Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 11

Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 11 Sigur lífsins - Á slóðum Skaftárelda Dagskrá í dymbilviku og á páskum 2004 á Kirkjubæjarklaustri 8. apríl - skírdagur 21.00 Messa í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. 9. apríl - föstudagurinn langi 10.00 Á slóðum Skaftárelda, í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Inngangur: Jón Helgason. Erindi: Eldklerkurinn sr. Jón Steingrímsson. Einar Sigurbjörnsson prófessor. Upplestur úr Eldritinu og sögum Jóns Trausta; Holt og Skál og Sigur lífsins: Jóna Sigurbjartsdóttir og Gunnar Jónsson. Munnmælasögur með minningum frá Móðuharðindum: Haukur Valdimarsson. Inn í dagskrána verður fléttað tónlistarflutningi Brian R. Bacon organista. 13.00 Söguganga frá Hunkubökkum að rústum „eldmessukirkjunnar“ í gamla kirkjugarðinum á Kirkjubæjarklaustri. Rútuferð frá Hótel Kirkjubæjarklaustri á útsýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftáreldahraunið. Ekið til baka að Hunkubökkum og gengið þaðan í stuttum áföngum austur brúnir að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn við Minningarkapelluna, þar sem gangan endar. Litið yfir sögusviðið og rifjaðar upp tilvitnanir í hinar einstæðu samtímalýsingar sr. Jóns Steingrímssonar á hamförum Eldsins og einnig úr sögum Jóns Trausta, „Sögur úr Skaftáreldum“. Fararstjóri: Jón Helgason. 10. apríl - laugardagur 13.00 Eyðing og uppbygging: Rútuferð frá Hótel Kirkjubæjarklaustri suður Landbrot og Meðalland. Skoðaðir sögustaðir og litið við í fjósinu frá því fyrir Eld á Hnausum. Komið að Langholtskirkju og ekið þaðan að hraunjaðrinum og upp með Kúðafljóti, austur yfir Skaftáreldahraunið og að Kirkjubæjarklaustri. Fararstjóri: Jón Helgason. 11. apríl - páskadagur 9.00 Sigur lífsins: Morgunganga frá Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar að Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem gangan endar. Fararstjóri: Elín Anna Valdimarsdóttir. 11.00 Hátíðarmessa í Prestsbakkakirkju. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Þeir sem hafa hug á þátttöku í rútuferðum á föstudegi og laugardegi eru vin- samlegast beðnir um að skrá sig í ferðirnar sem fyrst og í síðasta lagi fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 7. apríl. Þátttaka í gönguferðum er öllum opin. Rútuferð á föstudaginn langa, 9. apríl, að Holti og Hunkubökkum, kostar kr. 500 á mann. Rútuferð á laugardeginum, 10. apríl, suður Landbrot og Meðalland kostar kr. 1.500 á mann, hressing innifalin. Frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 487 4645/892 9650 eða á netfanginu kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.is. KYNBUNDINN launamunur starfsmanna Reykjavíkurborgar hefur minnkað úr 15,5% árið 1995 í 7% árið 2001. Í frétt í blaðinu í gær kom fram að kynbundinn launa- munur starfsmanna borgarinnar hafi verið 15% árið 2002, en sú tala er fundin út með öðrum forsendum en tölur úr öðrum sveitarfélögum, og því ekki alveg samanburðarhæf, segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttis- ráðgjafi Reykjavíkurborgar. Hildur segir að fyrsta könnunin á kynbundnum launamun starfs- manna sveitarfélags hafi verið unn- inn af Félagsvísindastofnun Há- skóla Íslands fyrir Reykjavíkurborg árið 1995, og í henni hafi verið hafð- ar forsendur sem þóttu góðar og gildar á þeim tíma, en séu nú ekki hafðar með þegar nýjar kannanir eru gerðar. Til að hægt sé að skoða árangur af vinnu til að minnka launamun kynjanna þarf engu að síður að hafa þessar forsendur inni þegar nýjar kannanir eru gerðar svo nýrri kannanir séu samanburð- arhæfar við þær eldri, segir Hildur. Þess vegna er rétt og satt að hlutfallslegur munur á meðal heild- arlaunum karl- og kvenkyns starfs- manna Reykjavíkurborgar sé 15%, en séu notaðar sömu forsendur og notaðar eru við að finna muninn í öðrum sveitarfélögum er munurinn í Reykjavík 7%, sem er meira í takt við muninn í öðrum sveitafélögum, segir Hildur. „Við sýndum fram úr með þess- um aðferðum að það hefur dregið úr kynbundnum launamuni um um það bil helming, en samt er enn heilmikill launamunur til staðar,“ segir Hildur. Kynbundinn launamunur í Reykjavík 7% Eftir síðustu 3 leiki Snæfells er ljóst að ekkert er vonlaust, meðan liðið sýnir þann baráttuanda sem það hefur sýnt og er ekki tilbúið að gefast upp þó að staðan sé orðin von- lítil. árangurinn betri en nokkur þorði að vona. Þessi árangur hefur mikil áhrif á bæjarlífið og verður umræðu- efnið næstu daga hvernig liðinu gangi í lokaverkefninu, þ.e. úrslita- leik Íslandsmótsins. KÖRFUBOLTALIÐ Snæfells er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta. Það ríkti hátíðarstemn- ing í Stykkishólmi eftir að leik Snæ- fells og Njarðvíkur lauk á fimmtu- dagskvöldið. Snæfell vann þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslands- mótsins í körfubolta. Liðið er komið í úrslit deildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mikill áhugi var fyrir leiknum. Þegar farið var að selja miða einum og hálfum tíma fyrir leik hafði myndast löng biðröð áhorfenda sem vildu vera vissir um að fá góð sæti. Þegar flautað var til leiks voru komnir yfir 600 áhorfendur. Slíkur fjöldi hefur ekki áður komið í íþróttahúsið í Stykkishólmi frá því að það var tekið í notkun fyrir 13 ár- um. Áhorfendur komu víða að. Njarðvíkurliðnu fylgdu farþegar í þremur rútum og fólk kom víða af Snæfellsnesi til að fylgjast með leiknum. Greinilegt er að velgengni liðsins hefur spurst víða út. Njarðvík með forystu lengst af Áhorfendur voru ekki sviknir af þessum leik. Lið Njarðvíkur hafði forystu lengst af leiknum og þegar 8 mínútur voru eftir voru Njarðvík- ingar 20 stigum yfir. Þá tóku heima- menn við sér og skoruðu 36 stig gegn 10 stigum Njarðvíkur og tryggðu sér sigur í einum ævintýra- legasta leik sem sést hefur í íþrótta- húsinu í Stykkishólmi. Árangur Snæfellsliðsins hefur vakið aðdáun heimamanna og er Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hlynur Bæringsson fyrirliði og Bárður Eyþórsson þjálfari. Á spjaldinu er vísbending um hvert liðið stefnir í úrslitaleik Íslandsmótsins í körfubolta. Metaðsókn að körfu- boltaleik hjá Snæfelli Stykkishólmi. Morgunblaðið. LÁTINN er í Reykja- vík á 75. aldursári Bjarni Pálmarsson, hljóðfærasmiður og bif- reiðastjóri. Bjarni nam hljóðfærasmíði hjá föð- ur sínum, Pálmari Ís- ólfssyni, bróður Páls Ís- ólfssonar, og í Bretlandi. Þeir feðgar Bjarni og Pálmar ráku saman hljóðfæraverk- stæði um langt árabil. Um 1975 hóf Bjarni að bjóða upp á leigu á lúxusbifreiðum á Ís- landi og ók mörgum stórmennum sem hingað komu. Hann rak um árabil fyrirtækið B.P. Limousine sem var með margar slíkar lúxusbifreiðir á sínum snærum. Þá gegndi Bjarni einnig um tíma formennsku í leigubílstjórafélaginu Átaki. Bjarni giftist Guð- björgu Ágústu Björnsdóttur árið 1956 en börn þeirra eru Salbjörg Ágústa og Björn Andrés. Fyrir átti Bjarni börnin Ingvar Þór og Hrefnu Birg- ittu. Andlát BJARNI PÁLMARSSON RÚMLEGA 95% forstöðumanna rík- isstofnana og 30 sveitarfélaga telja mjög eða frekar líklegt að hægt sé að bæta þjónustu hins opinbera með raf- rænni stjórnsýslu. Þetta kemur fram í könnun sem ParX – viðskiptaráðgjöf IBM gerði fyrir forsætisráðuneytið. Um 65% svarenda töldu að það ætti að hafa forgang umfram önnur verkefni við innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu að útbúa vefsíðu með stöðluðum upplýsingum um þjón- ustu. Um 61% telja að gagnvirk af- greiðsla umsókna og rafrænar greiðslur ættu einnig að hafa for- gang. Mikilvægasta markmiðið með þessu var að bæta upplýsingaflæði út á við og auka þjónustu við almenning samkvæmt könnuninni. Jafnframt var aukin skilvirkni nefnd sem mik- ilvægt markmið. Áhrifaríkasta leiðin til að bæta þjónustuna var sögð vera sameining sveitarfélaga/stofnana ásamt rafrænni stjórnsýslu. Flestir svara fyrirspurnum með tölvupósti Þegar spurt var hvernig rafrænni stjórnsýslu væri nú háttað sögðust flestir, eða tæp 81%, svara fyrir- spurnum með tölvupósti. Mikill meirihluti var með heimasíðu með upplýsingum um þjónustu og sendi fjöldapóst til skilgreindra hópa. Þegar spurt var um helstu hindr- unina fyrir uppbyggingu á rafrænni stjórnsýslu var algengasta svarið, 83%, skortur á fjármagni. Meirihluti svarenda benti líka á að rafrænar undirskriftir væru ekki notaðar og treystu ekki öryggi tækninnar. Stærri stofnanir komnar lengra Í niðurstöðu ParX segir að stærri stofnanir og sveitarfélög séu komin lengra í rafrænni stjórnsýslu og þjón- ustu og virðist því vera opnari fyrir nýjungum. Nokkur munur hafi verið á svörum stofnana eftir ráðuneytum og þau séu misjafnlega langt komin í þessari þróun. Einnig kemur fram í samantekt að minni sveitarfélögin vilji ná fram hag- ræðingu og aukinni þjónustu með raf- rænni stjórnsýslu fremur en samein- ingu sveitarfélaga. Fámenn sveitarfélög og minni stofnanir leggi meiri áherslu á mannlega þáttinn í samskiptum og þjónustu og telji að tæknin henti ekki eða að umfang verkefna sé of lítið. Könnunin var framkvæmd 6. til 12. nóvember 2003. Stærð úrtaksins var 261 eða allar A-hluta ríkisstofnanir og 30 stærstu sveitarfélögin. Svarhlut- fall var 68,6%. Rafrænar um- sóknir ættu að hafa forgang Telja rafræna stjórnsýslu bæta þjónustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.