra. Ísland fer nú með formennsku í norrænu ráðherranefndinni og var það því Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sem stýrði fundi ráðherranna. Menntamálaráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Vilja auka samstarf í menntun og rannsóknum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir RANNSÓKNARNEFND flug- slysa, RNF, hefur keypt flug- skýli í Fluggörðum á Reykja- víkurflugvelli til að koma upp aðstöðu til rannsókna. Þor- móður Þormóðsson rannsókn- arstjóri segir að með því batni mjög aðstaða nefndarinnar til allrar rannsóknarvinnu og geymslu á flugvélaflökum eða hlutum. Flugskýlið er tæplega 140 fermetrar í Fluggörðum 30c. Fulltrúar fjármálaráðuneyt- isins gengu frá samningi um kaupin sem Þormóður segir að Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra hafi haft for- göngu um. Þormóður segir að nefndin fái skýlið afhent í sumar og nú sé verið að fara yfir tæki og búnað sem komið verði fyrir í skýlinu. Skýlið verður notað til rann- sóknar á flugvélum og flug- vélahlutum og þar verður einnig unnt að geyma slíka hluti og gögn. RNF kaupir flugskýli NORRÆNU umhverfisráðherrarnir ákváðu á fundi sínum í Kaupmanna- höfn sl. fimmtudag að vinna að því á vettvangi Alþjóða siglingamálastofn- unarinnar að Eystrasalt verði skilgreint sem við- kvæmt hafsvæði. Með því móti verði unnt að gera auknar kröfur til skipa sem sigla inná svæðið. Fundi umhverfisráð- herranna stýrði Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráð- herra. Þar var m.a. rætt um stefnumörkun Evr- ópusambandsins um skráningu og eftirlit með noktun hættulegra efna í iðnaði og neysluvörum. Einnig var kynnt ný skýrsla um málið sem unnin var af norrænum samtök- um um umhverfis- og neytendamál. Þá ræddu ráðherrarnir um samninga um alþjóðlega stefnumörkun um hættuleg efni en Ísland gegnir for- mennsku í þeim viðræðum. Á dagskrá ráðherranna var og umfjöllun um starf Norræna umhverfisfjárfest- ingasjóðsins sem sinnir umhverfis- verkefnum í Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-Rússlandi svo og um umhverfis- verkefni sem Norræni fjárfestingabankinn tek- ur þátt í Umhverfisráðherr- arnir ræddu einnig und- irbúning ráðherrafundar Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Kóreu á mánudag og um fund nefndar SÞ um sjálf- bæra þróun sem hefst í New York 14. apríl. Leit- að verður leiða á þessum fundum til að auka aðgengi almenn- ings að hreinu vatni og hreinlætisað- stöðu. Skortur á þessum grunnþátt- um á mikinn þátt í viðvarandi fátækt og sjúkdómum í mörgum þróunar- ríkjum, segir m.a. í frétt frá umhverf- isráðuneytinu. Fundur norrænna umhverfisráðherra Gerðar verði auknar kröfur vegna sigl- inga um Eystrasalt Siv Friðleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.