Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTÆÐAN fyrir því að heilinn í mönnum varð miklu stærri en í nánustu ættingjum þeirra, öpun- um, gæti verið stökkbreyting í geni, að sögn bandarískra sér- fræðinga í líffræði og lýtalækn- ingum í Pennsylvaníu. Breytingin er talin hafa orðið fyrir 2,4 millj- ónum ára og hafi hún dregið úr stærð kjálkavöðva og þannig valdið því að meira pláss varð fyr- ir heila í höfuðkúpunni. Ekki er kenningin þó óumdeild og segja aðrir sérfræðingar að vel geti verið að aðrir hlutir hafi vald- ið því að vöðvarnir minnkuðu. Til dæmis geti breytingar í umhverf- inu hafa þvingað menn til að fara að gera sér áhöld og elda mat sem verður þá auðveldari viðfangs, þörf fyrir öfluga bitvöðva minnk- ar. Vísindamennirnir uppgötvuðu stökkbreytinguna að sögn AP- fréttastofunnar í erfðaefni sem talið var hluti af svokölluðu „drasli“, þ. e. DNA-erfðaefni sem ekki hefði neitt eiginlegt hlut- verk, en genið finnst aðeins í kjálkavöðvum. Síðan hafa þeir að sögn tímaritsins New Scientist gert rannsóknir á erfðaefni fólks frá mörgum löndum, þ. á m. Ís- landi, Japan og Rússlandi, og bor- ið saman við erfðaefni úr makakí- öpum sem eru af ætt markatta. Dr. Harold Stedman, sem fer fyrir hópnum, segir að alls staðar hafi niðurstaðan verið sú sama, menn séu með stökkbreytta genið en í öpunum hafi það ekki stökk- breyst. Stökkbreytingin veldur því að vöðvaþræðirnir minnka og þannig dregur úr umfangi vöðv- anna. Heili apans í heljargreipum Reynist tilgátan rétt er skýr- ingin á því að apar þróuðust ekki eins og menn sú að kjálkavöðv- arnir stóru héldu heilastærðinni í heljargreipum. Heili mannsins er nú þrisvar sinnum stærri en í gór- illum og simpönsum. Vísindamennirnir voru að rann- saka ástæður vöðvarýrnunar þeg- ar þeir fundu stökkbreytinguna. Bent er á að fyrstu öruggu merk- in um að menn hafi farið að gera sér áhöld séu frá sama tíma og stökkbreytingin varð en erfitt er að segja hvort kom á undan. Einnig gæti kenning Darwins um náttúruval hafa valdið því að ein- staklingar sem fæddust með stærri heila en aðrir hafi einfald- lega fjölgað sér meira. Stóru heil- arnir hafi þannig orðið ofan á vegna þess að stærra heilabú gerði kleift að þróa fjölbreyttari menningu. Olli stökkbreyting meiri heilastærð? Kjálkavöðvar urðu minni í mönnum og þá varð meira rými fyrir heilann STAÐFEST var opinberlega í gær af hálfu kjörnefndar á Taívan að Chen Shui-bian hefði verið endur- kjörinn forseti í kosningunum um síðustu helgi. Kom til óeirða er and- stæðingar forsetans réðust á skrif- stofur kjörnefndarinnar, köstuðu eggjum og brutu rúður. Stjórnar- andstæðingar kröfðust á sínum tíma endurtalningar og voru kjörkassar þá allir innsiglaðir. Deilt hefur verið um málið og hvernig standa skuli að endurtalningu sem Chen segist samþykkja. Fundur milli deiluaðila leystist í gær upp án samkomulags. Stjórnarandstaðan hyggst efna til útifundar í höfuðborginni Taipei í dag og gerir ráð fyrir allt að 500.000 þátttakendum. Stjórn kommúnista í Kína sagði í gær að hún myndi ekki sitja aðgerðalaus hjá ef ókyrrð á Ta- ívan færi úr böndunum. Þau líta á Taívan sem uppreisnarhérað er eigi að heyra undir Pekingstjórnina. Kommúnistar eru mjög andvígir Chen forseta sem hefur látið í veðri vaka að efna ætti til þjóðaratkvæðis um sjálfstæðisyfirlýsingu Taívans en í lögum eyjarinnar er hún enn talin vera hluti Kínaveldis. Aðeins munaði um 30.000 atkvæð- um eða 0,2% á Chen og helsta and- stæðingi hans, Lien Chan. Einnig hefur verið bent á að um 300.000 at- kvæði voru dæmd ógild, þrisvar sinnum fleiri en í síðustu forseta- kosningum árið 2000. Stjórnarand- staðan hefur einnig bent á ýmis dæmi um atkvæðasvindl. Aðrir segja að öflug hreyfing hafi hvatt fólk til að skila auðu og geti það skýrt að nokkru hvað mörg atkvæði voru dæmd ógild. Daginn fyrir kjördag var skotið á Chen og varaforseta hans, Anette Lu, og særðust þau lítillega. And- stæðingar Chen segja að margt sé grunsamlegt við málið og árásin hafi ef til vill verið sviðsett. Lög- reglan hefur birt mynd úr eftirlits- vél af sköllóttum manni, klæddum gulum jakka. Er sagt að hann geti hafa verið að verki og hann hafi flú- ið af vettvangi á mótorhjóli. Lien hefur sagt að Chen hafi fengið fjölda samúðaratkvæða vegna árás- arinnar. Hörð mótmæli gegn Chen Taívanforseta Enn deilt um til- högun endurtaln- ingar atkvæða Taipei. AP, AFP. FORSÆTISRÁÐHERRA Indlands og leiðtogi Bharatiya Janata-flokks þjóðernissinnaðra hindúa, Atal Behari Vajpayee, flutti ræðu á fundi í hinni helgu borg Amritsar í gær. Hann sagðist m.a. álíta að ekki myndi oftar koma til styrjaldar við Pakistan og hvatti til þess að viðskipti milli ríkjanna tveggja yrðu aukin en mikill uppgangur hefur verið í indverskum efnahag síðustu árin. Þingkosningar verða á Indlandi í apríl. Reuters Litríkur stjórnmálafundur SEX Bretum var bjargað í fyrra- kvöld úr helli í Suðvestur-Mexíkó en þeir voru innilokaðir í honum vegna mikils flóðvatns í átta daga. Eru stjórnvöld í Mexíkó mjög óánægð með þessa uppákomu og halda því fram, að Bretarnir hafi farið ofan í hellana án tilskilinna leyfa. Mennirnir báru sig vel þegar þeir losnuðu úr prísundinni og fullyrtu, að í raun hefði aldrei nein hætta verið á ferðum. Voru þeir í flokki 12 manna, aðallega hermanna, en helmingurinn var kominn út áður en vatnið lokaði inngöngunni. Hellakerfið, Cuetzalan-hellarnir, er mjög flókið og víðáttumikið og alls 50 km langt. Formleg mótmæli Yfirvöld í Mexíkó sögðu, að Bret- arnir yrðu yfirheyrðir áður en þeir færu úr landi og meðal annars spurðir hvaða erindi þeir hefðu átt inn í hellana. Breska sendiráðið sagði, að hellaferðin hefði verið hluti af herþjálfun og fyrir henni hefði verið leyfi. Mexíkóstjórn kannast þó ekki við það og segir, að mennirnir hafi komið til landsins á ferðamannapassa. Hefur Vicente Fox, forseti Mexíkós, falið utanrík- isráðherra landsins að krefja bresku stjórnina skýringa á þessu og bera fram formleg mótmæli. Bretarnir segjast hafa stundað þessar hellaferðir í 14 ár og íbú- arnir í Cuetzalan staðfesta það. AP Þrír breskir kafarar í Alpazat-helli en hann er einn margra í Cuetzalan-hellakerfinu sem er alls um 50 km langt. Sex Bretum bjargað úr mexíkóskum hellum Málið orðið að hálfgerðri milliríkjadeilu Ayotzinapan. AFP. Hæðst að al-Qaeda- yfirlýsingu Islamabad. AFP. TALSMENN pakistanska hersins hæddust í gær að yfirlýsingu, sem er sögð frá hryðjuverkasamtökun- um al-Qaeda, en í henni er skorað á herinn að rísa upp og steypa Pervez Musharraf, forseta Pakist- ans, af stóli. Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Ja- zeera flutti yfirlýsinguna í fyrra- kvöld en sagt var, að hún væri frá Ayman Al-Zawahiri, næstæðsta manni al-Qaeda. Þar er skorað á Pakistani og herinn að styðja hryðjuverkasamtökin og reka burt Musharraf, sem væri svikari við þjóðina. Yfirlýsingin er flutt á sama tíma og pakistanski herinn heldur uppi mikilli sókn gegn al-Qaeda í norð- vesturhluta landsins við afgönsku landamærin. Hafa 54 hermenn fallið í átökunum en 163 al-Qaeda- liðar og talibanar hafa verið hand- teknir. TALIÐ er að sjóræningjar frá Norður-Afríku hafi á árunum 1530 til 1780 rænt alls rúmlega milljón Evrópumanna og gert þá að þræl- um, að því er fram kemur á vef Discovery-sjónvarpsstöðvarinnar. Ræningjarnir gerðu strandhögg á Íslandi árið 1627 og tóku með sér nokkur hundruð manns í Tyrkjarán- inu svonefnda. Túnis, Alsír og Marokkó voru á þessum árum hluti Tyrkjaveldis en sjálfstæðir höfðingjar, pasjar, fóru í reynd með völdin í „Barbaríinu“ eins og svæðið var nefnt af Evr- ópumönnum. Um 90% þrælanna voru karlar og voru þeir einkum not- aðir til að sinna erfiðum störfum við skógarhögg, í námum og til að róa galeiðum, að sögn Robert Davis, sagnfræðings við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum. Þurftu að ræna 8.500 manns árlega til að fylla í skörðin Eftir að byrjað var að flytja blökkumenn frá Afríku til nýlendna í Ameríku varð skortur á þrælum í Afríku og fóru sjóræningjar þá að snúa sér að ströndum Evrópu, talið er að nokkrir strandbæir á Ítalíu hafi beinlínis verið lagðir í auðn. Davis segir afföllin hafa verið mikil, margir hafi dáið, flúið ellegar verið leystir úr ánauð fyrir fé. Hefur hann reiknað út að þurft hafi að ræna um 8.500 manns á ári til að fylla í skörð- in. Evrópskir þrælar í Norður-Afríku Yfir milljón var rænt Tyrkland Níu fórust í jarð- skjálfta Ankara. AFP. LJÓST er að minnst níu manns fórust þegar jarðskjálfti upp á 5,1 á Richter reið yfir Erzurum-hérað í austurhluta Tyrklands á fimmtu- dagskvöld. Upptök skjálftans voru undir bænum Cat, um 870 km austur af höfuðborginni, Ankara. Þorpsbúar og björgunarmenn leita í rústum húsa, að sögn Anatolia- fréttastofunnar tyrknesku. Nokkur múrsteinshús hrundu í a.m.k. þremur þorpum á svæðinu. Sjö hinna látnu eru börn, að sögn Anatolia og a.m.k. tuttugu manns slösuðust. Íbúar í Erzurum-héraði þustu út úr híbýlum sínum þegar skjálftinn reið yfir og að sögn NTV-sjónvarpsstöðvarinnar voru heimilislausir fluttir í skólabygg- ingar og íþróttahús víða í héraðinu. Fjögur börn fórust í sama hús- inu í þorpinu Kucukgecit, nærri bænum Askale. Þá týndu tvö önn- ur börn einnig lífi í sama þorpi, að sögn Anatolia og annað barn fórst í nærliggjandi þorpi, Karaybuyuk. Fréttir herma að fimmtán hús hafi hrunið í Kucukgecit. Jarðhræringar eru tíðir í Tyrk- landi og árið 1999 fórust um 20 þúsund manns í tveimur jarð- skjálftum í norðvesturhluta lands- ins. ♦♦♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.