Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 13
ÚR VERINU
GLATT var á hjalla hjá nem-
endum 4. bekkjar Borgarhóls-
skóla í blíðskaparveðri þegar þau
fóru í sveitaferð í vikunni.
Lagt var upp frá Húsavík að
morgni og ekið sem leið lá suður
í Þingeyjarsveit og byrjað var á
því að heimsækja kúabúið á
Fremstafelli þar sem eru yfir 50
mjólkandi kýr og mikið af öðrum
gripum. Var það spennandi í aug-
um barnanna þar sem þau fengu
að gefa yngstu kálfunum pela og
höfðu mörg hver mjög gaman af
því. Þar gaf einnig að líta ýmsan
nýtískulegan búnað við heyfóðrun
og mjaltir kúa sem athyglisvert
var að skoða.
Eftir að hafa skoðað kúabú-
skapinn var ekið að bænum
Rauðá í sömu sveit þar sem geit-
ur og kiðlingar gerðu gríðarlega
lukku og svo mikla að allir vildu
halda á ungviðinu. Þá voru einnig
skoðuð alinaut og sauðfé, en nem-
endur fengu að gefa þeim bygg
sem ábúendur rækta sjálfir. Þetta
var mjög fróðlegt en eftir allanga
stund lá leiðin að Fosshóli þar
sem boðið var upp á heitar pylsur
í brauði og höfðu nemendur sjálf-
ir meðferðis drykki. Að máltíð
lokinni fóru svo allir út í góða
veðrið og léku sér um stund.
Upp úr hádeginu var svo ekið
að Hestamiðstöðinni í Saltvík þar
sem tekið var á móti hópnum og
fengu allir að fara á hestbak
enda góð aðstaða að teyma hesta
í reiðskálanum. Þetta var
skemmtileg upplifun, að sögn
nemenda, en að öllu þessu loknu
fóru nemendur heim, glaðir í
bragði yfir þeirri tilbreytingu í
skólastarfinu sem ferð þessi færði
þeim.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Kálfarnir voru gráðugir og kláruðu fljótt úr pelunum.
Gaman að gefa kálfum
Laxamýri. Morgunblaðið
MÖGULEGT er að Norðurlanda-
samstarf í matvælarannsóknum
verði víkkað út þannig að það nái til
alls átján Evrópulanda. Umsókn um
að bæta þrettán lönd-
um í samstarf Norður-
landanna, svo löndin
verði alls átján, var
send til Evrópusam-
bandsins í upphafi
þessa mánaðar og mun
niðurstaða liggja fyrir í
sumar.
Oddur Már Gunnars-
son, verkefnastjóri hjá
Norrænu nýsköpunar-
miðstöðinni, segir þetta
mikla áskorun, sam-
starf Norðurlandanna
hafi gefið mjög góða
raun og ESB hafi
brugðist mjög vel við
þessari hugmynd.
„Það eru ný lönd að koma inn í
Evrópusamstarfið, markaðir eru að
opnast og þessi lönd hafa alls ekki öll
sama staðal hvað varðar öryggi mat-
væla og hin Evrópulöndin. Þetta
skapar ákveðna hættu fyrir mat-
vælaiðnaðinn, sérstaklega á Norður-
löndunum. Ef neytandi kaupir t.d.
kjúkling og verður veikur spáir hann
ekki í hvaðan kjúklingurinn er, hvort
hann er frá Íslandi, Slóveníu eða
Grikklandi, heldur hættir að borða
kjúkling,“ segir Oddur Már.
Samstarf Norðurlandanna í mat-
vælarannsóknum hófst árið 1993. Á
sama tíma og Norðurlöndin voru að
velta fyrir sér framhaldi samstarfs-
ins lét Evrópusambandið í ljós áhuga
á að láta til sín taka á þessu sviði og
auka samstarfið á milli Evrópulanda.
Sóttu Norðurlöndin þá um forverk-
efnisstyrk og var ætlunin í upphafi
að bæta fimm löndum í samstarfið.
„Viðtökurnar sem við fengum voru
stjarnfræðilegar, þannig að í staðinn
fyrir að vera með fimm ný lönd bæt-
ast þrettán ný lönd í samstarfið,“
segir Oddur Már. Með-
al þessara landa eru
Frakkland, Bretland,
Ítalía og fleiri stór
lönd.
Styrksumsóknin
hljóðar upp á 3,6 millj-
ónir evra. Ætlunin er
að samstarf landanna
átján, verði það sam-
þykkt, standi í fimm ár
og hefjist í október á
þessu ári.
Mikilvægt að eiga
aðild að samninga-
borðinu
Oddur Már segir
mikilvægt fyrir Ísland
og Norðurlöndin öll að eiga þátt að
þessu samstarfi þar sem matvæla-
öryggi sé stundum notað til að
byggja upp viðskiptahindranir.
Þannig geti lönd varið viðskipta-
hagsmuni sína með því að berjast
fyrir því að viðmiðun ákveðinna efna
í matvælum sé lækkað eða hækkað
svo flytja megi út vöruna og mik-
ilvægt sé að eiga aðild að samninga-
borði þar sem slíkar ákvarðanir séu
teknar.
Reynt verður að koma á samstarfi
milli landanna í málaflokkum þar
sem hægt er að beita sameinuðu
átaki og þar sem þörf er á frekari
upplýsingum. Ákveðið hefur verið að
leggja áherslu á rannsóknir í fjórum
flokkum; kamfílóbakter í kjúklingi,
efnafræðilegum breytingum sem
verða við framleiðslu matvæla, rekj-
anleika matvæla og þróun aðferða
við áhættumat.
Fleiri Evrópulönd verði í Norður-
landasamstarfi í matvælarannsóknum
Samstarf að nor-
rænni fyrirmynd
Oddur Már Gunnarsson
FISKVINNSLUFYRIRTÆKI í
Eyjum hafa verið að bæta við fólki
undanfarnar vikur. Skiptir það miklu
máli þar sem hér hefur atvinnuleysi
verið viðloðandi.
Jón Ólafur Svansson, fram-
kvæmdastjóri Godthaab, segir 44
starfa hjá þeim. „Við höfum bætt við
sex nýjum starfsmönnum og erum
með þrjá lausráðna. Ástæðan er
fyrst og fremst aukið framboð á hrá-
efni og lægra hráefnisverð. Bátar
sem hafa verið í beinum viðskiptum
hafa fiskað vel og við erum að mæta
því og auka framlegðina,“ sagði Jón
og allt í blússandi botni eins og hann
orðaði það. Unnið er í tíu til ellefu
tíma á dag og laugardaga.
Rebekka Rut hóf starfsemi í nýju
húsnæði í lok febrúar. Að sögn Vík-
ings Smárasonar framkvæmda-
stjóra hefur hann ráðið níu starfs-
menn. „Við höfum fengið hráefni af
einum bát fyrir norðan, tveimur hér í
Eyjum og af markaði. Við höfum
nánast alltaf haft nóg af hráefni og
þetta fer ágætlega af stað,“ segir
Víkingur.
Viðar Elíasson hjá Fiskvinnslu
ehf. hefur bætt við fólki en nú er full-
mannað hjá fyrirtækinu en þar vinna
nú tíu manns. „Það hefur verið ágætt
að gera og allt í góðu standi. Það
hefði mátt fiskast meira undanfarna
daga en það hlýtur að lagast. Ég er
bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Viðar.
Nóg hráefni
Fiskverkunin Lóndrangar hóf
starfsemi um miðjan janúar. Arnar
Gylfason, verkstjóri, segir að þar
vinni tuttugu og fimm manns. „Síð-
ustu daga hefur mikið verið sótt um
vinnu hjá okkur en það er full-
mannað. Vinnslan gengur vel og nóg
hráefni, við höfum stundum verið að
vinna til tíu á kvöldin en við stefnum
að því að vera ekki lengur en til sjö á
daginn,“ segir Arnar og er ánægður
með ganginn.
Það hefur verið nóg að gera hjá
þeim í Kinn ehf. að sögn Magnúsar
Freys Valssonar, framkvæmda-
stjóra. „Að jafnaði höfum við verið
með 35 í vinnu undanfarið en erum
að bæta við fólki og eru 45 á launa-
skrá þessa viku. Við einbeitum okkur
að því að taka 5 kílóa og stærri þorsk
og ufsa þannig að það er hávertíð hjá
okkur. Við leggjum því allt kapp á að
vinna þennan fisk hratt og vel. Á síð-
asta ári vorum við í 12. sæti í inn-
kaupum á landsvísu á Fiskmarkaði
Íslands en erum nú í 7. sæti, það sem
af er ári ef litið er á verðmæti. Ég hef
eingöngu unnið fisk af bátum héðan
úr Eyjum síðustu viku ef undan er
skilið óverulegt magn af Fiskmark-
aði Vestmannaeyja,“ segir Magnús.
Verðmætasköpun Anne er 16 ára stúlka frá Ekvador,
en hefur búið í fimm ár í Eyjum. Hún skefur lundir af
hryggjum, en lundirnar þykja herramannsmatur víða.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Mikil vinna Ófeigur Lýðsson að snyrta saltfiskflök í Re-
bekku Rut sem hóf starfsemi í nýju húsnæði í febrúar.
Vertíðarstemning í minni
fiskvinnsluhúsunum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
HUGMYNDIR nefndar brezka for-
sætisráðuneytisins um breytingar til
bjargar brezkum sjávarútvegi fá
misjafnar undirtektir. Forystumenn
Skozka þjóðarflokksins hafna þeim
og forseti Samtaka skozkra sjó-
manna segir þær óraunhæfar.
Hugmyndirnar byggja meðal ann-
ars á því að stjórnvöld fjármagni
úreldingu 13% þess flota sem veiðir
þorsk, ýsu og kola og að 30% þess
sem eftir stendur verði þá lagt í fjög-
ur ár á kostað útgerðarinnar. Þá er
lagt til að tekin verði upp svæðis-
bundin fiskveiðistjórnun, sem bygg-
ist á útdeilingu framseljanlegra afla-
heimilda.
Ben bradshaw sjávarútvegsráð-
herra kynnti skýrsluna í vikunni og
sagðist bjartsýnn á að á grunni þess-
ara hugmynda gæti sjávarútvegur-
inn unnið sig út úr núverandi erf-
iðleikum og skapað sér arðbæran
rekstur í framtíðinni. „En til þess að
það náist verður sjávarútvegurinn
að taka þátt í því að kosta úreld-
inguna,“ sagði hann.
Forseti Samtaka skozkra sjó-
manna sagði að hugmyndur um að
útvegurinn yrði að taka á sig veru-
legan kostnað væru slæm byrjun.
Það væri algjörlega óraunhæft að
fara fram á það að flotinn yrði bund-
inn í fjögur ár, þegar hann þyldi ekki
einu sinni 6 mánaða stopp á ári. Tals-
maður Skozka þjóðarflokksins sagði
að tillögurnar væru byggðar á röng-
um grunni. Nefndin hafi vanmetið
stærð skozka fiskveiðiflotans og
góða stöðu fiskistofna í Norðursjó.
Flestir fiskistofnar sem Skotar
veiddu úr væru í góðri stöðu og ef
eitthvað væri, mætti auka veiðarnar.
Skozkir íhaldsmenn telja að þessar
hugmyndir gætu riðið baggamuninn
og gengið endanlega að útveginum
dauðum.
Fulltrúar fiskiðnaðarins telja til-
lögurnar einnig óraunhæfar, en
nauðsynlegt sé að líta raunhæft á
vandann hvað þorskinn varðaði.
Hann verði áfram undirstaða fisk-
iðnaðarins og rétt að benda á að nær
allur þorskur, sem etinn er í Bret-
landi komi úr sjálfbærum veiðum.
Meira en 90% alls þorsk sem neytt er
í Bretlandi sé tekinn úr stofnum við
Ísland og í Barentshafi, þar sem ver-
ið sé að auka veiðiheimildir í kjölfar
ábyrgrar fiskveiðistjórnunar. Stað-
an sé sú að af 820.000 tonna þorsk-
framboði á norðurhveli jarðar komi
aðeins 3% úr Norðursjónum.
Breytingar í Bretlandi
fá dræmar undirtektir
ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands undirbýr nú för við-
skiptasendinefndar til Kodiak-eyju í Alaska og til
Seattle. Í skoðanakönnun sem framkvæmd var í lok síð-
asta árs kom fram verulegur áhugi fyrirtækja á þessu
markaðssvæði, en þó nokkur viðskiptatækifæri eru
þarna, aðallega á sviði sjávarútvegs.
Sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen mun fara
fyrir sendinefndinni sem áætluð er í viku 21 í maí nk.
Að þessu sinni er megináherslan lögð á tengingar í
sjávarútvegi, þ.e. í útgerð, í fiskvinnslu og í fiskeldi.
Jafnt fyrirtæki sem eru í miklum viðskiptum nú þegar
og þau sem eru að hefja markaðssókn inn á þetta svæði
eru velkomin með í sendinefndina.
Markmiðið er að viðhalda núverandi viðskipta-
tengslum auk þess að koma á nýjum. Í þessu sambandi
verður lögð áhersla á að tengja saman væntanlega við-
skiptavini á svæðinu og þátttakendur í sendinefndinni.
Skipulagðar verða viðskiptaráðstefnur, litlar sýningar,
fyrirtækjastefnumót og móttaka á hótelum á Kodiak-
eyju og í Seattle. Útflutningsráð hefur nú þegar valið
mjög hæfa samstarfsaðila ytra, sem þekkja vel til á
þessum markaðssvæðum auk þess að þekkja vel til í
sjávarútvegi. Þeirra hlutverk verður að skipuleggja
viðskiptafundi fyrir þátttakendur í sendinefndinni, í
samstarfi við Útflutningsráð.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta haft samband
við Útflutningsráð.
Viðskiptasendinefnd
til Seattle og Alaska
Seattle Frá smábátahöfninni í Seattle.